Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 20
20 Fostudagur 29. maí, mi-he/gsrpósturinrL. Islenskar jazzplötur: Viðar kominn, Bob og Ormslev eru á leiðinni Viðar spilar... Það ber að fagna hverri is- lenskri hljómplötu þar sem á Fyrir nokkru gaf sá ágæti málmblásari Viðar Alfreðsson út eina slika og hafi hann þökk fyrir framtakið. Efnið er tvi- Jazz eftir Vernharð Linnet má finna djass. Þær eru ekki margar fyrir og fáar bætast i hópinn. skipt, annarsvegar skrautsýn- ing i fjórum þáttum fyrir strengi og málmblástur, hins- Viðar Alfreðs — ljúf plata og rennur létt vegar léttur ljúflingsdjass þar sem Litla jazzbandið leikur. . Það er breski útsetjarinn Bob Leaper sem ofið hefur strengja- tjöldin að baki málmþyts Viðars og þykja mér verkin heldur leið nema gamli slagarinn hans Walter Donaldssons: Making Woopiee. Þar þenur Viðar túb- una léttilega og má með sanni segja að öll leiki gjöllin létt við varir hans. Litla jazzbandið er skipað valinkunnum sómamönnum: Guðmundunum (Ingólfssyni & Steingrimssyni), Árna Scheving auk Viðars. 1 Lansalaginu Be My Love og Wondersöngnum For Once In My Life eru trompetinn og flýgilhornið held- ur gjallandi fyrir minn hatt, en það er oft kraftur i blástrinum þó að heitar blási Viðar oft á djasskvöldum. Vala eftir Viðar er ljúft lag (með armstrongskri Someday ivitnun) og þar er takkatrombónan á lofti, siðan er skipt yfir á valdhornið og oft hefur Three yljað djassgeggjur- um og gerir enn. Sjóvinu lýkur á Misty Errolls Garners og er Ingólfsson þar á slóðum John Lewis frekar en höfundar. Ryþminn er dálitið daufur og sólóarnir kraftlitlir á stundum miðað við það sem við eigum að venjast frá hendi þessara djass- leikara in person, en platan er ljúf og rennur létt. Hljóðritanir Ormslevs óskast Jazzvakning er á fullu i plötu- útgáfunni og um mánaðamótin ágúst-september kemur út plat- an með Bob Magnússýni, Viðari Alfreðssyni, Rúnari Georgs- syni, Guðmundi Ingólfssyni og Guðmundi Steingrlmssyni, sem Gunnar Ormslev — lýst eftir hljóðritunum með Ieik hans. margir hafa beðið eftir. Hún var hljóðrituð á Hótel Sögu i september 1980 og eru á henni fimm verk. Þegar Gunnar Ormslev féll frá fóru vinir hans og aðdáendur fljótt að velta fyrir sér að reisa honum og islenskum djassi bautastein og gefa út hljóm- plötu, sem hefði að geyma bestu verk hans sem varðveist hafa hljóðrituð. Plata þessi yrði um leið yfirlit yfir islenska djass- sögu, þvi fátt er til hljóðritað af Islandsdjassi sem gjaldgengt er, þarsem Gunnar Ormslev blæs ekki i saxafóninn. Innan Jazzvakningar hefur þegar verið unnið mikið undir- búningsstarf til þess að af þessu megi verða og viða leitað fanga, i Danmörku, Sviþjóð, Banda- rikjunum og Sovétrikjunum. Mestur hluti fjársjóðsins hlýtur þó að leynast hér heima. Þvi vil ég skora á alla þá sem hafa und- ir höndum hljóðritanir með Gunnari Ormslev að hafa sam- band við undirritaðan símleiðis (Vernharður Linnet, simi: 91-71719) eða skrifa til: Jazz- vakningar, pósthólfi 31, 121 Reykjavik. Takist að safna öllu þvi sem til er með Gunnari Ormslev, er vist að með útgáf- unni verður minningu þessa stórmeistara Islandsdjassins sýndur sá sómi sem vert er. ¦ •<*%.' Sýning Hafsteins á Kjarvalsstöðum: Besta sýning hans sem ég hef augum bariö, segir Halldór Björn m.a. i umsögn sinni. Hafsteinn Austmann á Kjarvalsstöðum Þá hefur Hafsteinn tekið þátt I fjölmörgum samsýningum, einkum á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu. Má nefna sem dæmi, þrjár sýningar i Paris, „Salon de Réalités Nouvelles", 1955 og „Biennale de Paris", 1961 og 1963,1 Stokk- hólmi, „Hásselby slot", 1965 og „Edínburghs festival", 1967. A árunum 1968-69, vann Hafsteinn með hdpi danskra mdlara frá Arósum og sýndu þeir vitt og breitt um Danmörku. Myndir hans prýða söfn, beggja vegna Vestursalur Kjarvalsstaða skartar nii málverkum eftir ár síðan Hafsteinn hélt sina fyrstu einkasýningu, i Lista- Myndlist eftir Halldór Björn Runólfsson Hafstein Austmann. Oliumál- verk eru 48 aö tölu, en vatnslita- myndirnar 32. Það eru liðin 25 mannaskálanum 1956. Slðan hefur hann sýnt jafnt og þétt og er þetta 11. einkasýning hans. hafs. Hafsteinn Austmann hefur gegnum feril sinn, ávallt málað i svipuðum anda. Eins og hann hefur sjálfur bent á, er þróunin hæg. En hiin er engu að siður markviss, þótt engin stórstökk finnist Iverkum hans. Hafsteinn er og hefur verið undir sterkum áhrifum frá Parisar-skólanum, eins og sá sköli þróaðist eftir lok styrjaldarinnar. Sú helför varð franskri list mikil bltíðtaka. Segja má að áhrifamestu lista- menn millistrfðsáranna, hafi flestirfluið vestur um haf.Eftir sátu einungis þeir sem voru of lasburða til að flýja (Matisse), eða voru of stór biti fyrir fas- ismann að kyngja (Picasso, Braque). Það var þvi ljóst eftir stríð, að orðin voru pólskipti I listaheiminum. Þrátt fyrir ágæt tilþrif, tókst mönnum á borð við Estéve, Bazaine og Manessier, ekki að sniia hjólinu, Paris i hag. Vestur i New York, voru Gorky, Pollock og de Kooning, hinar vaxandi stjörnur sem yngri kynslóðin mændi upp til. Þó hélt Parlsar-skólinn undir gunnfána Kandinskys og Magnellis og kenndi sig við „Realités Nouvelles" (nytt raunsæi), dfram að hafa vlðtæk áhrif I Evrtípu. Segja má aft hér á landi, hafi þessara áhrifa gætt langt fram á 7. áratuginn. Hafsteinn er nil, einhver ómengaðasti fulltrúi þessarar stefnu hérlendis, en benda má á, að flestir islenskir abstrakt- málarar eru miklu nær þessum skdla en hinum ameríska. Yfir- bragðið er ljdðrænt, oft bundið vio náttiirustemmningar eða mystlskar hugmyndir og mál- verkin eru minni og fágaöri en myndirBandarfkjamannanna. I Ameriku spurðu menn að leiks- lokum, en I Evrópu var allt yfir- vegað og uppbyggingin hugsuð „a priori". Þvl miður hef ég ekki haft tækifærí til að sjá 3 siðustu einkasyningar Hafsteins. Hitter öruggt, að þetta er besta sýning hans sem ég hef augum barið. Kannski hafa formin ekki breyst svo mikið, en aðferðirnar eru greinilega ferskari og festu- meiri. Relief-effektar fara þverrandi og I staðinn gætir meira öryggis I litavali og formum. Þótthvergi deyfi þetta ljóðrænt inntak myndanna, gerir þetta þær ákveðnarr að öllu leyti. Skreytigildi mynd- anna erþvf minna enáöur, en sá var helsti ljdður á fyrri verkum Hafsteins. Mér er ekki örgrannt um að þessi vænlega þróun eigi rætur sinar að rekja til heilla- vænlegra áhrifa Þorvaldar og Karls Kvaran. Þessi orð mln má ekki skilja svo, að ég telji þessi áhrif afger- andi. Til þess er Hafsteinn Aust- mann of perstínulegur og sjálf- stæður málari. En þau skerpa uppbygginguhans og litaval, án þess að skerða nokkuð hiö ljóð- ræna yfirbragð. Þannig verða bestu ollumálverkin m jög sann- færandi, s.s. „Vetrarkvöld" (nr. 11), „Máiverk" (nr. 8), „Vals" (nr. 23) og „Krabbi" (nr. 45). Þó er eftir að telja, „rjdma" þessarar syningar: Vatnslita- myndirnar (nr. 49-80). í þeim er að finna margan lykilað frekari útfærslu I olfu, þtítt umfram allt scu þetta algerlega sjálfstæðar myndir. Hér sér maour betur en nokkurs staðar I öðrum verkum hans, „málarann" Hafstein Austmann. Sem heild eru þessar myndir, mjög frjálslega málaðar. Þaðgetur reynst erfitt að benda á einstakar myndir sem skara framúr. Þtí eru myndir á borð við „Ljösbrot á vatni" (49), „Flug" (58), .^kyjaslæður" (65), en einkum þtí „Kvöld" (73), sem telja verður fremstar meðal jafn- ingja. Það værí tíneitanlega gaman, ef Hafsteinn tæki frekára mið af þessum smáu en gtíðu myndum og notaði jafn frjálsa og óbeisl- aða tækni i stærri verkum sinum. En kannski er það ein- mitt það sem þegar er tekið að gerjast á vinnustofu Hafsteins Austmanns. Alla vega hefur maður á tilfinningunni, að nyjar hugmyndirséu farnar að gerast nokkuð áleitnar & þessari ágætu sýningu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.