Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 9
9 ___holrj^rpncrf, ,rfnn Föstudagur 29. mal. 1981 Sálarmálfræði Þegar dagblöð flytja okkur sifellt fréttir af viðgangi videótækninnar á Islandi og ljóst er að umtalsverður hluti þjóðarinnar situr á björtum nóttum við villimennsku afþreyingariðnaðarins á heimil- um sinum, horfandi á kvik- myndir sem hann skilur að þriðjungi eða svo og venst þvi hröðum skrefum að hafa engil- saxneska gangstera og laga- verði inni á gafli hjá sér, fer dálitill hroliur um þjóðernis- rómantiskar taugar i manni eins og mér, og að mér setur ýmisskonar spurnir um framtið islenskrar menningar. Þá er mér ómælt ánægjuefni þegar ég er minntur á að þrátt fyrir allt eigum við fólk sem stendur traustan vörð um brotgjarna tungu okkar. Ekki er aðeins að Böðvar og Helgi verji hana með oddi og eggju i rikisútvarpinu — hljóðvarpi, heldur á hún sér einnig fyrirsvara i sjónvarpinu. Það byrjaði undir sturtunum i Laugardalnum. ,,Nú, er illt i efni”, sagði kunningi minn. ,,Nú?” — „Jú, þeir neita að taka af mér auglýsingu i sjónvarp- inu, nema ég skrifi bleyjur með einföldu.” Ég gat ekki varist hlátri og hélt þetta væri brandari til að hafa með morgunkaffinu, þvi þeir eru orðnir svo sérkennileg- ir upp á siðkastið. En að fengnum nánari skýringum og við betri umhugsun varð mér ljóst að hér er um háalvarlegt stórmál að ræða. Forsaga málsins er sú að framtakssamt fólk er tekið til að framleiða hérlendis vörutegund sem á öldum áður hét rýjur eða dulur og var notuð til að halda rössum (bossum) ungbarna þurrum á fyrstu mánuðum og árum ævinnar. Með nýrri tækni þykir hagkvæmt að hafa rýjurnar úr pappir til að losna við þvotta. Vitaskuld er þetta útlend uppfyndning og ber þvi að vera á varðbergi einkum að þvi er varðar hreinleik tungunnar og stafsetningarinnar. Rétt er að geta þess að islensk alþýða hefur fyrir löngu farið að kalla rýjurnar/bleijur/ (skrifað svo eftir framburði skv. nýjum rannsóknum). Uppruni þessa alþýðuorðs er nokkuð á huldu, og skal hér rakið það helsta sem fundið verður á bókum og mér hefur tekist að grafa upp i samræðum við lærða menn: 01. í nýlenduveldinu Danmörku munu rýjur vera nefndar „bleer”. Það verður þó að teljast óliklegt aö islenska alþýðuorðið sé þaðan komið — og einkanlega er mjög óhag- stætt að fallast á það þar sem dönskuslettur eru ótækar i málinu. 02. Oliugrannrikið Noregur laut um langan aldur danskri kúgun og þangað hefur orðið smeygt sér i litillega breyttri mynd þar sem stofnsérhljóð hefur tvihljóðast og myndin orðið „bleie” eða „bleia” — og er hin siðari notuð af róttækl- ingum þar i landi. 1 ijósi menn- ingarsögu er fremur ósennilegt að orðið sé komið til okkar frá austmönnum.auk þess sem ljóst er að það gæfi sömu pólitiska niðurstöðu og 01: danskar ræt- ur. 03. Lengra i austri er kommún- istarikið Sviþjóð. A tungu sina tala þarlendirum ,,blöjor”og er það að visu hljóðfræðilega hugsanlegt að islenska alþýðu- orðið sé þaðan komið (og bæri þá að rita með yfsiloni: bleyjur) en þetta er mjög óheppileg skýring og verður hafnað hér. Nóg er nú samt sem við höfum þegiö frá Svium, bæði frimúrarareglan og grunn- skólinn, gott ef ekki hin viður- styggilega jafnstaða lika. 04. Þá er aðeins eftir einn kostur og að ég hygg langbestur þvi að hollur er heimafenginn baggi. Skal ég ekki fara dult með að ég tel sjálfsagt að rekja orðið til innlendra róta, enda sannar það þá hvort tveggja, hugkvæmni islenskrar alþýðu og sjálfstæði islenskrar tungu. Á móðurmáli okkar er til frá fornu orðið (og hugtakið) „blautabarn” og merkir barn sem pissar undir fyrir æsku sakir. Mér var um hrið óljóst hvernig þvi viki við að rýjurnar hefðu þá ekki fengið heitið „bleytur” ef komnar væru af þessari rót, en nú hefur sér- fræðingur minn i „psycholing- vistics” eða sálarmálfræði hvislað þvi að mér að sálfræöi- lega séu /j/ og /t/ skyld hljóð þar sem þau eigi sér sama myndunarstað i munni manna. Þar aö auki er frá fornu fari ruglingur á stofnsamhljóði' i orðinu sem um ræöir og til tvímyipiirnar blauÐur og blauTur. Að fengnum þessum haldgóðu rökum tel ég einsýnt aö fullyröa að orðið bleyja sé af sömu rót og bleytá og bleyða og beri þvi að rita meö yfsiloni i islensku. Vixlun samhljóðanna t-ð-j ber að skýra sem sálarmál- fræðiflækju. Þarna hygg ég sem sagt að eldtraustir málhreinsarar sjónvarpsins okkar hafi lent á villugötu og hafi gerst of hallir undir erlend áhrif á tunguna með þvi að krefjast dansk- lundaðs ritháttar. En ég skil og viröi að fullu verndarstarf þeirra. Og ég hlýt að taka undir með þeim um að það er algert smámál þótt „dassgránni ljúgi klukka tuttofjör” og „agns- ingar” séu i knattleik við „kjeblinga” miöað við þau ósköp sem dyndú yfir tunguna ef allt i einu kæmi á skjáinn stafsetningarvilla i islensku auglýsingunni, sem skotið er inn á milli Kók og Pepsi. Og i ljósi sögunnar er vita- skuld lika smámál þótt dassgrá- in sé svo leiðinleg að menn gripi feginshendi við videóinu, þvi menn eiga náttúrlega að hafa Friedmannskt frelsi til að velja hvort þeir vilja vera imbar eða vidjótar. Heimir Pálsson—Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthias- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn Bertelsson VETTVANGUR og hins sem stýrir flugvél? Að sjálfsögðu kostar lengri þjálfun að stýra flugvél en á móti kemur að flugmaðurinn hefur meira fri, tiðar utanlandsferðir, tollfrjálst áfengi og tóbak, borðalagðan ein- kennisbúning, hærra samfélags- mat — hversvegna þarf hann líka að fá tiföld laun? Og hvað á að segja við hópa eins og fóstrur, engum blandast hugur um mikil- vægi þeirra, hversvegna eru þær ekki settar orðalaust á ráðherra- Líf í læknis hendi Alkunna að ekki eru allir á eitt sáttir um þjóðfélagið, sumir telja það einskonar samsæri gegn ein- staklingnum, aðrir sjá i þvi mein- laust félagsmálapakkhús, enn aðrir vefengja að það sé yfirhöfuð til, búnir að fletta upp i sima- skránni og finna það hvorki i aðalskrá né nýjum og breyttum simanúmerum. 1 skáldskap eru þekkt minni um einstakling sem er svo frábær að hann þarf ekki á hinu félagsmála- pakkinu að halda, t.d. Róbinson Krúsó sem bjargaðist upp á eyði- eyju en tókst á egin spýtur að búa til allt sem þjóðfélagið hafði lagt honum upp i hendur áður, m.a.s. regnhlif. Að visu sótti hann vistir og verkfæri i skipsflakið og fékk i kaupbæti aðstoðarmanninn Frjádag. Slikar hugmyndir munu þó fyrst hafa fengið byr undir vængi þegar samfélagið var komið á það stig að allir voru njörfaðir i knippi og óhugsandi að einangra sig án samhjálpar frá hinum, a.m.k. dósamats. Efasemdir um að þjóðfélagið sé til eru iðulega flýtisályktanir þeirra sem búa svo langt upp i sveit að þeir sjá aldrei kjaft, en nota að sjálfsögðu rafmagn, sima, vegi, skóla i sama mæli og við sem þurfum i þokkabót að hafa hvert annað fyrir augunum. En þótt viö getum illa án hvers annars verið, er þvi ekki aö neita að þjóðfélagið er eins og þagnar- samsæri um voðalegan glæp. Sama hvernig reynt er að þegja hann i hel, alltaf skýtur hann upp kollinum, fyrr en varir er hann á borði ráðherra. Hér á ég að sjálf- sögðu viö kjaramálin. Nefnilega þá staðreynd að þótt enginn geti án annars verið og enginn megi missa sin, bera menn sorglega mislitið úr bítum. Hversvegna er óbrúanleg gjá milli þess sém stýrir öskutunnu laun i stað samningaþófs og verk- falla til að knýja fram litilræði? Samt skilja allir vanda við- semjandans, hækki hann einn hóp koma aðrir i kjölfarið og heimta að bilið verði jafnað. í upphafi var bilið og bilið var hjá Guði og bilið var Guð. Að sjálfsögðu á þetta aðeins við um hinn breiða fjölda, allir vita að bankastjórar, hæstarétta- dómarar, alþingismenn, ráð- herrar og listamenn gætu aldrei farið i verkfall þar eð enginn myndi sakna þeirra og þarafleið- andi verða þeir að ákveða laun sin á eigin spýtur eða fá kjara- dóm til að gera það fyrir sig (hver ákveður laun kjaradóms?). Enn eru hinir sem eiga sjálfir fyrir- tækin og semja við eigin sam- visku um laun áður en tapið er gefið upp til skatts. Loks eru þeir sem sakir stöðu sinnar i sam- félaginu geta komið fram hverju sem er, annaðhvort af þvi reksturinn sem þeir lama er svo arðgefandi eða þeir eru staðsettir þar sem ekkert svigrúm er fyrir samninga. „Litlir hópar öfga- manna” geta þannig safnað til sin umtalsverðum fjármunum með bros á vör og þurfa ekki einusinni að óttast leyniskyttur. Þannig hafa vopn sem verkalýðs og örbirgðahreyfingar smiðuðu á öldinni sem leið, verið yfirtekin af lúxushópum á þeirri öfugmælaöld sem nú er að telja út. Nú má segja þessum topp- hópum til málsvarnar að þeir mæla sig yfirleitt ekki við lýðinn i landinu heldur kollega sina i út- löndum. Samt fer ekki hjá þvi að framferði þeirra fylgi einskonar ofskynjunareffekt: kóngur með betlibauk, myndastytta með bjarghring og nú siðast hópur lækna sem sagði sig úr lögum við þjóðfélagið til að þvinga fram einhliða kauptaxta. Eru þetta menn i lifsháska, fólk á hungur- mörkum? Þetta eru hátekjumenn i einhliða kaupmargföldun að þvi er manni skilst til að geta greitt launatengd gjöld! Með ráðabreytni sinni hafa við- komandi læknar gert sig að við- undrum. Sama hvar tveir menn koma saman, engum blandast hugur um að hér er á pinlegan máta verið að misnota aöstöðu, höggva af þvi fórnardýrið liggur vel við höggi. Ekki er nema sjálfsagt að gefa viðkomandi læknum tækifæri til að átta sig. Dekurbörn hafa hlaupið á sig, það er allt og sumt. Ekki dramatisera, bjóða þeim að setjast að samningaborði eins og ekkert hafi i skorist. En ef þeir láta sér ekki segjast, ætti um- svifalaust að svipta þá rétti til að praktisera og senda þá i útlegð sem þeir hafa pantað sér far i. Láti yfirvöld framferði þeirra hinsvegar átölulaust, ættu aðrir starfshópar skilyrðislaust að fylgja á eftir, stofna sorp- eyðingarþjónustu, kennara-' þjónustu, lögregluþjónustu uns öllum er i lófa lagið að ákveða kjör sin sjálfir. A endanum hefðu allir sömu laun fyrir alla vinnu, ugglaust óréttlátt, en hreinn sunnudagaskóli i samanburöi við þann ófögnuð sem nú rikir. :ÖNNUR lÍTIL SPÍTALASAGI - tersr (Bklór «1 aflra i B-4 tw.xsassssssr. . . .. * js»») ip-*Í2íjhi *».*!« *> *(t _______ tocff* >íi «o«< ir±.c~* ;.f æ.mt jJgknaAgijg m. ® Bmn*0 na. __ ™ Læknaþ|énustait **#»*«**«« «(MM( Hafnarfirði 25/5 1981 Sem höfundur laganna og text- anna á plötunni Eins og skot, ætla ég að svara gagnrýni Gunnlaugs Sigfússonar á plötuna, en sú gagnrýni birtist i Helgarpóstinum 22/5 1981. Gunnlaugur segir orðrétt: Þó að Meira salt hafi ekki verið ýkja merkileg plata, þá var þó á henni eitthvað af þokka- legum lögum. Siöan telur hann upp Stolt siglir fleyið mitt, Elsku hjartans anginn minn, og Ég Stórkafteinninn svarar gagnrýnandanum hvisla yfir hafið. Ekki ýkja merkileg segir Gunnlaugur. Ég kalla það aftur á móti merkilega plötu sem fimm lög eru spiluð af i einum og sama þættinum (Sjó- mannaþ.) og ekki nóg með það heldur lika i sjúklingaþættinum. Fyrir utan það var Stolt siglir fleyið mitt vinsælasta lagið i þremur þáttum i margar vikur (ég geymi upptökur frá þeim tima og veit hvað ég syng). Það voru Sjómannaþátturinn, Óska- lög sjúklinga og þátturinn Undir tólf. Þá var hægt að telja þá þætti á fingrum annarrar handar ef lögin voru færri en þrjú i þætti. Þetta kallar Gunlaugur ekki ýkja merkilega plötu. Ég bið Gunnlaug aftur á móti að segja mér hvaða ár hann hefur heyrt eins mörg lög i þætti eftir einn og sama manninn. Kannski var það þegar ég raulaði inn á fyrstu sólóplötuna mina. Þá man ég eftir þvi að það komu fimm lög eftir mig i Sjó- mannaþætti sem var rétt um klukkutimi á lengd. Ég ætla ekki að fara að hæla mér sem söngv- ara, af þvi að það hef ég aldrei gert. En Gunnlaugur segir það stóran kost að ég syng ekki á plöt- unni. Það er það eina sem ég er sammála honum um. Ég ætlaði i byrjun aldrei aö syngja inn á plötu, en Gunni Þórðar og Rúnar Júliusson tóku ekki annað i mál, en aö ég syngi lögin min sjálfur. En þó að það sé annað mál Gunn- laugur minn, þá verð ég að hryggja þig með þvi aö ég er ekki hættur að syngja. Ég verð að halda áfram að gaula. fyrir allar þær þúsundir Islendinga sem hafa gaman af raulinu i mér, og hafa keypt lögin min i gegnum árin. Höldum áfram með gagnrýn- ina. Gunnlaugur tekur fyrir þrjá af söngvurum Ahafnarinnar af Halastjörnunni (fyrir utan mig). Það eru Rúnar Júliusson, Maria Baldurs og Maria Helena. Hann segir þau með okkar slakari söngvurum. Ég veit nú ekki betur en að Rúnar syngi Stolt siglir fleyið mitt, og segir það Gunn- laugi ekki neitt? Maria Helena varð fyrir lélegri gagnrýni i fyrra og henni spáð að lagið Kysstu mig yrði aldrei vinsælt. Hún skaut þá svokölluðum gagnrýnendum ref fyrir rass (heldurbetur). Maria Baldurs fær þá heldur betur gagm ýni hvað eftir annað, en hún hristir sig og heldur áfram að syngja eins og ekkert sé. Enda ekki einsheimskog ég að vera að svara svona ruglukollum. Persónulega finnst mér hún gera margt gott. Jæja, ég gleymdi nú vini minum Hemma Gunn. Gunnlaugi finnst hann ekki einu sinni partýfær sem söngvari. Hermann Gunnarsson réði sig ekki um borð sem hámenntaður partýsöngvari, heldur eins og við hin, sjálfmenntuð og við gerum þetta fyrir ánægjuna. En hefði ekki veriö nær að kalla plötuna Taktu þetta af eins og skot, endar Gunnlaugur gagnrýn- ina. Þá skildi ég af hverju ekki er minnst á Ara Jónsson, Viðar Jónsson, og siöast en ekki sist Pál litla Hjálmtýsson. • Það er nú andsk... ekki hægt að gagnrýna það sem maður ekki heyrir. Nei, Gunnlaugur minn, þú ert eins og argasta kjaftakerling eða jafn- vel verri. Þær tala þó stundum um það sem gott er lika. Ef þér gengur illa að kyngja þessum stóru bitum, þá get ég skaffaö þér Meira salt Eins og skot. Með kveðju, Gylfi Ægisson Stórkafteinn Halastjörnunni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.