Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 29. maí, 1981 —tlQlQSrpOSÝUrÍnrL— ís/enskar jazzp/ötur: Viðar kominn, Bob og Orms/ev eru á /eiðinni vegar léttur ljúflingsdjass þar sem Litla jazzbandið leikur. . Það er breski útsetjarinn Bob Leaper sem ofið hefur strengja- tjöldin að baki málmþyts Viðars og þykja mér verkin heldur leið nema gamli slagarinn hans Walter Donaldssons: Making Woopiee. Þar þenur Viðar túb- una léttilega og má með sanni segja að öll leiki gjöllin létt við varir hans. Litla jazzbandið er skipað valinkunnum sómamönnum: Guðmundunum (Ingólfssyni & Steingrimssyni), Árna Scheving auk Viðars. t Lansalaginu Be My Love og Wondersöngnum For Once In My Life eru trompetinn og flýgilhornið held- ur gjallandi fyrir minn hatt, en það er oft kraftur i blástrinum þó að heitar blási Viðar oft á djasskvöldum. Vala eftir Viðar er ljúft lag (með armstrongskri Someday ivitnun) og þar er takkatrombónan á lofti, siðan er skipt yfir á valdhornið og oft hefur Three yljað djassgeggjur- um og gerir enn. Sjóvinu lýkur á Misty Errolls Garners og er Ingólfsson þar á slóðum John Lewis frekar en höfundar. Ryþminn er dálitið daufur og sólóarnir kraftlitlir á stundum miðað við það sem við eigum að venjast frá hendi þessara djass- leikara in person, en platan er ljúf og rennur létt. Hljóðritanir Ormslevs óskast Jazzvakning er á fullu i plötu- útgáfunni og um mánaðamótin ágúst-september kemur út plat- an með Bob Magnússyni, Viðari Alfreðssyni, Rúnari Georgs- syni, Guðmundi Ingólfssyni og Guðmundi Steingrimssyni, sem Viðar spilar... Það ber að fagna hverri is- lenskri hljómplötu þar sem á Fyrir nokkru gaf sá ágæti málmblásari Viðar Alfreðsson út eina slika og hafi hann þökk fyrir framtakið. Efnið er tvi- IL . : ÆV,. ' i Sýning Hafsteins á Kjarvalsstöðum: Besta m.a. i umsögn sinni. sýning hans sem ég hef augum bariö, segir Halldór Björn Jazz Viöar Alfreös — ljúf plata og rennur létt eftir Vernharð Linnet má finna djass. Þær eru ekki margar fyrir og fáar bætast i hópinn. skipt, annarsvegar skrautsýn- ing i fjórum þáttum fyrir strengi og málmblástur, hins- Hafsteinn Austmann á Kjarvalsstöðum ár síöan Hafsteinn hélt sina fyrstu einkasýningu, I Lista- Vestursalur K jarvalsstaða skartar nú málverkum eftir Hafstein Austmann. Oliumál- verk eru 48 að tölu, en vatnslita- myndirnar 32. Þaö eru liðin 25 mannaskálanum 1956. Slöan hefur hann sýnt jafnt og þétt og er þetta 11. einkasýning hans. Þá hefur Hafsteinn tekið þátt i fjölmörgum samsýningum, einkum á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu. Má nefna sem dæmi, þrjár sýningar i Paris, „Salon de Réalités Nouvelles”, 1955 og „Biennale de Paris”, 1961 og 1963,1 Stokk- hólmi, „Hásselby slot”, 1965 og „Edínburghs festival”, 1967. A árunum 1968-69, vann Hafsteinn með htípi danskra málara frá Arósum og sýndu þeir vitt og breitt um Danmörku. Myndir hans prýða söfn, beggja vegna Gunnar Ormslev — lýst eftir hljóöritunum með Ieik hans margir hafa beðið eftir. Hún var hljóðrituð á Hótel Sögu i september 1980 og eru á henni fimm verk. Þegar Gunnar Ormslev féll frá fóru vinir hans og aðdáendur fljótt að velta fyrir sér að reisa honum og islenskum djassi bautastein og gefa út hljóm- plötu, sem hefði að geyma bestu verk hans sem varðveist hafa hljóðrituð. Plata þessi yrði um leið yfirlit yfir islenska djass- sögu, þvi fátt er til hljóðritað af íslandsdjassi sem gjaldgengt er, þarsem Gunnar Ormslev blæs ekki i saxafóninn. Innan Jazzvakningar hefur þegar verið unnið mikið undir- búningsstarf til þess að af þessu megiverða og viða leitaðfanga, i Danmörku, Sviþjóð, Bandá- rikjunum og Sovétrikjunum. Mestur hluti fjársjóðsins hlýtur þó að ieynast hér heima. Þvi vil ég skora á alla þá sem hafa und- ir höndum hljóðritanir með Gunnari Ormslev að hafa sam- band við undirritaðan simleiðis (Vernharður Linnet, simi: 91-71719) eða skrifa til: Jazz- vakningar, pósthólfi 31, 121 Reykjavik. Takist að safna öllu þvi sem til er með Gunnari Ormslev, er vist að með útgáf- unni verður minningu þessa stórmeistara Islandsdjassins sýndur sá sómi sem vert er. hafs. Hafsteinn Austmann hefur gegnum feril sinn, ávallt málað i svipuðum anda. Eins og hann hefur sjálfur bent á, er þróunin hæg. En hún er engu að siður markviss, þótt engin stórstökk finnist i verkum hans. Hafsteinn er og hefur verið undir sterkum áhrifum frá Parisar-skólanum, eins og sá skóli þróaðist eftir lok styrjaldarinnar. Sú helför varð franskri list mikil blóðtaka. Segja má að áhrifamestu lista- main millistriðsáranna, hafi flestirflúið vestur um haf.Eftir sátu einungis þeir sem voru of lasburða til að flýja (Matisse), eða voru of stór biti fyrir fas- ismann að kyngja (Picasso, Braque). Það var þvi ljóst eftir strið, að orðin voru pólskipti i listaheiminum. Þrátt fyrir ágæt tilþrif, tókst mönnum á borð við Estéve, Bazaine og Manessier, ekki að snUa hjólinu, Paris i hag. Vestur i New York, voru Gorky, Pollock og de Kooning, hinar vaxandi stjörnur sem yngri kynslóðin mændi upp til. Þó hélt Parisar-skólinn undir gunnfána Kandinskys og Magnellis og kenndi sig við „Realités Nouvelles” (nýtt raunsæi), áfram að hafa viötæk áhrif i Evrtípu. Segja má að hér á landi, hafi þessara áhrifa gætt langt fram á 7. áratuginn. Hafsteinn er nU, einhver ómengaðasti fulltrUi þessarar stefnu hérlendis, en benda má á, að flestir islenskir abstrakt- málarar eru miklu nær þessum sktíla en hinum ameríska. Yfir- bragðið er ljtíðrænt, oft bundið við náttUrustemmningar eða mystiskar hugmyndir og mál- verkin eru minni og fágaöri en myndirBandarÍkjamannanna. 1 Ameriku spurðu menn að leiks- lokum, en IEvrópu var allt yfir- vegað og uppbyggingin hugsuð „a priori”. Þvi miður hef ég ekki haft tækifæri til að sjá 3 siðustu einkasýningar Hafsteins. Hitter öruggt, að þetta er besta sýning hans sem ég hef augum barið. Kannski hafa formin ekki breyst svo mikiö, en aðferðirnar eru greinilega ferskari og festu- meiri. Relief-effektar fara þverrandi og I staðinn gætir meira öryggis I litavali og formum. Þótthvergi deyfi þetta ljóðrænt inntak myndanna, gerir þetta þær ákveðnari að öllu leyti. Skreytigildi mynd- anna er þviminna en áður, en sá var helsti ljtíður á fyrri verkum Hafsteins. Mér er ekki örgrannt um að þessi vænlega þróun eigi rætur sfnar að rekja til heilla- vænlegra áhrifa Þorvaldar og Karls Kvaran. Þessi orð min má ekki skilja svo, að ég telji þessi áhrif afger- andi. Til þess er Hafsteinn Aust- mann of persónulegur og sjálf- stæður málari. En þau skerpa uppbyggingu hans og litaval, án þess að skerða nokkuð hið ljóð- ræna yfirbragð. Þannig verða bestu oliumálverkin m jög sann- færandi, s.s. „Vetrarkvöld” (nr. 11), „Málverk” (nr. 8), „Vals” (nr. 23) og „Krabbi” (nr. 45). Þó er eftir að telja, „rjtíma” þessarar sýningar: Vatnslita- myndirnar (nr. 49-80). 1 þeim er að finna m argan lykil að frekari útfærslu i oliu, þótt umfram allt séu þetta algerlega sjálfstæðar myndir. Hér sér maður betur en nokkurs staöar i öðrum verkum hans, „málarann” Hafstein Austmann. Sem heild eru þessar myndir, mjög frjálslega málaðar. Þaðgetur reynst erfitt að benda á einstakar myndir sem skara framUr. Þó eru myndir á borþ viö „Ljósbrot á vatni” (49), „Flug” (58), ,,Skýjaslæður” (65), en einkum þó „Kvöld” (73), sem telja verður fremstar meðal jafn- ingja. Það væri óneitanlega gaman, ef Hafsteinn tæki frekára miö af þessum smáu en góðu myndum og notaöi jafn frjálsa og óbeisl- aða tækni I stærri verkum sinum. En kannski er það ein- mitt það sem þegar er tekið að gerjast á vinnustofu Hafsteins Austmanns. Alla vega hefur maður á tilfinningunni, að nýjar hugmyndirséu farnar að gerast nokkuð áleitnar á þessari ágætu sýningu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.