Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 14
14 Fisk- Risotto (Hrísgrjón með fiski) Það er Sigurður Demetz Fransson, söngkennari og Iista- kokkur sem leggur helgarrétt- inn til að þessu sinni. Það er að sjáifsögðu italskur réttur: Fisk-Risotto, sem hann segir sára einfaldan i gerð. Sigurður er einn þeirra kokka sem litið skipta sér af desilitramálinu, en láta tilfinninguna ráða ferðinni. Við gerum þær kröfur til les- enda að þeir geri slikt hið sama, og prófi sig áfram hvað magn varðar. En aðferðin við að búa til þennan fljótlega og ljúffenga- rétt er þessi: Pottur með þykkum botni er látinn á helluna. Slatti af smjöri og ólifuoliu sett i pottinn og látið hitna. Þá er finsöxuðum lauk bætt úti, og hann látinn gulna, ekki brenna. Hræra skal i nokkuð reglulega. Vatn er hitað, einn litri er áreiðanlega meira en nóg. Stór kaffibolli af hrisgrjónum, eða svo er settur úti pottinn. Þau eru látin draga i sig vökvan i pott- inum, og bragðið af smjörinu, ólifuoliunni og lauknum. Ekki látið brenna. Svo er slatta af vatnibætt úti, og vatni svo bætt úti eftir þörfum. Fiskurinn er tekinn og skorinn i teninga. Ýsuflak er eflaust ágætt, en einnig má nota lúðu eða annan hvitan fisk. Einnig er persiila söxuð. Fylgjast verður vel með soðn- ingunni á hrisgrjónunum, þannig að þau verði ekki of- soðin. Skömmu áður en þau verða ,,al dente”, það er hæfi- lega hörð undir tönn, þá er fiskinum og persillunni skellt úti ásamt pipar og salti. Einnig er gott að láta úti tvær stórar matskeiðar af parmesan osti, eða öðrum bragðmiklum osti. Setjið svo að lokum væna klipu af smjöri úti kássuna. Eftir að búið er að hræra nokkrum sinnum i þessu, er rétturinn tii- búinn, þvi að fiskurinn er fljótur að sjóða. Það er reyndar undir- staða þess að rétturinn heppnist, — að bæði hrisgrjónin og fiskurinn verði tilbúinn á sama tima. Með þessu á að drekka hvit- vin — eða kannski bjór eða mjólk. Þvi ræður fólk eiginlega. Italir borða brauð með Risotto eins og öðrum mat, en fyrir alla muni hafið ekki kartöflur með þessu. —GA Krossgátan ráðin Páskakrossgátan hefur greini- lega ekki vafist fyrir lesendum Helgarpóstsins. Fjölmargir hafa sent inn visurnar tvær, sem voru lykillinn að ráðningunni. Þegar dregið var úr réttum svörum kom upp nafn Svölu Guðmundsdóttur, Hátúni 24, Eskifirði, og er hún beðin að hafa samband við af- greiðslu blaðsins til að fá sendar 300 krónurnar sem voru i verð- laun. En visurnar tvær, sem voru sagðar eiga að tengjast vorinu eru svona: Verður hjörðum viða snap vor að ströndum iónar Meðan vetrar milda skap mjúkir hörputónar. Þó að mildi morgunsár Myrkur þúsund nátta. Ætlar sólin undir bár unnar fald að hátta. , Helgarpósturinn þakkar kross- gátusjúklingum kærlega fyrir þátttökuna. •sækjum við í beminrtöðvar ESSO bónvörur y Föstudagur 29. maí, 1981 JlQlgarpóstúríhn Sigurður tekur lagið á Ráninni góðir á Islandi. Italskir fiskréttir með islensku hráefni eru hrein- asta lostæti. En annað er ekki nógu gott. Hér vantar til dæmis parmesan ost, sem er ómissandi i itölsku eldhúsi”. — Hvemig stóð á þvi að þú fórst að kokka fyrir Rán? „Hann ómar Hallsson vinur minn talaði einhverntima við mig, og bað mig um þetta i fram- haldi af frönsku vikunni, sem tökst svo vel. Ég sagði jú, jú og setti saman menu með forréttum súpu og þvf sem oftast er á mat- seðli á ítölskum veitíngastað.” — Er gaman að þessu? „Já, mjög gaman. En ég var og er svolitið lasinn, fékk slæma flensu, en ég fer svona sem menu chef og ræði við gestina og tdt lagið”. — Hvemig hafa móttökurnar verið? „Ég held að fólk hafi verið ánægt, sérstaklega það sem þekkir þennan mat frá útlöndum. tslendingar eru að verða svolitið kosmópölitiskir, og búnir að smakka erlendis ýmsa rétti sem ekki eru til hér á landi. Pizza er til dæmis nýkomin hingað, og þó eru „Snarvitlaus í hörpudisk” Sigurður Demetz Franzson ræðir um ítalskan mat og íslenskan Hinni Itölsku viku veitingastað- arins Rán, sem lauk i gærkvöldi, var vel tekið af flestum sem heimsóttu staðinn. Sigurður Demetz Franzson, þessi fjörkálf- ur af itölskum ættum, hafði yfir- umsjón með matseölinum og eldamennskunni, og af þvi tilefni ræddi Helgarpósturinn litillega við hann um matargerðina. En fyrst var hann spurður hvort sönglistin og italskur matur færu óvenjuvel saman. „Já, það er óhætt að segja”, svaraði Sigurður. „Sérstaklega ef rauðvin er drukkið með. Það er nauðsynlegt að vökva þetta allt- saman með rauðvini. Þá verður það gott”. ítalskur matur er frægur um allan heim, og italskir veitinga- staðir eru I flestum ef ekki öllum stórborgum heimsins. En hvað er það sem gerir italskan mat vin- sælan? „Það er rétt”, sagði Sigurður, „að italskur matur er voðalega vinsæll. Allsstaðar eru italskir veitingastaöir, alveg eins og franskir og kinverskir og svo framvegis. En italskir eru þó vinsælastir allra. Þeir eru alls- staðar. Maturinn er einfaldur og bragðgóður, en ekki mjög... svona sófistikeited, eins og þeir segja. Hann er þvi oft ódýr. Aðal- kryddið i ítölskum mat er hvit- laukur, og þá lykt finnur maöur um leið og maður gengur inn á italskan veitíngastað. Alveg eins og maður finnur Sauerkrautlykt- ina á hverju heimili i Þýskalandi. Það angar allt. Hér á Islandi hefur orðið stór- kostleg framför á þeim 26 árum sem liðin eru siðan ég kom hing- að. Þá var til ein tegund af osti. Nú er ýmislegt komið hér sem er italskt að uppruna, til dæmis er nú hægt að fá allflestar gerðir af Lasagne og fleira. Já, ég hef m jög gaman af þvi að elda heima, sérstaklega að kompónera eitthyað úr þessu fina hráefni hérna. Ykkar besta hrá- efni er lambakjötið og fiskurinn. Ég fer auk þess oft niður i fjöru I Hvalfirðinum og næ mér i krækling. Svo er ég snarvitlaus i hörpudisk. Ef ég er með túrista i Stjlckis- hólmierég um leið kominn niöur i f jörur að kikja eftir honum. Svo borða ég hann bara hráan með sitrónu, brauði og hvitvini. Fólkið heldur náttúrlega aö ég sé snar, alveg þar til ég fæ það til að smakka með mér, — þá finnur það að þetta er mjög bragðgott. Ýmsir Italskir réttír eru mjög „Ferskeytlan er frónbúans fyrsta barnaglingur”, sagði skáldið á sfnum tima, og margir trúðu honum. Að minnsta kosti njóta hagyrðingar ennþá virðingar, og eflaust hafa flestir einhvernti'ma reynt að setja saman visu. Visan hér á eftir er ef til vill ekki sú innihaldsrikasta af ferskeytlum og þvi siður sú hljómfegursta, en hún hefur sér- stöðu sem vart þarf að lýsa: 4 8 5 og 7 14 12 og 9 11 13 1 og 2 18 6 og 10. Þetta er lesið svona: Fjórir átta fimm og sjö allir mjög hrifnir. En þetta eru ekki ekta góðar pizzur. Hér vant- ar æfingu og bara ofna til að þetta verði alvöru pizzur. Hér eru deig- in alltof hörð, og pizzur eiga að bakast bara i tvær til þrjár minútur við 6 til 7 hundruð gráðu hita. En það kemur kannski sið- ar”. — GA fjórtán tólf og niu ellefu þrettán eitt og tvö átján sex og tíu. Eins og sjá má er visan gerð úr tölustöfum, frá einum og uppi átján. En þetta er vist aðeins hálf sagan. Það á nefnilega að vera til önnur vfsa sem í eru þær tölur sem vantar I þessa, — til að fylla i^jpi röðina frá einum og uppi tuttugu. Tölurnar 3, 15, 16, 17, 19 og 20. Ef einhver lesanda kann þá visu væri gaman að heyra frá honum, og ekki væri verra þó ein- hver setjist niöur og yrki siðari hlutann af kvæðinu. Sá fengi samstundis ljóðapris Helgarpóstsins. Matseldin á vel við Sigurð. Eina vísu, takk — GA.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.