Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 13
13 —helgarpósturinn Föstudagur 14. ágúst 1981 Egill ólafsson Asgeir Óskarsson Þursaflokkurinn hyggst nú risa upp úr dvala undanfarinna mún- uða, leggja land undir fót og heimsækja hinar dreifðu byggðir landsins. Þar munu þeir efna tii hljómleika á ekki færri en 14 stöðum og m.a. kynna tónlist á væntaniegri hijómpiötu flokksins. „Já, það er rétt, lítið hefur farið fyrir Þursunum á siðustu mán- uðum,” sagði Tómas Tómasson einn Þursa. „Við höfum verið að bauka svona sitthvað, sinn I hverju horni, ég við upptöku- stjórn og Egill i kvikmyndaleik, svo eitthvað sé talið. Nú ætlum við hins vegar að taka upp plötu, en væru ekki lengur á islensku þjóðlagalinunni, eins og hér fyrr á timum. En er þetta langa hlé, sem Þursarnir hafa tekið sér á siðustu mánuðum, merki þess að uppgjöf og þreyta sé komin i hópinn? Tómas harðneitaði þvi. „Nei, það erenginþreytalkominiokkur, þótt við séum að visu ekki lengur neinir kornungir nýbylgju- popparar. Við höfum unnið svona i skorpum i gegnum tiðina, bæði til þess að fá sjálfir ekki leið á þvi sem við erum að gera og eins til að áheyrendur fái okkur i mátu- legum skömmtum.” Þursar á faraldsfæti: ,,Ekki kornungir nýbylg jupopparar’9 — en óþreyttir og hressir samt þráðinn á nýjan leik og byrja með þessari landreisu. Siðan er hug- myndin að vinna plötu i septem- ber. Við prufukeyrum efnið á þeirri plötu á þessum hljómleik- um.” Tómas sagði að Þursarnir væru nú meira á þeirri tónlistarlinunni, sem einkenndi þeirra siðustu Sem sé, engin uppgjöf hjá Þurs- unum, Agli Ólafssyni, Þórði Arnasyni, Asgeiri ólafssyni og Tómasi Tómassyni og þeir verða á faraldsfæti næstu vikurnar og i september fá siðan borgarbúar að ber ja þá augum og hlýða á tón- list þeirra. — GAS. Þórður Arnason Tómas M. Tómasson DANSBANDIÐ Diskótek interRent car rentai Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik TRyGGVABRAUT- M SK£:fAN 9 S.2I71S ÍJS15 S.3161S Mesla urvallö. besta þjónustan. Vlö utvegum yöur afslátt á bllaleigubilum erlendls. j i I MAÐURINN BAKVIÐ NAFNIÐ: Marteinn Geirsson heitir hann og er f vrirliði islenska landsiiðs- ins og Fram i fótboltanum. Allir þeir sem á annað borð fylgjast með islensku knattspyrnunni, kannast við Martein — hinn há- vaxna og yfirvegaða varnar- mann, sem síðustu 10 ár hefur verið einn helsti burðarás, lands- liðsins og sins féiagsliðs —Fram. Marteinn er brunavörður að at- vinnu, vinnur hjá Sl(8ikviliðinú I Reykjavik. Er þritugur að aldri, kvæntur Hugrúnu Pétursdóttur og tveggja barna faðir. ,,A 8 ára strák og 10 ára stelpu”, sagði hann, „og fjölskyldan auðvitað öll i Fram”. „Það gefst nú litill timi til ann- ars en vinnu og svo fþrótta”, svaraði Marteinn, þegar hann var spurðurum tómstundir. „Það fer gifurlegur ti'mi i iþróttirnar og ...og fjölskyldan er auðvitað öll i Fram. „Kom sótsvartur i leikinn beint úr brunanum”, segir Marteinn Geirsson fyrirliði Fram og landsliðsins æfinga- og keppnistimabilið stendur frá áramótum fram i október og þá flesta daga vik- unnar”. Að sögn Marteins tekur fjöl- skyldan virkan þátt i iþróttunum með honum, mætir á alla leiki og fylgist vel með gangi mála. „Já, það er mikið rætt um iþróttir á heimilinu”, sagði hann. — Hvert á svo að fara i sumar- leyfinu? ,,Ja, ég er nú i frii þessa dag- ana”, sagði Marteinn, ,,en ætli það verði fariö upp fyrir Elliðaár. Ég sé ekki að timi sé til þess, mikilvægir leikir hjá Fram fram- undan og landsleikir innan tiðar. Ætli ég skreppi ekki einfaldlega niður á Framvöll á æfingar i fri- inu”. Það segir sig náttúrlega sjálft, að böm Marteins eru á kafi i iþróttunum. „Strákurinn æfir, jú, fótbolta með Fram, en það er ekki vegna þess að ég sé að ota honum i þetta. Læt börnin sjálf ráða þessu. Hins vegar vaknar áhug- inn liklega, þar sem pabbinn er á kafi i þessu öllum stundum”. Sótsvartur og heitur í leiknum Eftir rýra eftirtekju ibyrjun ls- landsmóts, hafa Framarar heldur betur sótt I sig veðrið i sið- ustu leikjum tslandsmótsins, ekki tapað siðustu 10 leikjum, og eru nú við toppinn i deildinni. Einnig eru þeir i úrslitum i bikarkeppn- inni. „Við ætlum okkur sigur i báðum þessum mótum”, sagði Marteinn. „Það þýðir auðvitaö dckert annað en að hugsa hátt og stefna á toppinn. Til þess er nú leikurinn gerður". En hvernig fer það saman að vinna fullan vinnudag, sem brunavörður og stunda fótboltann meðfram (eöa er það öfugt)? Marteinn svaraöi þvi: „Þetta fer ágætlega saman. Vinnufélagar minir eru mjög skilningsrikir og þegar égþarf aö skreppa á æfingu eða i leik I vinnutima, þá eru alltaf einhverjir félagar minir til- búnir til að hiaupa i skarðið fyrir mig. Það hefur þó komið fyrir að þetta tvennt — vinnan og fótbolt- inn — hefur rekist á. Ég man t.d. eftir þvi, þegar stórbruninn var á Laugaveginum hjá Ludvik Storr, þá var leikur um kvöldið, en slökkvistarfi lauk ekki fyrr en nokkrum minútum áður en leikurinn átti að hefjast. Ég náði þó i tæka tið, eða um leið og leik urinn hófst. Hafði dkki tima til að hita upp eins og venjulega, en það kom kannski ekki að sök, þvi ég var sótsvartur og heitur mjög, eftir siagsmálin við eldinn þá skömmu áður”. sagði þessi geð- þekki iþróttamaður, Marteinn Geirsson að lokum. — GAS 1 Boröa- pantanir Sími86220 85660 Veitingahúsiö í GLÆSIBÆ Lítið meira Sér permanentherbergi Tímapantanir í síma 1-27-25 mest Rakarastofan Klapparstíg ÞÆR WONA' ÞÚSUNDUM! Kannski færðu Datsun Vertu Vísis-áskrifandi Sími 8-66-11 Datsun Cherry (verö 84.000 kr.) dreginn út 26. ágúst

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.