Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 12
12
Ei&ur Gu&nason er i hópi þeirra
manna sem komist hafa næst þvi,
aö geta kallast sjónvarpsstjarna.
Ef á annaö borO er hægt aö tala
um sjónvarpsstjörnur á islandi,
þvi aö hvaö sem annars má segja
um þessa litlu þjóö, þá hefur hún
aidrei veriö sérlega ginnkeypt
fyrir stjörnudýrkun. En Eiöur
Guönason dregur ekki heldur
neina dul á aö hann hafi i upphafi
átt pólitlskan frama sinn sjón-
varpinu aö þakka aö töluveröu
leyti. Hann neitar því aö nokkru
sinni hafi hvarflaö aö honum aö
nota sjónvarpsfrægö sina mark-
visst I þeim tiigangi aö koma
sjálfum sér á þing. Framtíöar-
piön eru ekki hans stíll. Honum er
mun tamara aötala um tilviljanir
þegar lifshlaup hans ber á góma.
Tilviljanir sem eru kannski ekki
tilviljanir þegar allt kemur til
alis. Kannski huiin handieiösla
Það var á sinum tima af tilvilj-
un aö Eiður rakst á auglýsingu
um próf, sem gaf honum réttindi
sem löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýöandi, einmitt þegar
hann var oröinn afhuga lögfræöi-
námi. Þaö var einnig nánast til-
viljun aö hann þekkti mann, sem
átti innhiaup á Alþýðublaðinu og
gat útvegaö honum þar vinnu,
þegar áhugi hans á blaöa-
mennsku var aö glæðast. Og eftir
fimm ára streð á Alþýöublaðinu
var það fyrir hálfgeröa tilviljun
aö honum skolaöi inn á sjónvarpiö
I starf yfirþýöanda — þaðan sem
leiöin lá fljótlega yfir i fréttirnar
og til frægðar og frama.
En mesta tilviljunin I lifshlaupi
Eiös Guðnasonar, eins og raunar
sérhverrar lifandi veru, er auö-
vitaö upphafiö.
Hommi f (tsKu
„Ég er fæddur í Reykavík á
byltingarafmælinu 1939 og ólst
upp i Norðurmýrinni — á
Skeggjagötunni og þarna átti ég
heima þangað til ég fór sjálfur aö
búa. Þarna var gott aö eiga
heima”, ségir Eiður þegar viö
höfum komiö okkur fyrir á skrif-
stofu hans i Þórshamri.
„Ég er elstur þriggja systkina.
Pabbi dó þegar ég var rétt orðinn
átta ára. A þessum árum var ekki
um margt aö ræöa fyrir einstæöar
konur, sem ekki höföu neina
menntun, svo aö mamma brá á
það ráð aö taka kostgangara. Hún
seldi fæöi, námsmönnúm og
fleirum. Þarna voru oft 15—20
manns i mat, þó svo að Ibúöin
væri ekki stór, tvö herbergi, eld-
hús og forstofuherbergi.”
— Finnst þér þú sem barn hafa
búið viö þröngan kost?
„A vissan hátt geri ég mér betur
grein fyrir völdum fréttamanna,
nií en áður”.
„Nei.... ja, ég veit ekki hvað
skal segja. Móöir min var óskap-
lega dugleg og hún setti stolt sitt I
að viö þyrftum ekki aö vera ööru-
vísi en aðrir krakkar þarna i
Noröurmýrinni. Systir hennar
var hjá okkur á þessum árum og
hjálpaöi okkur mikiö. Svo vann
maöur meö skólanum alveg frá
þvl aö ég vár 12—13 ára gamall og
öll skólaárin siöan, en þaö fór
auövitaö mest til eigin þarfa og
dugði ekki til.”
Eiður horfir hugsi út um
gluggann og út á bilaplaniö þar
sem einhver samþingmaöur hans
á I brasi meö aö koma bil sfnum
út úr stæöi. Og heldur svo áfram:
„Já, þessar kringumstæöur i
uppvextinum hafa vafalaust
mótaö mina lifssýn, viöhorf min
til þjóöfélagsins. Þréttán eöa
fjórtán ára gamall var ég oröinn
kommúnisti, man ég. Þá var
maöur búinn að lesa Bréf til Láru
og Alþýöubókina og i kjölfariö
gleypti ég i mig allt sem til var
eftir þá Þórberg og Laxness. En
svo bráöi þetta nú fljótlega af
manni, kannski einkanlega eftir
aö Stalin gamli var afhjúpaður og
maöur gafst upp á þvi aö reyna að
verja þetta. En helviti reyndi
maöur þó lengi að streitast á
móti.”
Meö frísKu fólKi
Leiöin lá um Menntaskólann i
Reykjavik yfir i háskólann og á
Alþýöublaöiö, þar sem hann vann
jafnan meö námi, fram aö þvi aö
hann lauk BA-prófi I ensku. Siðan
tóku viö Alþýöublaösárin,
skemmtileg en erfiö á stundum og
aö þvi kom að hann söölaöi um yf-
ir á sjónvarpiö. Þar voru þá frjóir
timar og ferskir vindar blésu um
unga stofnun i mótun. Þar var
gaman aö lifa.
„Já. Ungt fólk, friskt fólk,
áhugasamt, ódrepandi duglegt,
vinnumórallinn frábær og um-
fram allt var þetta upp til hópa
gott fólk. Þaö sem kannski ein-
kenndi þennan tima aö þarna stóð
alltaf hver einasti mabur klár á
sinu, kunni sitt fag.
„Jú, mér sýnist þessi andi aö
miklu leyti horfinn, en ég veit
ekki af hverju. Það eru eflaust
margar ástæöur fyrir þvi. Það
eru á þessu ári 15 ár frá þvi aö
sjónvarpiö byrjaöi. Margir hafa
hætt á þessu timabili, en þó eru
margir þeirra, sem byrjuöu,
þarna ennþá. Ein ástæðan er
vafalaust aö þessari stofnun hef-
ur verið haldiö i fjárhagslegri
spennitreyju, sem hefur gert það
aö verkum að ekki hefur verið
hægt aö skapa þá starfsaðstöðu
sem ætti aö vera i stofnun sem
þessari. Einnig held ég að tækni-
legri yfirstjórn innan sjónvarps-
ins hafi veriö mislagöar hendur.
Þar hafa verið gerðar skyssur i
tækjavaliog kaupum og þess ekki
gætt aö hafa fullt samráö við
starfsmennina, sem eiga að vinna
með þessi tæki. Þetta brýtur
niöur móralinn. Nú, en þetta á sér
eflaust margar aðrar skýringar.
En mér finnst þaö tæplega eðli-
legt hversu illa sjónvarpinu hefur
haldist á fólki núna siðustu eitt til
tvö árin, og er ég þá ekki aö tala
um sjálfan mig I þvi sambandi.”
— En leið þin úr sjónvarpinu út
I pólitikina?
„Ég var I fréttunum i sjónvarp-
inu þangaö til ég tók þá ákvöröun
aö fara i prófkjör. Þegar að þvi
kom vildi svo heppilega til aö ég
fékk annab starf innan sjónvarps-
ins — I erlendu fræöslu- og
heimildamyndunum, og haföi
þannig engin afskipti af fréttun-
um eftir að ég haföi tekið þá
ákvöröun aö fara út i pólitikina.
Þaö var sennilega haustiö 1977 —
rétt fyrir verkfall opinberra
starfsmanna — að þaö var verið
aö ámálga þetta viö mig aö fara i
prófkjör. 1 fyrstu hló ég bara og
sagði þeim sem þetta oröuðu við
mig, aö þeir skyldu leita á önnur
mið. En þaö var haldið áfram að
ýta á mig og svo kom þetta verk-
fall. Ég haföi þá tima til aö hugsa
og ihuga máliö og eftir töluveröar
vangaveltur ákvaö ég aö láta slag
standa. Ég hef alltaf haft
pólitiskan áhuga og meöan ég var
á Alþýðublaðinu hafði ég litillega
starfaö innan flokksins. En eftir
aö ég réöst til sjónvarpsins, hjó ég
algjörlega á allt slikt og minnist
þess ekki aö mér hafi nokkru
sinni i starfi verið borin á brýn
pólitisk hlutdrægni.”
— Hefði kannski nánast veriö
sama hverjir heföu haft samband
viö þig og óskaö eftir þér I
framboð?
„Nei, þaö kom aldrei neitt
annaö til greina en Alþýöuflokk-
urinn I þingkosningum.”
rreKjuhundur
— En þegar þarna var komiö
Föstudagur 29. maí, 1981 hnloamÓ^turínn_hnlqarpn^ti /rinri Föstudagur 29: mai, 1981
Maöur er þá ekki bundinn
ákveönum staö, ekki flæktur inn i
héraöa- eöa hrepparig, eins og oft
gætir nú, og getur þess vegna ef
til vill betur en ella horft á hags-
muni kjördæmisins sem heildar.
A sama hátt veröa þingmenn,
ættaöir úr kjördæmunum, aö
Laus viO hrepparíg
— En hvernig hefur
Reykvikingurinn Eiöur Guönason
dugað Vesturlandskjördæmi. Og
meðal annarra oröa — hvaö viss-
iröu raunverulega um kjördæmiö
þitt þegar þú bauðst þig fyrst
fram?
„Þú veröur aö spyrja aðra en
mig fyrstu spurningarinnar.
Hvað ég hafi þekkt til Vestur-
lands? Ég haföi ferðast um það
eins og hver annar, þekkti til
nokkurra staða og vissi aö þetta
er fallegasta kjördæmi landsins.
Ég átti þar engar rætur, það er
alveg rétt, en var þó ekki alveg
ókunnugur. Stundum er kannski
ekkert verra að vera utanaökom-
andi við slikar kringumstæður.
varstu oröinn „þekkt andlit”,
fastagestur á nánast hverju
heimili á landinu. Hvernig
tilfinning var þaö?
„Það var nú sannast sagna
hlutur sem ég hugsaði ekkert um,
en komst þó ekki hjá að finna og
um siðir var þetta farið aö fara
óskaplega i taugarnar á mér. Viö
hjónin hættum til dæmis algjör-
lega að fara á skemmtistaöi, þvi
að þar var aldrei friður. Fólk kom
og sagði ýmist: „Djöfuli var þetta
gott hjá þér”, eða „Þarna ertu
helvitis frekjuhundurinn þinn.”
Einu sinni vorum viö saman á
veitingastaö Pétur Guðfinnsson,
framkvæmdastjóri sjónvarps,
Emil Björnsson, dagskrárstjóri
frétta- og fræðsludeildar og Jón
Þórarinsson, dagskrárstjóri lista-
og skemmtideildar, og ég. Það
var töluvert renneri af fólki
kringum boröið okkar og þaö var
ViOtal: Björn Vígnír Sigurpálsson
eins og viö manninn mælt, aö allir
skömmuöu mig en enginn þá, þótt
þarna sætu hinir raunverulegu
ráðamenn sjónvarpsins. Þetta
segir sina sögu. En þetta voru
geysilega góð ár.”
— „Djöfuls frekjuhundur” var
borið upp á þig á skemmtistöðun-
um. Þú haföir orö á þér sem
býsna frekur spyrjandi Ertu
kannski frekur aö eðlisfari?
„Já, ég er áreiðanlega frekur og
eigingjarn lika, en ég veit ekki
hvort ég hafi veriö svo frekur
spyrjandi. Ég held frekar aö ég
hafi veriðágengur spyrjandi. Þaö
er nefnilega hægt aö vera nokkuð
ágengur svo lengi sem maður
gætir þess aö veröa ekki ókurteis.
Ég held lika aö sjónvarpiö hafi
gjörbreytt spurningatækni
Myndir: valdfs ÓsKarsdOHir
Alþýðuflokknum en öörum flokk-
um. Sigurinn 1978, var stórkost-
legur, — þá fóru saman óvenju
mörg hagfelld atriði Alþýöu-
flokknum. Okkur tókst ekki aö
nýta þennan stóra sigur sem
skyldi, sumpart var þaö okkur
sjálfum að kenna, en aö hluta
ómældri pólitlskri öfund og af-
brýðisemi hinna flokkanna.
Það var rétt ákvörðun að hætta
stjórnarsamstarfinu 1979. Það
var ónýt stjórn meðal annars
vegna pólitiskrar öfundar i garö
Alþýðuflokksins. Svo er þaö lika
min skoðun, að þaö sé ákaflega
erfitt að vinna með kommúnist-
Um. Það hefur engum tekist heilt
kjörtimabil.
Varöandi skoöanakannanir, þá
eru þær vissulega leiöbeinandi,
og gefa vísbendingar, en þaö er
ekki hægt að setja samasem
merki milli úrslita i skoöana-
könnun Dagblaösins, þegar
ekkert er vitaö um kosningar, og
þess hvernig menn munu greiöa
atkvæði, ef veriö væri aö kjósa.
Slikt er út i hött.”
— I hlutverki fréttamannsins
varstu gjarnan i hlutverki
gagnrýnandans og fréttamenn
beina einatt spjótum sinum að
kerfinu, eins og það er kallað. Nú
ertu orðinn partur af þessu sama
kerfi. Hvernig tilfinning er þaö?
„Ég held að maöur haldi áfram
aö gagnrýna þótt maður sé kom-
inn á þing, en sér auövitað hlutina
frá dálitib ööru sjónarmiöi. En ég
er ekki orðinn samdauna neinu
kerfi og verö vonandi aldrei.”
Enginn varóhundur
— En nú situröu t.d. i útvarps-
ráði sem starfsmenn rikisfjöl-
miðlanna hafa löngum haft illan
bifur á?
„Ég lit ekki á mig sem neinn
varðhund kerfisins þar. Auövitað
greinir menn á um hvort eitthvaö
fari þar miður eöa ekki eins og
annars staöar. Ég held aö út-
varpsráð verði ekki sakaö um
óeðlileg afskipti af Rikisútvarp-
inu. Fréttastofurnar veröa t.d. aö
una þvi að vera gagnrýndar ef
þær gera sig seka um vinnubrögð
sem ekki eru nægilega góö. Og
það er aldeilis fáránlegt að halda
þvi fram að gagnrýni sem sett er
fram eftir á, eigi eitthvaö skylt
við ritskoðun. Það er ekki rit-
skoðun heldur gagnrýni á vinnu-
brögð ritstjórnar. Ef hægt væri aö
sýna fram á aö útvarpsráö hefði
einhvern tima reynt aö hafa áhrif
á fréttir eða dagskrá áður en út-
sending fer fram, þá mætti hins
vegar kalla þaö ritskoðun. Og
skárra væri þaö ef fréttastof-
urnar geröu aldrei neitt sem
orkaði tvimælis. Þær geta þess
tr árcioanicga irckur og clglng arn
EiOnr Guonason alpingismaour f HeigarpOstsviOtaii
islenskra fréttamanna og þaö hafi
gert allir fréttamennirnir sem
voru hjá sjónvarpinu á þessum
fyrstu árum. Meö þvi lagðist
algjörlega af sá háttur, aö þeir,
sem voru komnir til aö svara,
væru þeir sem ákvæöu spurn-
ingarnar, sem bornar voru
upp viö þá.
Viö leituöumst við aö spyrja
þeirra spurninga, sem viö héldum
aö fólk vildi fá svör viö. 1 rauninni
eru öll viötöl i sjónvarpi gervi-
viötöl. Þau eru stutt og þarna er
sviðsett samtal tveggja manna
fyrir þriöja mann. Þaö tekur tölu-
verðan tima að ná valdi á þvi aö
spyrja i sjónvarpsviötali. Þar er
helsti vandinn aö hlusta, heyra
hvert einasta orö sem viömælandi
þinn segir og vera viðbúinn aö
koma meö næstu spurningu en
vera jafnframt tilbúinn að skjóta
inn nýrri spurningu, ef
viðmælandinn segir eitthvaö sem
gefur tilefni til sliks. Og þab
tekur langan tima aö gera sér
grein fyrir hvaö timanum liöur i
sjónvarpsviðtali, að átta sig á þvi
hvenær nóg er komið.”
SjónvarpsslráKur
úr KeyKjavíK
— Nú hefur áreiðanlega verið
boriö upp á þig, aö þú hafir hlotiö
framann I pólitikinni út á sjón-
varpsandlitið. Hvernig hefur þú
svaraö sliku?
„Jú, þaö er áreiöanlega rétt að
einhverju leyti. Hins vegar má
allt eins segja, aö hefði ég verið
lltils-eða einskisnýtur sjónvarps-
maöur, þá heföi það dugaö mér
litiö. Jú,jú. Ég fékk aö heyra
þetta mjög á framboðsfundum
1978. Það var til dæmis ágætis
prestsfrú að norðan sem kallaöi
mig aldrei annaö en „sjónvarps-
strákinn úr Reykjavik”. En
auövitaö kom þaö mér aö notum,
aö allir þekktu mig. Mér dettur
ekki I hug aö neita þvi. Þaö er
auövitaö geysilegur plús aö þurfa
ekki aö byrja á þvi aö kynna sig.
En maöur lifir ekki lengi á sliku.
Enn fæ ég þó stöku sinnum að
heyra það. Hinsvegar var ekki
minnst einu oröi á þennan upp-
runa minn i kosningabaráttunni
1979. Þaö svarar kannski best
spurningunni um þaö hversu gott
veganesti þessi bakgrunnur minn
er.”
— En nú ertu sem sagt kominn
hinum megin viö boröiö. Hvernig
lituröu þá á gömlu starfsgreinina
þina?
„A vissan hátt geri ég mér bet-
ur grein fyrir völdum frétta-
manna nú, en áöur. í þessu starfi
reyndi ég alltaf aö halda fram
jöfnunarsjónarmiöum og sjá til
þess aö mönnum og málefnum
væri gert jafnhátt undir höföi.
Yfirleitt sýnist mér að báðum
rikisfjölmiðlunum takist þetta I
aðalatriðum og margt er þar vel
gert, þótt stundum verði mis-
brestur á eins og gengur. Hjá
Sjónvarpinu settum við okkur
Hka strax i upphafi þá starfs-
reglu, að ekki færi saman pólitisk
afskipti og fréttamennska. Þessi
regla gildir enn inni sjónvarpi.
Hún hefur ekki gilt i sama mæli
hjá fréttastofu útvarpsins og þaö
er slæmt vegna þess að þetta
grefur undan trausti manna á
einstökum fréttamönnum og þá
fréttastofunni I heild. Mér finnst
til dæmis alls ekki geta farið
saman að vera formaöur i
flokkspólitísku félagi og frétta-
maöur hjá islenska útvarpinu.”
— En hvernig hefur þér þótt
fréttamennskan duga þér i störf-
um þinum á þingi?
„Ég held, aö þetta sé allt eins
góöur eða betri undirbún-
ingur en margt annað. 1 fyrsta
lagi hefur veriö sagt aö frétta-
menn þurfi að vita sitt litiö
af hverju um alla skap-
aða hluti. Viö okkar aöstæður
hefur ekki gefist mikiö tækifæri
til sérhæfingar, svo að frétta-
menn þurfa aö hafa nasasjón af
ákaflega mörgu. Ef menn svo
læra eitthvaö i blaðamennsku á
annaö borö, þá læra þeir að
greina aöalatriðin frá aukaatr-
iðum. Það er út af fyrir sig gott
veganesti inn á þing, þar sem gott
er að vera fljótur aö sjá hvaö
skiptir máli og hvaö ekki. 1 þriðja
lagi eru fréttamenn alltaf aö um-
gangast ólika einstaklinga. Þeir
þurfa aö hafa mikil samskipti við
almenning. Sama daginn liggur
kannski fyrir aö ræöa viö ein-
hvern ráöherrann, en hinn næsta
viö einhvern sem vinnur höröum
höndum, sjómann eöa bónda og
þetta er llka mikill skóli. Ég held
þess vegna aö fréttamennskan sé
betri undirbúningur en margt
annaö. Hún er þó engan veginn
einhlft. Mestu máli skiptir hvað
spunnið er i manninn sjálfan.”
—• En voru þaö mikil viöbrigöi
fyrir þig aö koma inn á þing?
„Það tekur mig jafnan tölu-
veröan tima að laga mig að
nýjum aöstæbum og siðum.
Maöur söölar ekki um á einni
sekúndu. Ég þarf amk. vissa
aölögun.
Hvaö hafi komiö mér mest á
óvart? Kannski þaö sé hversu
innan þingsins er þrátt fyrir allt
góö samvinna þegar leysa þarf
mál og koma þeim fram, þótt
menn hafi mismunandi skoðanir.
Ég kynntist þessu vel þegar ég
lenti fyrir eina af þessum
pólitisku tilviljunum i þvi að vera
i fjárveitinganefnd og formaöur
hennar. Auðvitaö greindi okkur
þar á, en þaö sem einkenndi þó
störf nefndarinnar var samkomu-
lagsviljinn. Þótt menn deili hér
hart I ræðustól, þá ristir þaö ekki
alltaf djúpt, en staðreyndin er sú
að i nefndunum reyna menn aö
vinna saman, greiða úr málunum
og ganga frá afgreiöslu þeirra.
Vonbrigöi min meö störf þings-
ins eru kannski fyrst og fremst
þau hversu mál hér ganga seint
fyrir sig. Núna i ár er þetta
þannig að óafgreidd mál nema
tugum ef ekki hundruöum og
þeim er öllum ýtt til hliöar siöustu
daga meöan rikisstjórnin dembir
inn stjórnarmáíum sem hún vill
fá afgreidd fyrir þinglok. Ég er
orðinn sannfærður um það, aö
Alþingi á aö sitja töluvert lengur
frameftir sumri, en þaö gerir nú,
og byrja eitthvaö fyrr til aö koma
sæmilegu lagi á störf þingsins.
Auövitað þurfa þingmenn aö fá
tima til aö fara i kjördæmi sin, en
þetta ætti ekki aö koma i veg fyrir
slíkt.
flytjast búferlum til Reykjavikur
vegna þess aö hér fara störf
þingsins nú einu sinni fram og hér
eru þeir bundnir meirihluta
ársins. Svo þaö gerir varla gæfu-
muninn. Nú, sumir þingmenn,
reykviskir að uppruna, flytja
lögheimili sitt út á land, þegar
þeir hafa náðkjöri, þótt þeir .haldi
áfram heimili sitt hér fyrir
sunnan. Mér hefur alltaf þótt þaö
meiriog minni skripaleikur. Ekki
þar fyrir aö það var svo sem sagt
viö mig eftir aö ég var kominn á
þing: Nú flystu hingað og átt hér
heima. Ég hafnaði þvi. Ég hef
alltaf búiö i Reykjavik.kona min
hefur hér atvinnu sina og hér
ganga börn min i skóla. Hvað gef-
ur mér rétt til þess aö rifa þau
upp og flytjast búferlaflutningum
allt út af þvi að maður er kominn
á þing? Nei, hér eins og viöar
skiptir ekki meginmáli hvar þing-
maðurinn á heima heldur hverju
hann áorkar.”
— Nú komst þú inn i pólitikina
á töluveröum umbrotatimum i
sögu Alþýðuflokksins og islenskri
pólitik. Stórsigur 1978, stööugt
umsátursástand vinstri stjórnar-
innar, fylgistapiö 1979 og fallandi
gengi flokks þins nú samkvæmt
skoöanakönnunum. Hvernig
skýrir þú allt þetta eftir á?
„Þaö er nú gömul og ný saga,
að hamingjuhjólið snýst á ýmsa
vegu I pólitikinni. Þar skiptast á
skin og skúrir, ekki frekar hjá
vegna ekki veriö hafnar yfir
gagnrýni.”
— Þú ert ekki gamall maöur,
en kominn á þriðja vinnustaö þinn
á ekki lengri tima. Hefurðu
nokkuð hugleitt hvað þú ætlar aö
sitja hér lengi?
„Ég held aö það sé hverjum
manni nauðsynlegt aö skipta
nokkrum sinnum um starf. Ég get
þó varla talist hafa veriö mjög
reikull I rásinni — 5 ár á Alþýöu-
blaðinu óg 12 ár á sjónvarpinu.
Þegar ég hætti á sjónvarpinu var
svo komið að allar fréttir voru
hættar að koma mér úr jafnvægi.
Ég var búinn að ganga eiginlega i
gegnum allt og þegar maöur er
hættur að kippast við þegar mikil
tiðindi gerast, þá á maöur aö fara
að snúa sér aö einhverju öðru.
Þaö er ekkert fengið meö þvi aö
verða einhver eilifur augna-
karl I jafn kref jandi miöli og sjón-
varpinu — þaö var jafn gott fyrir
mig og áhorfendur aö þetta sam-
band okkar tæki enda,
Hvað þinginu viökemur þá er
ég á þvi aö menn eigi ekki að vera
hér lengur en 3—4 kjörtimabil.
Þaö þarf ab vera ákveðin festa og
viss endurnýjun á þingi. Og ef þaö
hefur ekki gerst aö þingmaöur
hefur komiö þvi i gegn á þingi á
10—15 árum, sem hann hefur til
málanna ab leggja, þá hefur hann
ekki mikib þangaö aö gera. Hitt
er svo annaö mál, aö menn um
13
fimmtugt eru ekkert sérlega út-
gengileg vara á almennum vinnu-
markaöi, jafnvel þótt þeir hafi
þingmannsferil aö baki. En það
er almennt vandamál.”
Forlagalpfl
— Svo þú ætlar þá að láta
tilviljunina ráöa næsta vinnustaö
þinum, eins og svo oft áöur?
„Kannski það.” Eiður brosir
viö. „Kannski er lika þaö sem við
köllum tilviljun alls ekki tilviljun,
heldur allt saman ákveðið fyrir
okkur.”
— Forlagatrúar?
„Hvers vegna ekki? Ætli þaö
séu ekki margir sem þekkja þá
tilfinningu, þegar þeir eru að taka
ákvöröun um eitthvaö sem þeim
finnst skipta miklu máli og hafa
kannski velkst lengi i vafa um, að
þá skyndilega kemur þaö augna-
blik aö þú veist aö þetta, sem þú
ert aö gera, er rétt. Þetta hefur
amk. ekki brugðist mér.”
— Hvernig er þá samspil for-
lagatrúarinnar og metnaðar-
girninnar? Dreymir þig ekki
eins og aöra um ráöherrastóla og
annaö i þeim dúr?
„Ég hef aldrei gert nein plön
fram I timann i þessum efnum.
Ég tek bara þvi sem aö höndum
ber. Ég er til dæmis ekkert viss
um aö ráöherrastólar færi manni
aukna hamingju. Nei, ég hef
aldrei gert neinar svona
áætlanir. Hlutirnar gerast bara af
sjálfu sér.”
— En pólitik er samt spurning
um völd.
„Jú, vist er hún spurning um
völd og þaö aö hafa áhrif. Og
manni sýnist svo sem á sumum
aö þau geti reynst svo sæt, völdin,
ab þeir séu tilbúnir aö teygja sig
ansi langt til aö viöhalda þeim.
Svo eflaust er þetta keppikefli. En
venjulegur óbreyttur þingmaöur
og þaö i stjórnarandstöðu — hann
er enginn stórkostlegur valdapóll.
En þaö má vel vera aö þessi
valdabarátta geti heltekiö menn,
eins og mér hefur nú stundum
sýnst. En ég hef engin plön I þessa
veru. Ég bara vinn min verk. Svo
leiöir timinn i ljós þaö sem
stenst.”
— En hvernig skyldi þá sjálfs-
lýsing Eiös Guönasonar hljóöa?
„Þaö má guð vita.... Slik sjálfs-
lýsing skiptir lika kannski
minnstu máli. Maöur getur nefnt
fáein lýsingarorö út i bláinn.
Þrjóskur. Tilfinningamaöur.
Langrækinn, ef mér finnst ómak-
lega að mér vegiö. En sáttfús alla
jafnan.
— Hamingjusamur maður, svo
spurt sé klassiskt?
„...óbreyttur þingmaöur og það I
st jórnarandstööu — hann er
enginn valdapóll”.
„Já, hvernig ætti ég aö geta
veriö annaö. Ég er vel giftur, viö
eigum þrjú heilbrigö börn. Ég er
viö góða heilsu. Ég get ekki veriö
annaö en sáttur við tilveruna. Ég
kom nýlega fram i Vikulokaþætt-
inum þegar viö útvarpsráösmenn
vorum kvaddir þangaö, og viö
vorum að velta þvi fyrir okkur
hvaða aldursskeið væri best. Mér
þótti aö það væri meö lífið eins og
árstiöirnar. Þær eru allar bestar
— i vissum skilningi. Þær hafa
allar upp á eitthvað stórkostlegt
að bjóöa. Ef maöur er hamingju-
samur sjálfur, finnst manni ekki
skipta máli hvaöa árstiö er. Sama
gildir um æviskeiðin I lifi manns.
Ég kviöi ekki þeim sem fram-
undan eru.”