Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Jóhann Heiðar Jóhannsson STARF: Læknir og forstöðumaöur Læknaþjónustunnar s/f FÆDDUR: 8. júli 1945 HEIMILI: Ásbúð 16, Garðabæ HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Elin Þórdis Björnsdóttir meinatæknir og eiga þau þrjú börn BIFREIÐ: Ford Fairmont '78 ÁHUGAMÁL: Heilsubótarskokk og lestur Fátt hefur vakift mciri athygli undanfarih, en kjarabarátta lækna á rikisspitulunum. Læknarnir eru ekki meö vcrkfallsréttog hafa þvígripiötil þeirra ráöa aðsegja störfum sinum lausum. Reiknaö er meö þvi, aö 60% lækna ríkisspítalanra veröi hættir störfum, nii um þessa helgi. Þessi kjarabarát ta er ólík öörum um margt annað en þetta. Samkvæmt læknalögum veröa læknar aö sinna nevðarþjónustu og i þvi skyni haf þeir sett i gang Læknaþjónustuna s/f og hyggjast sinna útkölí- um á spftölunum og fá greitt fyrir samkvæmt nýgeröum töxtum Læknaþjónusttinnar. Þessir taxtar eru i flestra augum svimandi háir. Rikisvaldiö hefur hvergi hnikaö i þessari harövitugu skák og ekki viljaö heyra á launahækkanir minnst. Kröfur lækna eru enn ekki fram komnar, en þeir vilja umtalsverðar launahækkanir. Þaö eitt er Ijóst. Jóhann Heiöar Jóhannsson hjá Læknaþjónustunni e<; i Yfirheyrslu. Standa læknar afskaplega illa fjárhagslega: „Nei, ekki segi ég það, en laun spitalalækna margra hverra eru á hinn bóginn mjög lág miðað við ýmsar aðrar stéttir”. Lág miðað við hvaöa „aðrar stéttir”? „Þá er ég að miða viö háskóla- menntaðar stéttir. Það þarf þó ekki endilega. Ég get t.a.m. vel miðað grunnlaun aðstoðarlækna við byrjunalaun blaðamanna i dag. Laun aöstoöarlækna eru rétt aðeins hærri, enda þótt þeir hafi sex, sjö ára háskólanám að baki, en i blaðamennskunni ekki krafist háskólaprófs”. Hver eru meöallaun lækna, þegar meö er talin aukavinnan, bakvaktirnar og aukasposlurnar? „Það hef ég ekki hugmynd um”. En er ekki staðreyndin sú, aö grunnlaun lækna, segja nákvæm- lega ékki neitt um raunveruleg laun þeirra? „Jú, grunnlaunin segja mikið. Það er aö visu rétt að mikil vinna getur gefið tekjur i aðra hönd fyrir lækna eins og aðra, en þegar ástandið er þannig, að ritarastarf hjá góðu fyrirtæki úti i bæ gefur betri tekjur en grunnlaun að- stoöarlækna, þá eru hlutföllin i ólagi”. Hve stórt hlutfall lækna hér á landi eru á byrjunarlaunum að- stoðarlækna, sem þér verður tið- rætt um? „Ég gæti imyndað mér að fjöld- inn væri i kringum 60—70. Flestir læknar eru aðstoðarlæknar i 2—5 ár og ef þeir ætla að auka við menntun sina, þá tekur sérnám fimm ár eftir þaö. Allt sérnám fer fram erlendis og þá eru menn á lágum launum. Yfirleitt koma læknar heim úr sérnámi meö skuldir á bakinu. Læknar eru að öllu jöfnu ekki orönir sérfræöingar fyrr en þetta 34—36 ára”. Þú segiriækna vinna mikið. Nú er sagt, aö tekjur þeirra liggi m.a. mikiö i bakvöktum svo- kölluöum, þar sem þeir geta sofiö heima hjá sér á ágætum launum. Einnig séu sumar aukavaktirnar þannig, aö læknar geti hvílst i friöi, þótt oft komi toppar. Þetta séu þvi á stundum auðteknir pen- ingar og ekki sambærilegt vinnu- álag og hjá ýmsum öörum sem vinna mikla yfirvinnu. Hvað viltu segja um svona staðhæfingar? „Þetta er af og frá. Það er rétt, að flestir sjúkrahúslæknar eins og margar aðrar stéttir eru á gæslu- vaktakaupi, þar sem timakaup er þriðjungur af dagvinnulaunum— Þá þurfa þeir aö vera til staðar við slmann og mega búast viö út- kalli hvenær sem er. Yfirvinnu- kaupið fyrir vinnu sem fer fram á spitalanum er 50% hærra en dag- vinnan og læknar vinna fyrir kaupinu sinu, menn þurfa ekki aö efast um það. Iönaöarmenn t.d. sem skiluöu jafnmikilli yfirvinnu og læknar, myndu bera langtum meira úr býtum peningalega”. Þú ert sem sé að segja, að þið læknar séuð jafnilla ef ekki verr launaðir, en hinn almenni verka- maður? „Ja, það voru birtar fróðlegar tölur um meðallaun verkamanna i einhverju dagblaði fyrir nokkr- um vikum um leið og verið var að birta launatölur sjúkrahúslækna. Þar kom fram að meðallaun verkamanna væru i kringum milljón gamlar krónur á mánuði. Grunnlaun aðstoðarlækna eru 750 þúsund gamlar krónur”. Þið hafið sem sé lægri laun en verkamenn að þinu áliti? „Almennt eru læknar betur settir en læknar eru ekki allir há- launamenn, eins og fólk virðist almennt halda. Það eru auðvitað til læknar, sem hafa há laun, en það eru læknar meö einkapraxis og eigin atvinnurekstur og skammta sjálfum sér laun, eins og hver annar atvinnurekandi gerir”. Þú segir lækna almennt vera i lægri launakanti. Þaö verður þó ekki séð að læknar — flestir hverjir — þurfi að halda i við sig, hvað neysluna og lifstil varðar? „Það getur verið rétt, að læknar hafi haft það ágætt hér áður fyrr, t.d. eins og eftir samn- ingana ’67, en þetta er liðin tið. Læknar i dag, lifa ekki betur né hærra en aðrir þjóðfélags- þegnar”. Hvað réttlætir það, að þið hafið það betra en aðrir þjóðfélags- þegnar? „Læknar hafa lagt á sig langt og erfitt nám og eiga að bera meira úr býtum á þeim forsend- um. Það er raunverulega fors- enda fyrir framförum i hvaða grein sem er aö þeir beri meira úr býtum sem leggja meira á sig”. Nú hefur kjaradómur fyrir fáum mánuðum ákveðið laun ykkar sjúkrahúslækna og er það igildi kjarasamninga. Hvaö rekur ykkur út i þessa baráttu núna og fyrir hverju berjist þiö eiginlega? Þaö fær enginn að heyra kröfur ykkar? „Viö vorum mjög óánægöir liieö niðurstööur kjaradóms og kröfur okkar fyrir kjaradómi voru mun hærri, en niðurstaða dómsins var. Við bjuggumst við betri niðurstööum úr kjaradómi, en kom á daginn. Við fengum 6% launahækkun, en á svipuöum tima fengu flugmenn t.d. 12%. Kröfur læknafélagsins hafa ekki veriö birtar opinberlega, þar sem engar samningaviðræður hafa farið fram og rikisvaldið ekki svarað okkar málflutningi”. Hve mikla launahækkun telur þú sjálfur eðlilega? „Mér þætti 50% hækkun á grunnlaunum okkar vera eðli- leg”. Þú biður ekki um litið. Viitu að þessi hækkun launa gangi yfir lin- una hjá launþegum, eða aðeins að þið læknar verðið teknir út úr og hifðir svona hressilega upp? „Ég er ekki fylgjandi þeirri launajöfnunarstefnu, aö halda þeim efstu niðri”. Hvaöa „efstu" ertu aö tala um? Attu þá við eftir allt saman, að þið séuð hátekjustétt? „Við læknar höfum greinilega verið taldir hátekjumenn i gegn- um árin og ef til vill finnst fólki það ekkert óeðlilegt. Það hefur hins vegar veriö farið illa með okkar kröfur á siöasta áratug, sem hefur þýtt að við höfum dreg- ist mjög aftur úr launalega”. Hvað með baráttuaðferðir ykkar i þessari launadeilu. Þeim hefur verið líkt við fjárkúgun á hendur rikinu og almenningi i landinu, þar sem sjúklingarnir væru i hlutverki gisla. „Það virðist nauðsynlegt i allri pólitik, að gripa til slagorða, þegar rök þrýtur. Það hafa margir andstæðingar okkar gert upp á siðkastið. Við höfum engan verkfallsrétt og þvi er okkar ein- asta andsvar gagnvart órétt- mætri launapólitík, að segja upp störfum. Þaö hafa og flestir gert. Læknaþjónustan s.f. var siðan stofnuð, sem trygging fyrir þvi, að þjónusta yrði til reiöu, meðan þetta ástand varir. Ýmsir læknar, sem hafa hætt störfum, hafa haft á orði að flytjast til útlanda og fá betur launuð störf þar, en starf- ræksla Læknaþjónustunnar hefur haldið þeim heima, a.m.k. fyrst um sinn”. Er þetta ein hótunin og kúgunin til hjá læknum, að þeir fiýi land með sina sérþekkingu, ef launin verði ekki verulega hækkuð við þá? „Þetta er engin kúgun, heldur staöreynd. Ef menn fá ekki greidd sanngjörn laun fyrir vinnu sina, þá fara þeir annað”. En skulda læknar þjóöfélaginu ekki neitt? Er ekki eölile.^t aö is- lenskt þjóðfélag fái að njóta krafta þeirra I vissan árafjölda — eins konar þegnskylda á lækna, meðan þeir greiða islensku þjóð- inni aðstöðugjaldið meðan þeir voru i námi? „Læknar eru ekki i neinni skuld við þjóðfélagið, fremur en aðrar stéttir. Það eru meira að segja settar svona kvaðir á lækna. Kandidatar þurfa að vinna á sjúkrahúsi i eitt ár og i allt að 6 mánuði i héraði áður en þeir fá lækningaleyfi. Ég veit ekki til þess að neinni stétt hafi veriö meinað að fara utan til starfa, ef einstaklingar æskja þess”. Ef við imynduðurn okkur, að hér væri ekkert almannatrygg- ingakerfi, og sjúklingar þyrftu sjálfir að greiöa fyrir alla lækna- þjónustu. Gætir þú þá samvisku þinnar vegna rukkaö t.d. hafnar- verkamann um 420 krónur fyrir einnar klukkustundar þjónustu. Gætir þú þannig — samkvæmt taxta Læknaþjónustunnar — hreinsað af honum tveggja daga starfslaun hans á einum klukku- tima. „Það myndi ég ekki geta gert”. En þú getur heimtaö þetta af rikinu? „Þetta er einfaldlega útreikn- aður taxti, sem er ekkert frá- brugðinn öðrum töxtum sem not- aðir eru. Ég get hæglega bent á taxta, sem eru hærri en Lækna^ þjónustunnar”. 1 Gerðu það. „T.d. tannlæknar hér i borg- inni”. Eru þeirra ógnarháu taxtar ykkar viömiðun? Eru þeir nú þannig, að til fyrirmyndar sé? „Það er jú talað um að taxtar þeirra séu háir. Ég þekki þá ekki til hlitar en það má ekki gleyma þvi að vérið er að selja þekkingu og hæfni sem aflað hefur verið með löngu og dýru námi”. Ég vil enn og aftur spyrja þig hverjar launakröfur lækna eru i þessari deilu og fá skýr svör viö þvi hvers vegna þær liggja ekki frammi. „Við lögðum fram kröfur okkar gagnvart kjaradómi á sinum tima i vetur og rikið — okkar við- semjandi — veit um þær. Það er til litils að vera veifa þeim núna framan i rikið, sem hefur ekki einu sinni viljað tala við okkur. Það hafa verið haldnir þrir óformlegir fundir meb deiluaöil- um, siðan þetta byrjaði allt og þeir hafa allir hafist á þvi, að rikisvaldið lýsir þvi yfir að ekki verði samið við okkur”. En hvers vegna ekki birta al- þjóð kröfurnar? „Það er tilgangslaust að birta þær að svo komnu máli”. Ég fer fram á það sem skatt- greiðandi og þar meö einn launa- greiðandi ykkar lækna, að fá að sjá ykkar kröfur, þannig að ég og aðrir skattgreiðendur geti tekið efnislega afstöðu til þeirra. „Þú ert ekki löglega kjörinn fulltrúi skattgreiðenda til þess og ég er ekki rétti aðilinn meðal lækna til að greina frá þessum launakröfum”. Hvers vegna þessi viðkvæmni og feluleikur með kröfurnar? „Ætli menn hafi ekki talið taktiskt að setja þær fyrst fram við viðsemjendur okkar og kanna vilja þeirra. Það hefur aldrei tiðkast i samningaviðræðum að veifa kröfunum áður en talað er við viðsemjendur”. Hvað endist þið lengi i þessu þrefi? „Eins lengi og við þolum eða þar til viðunandi lausn fæst”. Er þetta verktakafyrirtæki — Læknaþjónustan s/f, hluti af bylt- ingu lækna á heilbrigðisþjónustu i landinu? Viljið þið komast undan hatti ríkisins? „Fjölmiðlar hafa verið að viðra slikar hugmyndir, en ég held að það þyrfti langan undirbúning, ef breyta ætti grundvelli heil- brigðisþjónustunnar þannig. Hitt er annað mál, að margs konar launakerfi eru i gangi hjá læknum i dag. Spitalalæknar fá sin föstu laun, á meðan aðrir, sem stunda einkapraxis, fá greitt fyrir ein- stök verk. Vel mætti koma visi að sliku fyrirkomulagi i gang á spitölunum. Það var m.a. sam- þykkt bókun i siðustu kjarasamn- ingum, að kanna þá hlið mála”. Þið spitalalæknar viljiö sem sagt komast i gullpott einka- praxisins? „Það er fullmikiö að tala um gullpott i þvi sambandi. Tekjur lækna i einkapraxis eru mjög mismunandi og fara eftir þeim verkum sem læknar fást við. Má ekki meta til kjara, þá að- stöðu sem rikið hefur borgað undir ykkur á spitölunum og • ýmsir sérfræðingar njóta jafn- framt i sinum einkapraxis? „Ég kannast ekki við slika að- stöðu, sem nýtt sé á þennan hátt”. Að lokum. Ef ég félli nú skyndi- lega i yfirlið hérna fyrir framan þig, mundir þú þá biöa eftir þvi að verkbeiðni kæmi frá yfirlækni, áður en þú kiktir á mig — óvæntan sjúkling? „Nei, ég myndi strax hlynna að þér. 1 fyrsta lagi ertu ekki sjúkl- ingur hér á spitalanum og i öðru lagi sinnum við neyðartilfellum skilyrðislaust. eftir Guömund Árna Stefánsson Læknar eru ekki í neinni skuld við þjóðfélagið Föstudagur 29. maí, 1981 —heJgarpósturinn_

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.