Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 6
6
„Engin rella vegna rykkornaM
Sigriður Magnúsdóttir er
framkvæmdastjóri Ferðaskrif-
. stofu stúdenta. Jón Axel Sigurðs-
son er kvikmyndagerðarmaður.
Þau eru hjón og ciga tvö börn.
Fyrst eftir að þau hófu sambúö,
var Jón Axel i námi, og það kom
þvi nokkuð af sjálfu sér að Sigrið-
ur vann úti. ,,Ég gerði siðan heið-
arlega tilraun til að hætta þvi”,
sagði Sigriður. ,,Ég fór heim og
var i fjóra mánuði heimavinnandi
húsmóðir. Þá gafst ég upp. Það
átti alls ekki við mig”. Og Jón Ax-
el tók i sama streng: „Það er ekk-
ert lif fyrir félagslynt fólk að vera
heima alla daga”.
Þau sögðu hlutina ganga ágæt-
lega með þessu fyrirkomulagi. Að
visu reyndi þetta lalsvert á þol-
inmæðina, og Sigriður sagði að oft
þyrfti að bita á jaxlinn. „Maður
verður að gera sér grein fyrir að
hlutirnir gerast ekki af sjálfu
sér”.
Ekkert er i föstum skorðum i
heimilislifinu. Verkaskiptingin er
óljós. „Jón Axel er til dæmis mik-
ill bakarameistari og það kemur
oftast i hans hlut að baka. Við
skiptum með okkur verkum eftir
þvi sem við á. Við höfum reynt að
venja strákana á þetta lika, þann-
ig að þetta gengur án stór-
árekstra”.
Ef eitthvað er, þá hefur Jón Ax-
el haft meiri tima til að vera á
heimilinu, þvi hann vinnur nú við
kvikmyndagerð og sú vinna spyr
sjaldan um klukkuna. Hann vinn-
ur óreglulega, og á „dauðum tím-
um” gefst stundum tækifæri að
vera heima. Enda sagði Sigriður
að það væri alls ekki gott að segja
hvort þeirra færi heim ef til þess
kæmi af einhverjum ástæðum.
„Það færi sennilega eftir þvi
hvort hefði meiri tekjur, og það er
ekkert frekar hann en ég,” sagði
Sigriður.
Þau töluðu um að þegar bæði
hjónin ynnu úti, jafn mikið og
þau, væri bráðnauðsynlegt að
láta ekki fara i taugarnar á sér þó
heimilið liti ekki út eins og hjá
kóngafólki. „Við höfum lagt meiri
áherslu á að ná góðu sambandi
•við strákana, en að vera á kafi i
tiltekt og hreingerningum þær
stundir sem við eigum saman.
Það er nauðsynlegt að gera sér
ekki rellu útaf nokkrum rykkorn-
um. Ef maöur gerir það verður
magasárið komið innan. tiðar”.
Strákarnir tveir eru að sögn
FöstudaguK 29. mai, i96i holnarpn^, ,rinn
Sigriður Magnúsdóttir
Jóns orðnir alveg sjálfbjarga, og
þvi ekki spurning að þau munu
bæði halda áfram að vinna utan
heimilis. „Við erum þar i engu
Jón Axel Sigurðsson
frábrugðin flestum okkar kunn-
ingjum. 1 okkar kunningjahóp
vinna bæði hjónin i nærri öllum
tilvikum úti”.
Hi6n á framabraut
='“8i 08 Þ"
r en karlana.
— Samkeppnishjónabönd
eða ástir
samlyndra hjóna?
„Glaðasólskin í
Steinunn Lárusdóttir er skrif-
stofustjóri á sjúkrasamlagi
Reykjavikur. Kristján Stefánsson
er héraðsdómslögmaður. Þau eru
hjón og eiga eins árs gamalt barn.
Það stóð ekki á svarinu þegar
þau voru spurð hvernig svona
sambúð gengi. „Þetta gengur
alltsaman alveg ágætlega”, sagði
Steinunn. „Það er mikið glaðasól-
skin i tilverunni. Ég má þakka
fyrir að hafa ekki fengið dila i
augun af allri þessari birtu,”
sagði Kristján.
Að sögn þeirra kom aldrei til
greina annað en bæði færu að
vinna úti. Þau voru barnlaus
þangað til i fyrra, og eftir að þau
luku námi (bæði eru lögfræð-
ingar) fóru þau útá vinnu-
markaðinn. „Það var að sjálf-
tilverunni”
sögðu engin spurning, og engin
vandamál samfara þvi. Það var
ekki fyrren barnið fæddist að upp
kom eitthvað sem kannski mætti
kalla vandamál”
Steinunn vann þá i fullri vinnu i
Sjávarútvegsráðuneytinu, og var
neitað um að fá þvi breytt i 75
prósent vinnu. Þá skipti hún um
starf, og hjá Sjúkrasamlaginu er
hún I 75 prósent starfi. „Og það
gengur ágætlega”, sagði hún.
„Ég hef fullan hug á að halda
þvi áfram. Ég gæti ekki hugsað
mér að vera heima allan daginn
og alla daga. Ég vinn ekki úti
vegna peninganna — við
kæmumst alveg af, þó aðeins
annað okkar væri á vinnu-
markaðinum. Mér finnst þetta
bara gaman. Þetta er ekki spurn-
ing um fjárhaginn, þetta er bara
spurning um mig”.
Kristján sagði Steinunni vera
húsbóndann á heimilinu. „Það er
hún sem er á siðbuxunum á okkar
heimili. Lögmennskan er bara
hobbý hjá mér”, .sagði hann
hlæjandi.
Verkaskipting á heimilinu er
annars ekki i föstum skorðum.
Barnið fer i pössun eftir hádegi,
en þá morgna sem Steinunn er i
vinnu, er Kristján heima. Og ef
veikindi, eða eitthvað tilfallandi
kemur úpp, „þá er hann jafn-
mikið heima og ég. Heimilisstörf-
in lenda ekkert meira á mér”,
sagði Steinunn.
Hún var að lokum spurð hvort
allir hennar ættingjar og vinir
sýndu þvi fullan skilning að hún
ynni úti, jafnvel þó hún þyrfti
þess ekki. „Nei”, svaraði hún.
Steinunn Lárusdóttir
„Langflestir að visu, en ekki allir.
Ég er stundum spurð af hverju ég
sé nú að þessu. Þú þarft þess ekki,
er sagt. Af hverju ertu ekki
Kristján Magnússon
heima? En ég er bara að þessu
fyrir sjálfa mig, eins og ég
sagði.”
„Get ekki hugsað mér
skemmtilegri tilveru”
Arndis Björnsdóttir er fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar
Rosenthal. Ottó Shopka er fram-
kvæmdastjóri Kassagerðarinnar.
Þau eru hjón og eiga tvo stráka.
„Ég gekk eiginlega að þvi visu,
þegar við giftum okkur að Arndis
myndi vinna úti. Það var bein
afleiðing af hennar langskóla-
námi, og þvi ekkert eðlilegra”,
sagði Ottó, þegar hann var
spurður hvernig það kom til að
þau lögðu bæði útá þessa braut.
Og sjálfur sagðist hann einnig
hafa verið búinn með langt nám
og þvi legið beint við að fara að
vinna.
„Þetta er eitt af þvi sem hleður
utan á sig”, sagði Arndis. „Ég
kenndi með náminu, hélt svo
áfram eftir að ég lauk þvi, og var
i föstu starfi við Verslunar-
skólann, allt þar til við stofnuðum
Rosenthal. Til að byrja með var
ég hin klassiska útivinnandi
húsmóðir, ef svo má að orði kom-
ast, þvi yfirleitt kom i minn hlut
að annast megnið af heimilis-
störfunum. Við eignuðumst börn-
in tiltölulega seint, en eftir það þá
upplifði ég þetta tvöfalda vinnu-
álag sem er einkennandi fyrir
hina útivinnandi húsmóður. Ég
þurfti að þjóta i vinnuna, stelast
til að útrétta og svo framvegis.
En þegar við stofnuðum verslun-
ina byrjaði þetta aö snúast við.
Það hefur eiginlega tekið mig 15
ár að geta sagt við sjálfa mig, og
fjölskylduna: „Ef þið ekki getið
fengið ykkur að borða sjálf, þá
verður bara að hafa það”. Mér
fannst enginn geta gert neitt
nema ég. En auðvitað gengur
þetta svo afskaplega vel, þó ég sé
ekki að skipta mér af öllu”.
Þau sögðu viðhorf annarra til
þessa fyrirkomulags vera að
breytast og núorðið væri fólk hætt
aö lita þetta hornauga. Þó kæmu
gömlu sjónarmiðin alltaf annað
slagið uppá yfirborðið.
Þau nefndu dæmi um að þegar
gestir koma i heimsókn, þá þykir
flestum það sjálfsagt og eðlilegt
að konan fari og taki til kaffið.
„Það er svona hugsanagangur
sem verður að breytast”, sagði
Arndis.
„Við höfum alltaf getað
bjargað okkur með góðri aðstoð”
sagði Ottó. „Það sem til þarf er
gagnkvæmur skilningur og ég
held að við höfum haft hann”.
Arndis tók i sama streng. „Við
höfum verið samtaka um að hafa
þetta svona. En ég held að ég
Arndis Björnsdóttir
hafi þurft að sýna vissa hörku,
sem kvenmaður, vegna þess að
það þykir, eða þótti að minnsta
kosti, sjálfsagt að konur létu sig
hafa það að sleppa fundum og svo
Ottó Shopka
framvegis til að geta sinnt heim-
ilinu. En nú gæti ég ekki hugsað
mér skemmtilegri tilveru. Við
höfum öll nóg að gera við störf
sem okkur þykja áhugaverð”.
„Allir bjarga sér sjálfir”
Katrin Briem er skóiastjóri
Myndlistarskóla Reykjavfkur.
Hugi Ármannsson er fulltrúi á
gjaideyrisdeild Landsbanka ts-
lands. Þau eru hjón og eiga ellefu
ára strák.
„Hún var I námi þegar við
kynntumst, og eftir að hún lauk
framhaldsnámi kom ekkert ann-
að til greina en að hún héldi á-
fram að vinna við það sem hún
hafði áhuga á — alveg eins og
ég”, sagði Hugi þegar Helgar-
pósturinn spurði hvort það hafi
verið erfiður biti að kyngja aö
„horfa á eftir” konunni útá
vinnumarkaöinn. „Ég get ekki
annað en haft áhuga á þvi, að hún
sæki fram á þvi sviði sem hún
hefur áhuga á, og njóti sin þar”,
sagði hann.
Eins og hjá hinum sem hér er
rætt við, kom það eiginlega af
sjálfu sér að bæöi fóru útá þennan
margumtalaða vinnumarkaö.
Katrin tók teiknikennarapróf frá
MHl, kenndi i nokkurn tima, fór
svo til framhaldsnáms til Hol-
lands og hélt áfram að kenna þeg-
ar hún kom heim. Svo losnaði
skólastjórastaðan við Myndlist-
arskólann, og það var eðlilegt
framhald aö sækja um hana. Og
fyrir Huga var þetta aldrei spurn-
ing, ekki frekar en aðra karl-
menn.
,J?etta gengur ágætlega”,
^sögðu þau bæði. Sonurinn er orð-
inn ansi sjálfbjarga, auk þess
sem stutt er að fara til ömmu og
afa, ef eitthvað bjátar á. „Við
skiptum heimilisverkunum nokk-
uð jafnt með okkur”, sagði Kat-
rln. Það er enginn einn sem hefur
yfirumsjón með þeim. Þannig
hefur þetta gengið”. Hugi sagði
þetta allt i sómanum „það hafa
allir vanist við að bjarga sér
sjálfir, vita allir hvar hlutirnir
eru og við kunnum þessu vel”.
„Auðvitað er heimilishaldið
ekki i þessum hefðbundna farvegi
siöustu kynslóðar. Það gefur
auga leiö, þegar við erum bæði
svona mikið að heiman”, sagði
Katrin. „Ég er stundum á fund-
um með öðrum konum, svona
seinni part dags, og iðulega kem-
ur sá timi að konurnar i hópnum
fara að ókyrrast: Það er kominn
timi til að taka til matinn fyrir
fjölskylduna. Þetta þekki ég ekki.
Og það er að minu mati ekki hægt
að sinna svona hlutverkum i þvi
þjóðfélagi sem við búum i núna.
Fólk hreinlega getur ekki haldið
sér i þessi forneskjulegu viðhorf
Katrin Briem
um hlutverk kynjanna, eins og
hlutirnir eru á tslandi i dag. Þó
það hafi einhverntima verið á-
kveðið að fólk ætti að borða á á-
Ilugi Ármannsson
kveönum tima, þá á sá timi ekki
endilega við ennþá. Það eru
svona hlutir sem við hjónin höfum
þurft að gera okkur grein fyrir”.
Eftir Guðjón Arngrimsson
Myndir Valdís Óskarsdóttir