Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 5
5 Er nú til afgreiðslu á aðeins 61.200.25™» Þetta er ótrúlega hagstætt verð íyrir bíl, sem hefur bæði afl og styrk til að endast lengi við íslenskar aðstæður. Erfiða vegi og óblítt veðurfar. En POLONEZ er ekki bara kraftakarl. Hann er líka búinn flestum þeim þægind- um, sem miklu dýrari bílar státa af. Við bendum á vandaða innréttingu, tvöfalt hemlakerfi, stillanlegt stýri, Halogen þoku- ljós, rafknúna rúðusprautu, upphitaða aft- urrúðu með þurrku og svo mætti lengi telja. Þú færð mikið fyrir peningana og FIAT þjónustu í kaupbæti. Það skiptir líka máli. Skoðaðu POLONEZ 1981 fyrst. sem hefur sérhæft sig i ,,art therapy”. Þessi fræðigrein er ung, en er hugsuð til hjálpar fyrir fólk að tjá sig og losna þannig við innri spennu og sálarflækjur, þar með að þekkja betur sjálfan sig. Ég hafði kynnst Siggu i vetur, er ég var á námskeiði hjá henni, þá uppgötvuðum við sameiginleg áhugamál, varðandi fatlaða. Siggu, eins og hún er ætið kölluð, langaði til að koma á námskeiði með blönduðum hóp fatlaðra og ófatlaðra. Við slógum saman og fengum Guðrúnu Halldórsdóttur, skdlastjdra Námsflokkanna, i lið með okkur og mynduöum full- kominn mannlegan kokkteil. Viö náðum saman 8 manna hópi blönduöum, fötluðum og ófötluð- um, en að auki var sá yngsti 11 ára og sá elsti rúmlega fimmtugur. Auk þess að skipta þessu að jöfnu milli leikrænnar- og myndrænnar tjáningar var meiningin að sjá hvernig þessir hópar gætu blandast. Sigga kom svo galvösk og við tindum saman dótið, sem við ætluðum að nota i timanum. Fólkið mætti allt að undan- teknum einum, en við skiptumst bara á að vera i staðinn fyrir þann er vantaði. Um 12 leytið erum við vön að fá okkur smá snarl, en halda siðan áfram til kl. 2. Eftir timann kemur Sigga alltaf upp til min til að gera úttekt á timanum, og var þetta engin undantekning. Siðan var það tekið rólega, lagaður matur i ró, en um kvöldið fór ég með vinkonunni að sjá leik- ritið „Kona” eftir Dario Fo hjá Alþýðuleikhúsinu. Mér fannst sýningin frábær og stóðu þær sig allar einstaklega vel. Þegar heim var komið fór maður þegar að hlakka til næsta dags, 22. mars alþjóðadags fatlaðra, þó ekki hvað sist vigslu sundlaugarinnar. Ot frá þessum þægilegu hugsunum sofnaði ég. Endir. FIATUMBODIÐ h.f SMIÐJUVEGI4 KOFAVOGI S77200 holrjorphoh irtnn FÖ5tuda9ur n. mars iroi Námskeiðið um kvöldið fór siðan fram þó heldur þætti mér slak- lega mætt. Talaöi siðan um stund viö vinkonuna i sima, svona til að fá dálitla andlega vitamins- sprautu, rútinustörfin fyrir morgundaginn og hrotumaskinan sett i gang. Fimmtudagur Fór að lesa bréf, sem ég hafði fengið daginn áður frá Sviþjóð, eítir að ég var nokkurnveginn vaknaður. Bréfið var frá manni, sem ég hafði kynnst siöastliðiö sumar og er hann sölumaður fyrir sérhannaða seglbáta fyrir fatlaða og heitir Göran Sjödén. Sjálfur er hann fatlaður (á svipaðan hátt og ég), og hafði ég fengið að sigla svona báti hjá honum i sumar. (STÓRKOSTLEGT!!!) Hann hafði sagt mér frá tveim slikum, en notuðum, til sölu, mjög vel förnum. Ég hafði svo skrifað honum i vetur til að spyrjast fyrir um þá, verð, hvort hægt væri að kaupa bara annan eða hvort yrði að kaupa báða og um sérútbúnað. Hann var nú að svara mér og sagði, að þeir væru báðir seldir en stakk upp á nýjum og gaf upp verðið sundurliðað. Að visu var verðið mér að fullu ofviða, en maður má þó láta sig dreyma! Klukkan hálf eitt var ég kominn út i Vesturbæjarlaug, en eftir æfinguna dreif ég mig inn i Glæsi- bæ til að versla. Þar er einstak- lega gott að gera innkaupin, mat- vörur, ljósmyndavörur, pappir, bækur o.s.frv. Að ég ekki minnist á þann munað, að vera öruggur með stæði. Uppi á planinu mega nefnilega fatlaðir leggja bilum sinum, með þvi skilyrði að setja sérstök merki i framrúðuna. Þó ýmsar verslanir hafi sér- merkt stæði fyrir okkur, þá er eins og það sé einhver árátta hjá allt of mörgum að leggja þar. Liklega með hugsuninni: „Hvað ætli þessir fötluðu séu að þvælast i búðir?” Er ég kom heim þurfti náttúrlega að koma vörunum fyrir, siðan gleypa eitthvað i sig og drifa sig niður. Þannig er nefnilega mál með vexti, að vegna þeirra námskeiöa, sem eru fyrir fatlaða, hefur hússtjórnin hér í Hátúni 12 lánað prýðis- góöan sal, endurgjaldslaust. Nú var jú komið að þessu námskeiði fyrir fötluð börn, sem ég hef þegar minnst á Þau voru þegar komin, flest eða öll, svo hægt var að byrja strax. Við höfum þetta afskaplega afslappað þarna, köllum hvert annað gælunöfnum og tökum okkur kókpásu i miðjum tima (ca. 10 min.), en timinn er frá 17:30 til 19:00. Rétt er að taka það fram, að öll þessi námskeið sem ég er með eru kostuð af Námsflokkum Reykja- vikur, þetta i samráði við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. 1 seinni hlutanum komu svo blaðamaðurinn og ljósmyndari, báðir frá Morgunblaðinu. Ljós- myndarinn náði nokkrum myndum og i lok timans ræddi blaðamaðurinn við þrjá krakka og svo við mig i.smá stund. Jæja, upp i ibúð til að taka til fyrir næsta námskeið, sem er i Lauga- lækjarskóla. Þangað fer ég ætið með Ferðaþjónustunni, enda ekki mögulegt annað. Þegar þangað kom sá ég fram á lélega mætingu og samdi við strákinn, sem hafði keyrt mig að kikja við eftir klukkutima. Þessi samningur kom sér vel, þvi aðeins einn nem- andi mætti, svo við tókum bara lestur og framsögn dálitið i gegn og ræddum svo bara um heima og geima þar til bilstjórinn kom og sótti mig. Slappaði af það sem eftir var af kvöldinu, fleygði mér útaf, sofnaði. Föstudagur Vaknaði snemma, enda sama og ég hef áður sagt frá á þriðju- dagsmorgnum. Um hádegið talaði ég við vinkonuna i sima. Hún var þá orðin fárveik og bauðst ég þvi til að stjana við hana eins og ég gæti. Svo i laugina i 10 stiga gaddi. Seinna um daginn fór ég svo með vinkonuna i apótek og renndi með stelpuna i leiðinni til Siggu Björns. (Sigriður Björnsdóttir), en þar er hún á námskeiði 2svar i viku i myndrænni tjáningu. Þetta námskeiö hjá Siggu stendur frá kl. f jögur til hálf sjö, en þá sótti ég hana og kom henni heim til sin. Um kvöldið var ég með nám- skeiðhér niðri i húsinu i tengslum við „Sjálfsbjörgu félag fatlaðra” klukkan hálf niu. Þar var fin mæting og fór ég að velta þvi fyrir mér hversu miklu betri mætine væri alltaf hjá þessum hópum fatlaðra en hinna ófötluðu. Reyndi siðan að vera eins hand- fljótur að sofna og ég gat og tókst. Laugardagur Varð að vakna snemma, þvi hálf tiu myndi Sigga koma hress að vanda og til i slaginn. Já, hvaða slag? Það er nú saga að segjafrá: Sigga, þ.e.a.s. Sigriður Björnsdóttir er myndlistamaður,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.