Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 27. mars 1981 „Til þess er mað ur jú að skrifa” „Ég er fæddur þann 22. október 1918 i Hong Kong í Kina og ég gerði það ekki af ásettu ráði. Nokkrir vina minna halda þvi fram, aö svo hafi veriö, en það er of mikiö sagt. Faðir minn var frá Panama og móðir min var frönsk. Ég kom mjög ungur tii Frakk- lands og stundaði nám I Paris. Ég var mjög ungur, þegar ég fékk köllun til að skrifa, eða 12—14 ára, og i menntaskóla gerði ég litið annað en að yrkja ljóð. Tvitugur tók ég þátt I heims- styrjöldinni siðari. Ég var tekinn tii fanga, og færður i fangabúöir i Póllandi, en slapp sem betur fer lifandi frá þvi ævintýri. Þá hófst bókmenntaferill minn, þó það sé ekki rétta orðið, því bókmenntir, eins og öll sköpun, eru köllun, en ekki starfsferill. Ég orti ljóö, skrifaði skáldsögur, og siðan skrifaöi ég fyrir leikhúsiö, þar sem ég varð þeirra ánægju að- njótandi að öðlast vinsældir mjög snemma. Ég gekk þvi i eigin gildru, ef ég má komast svo að orði, og hélt áfram aö skrifa fyrir leikhús. Leikverk min hafa öölast alþjóðlega hylli, þvi þau eru þýdd á meira en tuttugu tungumál, þar á meðal islensku, sem ég er mjög hreykinn af. Mér hefur veriö sagt, að leikrit mitt, Indiánaleikur, hafi vcriö sett á svið I Reykjavik (I Iðnó árið 1967. lnnskot mitt GB) og einnig að nokkur verka minna hafi veriö flutt i islenska útvarp- inu. Þannig er lifshlaup mitt i stuttu máli”, sagði franski rit- höfundurinn René de Obaldia, þegar Ilelgarpósturinn bað hann að gera grein fyrir þvi hver hann væri. En René de Obaldia var staddur hér á landi fyrir skömmu og hélt fyrirlestur um bókmenntir á vegum Alliance Francaise. Særingar René de Obaldia var þvi næst spurður að þvi, hvers vegna hann hafi langað til að veröa rithöfund- ur. ,,Ég held, að þegar maður fái köllun, sé eitthvert dulið afl þar að baki. Ég get ekki skilgreint það sjálfur. Hvers vegna er ég bláeygur, hvers vegna hefur and- lit mitt ákveöna lögun? Þarna er eitthvaö dulið á feröinni, sem er köllunin, og það getur verið hvaða köllun sem er. Viö höfum öll ein- hverja köllun, a.m.k. köllunina að lifa. Ég held, að erfiðleikinn felist i að hlýða þessari köllun, og i jafn órólegum og skiptum heimi og við lifum i, krefst það nokkurra fórna”. — Hvers konar fórna? „Hvaöa köllun sem er, krefst mikillar einsemdar. Hún kallar á afneitun margra hluta, á einbeit- ingu. Þaö má ekki dreifa kröftum sinum um of, og þaö jaðrar mjög oft við, að það sé meinlætalifn- aður. Þaö er i þessari merk- ingu semég tala um fórnir”. — Fannstþér, aö þú hefðir eitt- hvað að segja umheiminum? „Ég hef alls ekki haft þá tilfinn- ingu. Ég er ekki einn þeirra, sem telja sig hafa einhvern boðskap fram aö færa, og sem telja að vegna oröa þeirra og djúpra hugsana, muni heimurinn breyt- ast. Þetta er þörf, nokkuð, sem „Skopið fær okkur til að llta á tilveru okkar, og lifið almennt, úr ákveðinni fjarlægð.” Rætt við franska rithöfundinn og leikritaskáldið René de Obaldia ráði. Ég gegndi á timabili mikil- vægu embætti i alþjóðlegri menn- ingarmiðstöð í Royaumont. Sjón- varpið hafði þá enn ekki hafið göngu sina og menn höfðu mikinn tima til að hittast og ræða saman. Það voru þvi haldnar miklar kvöldvökur i Royaumont. skemmtum okkur við að sýna þá þætti, sem ég hafði skrifað. í Fórn böðulsins var það t.d. heimspeki- kennari, sem lék böðulinn. Þannig byrjaði það. Ég hafði einnig skrifað metn- aðarfyllra leikrit, sem heitir La Genoisie, þegar Jean Vilar (ein- okkur til að lita á tilveru okkar og llfiö almennt úr ákveðinni fjar- lægð. Ef við litum á pólitisku hlið- ina á þvi, þá held ég að einræðis- herrar, eins og t.d. Hitler, hafi ekki mikið skopskyn. Ég hef alltaf verið gæddur þvi, sem kallað er gálgahúmor”. Ég fékk þá hugmynd aö skrifa stutta leik- þætti til þess að skemmta fólkinu, sem var þar. Það var þvi ekki til I minum eitthvað Ég fékk nærstadda til að taka þátt i þessu, og við hver fremsti leikhúsmaður Frakka,. Innsk. GB), sem hafði veitt athygli gagnrýni, sem ég fékk fyrir skáldsögu mina Le Centenaire og spurði mig hvort ég hefði ekki skrifað neitt fyrir leik- hús. Það var fyrir algera slysni, að mér tókst að finna þetta leik- rit, sem var á kafi niðri i pappa- kassa. Það var siðan sett á svið og naut mikilla vinsælda. Ég hélt þvi áfram að skrifa fyrir leik- húsið, en mér þykir einnig mjög vænt um það, sambandið við áhorfendur og hópvinnuna”. Sársaukafullt skop f Frakklandi hafa verk de Obaldia verið talin einhver konar framhald af verkum absúrd og framúrstefnuhöfunda, eins og Adamov, Ionesco og Beckett. Hann var spurður að þvi, hvort hann liti þannig á verk sin. ,,Ég held ekki, en þar sem máliö og málfarið eru mér mjög mikilvæg, þá er auðsætt, að ég hef ákveðinn skyldleika við Ionesco. En tilgangur minn er alveg sér á parti og menn hafa komið auga á það, eftir þvi, sem ég hef skrifaö meira fyrir leikhúsið. Það er miklu fremur nánari útlistun á þvi, sem ég hef þegar skrifað. Ef við tökum t.d. mikilhæfan rithöfund, eins og Beckett, þá segirhann alltaf sama hlutinn, án þess þó að ég meini það á niðrandi hátt. Hins vegar kemur það fyrir mig að skrifa leikrit eins og Horra Klebs og Rosalie, sem fjallar um brjálaðan visindamann, og teng- ist vandamálum okkar tima, og svo aftur á móti Indiánaleik, sem er allt annar handleggur, eins konar „divertimento” svo ég noti tónlistarmál. Leikrit min eru það frábrugðin hvert öðru, aö það er erfitt að setja mig i ákveðinn bás”. — En er eitthvað sem einkennir verk þin sérstaklega? ,,Að sjálfsögðu. Ég vil fyrst nefna, það sem kemur á óvart, hið undarlega, ljóörænuna og ennfremur skopið, sem er alltaf til staöar. Það er oft talað um sársaukafullt skop i sambandi við verk min. Þetta eru leikrit, sem fá áhorfendur til að hlæja, en eru i raun tragisk i eðli sinu. Þjóð- verjar hafa t.d. gefið út stóran hluta leikrita minna undir heitinu Komedie zu nachdenken, sem þýðir gamanleikir, sem fá menn til aö hugsa”. — Er skopið mikilvægt fyrir þig? „Það er mjög mikilvægt, en ég þröngva mér ekki til að skopast. Það væri hræðilegt og fullkominn skortur á skopskyni. Skopið fær — Hver er staða þin i frönsku leikhúsi i dag? „Það er ekki mitt að segja til um það, en ég held, að verk min séu nokkuð sér á parti, þegar allt kemur til alls. Ég hef mikið dálæti á Pirandello og hef orðið fyrir áhrifum af verkum hans, en einnig af leikhúsi timabils Elisa- betar 1. Við erum öll undir áhrif- um þeirra staða, sem við höfum búið á, þeirrar menningar, sem okkurhefur veriðkennd, og hvilik hamingja, þvi ég hef eignast góða vini. Það er dásamlegt að vita til þess, að Dostojefski, Kafka og Cervantes eru til. Sumir hafa kallað mig Giraudoux atómaldarinnar, vegna þess, að þeim finnst ég nota svipað form og hafa svip- aðan stil og hann, en tengt okkar tima”. Pólitík og hlátur — Hvernig skýrir þú það, að verk þin eru mikið þýdd i Austur-- Evrópu? „Eg hef velt þessari spurningu fyrir mér, þvi verk min eru mikið leikin I Póllandi, Tékkóslóvakiu, Ungverjalandi, Rúmeniu o.s.frv. Ég held, að það sé fyrst og fremst vegna hlátursins. Menn hafa mikla þörf fyrir að hlæja i þessum löndum, þvi oft hlægir pólitikin ekki. Og einnig vegna þess, að at- burðir, sem virðast ósköp hvers- dagslegir, hafa fólgna i sér beittar visbendingar um stjórnarfar og stjórnvöld, hvaða nafni, sem þau nefnast, en sem ekki er hægt að ritskoða, þvi ekki er hægt að heimfæra þær upp á ákveðnar aðstæður. Þannig að ég held, að Tékkar og Pólverjar hafi mjög gaman af þvi að leika verk min, vegna hlátursins, sem hefur góð áhrif á þá, hláturs, sem verkar sem beitt háð á ákveðin stjórnkerfi”. — Einhver lokaorð? „Já, kannski. Ef við litum á leikhúsiö og bókmenntirnar, og þó kannski sér i lagi leikhúsiö, þá er það þvi að þakka, og velgegni minni innan þess, að ég hef stofnað til margra kynna um allanheim,þvieinsogéghef áður sagt, þá á ég þvi láni að fagna, að leikrit min eru sett upp i fjölda- mörgum löndum. Og maður kemst að þvi, að allt er þetta á vissan hátt ein stór fjölskylda. Vandamálin eru þau sömu, manngerðirnar þær sömu, hvort sem það eru Mexikanar, Tékkar eða aðrir. Það er mikil gleði fyrir rithöfund, og það eru einnig laun hans, að fá tækifæri til skoðana- skipta við þetta fólk, þvi til þess er maður jú að skrifa”. hlýðir innri hvöt. Auðvitað er þetta einnig löngun til tjáskipta, eins og öll sköpun er. Þvi fylgir svo mikil hamingja, þegar það tekst, eins og I minu tilviki. Ég held, að fyrsta skrefið sé að særa út sina eigin illu anda”. Nýjasta leikrit René de Obaldia, Les bons bourgeois var sýnt i Paris fyrir nokkrum f mánuðum við miklar vinsældir. 1 Hann var þvi spurður hvernig það hafi atvikast, að hann fór aö skrifa fyrir leikhús. „Það gerðist ekki af yfirlögðu myndir: Jim Smart „Ég held, aðfyrsta skrefiðsé aðsæra út slna eigin illu anda.” eftir Guðlaug Bergmundarson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.