Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 3
3 Halrjarpncrh irínn Föstudagur 29. maí, 1981 eftir Guðmund Árna Stefánsson myndir: Valdís Óskarsdóttir ,,...öskur og hurðaskell- — Hvernig var dvölin þarna úti hjá þér? „Ég var reiöur við allt og alla og sagöi varla orö við einn einasta mann, allan timann. Var eins og valtari og óð yfir allt og alla. En það hefði ekki þurft nema einn mann til að klappa á öxlina á mér til að ég félli saman. Staðreyndin er nefnilega sú, að þvi hærra sem drykkjumaðurinn lætur, þvi meira er hans neyðaróp. Þvi meiri öskur og hurðaskellir, sem fylgja alkóhólistanum, þegar rætt er um drykkju hans, þvi meiri er neyð hans og vilji fyrir andsvar og hjálp. Þegar ég hitti fyrir alkó- hólista, sem taka mér með skömmum og svivirðingum og segjast ekki vilja neitt með- ferðarkjaftæði, þá fer ég beint i simann, hringi á meðferðarstofn- un SÁA, segist hafa hér mann, sem mætir klukkan 10 morguninn eftir. Þegar þessu er lokið og við- komandi maður hefur hlýtt á samtalið, þá fellur hann undan- tekningarlaust saman og þakkar mér fyrir. Þvi ver sem alkóhólist- inn lætur þvi meira þráir hann hjálp.” — Hvað tók svo við, þegar þú komst frá Freeport? ,,Ég kom frá Bandarikjunum og var edrú við heimkomuna. Það fréttist fljótlega á öllum börum bæjarins, að Hilmar Helgason hefði komið edrú frá Bandarikj- unum og strax eftir heimkomuna, hafði maður samband við mig og bað mig að hjálpa sér að komast i meðferð vegna drykkjusýki sinn- ar. Eftir þrjá daga, var ég lagður af stað með manninn á Freeport. Þar héldu allir, að ég hefði fallið og væri kominn i endurmeðferö. En áform min um hófdrykkju breyttust. Ekki vegna þess, að ég teldi sjálfan mig ekki ráða við brennivinið, heldur vildi ég ekki valda manninum sem ég hafði fylgt á Freeport vonbrigðum. Hann treysti á mig og þyrfti hjálpar við, sagði ég við sjálfan mig. En svo fór þetta að rúlla upp á sig. Það komu fleiri og fleiri að máli við mig og vildu vestur. Nú hafa 5-600 manns farið i vestur- vfking til meðferðar. Ég hef farið 80 ferðir sjálfur með alkóhólista. Fyrstu 250 sem fóru, voru eign- lega á minum privatvegum. Ég þurfti að hjálpa mönnum til að fjármagna ferðina, ná i farseðla, fá fri úr vinnu fyrir þá, útvega fylgdarmann, ef ég gat ekki farið sjálfur o.s.frv. Það var mikil vinna i kringum þetta. 16 til 18 tima vinnudagur. Ég hélt mér eiginlega sjálfum á rólinu og edrú, vegna þess að ég hafði ekki tima til að hugsa um drykkjuna, eða hófdrykkjuna, sem hafði ver- ið á stefnuskránni. Þetta ævintýri byrjaði allt haustið 1975 og i árs- lok 1977 var SAA stofnað og fyrsta meðferðarheimilið sett i gang i Reykjadal.” Að tapa lotunni — Þær voru um margt erfiðar fæðingarhriðirnar hjá SAA — var það ekki? ,,Að sumu leyti, -jú. Hugmyndin að SÁÁ fæddist i huga mér i nóvember ’76. Þá setti ég niður á fjórar vélritaðar siður hugmyndir minar að starfsemi svona sam- taka. Enn i dag er verið að vinna eftir þessum frumhugmyndum. Það er hvergi i veröldinni eins apparat og SÁÁ hér á landi. Þetta er mitt hugarfóstur og minna baráttufélaga og hvergi annað eins munstur til. Ég fór til Birgis ísleifs, sem þá var borgarstjóri með þessar hug- myndir minar. Hann tók þessu vel og ákvað að koma á fundi með öllum þeim, sem að áfengisvörn- um ynnu. Þá kom upp úr kafinu, að 27 félagasamtök störfuðu að lausn áfengisvandamálsins. En þessi fundur var haldinn og þar flutti ég mál mitt af krafti og það var hlustað. Eftir ræðuna stóðu hinsvegar fulltrúar þessara fé- laga upp i rööum og töluðu um það hvað þeirra félög hefðu nú áorkað i gegnum tiðina. Þá fannst mörgum, sem félögin væru nógu mörg og einn borgarfulltrúinn sagði að hugmyndir Hilmars um að eyða 22 milljónum i þessa bar- áttu væru úti við hafsauga, þegar upphæðin sem flestir teldu eðli- lega, vera i kringum 2 milljónir. Þarna var það sem sagt faglegt mat manna, að verðleggja áfengisvandamálið á tvær milljónir. Hugmyndir minar voru sem sé drepnar i fæðingu. Ég hafði tapað þessari lotu. Settist þá niður og velti þvi fyrir mér hvað ég hefði gert rangt og fann út, að svona strið vinnur enginn aleinn. Safnaði i kringum mig liði fimm valinkunnra manna og stofnaði SÁA. Það voru ekki allir of hressir með þetta framtak og fannst sem við værum að eyði- leggja AA samtökin. Þessar raddir voru þó lágværar og fáar. A stofnfundinn mættu þúsund manns og fljótlega höfðu fimm þúsund skráð sig i samtökin.” ,,A valdi örlaganna” — Þakkar þú þetta átak sjálfum þér? „Nei, það geri ég ekki. Mitt lifs- hlaup hefur ávallt verið án fyrir- fram ákveðinnar lifsstefnu. Ég hef alltaf verið á valdi örlaganna og æðri máttarvöld hafa ávallt stýrt mér i gegnum lifið. Ég var t.d. mikið i iþróttum i gamla daga, fékk aldrei rispu. Var mikið i kappakstri á yngri árum, keyrði oft kófdrukkinn á fylleristimabil- inu, — slapp alltaf án áfalla. Hef raunar aldrei orðið fyrir alvar- legu áfalli i lifinu. örlögin hafa séð um mig. „Ætlaði að fyrirfara mér” Ég ætlaði meira að segja tvis- var að fyrirfara mér. Var þá i einhverju þunglyndi i fyllerii. Fór i annað skipti upp i Saltvik með skammbyssu, beindi henni að höfðinu og hleypti af. En ekkert gerðist, þótt byssan væri hlaðin. Ég geymdi kúluna lengi á eftir. Seinna hellti ég i mig 250 Mogadontöflum og þurfti að drekka ókjör af gosi með til að koma þeim niður. En niður fóru þær. Þetta var um 2 um nóttina og ég var á skrifstofunni minni. Ég lagðist siðan til svefns. Heldurðu að ég vakni ekki siðan um sex leytið um morguninn og þurfti þá að spræna. Var þá dálitið ruglaö- ur i kollinum og hugleiddi hvað hefði verið svona gaman i gær- kvöld. Mundi þá skyndilega að ég hafði framiðsjálfsmorð og ætti að vera dauður. En var það greini- lega ekki og kominn i vinnu um klukkan 11 og siðan á hádegisbar- inn — dálitið þrekaður þó. Ég imynda mér helst að lifrin i mér hafi verið það léleg og ekki tekið við þessu magni. Ef hún hefði verið i lagi, þá væri ég steindauð- ur. Eða það bara að örlögin höföu ekki ætlaö mér það hlutskipti að deyja.” — Hvernig skýrir þú þennan einstaka árangur sem SÁA hefur náð á örfáum árum? „Þetta er sagan af þvi, þegar heil þjóð sameinast. Þetta er þjóðarvakning. Svona hlutir gætu hvergi annars staðar gerst, en á Islandi. Ég sagði stundum fullur á sinum tima, að Island væri ekki þjóð heldur ástand. Ég hef leyft mér að skipta um skoðun siðan og segi núna, að Island sé ekki þjóð, heldur fjölskylda, sem hefur lag á að standa saman, þegar á reynir. Það er auðvitað stórt skref fram á við, þegar alkóhólistar i þúsundavis eru farnir að viður- kenna vanmátt sinn. Fjölskyldu- mál þeirra i rúst, peningamálin i kaldakoli og allt á botninum og þeir geta þá leitað hjálpar og fengið hana. Ekki aðeins fengiö rétta meðhöndlun, heldur og hjálp fjárhagslega og félagslega. Alkóhólistar sem hafa komiö fjárhag sinum á vonarvöl geta farið i meðhöndlun, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af þeim málum. Þeir skrifa upp skuldir sinar og fá lán, sem fer i að greiöa þeirra skuldir og halda fjölskyld- um þeirra gangandí. Það er stundum sagt við mig, að ástand- ið sé orðið þannig núna, að ef þú ætlar að „meika” það i lifinu, þá þurfir þú fyrst að drekka þig til helvitis og siðan aö láta SAA skjóta þér upp á stjörnuhimininn. — Nú heyrast þær kvartanir frá hófdrykkjumönnum, að enginn fái að njóta ljúfra veiga i friði fyr- ir ykkur SAA-mönnum. „Mitt mottó er þaö, ef þú drekkur, þá er það þitt mál, en ef þú vilt hætta, þá er það mitt og okkar. Fræðslan um þessi áfengismál hefur gert það að verkum, að fordómarnir eru horfnir og fólk kemur til okkar um leið og þaðfer að hafa áhyggj- ur af drykkju sinni. Það vill gera eitthvað i málinu og taka drykkjuvandamálið föstum tok- um strax i upphafi. Þetta þýðir það, að við fáum mun yngri alkó- hólista til meðferðar en i upphafi. Það sparar lika þessu fólki 10-15 ár af ævinni og það þarf ekki að fara til helvitis, áður en nokkuð er gert i málunum. Þaö hefur enginn farið I meðferð hjá okkur, sem hefur ekki raunverulega þurft á þvi að halda. Uppundir fimm þús- und einstaklingar hafa notið að- stoðar okkar. Hráefnið — alkóhól- istar — streyma stanslaust inn á markaðinn og úti i þjóðfélaginu i dag, eru i kringum 15-20 þúsund manns, sem eiga við áfengis- vandamál að striöa.” »*Var friðlaus”. — Hvað með sjálfan þig i þess- um erli öllum? Þú ert alls staöar með fullt fangið. Langar þig ekki stundum til að flýja allt umstang- ið og fá þér i glas, detta i það og slappa af? „Við skulum byrja á erlinum. Jú hann hefur verið mikill og var mér orðinn um megn ef satt skal segja. Ég settist niður fyrir fáum mánuðum og áttaði mig þá á þvi, að ég væri stjórnarformaður i 11 félögum og fyrirtækjum. Og þetta var erfitt. Þegar ég var heima, þá var ég að svikja skjólstæðinga mina. Þegar ég vann fyrir skjól- stæðingana, þá sat fyrirtækið á hakanum og þegar ég var i fyrir- tækinu, þá fannst mér f jölskyldan útundan. Ég var friðlaus og það þurfti að skera á linuna. Ég settist þvi niður og ákvað aö taka fram fyrir hendur örlaganna og skipuleggja málið og gera upp hug minn. Ég var á hraðri leið meö fyrirtækin i gjaldþrot, enda hafði ég engan tima til að sinna 0 " r Þarftu að klæða veggi • •• eða gólf? Yfir fjörutiu ára sérhæfing i sölu veggfóöurs og gólf- dúka tryggir viðskiptavinum vorum holl ráð og full- komna þjónustu. Úrval af munstrum, litum og tegundum auk allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til dúklagninga. Úrval af málningu • rtTrrTj i 1 j fcgSp-'úýÍ i 1 i i * IMÍiiiL-i’ >!! í í !l og málningarvörum VEGGFÓÐRARINN Hverfisgötu 34 — Sími 14484 J

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.