Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 13
12 Föstudagur 27. mars 1981 ,/Stormur verður á suðurdjúpi, suðurmiðum, suðvesturmiðum...". Og veðurmaðurinn í útvarpinu heldur áfram að auka líkurnar á þvi, að enn einu sinni verði ekkert af þvi, að ég nái tali af Hannesi Þórði Hafstein framkvæmdastjóra Slysavarnafélags Islands. Fyrir rúmum hálfum mánuði höfðum við loksins, eftir margar tilraunir, fundið tíma til að setjast niður og spjalla saman. „Ætli við verðum ekki að vera heima hjá mér? Við fáum engan frið á skrifstofunni. Komdu klukkan hálf tíu og ég reyni að hafa heitt bakkelsi handa okkur", sagði Hannes. Á miövikudagskvöldið hlustaði ég ekki á veðurspána, og á fimmtudagsmorguninn hélt ég ótrauður af stað og ætlaði rétt að koma við á blaðinu til að sækja pappír. I öruggu skjólinu hér á malbikinu veit maður ekki af ham- förum náttúruaflanna úti fyrir ströndum landsins. Ofviðrin sem fiskimennirnir brjótast ótrauðir gegnum á leiðtil sinnar vinnu eru órafjarri, sérstaklega ef maður gleymir að hlusta á veðurfréttirnar. En rétt í þvi að ég kom inn á blaðið hringdi síminn. Það var Hannes. „Heyrðu góði. Ég lenti i leit að báti sem hefur verið saknað síðan í gær og hef ekki sofið í alla nótt. Ég held að þetta sé vonlaust í dag". Það varð svo að vera og um tíma leit út fyrir, að ekki yrði lát á bátssköðunum, eins og mönnum er sjálfsagt í fersku minni. Það var eins og hálfur fiskibátaflotinn stef ndi inn á suðurströndina. En loksins gerði ég eina til- raunina enn, og veðurspáin lofaði samsagtekki góðu um, að framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins yrði viðlát- inn. En ekki bar á öðru en höfuðskepnunum þætti sem þær hefðu tekið nægan toll í bili, og þegar ég arka að húsinu númer 113 við Skeiðarvog i glampandi sólskini og norðan strekkingi standa útidyrnar upp á gátt og húsbóndinn kemur á móti mér þegar hann heyrir fótatakið á stéttinni. Sjóarinn, stýrimaðurinn, framkvæmdastjórinn. Jielgarpástl irinn /-yo^rpfW/ irinn Föstudagur 27. mars 1981. Sigrún, kona hans, kemur meö rjúkandi bollur, þegar viö erum sestir inn i boröstofu. Vibtal viö Hannes Hafstein viröist ætla aö komast í höfn. Hér hafa þau Hannes og Sigrún búiö siöan 1955, i einu af raðhúsunum, sem liggja nokkurnveginn i suður og noröur og snúa endanum niður aö Skeiöarvogi. Hinumegin viö götuna er Vogaskóli, sem núorðið hýsir lika Menntaskólann viö Sund. Börnin þeirra fimm hafa þvi ekki þurft aö fara nema rétt yfir götuna til aö komast i skólann allt frá fyrsta bekk i barnaskóla. „Angar al sjómennsKu” „Ég þarf að segja þér frá þessari mynd hérna”, segir Hannes, þegar við göngum inn i stofu, eftir að viö höfum gætt okk- ur á bollunum og bendir á málverk, sem hangir yfir sófan- um. „Þetta er mynd af danska skipinu Jylland, sem var i fylgd með Kristjáni niunda danakon- ungi, þegar hann kom hingað með stjórnarskrána 1874. Þarna siglir hún fyrir Skagen, sem sést þarna i baksýn, og myndin angar af sjómennsku. Þegar ég var að fara að heiman, haustiö eftir stúdents- próf kallaöi pabbi mig inn á suðurkontórinn i gamla sýslu- mannshúsinu og sagöi viö mig, að þar sem þetta væri siöasta kvöld- ið mitt áöur en ég færi aö heiman, og það væri aldrei að vita hvað ég yrði lengi vildi hann gefa mér eitthvað, sem ég mætti velja sjálfur. Þessi mynd hékk þarna á kontórnum, ömmufrændi minn, sem haföi sjálfur veriö offiséri á Jylland haföi einmitt gefið ömmu hana i brúðargjöf áöur en hún fór alfarin til Islands. Mér fannst þvi tilvalið að velja hana.” En skilnaðargjöfina fékk Hannes raunar ekki i hendur fyrr en eftir að faðir hans, Július Havsteen sýslumaður á Húsavik, var látinn. Og fyrst við erum komnir út i ættfræði spyr ég um tengsl nafnsins Hannes Hafstein við þann mann, sem við þekkjum öll úr Islandssögunni. „Hannes Hafstein var ömmu- bróðir minn,hét fullu nafni Hann- es Þórður Hafstein og er ég heitinn eftir honum. Hafsteins- nafnið er það sama og nafn föður mins, en hann notaöi gamla rit- háttinn.Havsteen. Faðir Hannes- ar, Pétur amtmaður skrifaði sig aftur Havstein. Afi minn i föðurættina var svo Jakob konsúll gæslu og björgunarstörfum viö landið, og hann var mikill baráttumaður fyrir útfærslu landhelginnar. Hann átti lika sæti i stjórn Slysavarnafélagsins fyrir Norðlendinga og ég gæti trúaö þvi, að ég hafi sótt áhugann til hans. Hann skrifaði fjölda blaöa- greina og flutti fyrirlestra um landhelgismálið. Fyrstu greinina skrifaði hann i blað á Siglufiröi 1918. Það var vegna sambands- laganna. Hann var ekki hrifinn af þvi, að Danir skyldu fá jafnan rétt og íslendingar til veiöa i land- helginni, þótti þaö spor aftur á bak frá frumvarpinu 1908, sem raunar hafði kolfellt ömmubróður minn, Hannes Hafstein á sinum tima. Þessi mál voru á dagskrá á heimili minu sýknt og heilagt. Pabbi sagði okkur margar sögur á siðkvöldum, hann hafði mikla og góða frásagnargáfu. Ég haföi þvi gott veganesti að heiman, og gamli maðurinn fann fljótlega hug sonarins til að fara i siglingar. Það stóð þvi til lengi, og eftir að ég hafði verið á sild á Bjarna frá Siglufirði sumarið eftir stúdents- próf, eins og venjulega á sumrin, ákvað ég að fara vestur um haf strax um haustið. Þetta var árið 1947, og næstu tvö árin var ég i bandarisku strandgæslunni. Ég var mjög þakklátur fyrir þann tima. Ég lærði mikiB á þessu og fór viða um, kynntist mörgum góðum mönnum, eins og raunar bæði fyrr og siðar. Ég hef veriö svo heppinn, að ég hef alltaf verið með góöum mönnum, bæði til sjós og lands. Það hefur verið mitt lán”. í „HóslprdinunT — Bandarisku strandgæslunni, segir þú. t hverskonar störfum? „Þeir voru mikið með veður- athugunarskip á þessum tima. Þetta var samstarf þjóða i milli um að fá sem gleggstar upplýs- ingar um verðurskilyrði, og það var fyrst og fremst öryggi fyrir úthafsflugið, sem var þá að byrja. Þú manst kannski eftir veður- skeytum frá Alfa og Bravo, sem voru lesin i útvarpinu til skamms tima? Þetta voru ákveðin svæði sem veðurskipin fóru um. Hvert skip var 21 dag á hverju svæði, lónaði milli ákveðinna reita, sem voru merktir niður, og sendi siðan út verðurlýsingar á ákveðnum timum, og jafnframt hvar það allskonar námskeiö, var á skip- um við ströndina, á flugi, meöal annars i þyrlum, sem þá var verið aö taka i notkun, og um tima var ég á isbrjót á vötnunum stóru, Great Lakes. Ég fór lika i mikla ferð á skólaskipi frá New London i Connecticut. Það hét Engel, upphaflega þýska skóla- skipið Horst Wessel, skipið sem þýsku nazistarnir notuöu fyrir Dönitz og þessa kappa. Banda- rikjamenn fundu það i niðurniöslu i Bremen eftir strið og fóru að nota það i svonefnt „cadett cruising” eftir að hafa riggað þaö upp. Þetta voru ferðir fyrir nemendur i sjóliðsforingjaskól- unum, og ég komst i eina þeirra. Ferð frá Bandarikjunum til Azor- eyja, og London og þaðan til Kanari- og Bermudaeyja og aftur til Bandarikjanna. „EKKi sierKur r sióareglunum” Það gerðist ýmislegt i þessari ferð, og þú getur imyndað þér að það var reynsla fyrir svona sveitastrák. Þarna var maður i hvitum sjóliðabúningi og ekki beint sterkur i siðareglunum um borð. Og það fór fyrir mér eins og 'Sveini Dúfu, ég hafði gott hjarta- lag, „en fór að öllu skakkt” þegar ég tók fyrst þátt I að fylkja liði upp á dekki. Strákarnir sáu á eftir, aö það þurfti að gera eitt- hvaö til að hjálpa mér. Ég var þvi tekinn fram undir bakka þar sem var haldin æfing, og það varð heilmikil kómedia þegar þeir kenndu mér hvernig ég ætti að fara að. En næsta dag gekk þetta miklu betur. Þarna um borö voru strákar i efri bekkjum, sem voru að ljúka veru sinni þar, en ég var i hópi með þeim yngri, sem voru nefnd- ir „swabs”. Þaö var hægt aö láta þá gera allan skollann, og það þýddi ekki annað en hlýða mögl- unarlaust, annars fékk maður margfalda minusa. Einhverntimann rákum við augun i það á listanum yfir skyld- ur dagsins, að ég átti að vera það sem nefnt er „admiral’s aid”, hjálparmaður sjóliðsforingja. Það vakti mikla kátinu að þaö skyldi koma i minn hlut. Þetta var fólgið i þvi aö fylgja sjóliðs- foringjanum eftir hvert sem hann fór, og maður var i sérstakri múnderingu, með legghlifar og sverð sér við hlið. Ef sjóliðsfor- inginn sat uppi á dekki og las i bók af Dakar i Afriku. Þaö var stór og mikil leit. Við fundum tvö sæti og brak, sem var úr vélinni, og frönsk korvetta, sem tók þátt i leitinni tók við þessum hlutum. Eftir þessi tvö ár tók ég mér far heim með Tröllafossi, og fékk að vinna fyrir farinu. Nýkominn heim settist ég 1 Stýrimannaskól- ann, og ekki voru þeir verstir, félagarnir sem ég hitti þar. Ég kunni ákaflega vel við mig i skól- anum undir stjórn Friöriks Ólafs- sonar skólastjóra, sem var gamall sjóliðsforingi. Einhverntimann um veturinn fór ég niður i Eimskip til að þakka vini minumog sýslunga Guðmundi Vilhjálmssyni forstjóra fyrir þennan góöa greiða, að fá að fljóta heim með Tröllafossi. Þessi heimsókn varð til þess, að mikið átti eftir að breytast. Hjólið snerist aldeilis hratt i borð! Þaö var von á Gullfossi heim um vorið, árið 1950, og Guðmundur bauð mér starf um borð. Ég átti að vera viðvaningur til aö byrja með, og siöan háseti. Þetta var dálitið annað en ég haföi hugsað mér. Siðan var ég hjá Eimskip sumariö milli þess sem ég var i Stýrimannaskólan- um og allar götur þangað til ég hóf störf hjá SVFt um mánaöa- mótin október-nóvember 1964. t fyrstunni var ég háseti á Gullfossi, en haustið 1953 varö ég fastur þriðji stýrimaður á Tungu- fossi. Þótti mér fyrsta siglingin veturinn 1954 löng og strembin. En ég var lika nýbúinn að stofna heimili hafði ekki veriö giftur nema i þrjá mánuði þegar við lögöum af staö. Við fórum meö saltfisk til Brasiliu, og það var raunar alveg stórskemmtileg ferð, þegar maður litur til baka. Þegar við komum þarna suðurfyrir miðbaug á heitasta árstimanum stóð yfir karneval i Brasiliu með pomp og prakt, nokkuð sem maður þekkir ekki héðan af norðurslóðum. Þegar við höfðum losað okkur við saltfiskinn héldum við til litils staðar sem heitir Capadello og siðan gulubælisins Santos og lest- uðum kaffi og sykur. Það var hrikalegt að sjá þennan mismun á milli auðlegðar og bláfátæktar, sem þarna blasti við. Bruninn ð Gulllossi Annars var ég lengst af stýri- maður á Gullfossi. Og ég var i Höfn þegar þetta ógurlega óhapp varð 1963, þegar Gullfoss brann i dokkinni. Eldurinn gaus upp og taka viö erindrekastarfi um sjóslysavarnir og björgunarstörf þar sem maðurinn sem hafði verið i þvi hvarf aö öörum störf- um, og loks varö ég framkvæmdastjóri 1973.” — Var ekki erfitt aö hætta I farmennskunni eftir öll þessi ár? „Farmennskan átti mjög vel viö mig og ég skildi eiginlega ekki hvaö kom yfir mig að fara i land, og viöbrigðin voru mikil. Það var erfitt aö ganga alveg hreint i nýtt starf, og fyrsta áriö I landi var érfitt. Ég mundi ekki leggja þaö á mig aftur aö skipta! En nú er ég oröinnsvorótgróinn, að ég treysti mérekkitilaðfara afturá sjóinn, fer ekki einu sinni i afleysingar. Ég er hræddur um aö fá bakteri- una aftur. „M verour að haia nðg að gera, nannes” En þetta starf tók strax hug minn allan. Ég var i tengslum við islenska sjómannastétt og skildi hvað SVFl er henni mikils virði. Þegar ég var að hætta sagði vinur minn, Einar sem var bátsmaður: „Þú verður að hafa nóg að gera Hannes, ef þér á ekki að leiöast”. Mér hefur aldrei leiðst og ekki séö eftiraðskipta, þóttsiöustuárinsé eins og löngunin i sjóinn hafi blossaö upp aftur. En maður verður að bægja þvi frá sér. Annars hef ég ekki mátt vera aö þvi aö hugsa um mikiö annaö en starfið siðan ég byrjaði hjá félag- inu. Sem betur fer hefur Sigrún kona min fylgt mér heilshugar i starfinu og krakkarnir minir lika. Svoleiðis á það aö vera, þvi að óneitanlega tengist þetta starf heimili manns á einn eða annan hátt. Ég hef reynt aö vera virkur i Langholtssöfnuði, og trúin sem mér var innrætt heima, hefur fylgt mér gegnum árin. Og ég trúi á máttbænarinnar, hef alltaf gert það. Ég fann þetta best þegaBég var á sjó, og það er lika bundið þessu starfi. Ef við litum á leitir og björgunarstörf eru þar ákaf- lega miklar andstæður. Oft er ansi mikið um sorglega atburði, sem enginn fær viö ráðið, en sem betur fer koma lika stundir, þegar menn ráða sér ekki af fögn- uði yfir árangursriku starfi. Trúin er traust og gott veganesti frá mfnum elskulegu foreldrum, sem hefur reynst mér vel.” — Hvaða tilfinningar vakna hjá þér, þegar spáð er band- brjáluðu veðri á miöunum og þú 13 Annars langar mig að segja þér frá einum atburði, sem sýnir hverskonar samstaða og hugul- semi getur komiö upp við erfiöar leitir. Fyrir nokkuð mörgum ár- um stóðum við I ansi strembinni leit, og ég haföi veriö svolitiö i fréttum I útvarpinu útaf þessu. Svo geröist þaö upp úr miönætt- inu, aö það var bariö að dyrum niöri i Slysavarnafélagshúsi. Þar var kominn listamaðurinn Sigfús Halldórsson. Hann hélt á pakka undir hendinni, og sagði við mig með sinni alkunnu hlýju: „Er þetta ekki búið að vera erfitt vin- ur? Ætli þetta geti ekki glatt þig?” Ég opnaði pakkann, og i honum var mynd eftir Fúsa af húsinu heima á Húsavik, kirkju- turninn i baksýn og i forgrunnin- um gamla stiflan þar sem við lék- um okkur strákarnir með bátana. Mér þótti ákaflega vænt um þetta. Þetta kom skemmtilega á óvart og kom sér vel þessa nótt”. — Nú hefur þú mest verið i stjórnunarstörfum i þessu björgunar- og slysavarnarstarfi þinu. En hefur þú sjálfur bjargað mannslifum? „Vlö horlöumsl í augu” „Ég bjargaði einu sinni hafnar- verkamanni, sem féll i höfnina i New York. Ég var þá þriðji stýri- maður á Tungufossi átti vakt á dekki. Ég hafði verið niðri i lest aö lita eftir hvernig var gengiö frá vörunni og fannst skyndilega eins og kallað væri á mig. Þegar ég var á leiðinni upp sá ég gamlan mann, kolsvartan, sem hafði verið að stúfa sekkjum. Við horfðumst i augu nokkra stund, sögðum ekki neitt, og siðan hélt ég áfram. Skömmu seinna skrik- aði einhver á landganginum og datt i höfnina. Ég stakk mér eftir honum, og þegar ég sá framan i manninn brá mér heldur betur i brún. Þetta var sami maðurinn og ég hafði horfst i augu við. Ég gerði lifgunartilraunir á honum og sá ekki annað en hann væri viö bestu heilsu þegar hann var flutt- ur á spitalann. En daginn eftir hitti ég mág hans, sem sagði, að gamli maðurinn heföi dáið. Hann fékk lungnabólgu, hefur senni- lega ofkælst. I annað skipti tók ég þátt i að bjarga manni sem hafði farið i Elliðaárnar inn við gömlu hest- húsin, og það fór betur en i fyrra skiptið. Svo má ekki gleyma þvi, þegar ég tók á móti barni á Gull- fossi, að visu undir yfirumsjón gamallar ljósmóður. En það var „s Kiidi ei KKi hvað 1 hom ylir mig að lara 1 la nd” Hannes Pórður uaisiein r Helgarpóslsviðiaii og kaupmaður á Akureyri, en amma var dönsk”, segir Hannes. „ÖsKrandi 111” — Sýslumannssonur á Húsa- vik, kominn út af amtmönnum og konsúlum, en gerist siðan sjómaður, einn allra systkinanna. Hvað kemur til? „Þaö má ekki gleyma þvi, að á þessum árum sem ég var að alast upp var sildin að koma, og þaö var öskrandi lif á Húsavfkinni. Ég byrjaöi snemma að fara niður- eftir aö landa úr bátunum, og siðan fór ég á sild sjálfur. Þá fór ég að fá bragð af þvi að hugsa mér sjóinn sem starfsvettvang. Þetta kom snemma upp i mér. Samt fór ég i MA, fékk aö fylgja eldri bræörum minum, þeim Jakobi, Jóhanni og Jóni. Ég var lengst af i heimavistinni og likaði strax vel sá góði agi sem þar var, þótt það sé kannski ekki fyrir alla. Ég hafði kannski ekki alltaf hugann allan viö námið, þvi ég ætlaöi mér ekki i framhaldsnám, löngunin að fara á sjóinn var svo sterk. Þegar kom að þvi, að ég fór að undirbúa mig fyrir lifsstarfið hvatti gamli maðurinn mig til þess, enda haföi hann alla tið brennandi áhuga á landhelgis- var statt. Ég fór tvisvar meö Cutter Campbell frá „kóstgardinu” sem matrós á stöð Alfa. Við vorum miðja vegu milli Reykjaness og Hvarfs á Grænlandi, mig minnir að það hafi verið á 62 gráðum N og 32 minútum V. Skipsfélögun- um þótti sem ég ætti stutt heim, og þess vegna fékk ég aðgang að sérstöku viðtæki i skipinu, þar sem ég gat hlustað á fréttir að heiman. Þar heyröi ég fyrst um hið stóra og mikla björgunar- afrek við Látrabjarg i desember 1947. Þá datt mér ekki i hug, að ég ætti eftir að blanda svo miklu geði við þessa vikinga og starfa með þeim hér heima, og þvi siöur datt mér i hug, aö ég ætti eftir að sitja á Látrabjargi og heyra söguna af þessu frækilega björgunarafreki af munni Þórðar á Látrum og horfa um leið á vettvanginn þar sem þaö átti sér stað. Fyrir utan veru mina á þessu veðurskipi, sem dufl hafa núna leyst af hólmi, var ég i ýmsum björgunarstörfum hjá strand- gæslunni. Þó lét ég aldrei skrá mig i hana þvi þá hefði ég skuld- bundið mig til að vera fjögur ár, og það vildi ég ekki. I staöinn fékkég að vera skráður nemandi i starfi. Meðan ég var þarna sótti ég varð maður að standa þar teinréttur, og væri hann inni i klefanum varð að standa fyrir utan dyrnar. Þessi aðmiráll, sem ég átti að aðstoða, var ljómandi maður og i miklu uppáhaldi meðai okkar. Það leið heldur ekki á löngu þar til hann opnaði klefa- dyrnar og spurði mig hvort ég vildi ekki koma inn. Hann langað til að spyrja um Island. Það varð fljótlega uppi fótur og fit, þegar uppgötvaðist, að aðmirálsvörður- inn var horfinn — en þegar betur var að gáð sat hann inni hjá foringjanum og fræddi hann um Island! ” „EKKÍ ÓIÍKI MeóallandsDuKlinni” — Nú varst þú mikið hjá strandgæslunni bandarisku. Lentir þú ekki oft i björgunum og svaðilförum? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég lenti i nokkrum leitarflugum frá Cape Hatteras á North-Carolina. Það er löng strandlengja og mikið sjóslysabæli, ekki ósvipað og Meöallandsbuktin hjá okkur. Og þegarég var á leiöinni frá Kanari til Bermuda var tilkynnt, að franskur flugbátur hefði farist út það var mesta lán, að ekkert manntjón varð. Hefði þetta gerst að nóttu til heföi ekki orðið mannskaði, heldur mannskaöar. Ég var einn af þeim sem voru sendir heim eftir þetta og varð þá fastur 1. stýrimaður á Mánafossi litla, og leysti tvivegis af sem skipstjóri. Gengu þær ferðir með ágætum og minnir mig að viö höf- um haft viðkomu á 22 höfnum i minni jómfrúferö. Ég ætlaði semsé að vera á Gullfossi eitt sumar á milli bekkja, en ilengdist i farmennsk- unni frá 1951—1964. Astæðan fyrir þvi að ég hætti var sú, að ég varð fyrir þvi óhappi að meiöast á hné og varð að gangast undir uppskurð. Þá var það einhvern- timann að ég sá auglýsingu frá Slysavarnafélaginu þar sem var óskað eftir starfsmanni. Ég var þá enn i tengslum við kunningja mina i Bandarikjunum, og þessi björgunarmál voru ennþá i manni, þótt ég hafi eingöngu sinnt farmennskunni. Það varð semsé úr, aö ég réðst til Slysavarna- félagsins um haustið, og mitt verk var að sjá um slysavarnir á landi. Seinna var ég beðinn að veist, að það eru margir bátar á sjó? „Maður hefur hrokkið hrika- lega við, sérstaklega þegar hann hefur skolliö yfir eins og hendi væri veifaö, enginn aödragandi. Verra er það þó, þegar veðrið hef- ur ekki verið slæmt, en samt orðiö slys. Það á maður erfitt meö aö sætta sig við. Þetta hefur oft á tiðum verið ansi erfitt i vetur, þó tiðarfarið hafi ekki verið það versta sem ég man eftir. Það var miklu verra veturinn 1973, þá urðu miklir skaðar og bátstöp.” „Aóslandendur veila siyrK” — Kemstu i náiö samband við aðstandendur sjómanna, þegar verið er að leita? „Já, ég er i stöðugu sambandi við þá. Og það er kannski það erfiðasta. Eins og gefur að skilja er mikiö haft samband viö mann, og það verð ég að segja, aö þaö er meö ólikindum hvaö þetta fólk er sterkt. Það veitir manni raunverulega styrk i starfi. alveg stórkostlegt að sjá nýtt lif kvikna og vera þátttakandi i þvi”. — Hannes, svaraðu mér nú hreinskilnislega: Ef þú ættir þess kost að iifa lifinu aftur, mundir þú haga þér öðruvisi en þú hefur gert til þessa? „Nú setur þú mig alveg útaf laginu”, svarar Hannes og hlær dátt. Eftir stutta umhugsun: „Þegar ég lit til baka held ég, að ég þyrfti ekki að hika við það. Kannski á dálitið annan hátt, en ég mundi ekki hvika langt frá þvi”, segir hann, og mér sýnist viötalið vera komið nokkurn- veginn heilt i höfn.. Það gekk von- um betur, siminn hringdi ekki nema einu sinni. Auðvitað var þaö vestan af Granda, það var vegna einhverra torkennilegra sendinga á 2311, skildist mér, og þeir urðu sammála um aö hlusta áfram og sjá hvaö þetta væri. Það var hvasst á miðunum og spáin er ennþá slæm, þótt sólin skini glatt hérna á jökulköldu malbikinu i norðan strekkingn- um. Það er betra að vera vel á verðiá Grandanum og tilbúinn aö bregða skjótt viö beri eitthvaö útaf. VNMai: þorgrfmur Geslsson Mgnir: Jm $man

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.