Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 17
17 *•- Tvíburarnir komnir í töku Nú i vikunni hófust tökur á kvikmyndinni um bestu vini islenskra krakka, tvfbura Guðrúnar Helgadótt- ur, Jón Odd og Jón Bjarna. Helgarpósturinn birti fyrir tveimur vikum fjörlegt viötal við þá Pál og Vil- helm Sævarssyni sem fara með hlutverk tviburanna. önnur helstu hlutverk skipa Egill ólafsson og Steinunn Jóhannesdóttir (pabbi og mamma tviburanna), Sóirún Yngvadóttir (Soffia), en hún hefur leikið eiginkonu Þorláks þreytta i Kópavogsleikhúsinu undanfarin misseri, Herdis Þorvaidsdóttir (amma dreki), Margrét Helga Jóhannsdóttir (mamma Jóa), Gisli Halldórsson (Kormákur afi) og Soffia Jakobsdóttir (mamma Lárusar). Leikstjóri er Þráinn Bertelsson og framkvæmdastjóri Heigi Gestsson, en I tækniliðinu eru m.a. Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður og Friörik Stefáns- son, hljóðupptökumaöur. Myndin var tekin þegar fyrstu upptökur fóru fram I kartöflugöröunum við Gróttu. Jói leikur ,,Jóa" Jóhann Sigurðarson, einn hinna nýútskrifuðu leikara úr Leik- listarskóla tslands, mun verða i titilhlutverkinu i nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson „Jói” sem LR frumflytur næsta haust. Verkið f.jallar um andlega fatl- aðan ungan mann og samskipti hans við fjölskyldu sina. Jóhann, sem meðal annars er kunnur úr kvikmyndinni Óðal feðranna, — þar sem hann lék bróðurinn sem lamaðist — mun leika Jóa, eins og áður sagði, en auk hans verða i stórum hlutverkum systkinin Hanna Maria Karlsdóttir og Sig- urður Karlsson. Kjartan leikstýrir verkinu sjálfur i æfingum, en hann er svo á förum til Finnlands næsta haust tilað setja upp Blessað barnalán i Helsinki ásamt Borgari Garðars- syni ís/enskar kvikmyndir í Cannes: Punkturinn seidur til þýska sjónvarpsins Þrjár islenskar kvikmyndir voru sýndar i tengslum við kvik- mvndahátiðina i Cannes fvrr i þessum mánuði. Þetta voru Land j og svnir. Óðal feðranna og Punkt- urinn. Ekki var gengið frá beinum samningum um sýningar á þessum myndum erlendis nema hvað Ijóst virðist að þýska sjón- varpið muni taka Punktinn til sýninga. Að sögn Hrafns Gunnlaugs- sonar, eins fslensku kvikmynda- gerðarmannanna sem sóttu hátiðina, voru bæði Land og synir og Óðalið sýndar á almenna kvik- myndamarkaðinum meðan Punkturinn á hinn bóginn var sendur inn i sjálfa samkeppnina Auk þess sem þýska sjónvarpið sýndi Punktinum áhuga, eins og áður segir, þá kvað Hrafn einnig ljóst að Punkturinn myndi einnig fara til sýninga i sjónvarpi á öllum Norðurlöndunum. Hrafn tók fram, að varasamt væri að tala um að Land og synir og Óðalið hefðu beinlinis verið þátttakendur á kvikmynda- hátiðinni, þar sem þær hefðu ein- ungis verið boðnar fram á hinum almenna kvikmyndamarkaði, sem þarna er haldinn árlega i tengslum við sjálfa hátiðina, og þar af leiðandi utan keppni Hrafn taldi að reynslan sem hingað til hefði fengist af kvikmynda- markaðinum i Cannes, sýndi að islensku myndirnar ættu langt i land með að komast inn á sjálfan biómarkaðinn, amk á Vestur- löndum, sem væri raunverulega það sem skipti máli Hrafn kvað þvi vafasamt að tala um islenskar kvikmyndir sem raunverulega þátttakendur i kvikmyndahátiðinni i Cannes fyrr en það gerðist að einhver slik kæmist i gegnum forvalið fyrir hátfðina og hlyti náð fyrir augum dómnefndar með þvi að fá aðgang að sjálfri keppninni Hrafn sagði þó, að þrátt fyrir allt gætu islenskir kvikmynda- gerðarmenn glatt sig við að erlendir kaupendur hefðu sýnt myndum þeirra ólikt meiri áhuga en myndum starfsbræðra þeirra frá hinum Norðurlöndunum, þótt nýjabrumið ætti vafalaust stærsta þáttinn þar i Punkturinn gerir viðreist i sjónvörpum Norður-Evrópu. Þegar bókin fer í bíó Háskólabió, mánudags- myndin: Alvarlegur leikur (Den allvarsamma leken). Norsk- sænsk. Argerð 1977. Handrit: Per Blom, Anja Breien, eftir sögu Hjalmars Söderberg. Leik- stjóri: Anja Breien. Aðalhlut- verk: Stefan Ekman. Lill Terze- lius. Söguþulur I kvikmynd er alltaf vandræöamál. Að nota rödd til að lýsa sögu með orðum sem samkvæmt lögmálum miðilsins ætti öll að segjast með myndum og samtölum stafar i besta falli af of djúpri viröingu fyrir þvi bókmenntaverki sem handritið er byggt á, eða þá hreinlega listrænni uppgjöf eða a.m.k. vanmætti gagnvart þvi. Það kemur að visu fyrir að þulur i kvikmynd gengur prýðilega upp innan hennar og það kemur lika fyrir að frum- samin kvikmyndahandrit, óháð fella þetta tvennt inn I nýtt form. Þetta ætti að vera augljóst mál. En i reynd er það ekki svo. Æ ofan I æ sjáum við kvik- myndagerðarmenn gefast upp fyrir bókmenntaverkum sem þeir hafa tekið að sér að kvik- mynda. Þessi formáli er kannski óþarflega langur miðað við til- efnið, — kvikmyndina Alvar- legur leikur. En notkun sögu- manns og einnig lesins texta aðalpersónanna yfir mynd, þótt hvorugu sé beitt I mjög miklum mæli, er þáttur i vangetu Anja Breien, leikstjóra og handrits- höfundar, til að kveikja lif með sögu Söderbergs i kvikmynda- forminu. Þetta er önnur atrenna kvik- myndagerðarmanna að þessari sögu. Sú fyrri var gerö 1945. Ekki veit ég hvernig hún tókst, 'en Anja Breien, sem þykir efni- legur leikstjóri i heimalandí sinu Noregi og hér vinnur með öllu öðru en myndmálinu, séu byggð kringum notkun þular. En þetta eru undantekningar. Sögumaður i kvikmynd er gegnumsneitt ólánshækja. Þegar bókmenntaverk eru tekin tii kvikmyndunar er það verkefni kvikmyndahöfundar- ins að taka efni og anda viðkom- andi verks og flytja þetta yfir i annað listform. Það er ekki hans verkefni að taka formið með sér líka. Verkefnið er að Svium, virðist ekki hafa treyst sér til að segja i myndum sið- ferðislega ástarsögu Söder- bergs um ungan blaðamann sem leikur tveimur skjöidum i einkalifinu og missir sjónar af tilfinningum sinum. Það er út af fyrir sig skiljanlegt. Þetta er miklu fremur innhverft frá- sagnarefni en úthverft og gefur takmarkað svigrúm tii mynd- rænnar túlkunar. Og þá er spurt um tilganginn með mynd- en ekki öfugt gerðinni. Hann virðist ekki mikill. Þetta er bölsýn saga um klofið lif og þann alvarlega leik með rétt og rangt sem þvi fylgir. En blóðleysið og deyfðin i mynd Breien er þannig að áhorfandi festir litinn áhuga við mikilvægt efni og fær heldur ekki samúð með óskýrum persónunum. Það eru miklar þagnir og langar og Breien virðist halda upp á þá tisku að undirlýsa alla myndina. I sjálfu sér hentar það vel gráum og óljósum kenndum sögunnar. En þótt einstök atriöi séu smekklega og finlega sviðsett fyrir tökuvélina er Alvarlegur leikur ekki aðeins kvikmynd um misheppnað lif. Hún er mis- heppnuð kvikmynd. Og eftir stendur saga Hjalm- ars Söderberg óhögguð. Vonandi eiga islenskir kvik- myndagerðarmenn ekki eftir að lenda i klóm bókmenntaverka með þessum hætti. — aþ Frægö og frami Gamla bió: Fame. Bandarisk. Argerð 1980. Leikstjóri: Allan Parker. Handrit: Christopher Gore. Aðalleikarar: Lee Currery, Barry Miller og Iriene Caras. Ekki alls fyrir löngu fjallaði ég um Perfect Couple eftir Robert Altman hér I blaðinu og gat þess þá I framhjáhlaupi að ég hefði í Utlandinu séð aðra músi'kmynd, þar sem likt og i SkötuhjUunum væri verið að reyna að fella músikina eðlilega að söguþræðinum. Þetta var Fame, sem nú er komin á tjald- ið I Gamla biói, ög séu þessar tvær myndir bornar saman, verður að segjast að Parker, höfundur Fame, tekst ætlunar- verk sitt betur en meistara Alt- man Grunntónn þessara tveggja mynda er öðrum þræði að segja ekki ólikur, þvi að i þeim báðum er öðrum þræði verið að fjalla .um togstreituna milli hins ag- aða og akademiska lista- uppeldis og hinnar óheftu tján- ingar rokkkúltúrsins. Fame gerist i menntaskóla eða öllu heidur eins konar listaskóla á menntaskóiastigi, þar sem unn- ið er kappsamlega að þvi að búa til tUlkandi listamenn á sviði leiklistar, söngs, dans og tón- listar. Ahorfandinn fylgist með nokkrum nemum frá þvi að þeir innritast og þar til þeir útskrif- ast fjórum árum siðar. Allan Parker tekst langbest upp i fyrsta hlutanum, þegar hann er að lýsa baráttu nem- anna við innritunarprófin Þessi kafli er oft á tiðum drepfyndinn og Parker vixlklippir ótt og titt millihinna ýmsu deilda skólans, þannig að myndin fær á sig næstum heimildarlegt yfir- bragð. En eftir þvi sem hann beinir sjónum okkar nánar að einstökum nemum sem smám saman þokast fram sem aðal- persónur myndarinnar, er eins og honum skriki fótur, og mynd- in þróast i lokin út i hálf velgju- legt mellódrama. Aðferðin sem Parker beitir viö framvindu sögunnar er þannig i senn frumleg og skemmtileg en Urvinnslu hans þegar á liður er á hinn bóginn ábótavant MUsikatriði mynd- arinnar eiga það flest sam- merkt að vera sérlega vel unnin og falla aigjörlega inn i sögu- þráðinn sem hluti hans, full af iðandi lifsorku og krafti, eins og vera ber þar sem ungt fólk á i hlut. Og þetta er áreiðanlega mynd sem á eftir að falla vel i kramið hjá unga fólkinu hér á Fróni — BVS Fame — iðandi af fjöri og lifsorku en úrvinnslan mætíi vera betri

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.