Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 8
Föstudagur 27. mars 1981 helgarpósturinn_ pústurínn— Blað um þjóðmál/ listir og menningarmál utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaöamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavík. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Utangarðs- menn Minnihlutahópum á tslandi hefur til skamms tima ekki verið mikill gaumur gefinn. Þjóð- félagið hefur að miklu leyti verið sniðið fyrir hinn venjulega mann, þarfir hans og kröfur. Minna hefur þess vegna verið hugað að ýmsum þjóðfélagshópum með augljosar sérþarfir. Ekki stafar það þó af neinum sérstökum ill- vilja ráðamanna i garð þessara þjóðfélagshópa heldur er miklu fremur um að kenna hugsunar- leysi, enda hefur Islenskt þjóð- félag verið i hraðri uppbyggingu allt fram til þessa dags og i mörg horn að líta. Kröfur eru gerðar til þjóðfélagsins á flestum sviðum. þar hafa þeir mest fram, sem mynda kröftugustu þrýstihópana. t stuttu máli — á islandi rikja viðhorf hinna heilbrigðu, og um þeirra þarfir og kröfur snýst leikurinn. Að visu teljumst við til velferðarþjóðfélaga og höfum komið okkkur upp býsna öflugu tryggingakerfi til að létta af okkur samviskubitinu gagnvart þeim, sem af einhverjum ástæðum geta ekki tekið þátt I lifsleiknum af fullum kröftum. Að eðlilegum mannréttinum og and- legri velliðan einstaklinga innan þessara minnihlutahópa hefur litt verið hugað fram til þessa. Þeir hafa þess vegna orðið einskonar utangarðsmenn i þjóðfélaginu i þessu tilliti. Ýmis teikn eru þó á lofti um þessar mundir að einhver hugar- farsbreyting sé i aðsigi. Málefni aldraðra og fatlaðra hafa mjög verið i sviðsljósinu siðustu miss- eri og almenningur virðist vera að vakna til vitundar um að þess- ir hópar eigi lika heimtingu á mannsæmandi lifi — að þetta fólk eigi sér langanir og drauma um að lifa lifinu rétt eins og hverannar fullhraustur maðurinn, að fá að nýta þá starfsorku sem það býr yfir og komast leiðir sinnar um borg og sveit eins og hver annar. Vafalaust er erfitt fyrir margt fullhraust fólk að setja sig i spor, t.d. fatiaðs fólks og láta vekja hjá sér áhuga á málefnum þess, einkum nd á alþjóða ári fatlaðra þegar fjölmiðlaáróður i stórum skömmtum dynur yfir það og snýst upp i hálfgerða sibylju. En þetta sama fólk mætti þá hafa hugfast að enginn má sköpum renna og meðal þess eru ein- hverjir sem eiga eftir að standa i þessum sporum fyrr eða siðar. Þá muni þeir hinir sömu fljótt kom- ast að raun um hvers vegna Alþjóðár fatlaðra er haldið. í Helgarpóstinum í dag er birt dagbók einnar viku, sem fatlaður maður, sem eitt sinn var alheil- brigður eins og við hin, hefur haldið fyrir blaðið. Þar birtist engin kröfugerð á hendur þjóð- félaginu heldur skin einungis út úr henni lifsgleði og lifslöngun. Hann neitar einfaldlega að láta dæma sig úr leik. Helsta áhyggju- efni hans er, að sú viðleitni hans að nýta skerta starfsorku sína cins og kostur er, verði til þess að skerða tryggingabætur hans, og hann verði þess vegna e.t.v. að hafa hægar um sig en hann kysi. Meðan tryggingakerfið okkar er svo einstrengingslegt þá er greinilega cnn verk að vinna á því sviði einnig. Blöndungar bilið ei Bráðlega mun liklega tjaldið falla i lok tragikómediunnar um skuttogarakaupin til Þórsraufar- hafnar sem verið hefur á fjölun- um hjá Þjóðlifsleikhúsinu siðustu vikurnar. Svo sem vera ber að lokinni velheppnaðri frum- sýningu verður leikendum leik- stjóra og öðrum aðstandendum Blöndu”, eða þá bara „Blönd- unga”. Efnið er gamalkunnugt og hefur áður verið tekið fyrir, bar- áttan milli sauðkindarinnar og raforkunnar, milli stöðnunar og framfara, milli náttúru og mann- vits. Við Islendingar erum svo lánssamir að eiga ómælda auð- legð fólgna i fallvötnum okkar, Akureyrarpóstur frá Reyni Antonssyni sýningarinnar sjálfsagt óspart klappað lof i lófa. Allir geta verið ánægðir þar sem leikurinn fór vel að lokum. Þórsraufarhöfn fékk sinn togara, atvinnumálum Reykvikinga er borgið (sbr. Rauðanúp), og hinn reykviski umboðsaðili heimtir væntanlega sitt. Allir geta nú á ný tekið til við útrýmingarstriðið á hendur þorskinum með bros á vör. En ekki er skuttogaraleikritið fyrr horfið af f jölunum en annað leikrit og engu siðra tekur við. Við getum kallaö það „Baráttuna um auðlegð sem við höfum hreinlega ekki efni á að láta ónýtta. En við búum einnig viö náttúrufegurð sem hvergi á sinn lika. Þar eig- um við einnig auð sem við megum ekki kasta á glæ. Virkjun Blöndu er lifshagsmunamál allra Norð- lendinga og þeir sem fyrir þvi máli berjast mega undir engum kringumstæðum látadeigan siga. Blönduvirkjun hefur meðal annars þann stóra kost að engin ómetanleg náttúruverðmæti munu þarfara forgörðum, aðeins bithagar fyrir fáeinar rolluskját- ur sem eins og kunnugt er gegna helst þvi hlutverki að sjá frænd- um vorum Færeyingum fyrir ó- dýru kjöti. I kjölfar Blönduvirkj- unar mun væntanlega fyigja ein- hvers konar stóriðja við Eyja- fjörð, og hefur Hjaiteyri einkum verið nefnd i þvi sambandi. Stór- iðja er lifsnauðsynleg vitamin- sprauta fyrir atvinnulif Eyja- fjarðarsvæðisins, en fara verður að öllu með gát. i Eyjafirði er mikil náttúrufegurö, og sjálf perla svæðisins Akureyri er af flestum talin fegurst bæja á islandi. Við uppbyggingu stóriöju á þessu svæði verður að taka fyllsta tillit til náttúruverndar- sjónarmiða. Slikt ætti að vera auðvelt með þeirri tækni sem við höfum yfir að ráða, og þvi engin ástæða til að hræðast alíarið stór- iðju. Þetta kann að visu að kosta eiohverja peninga, en hvaða Akureyringur vill til dæmis fórna fegurð Kjarnaskógar þó það lækki ef til vill eitthvað bygg- ingarkostnað álvers. A Akureyri er nú mikið rætt manna á meðal um nýstofnaða Jafnréttishreyfingu sem nokkrar framtakssamar konur standa að. Sjálfsagt á jafnretti kynjanna enn töluvert langt i land á Islandi nú- timans, en það mættu hinar frómu valkyrjur sem að félags- skap þessum standa hafa i huga að baráttan fyrir jafnrétti kynj- anna er aðeins einn þáttur i bar- áttunni fyrir almennum mann- réttindum i heiminum. Það eru svo margir sem misrétti eru beittir, jafnvei á okkar ástkæra landi, hvað um fatlaða,gamalmenni, útlendinga, samviskufanga... Það eru allt of margir i þessum heimi sem ekki fá að njóta sólarinnar. Baráttan fyrir mannréttindum og mann- heigi erskylda okkar viðþá sem i hennar þágu hafa látið lifið, Lincoln, Gandhi, Martin Luther King, Kennedy og nú siðast John Lennon. Aðekki sé minnst á sjálf- an Jesúm Krist, mesta mannrétt- indafrömuð allra tima. Eða hvað segðuð þig konur góðar ef þiö ætt- uð að búa i landi Khomeinis erki- múslims og kumpána hans? Þetta er siðasti Akureyrarpóst- ur minn að sinni þar sem ég flyst um skeið búferlum til Munchen i Þýskalandi. Ég þakka öllum þeim sem nennt hafa að lesa skrif þessi og óska eftirmanni minum alls hins besta. Vonandi gefst mér . þó áfram tækifæri til að miðla lesendum Helgarpóstsins ein- hverju af hugsunum minum, og segja þeim eitthvað af menningu og mannlifi hins fagra og fjöl- breytta Bæjaralands. HAKARL Albert — gudfaðir i leit að nýju hlutverki Styður Styður styður ekki — - styður ekki. Loðnar yfirlýsingar Alberts Guðmundssonar að undanförnu úm stuðning eða niðurfejlingu stuðnings við rikisstjórnina hafa vakið talsverða athygli. Á fundi á Selfossi sagði Albert ma„ að hann myndiekki aftur stuðla að mynd- un slikraf rikisstjórnar, sem nú sitúr. Sanít styður Kann stjórnina áfram óg er réttnefndur guöfaðiF hehnar: t staðinn' þáðl hann hyja; vegtyllu, þ.e._ að. taka . við fdr- mennsku I bddikaráðjf Ctfégs- bánRanl, ; ’ ' . ' 5 í hug^éfcp^ ? Albert hefur verið i tals.verðri hugkreppu síðan hann höf afskipti. sin af stjórnmáluirt. Hann vandist þvi . að leika aðaihiutverkið .-i knattspyrnunni og þóidi litt sam- keppni um hylii áhorfendanna,-1 stjóramálunum hefur hann reynt að.-ná áömu- stöðu. Hann hefúr gripið'til þess ráðs að ieika hlut- verk „populLstans” — . hlutverk verndara srtiaelingjanna gegn stóra ljóta kerfinu”, sem hann hefur jafnan máiað i dökkum ,lit- um fyrir áheyrendum sinum. Það hefuryljað mörgum aðná athygli og samúð jafn áuðugs og valda- mikils manns og menrt hafa skiþ- að séri sveit hans á sama hátt og liðsmenn Gaðmundar biskups góða á sinni tið. Stuðningur þeirra hefur siðan gert Albert enn valdameiri. Hann situr nú á Alþingi og I borgarstjórn, hann er i borgarráði, hafnarstjórn og ýmsum öðrum peíndum, hann er formaður bankaráðs, stjórnar Hafskips og Tollvörugeymslunn- ar svo að eitthvað sé nefnt og þessi hlutverk fléttar hann saman á margvislegan hátt svo að sóma myndi guðfeðrum á suðrænum slóðum. ,En þrátt fyrir þetta er Albert i hugkreppu; Hánn vill verða óum- déíttíur , höfðmgij 'priirtus inter' pares' Hatín vill fáiotningu félaga sinna j Sjálfstæðisflokkpúm og! hártn VlílÖðlastl' ástsæftí' állrár í iéit að hlirtvérkf.T. '>■■■■. v?' •. r -„••'-.■.-ill AJbert -hefur yerið að Jeita, að hlutverkj. Hann reyndist borgar-, stjómarflokki Sjálfstæðismanna: strax hinn erfiðasti i samstarfiog má.tti heita, að . bojrgarstjórnar-i meirihlptinn sálugi gengi aldrei ■ heill tij skógar eftir að hann lenti. þar innan >borðs. Ýmsar tilslak-r apir Birgis tsleifs i þvf .sk-yni aö hafa í-hann góðan bár.u litinnt árangur og juku heldur.á sérvisku > Alberts, sem stöðugt reyndi að: skapa sér sérstöðu, en gamli- minni .hlutinn notfærði sér það, - Ný þykir Albert Davið að óverð- skuldugu tekinn fram fyrir sig ogt stuðningsyfirlýsingar hans við1 Davið hafa þvi verið tvlræðar, þótt ekki sé meira sagt. Sama sagan er af aiþingismennsku Alberts. Hann fékkst ekki til þess að styöja rlkisstjórn Geirs Hall- grimssonar og bar þvi við, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki fengið viðskiptamálin i sinn hlút.. Það reyndist þó ekki hindrun sið- ar fyr-ir stuðningi hans við mynd- un rtúverándi rikiSstjórnar. Milíi forystu þingflokksins og Alberts varð eilif togstreita, jafn- framt þvi sem samúðarsamband myndaðist með Albert og Gunn- ari sökum sameiginlegrar and- stöðu við Geir. Nýtt hlutverk. Albert leitar enn að nýju hlut- verki. Hann hafnaði ráðherra- embætti hjá vini sinum Gunpari i upphafi stjórnarmy.ndunar þess siðarnefnda, enda hafði Aibert þá ákveðjð frpmboð til,forseta. Af- stgða ha ps,jtijsr-ikisstjórjjarinymJ- unarinn.ar átti s\o §tp.ran þáft í: óförum hans i forsetakpsnipgun- um. Þar með glötuðus.t þau tæki- færin. Nú svippst Albert um eitfr nýjum for,ingjahlutverkum ,r» *r JtáðherrastóJl ep ekki útilokað- ur. Með þvf að gefa hinar óljósu yfirlýsingar að undanföxpu, kann Albert að vera að gefa rikis- stjórpinni merki um að bjóða sér ráðherrastól. Kannski verður það skiptimynt- hrossakaupum um nauðsynlega iöggjöf .nú J þingiok-i in. ■,- ; •-•• ., .- Borgarstjórasæti.kemur lika til greina að mati Alberts. Vinir hans segja, að hann muni freista þess. að velta Davið úr sessi og bjóöa sig fram sem borgarstjóra- efni Sjálfstæðismanna. Takist það ekki, muni hann finna sér ein- hverja átyllu til þess að yfirgefa borgarstjórnarflokkinn og bjóða fram borgaralista með sjálfan sig I fyrsta sæti. Hafi töluglöggir menn reiknað það út, að hann gæti þá náð oddaaðstöðu i borgar- stjórninni, sérstaklega ef borgar- •Xk-af. Tí -'-r-VýSf ivs-’e-: :)• 'iMn -y: V . • ii*■'/; «■*’*■'* / = .h-kr* íh*zA 1 lrti tíg færri Verjum * fleiri ftám og uta. ki með og fulltrúum atkvæði þurfi. borgarfullljLýúa..- klofningsfmp||»ð kon veikja núvejjándi m< ” Forseta eirihaáti m!i öllu koroiö úr hug! sjálfurhefur hajpiiýst þyi yfir„að hánn frtuni’aftuf' i;fráhiboð-'áo 4' árum liðnum. Aðrir munu ráða honum frá þvi, enda hefði hann enn minni árangur len’ siðast, ef hann hyggst etja kappi við núver- andi þjóðhöfðingja vorn. Formennska i Sjálfstæðis- flokknum. Stuðningsmenn Alberts vilja sumir hverjir láta hann taka við formennsku eða a.m.k. varaformennsku i Sjálf- stæðisflokknum. Litt mundi það auka áfriðinn þar innan herbúða. '.Sendiherra i Rafig. Ein kenn- ingi'n "gengur út ■á"^áð,„að rikis- stjórnin '’jmuni gerg^AJbeff að sendj|erra i Paris pg súþersölu- ma'nni fyrir islensW'framleiðslu- vörur og þjönústu i þvi riki. Kenn- ..ingin gengur ekki upp, þar eð ekki má missá stuðning ; Alberís v’á Alþingi, þegar Guðrún Helgadótt- ir eða aðrar uppákomur ógna tii- veru stjórnarinnar. . . , Hvað sem úr ver&úr, þá er ljóst að guðfaðir rfkisstjórnarinnar leitar að nýju hlutverki. Kannski væri viðeigandi að einkamálgagn hans Dagblaðið birti svohljóðandi auglýsingu: „Landsfaðir — óskar eftir landi” Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.