Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 20
20 Þórarinn Eldjárn Magnea Matt Stefán Höröur. Föstudagur 14. ágúst 1981 he/garpósturinn. Steinunn Jóhannesdóttir Ármann KR Þórarinn Eldjárn, Magnea og Stefán Hörður meðal höfunda hjá Iðunni í haust ,,Það cru ekki öll kurl komin til grafar. Við crum seinna a' ferð- inni en oft áður” sagði Jóhann Páll Valdimarsson, forleggjari hjá Iðunni, þegar Helgarpóstur- inn spurði hann um væntanlegar bækur hjá forlaginu. Jóhann Páll sagði, að titlafjöldi hjá Iðunni á þessu ári yrði kring- um 140, og eru þeir töluvert fleiri en i fyrra. Aðspurður um skipt- inguna milli frumsamdra inn- lendra bóka annars vegar og þýddra bóka hins vegar, sagði hann, að skiptingin væri nokkuð jöfn. Hér á eftir verður getið um helstu bækur, sem þegar hefur verið ákveðin útgáfa á og skal þá fyrstar nefna frumsamdar is- lenskar bækur. Það skal þó tekið fram, að þessi listi er ekki tæm- andi, þvf enn eru nokkrir lausir endar og verður getið um þá, þegar þar að kemur. Magnea J. Matthiasdóttir sendir frá sór þriðju skáldsögu sina og heitir hún Sætir strákar. Þarsegirfrá hópi ungs fólks, sem býr saman i kommúnu I Reykja- vik. Framhald verður á leikrita- útgáfu Iðunnar og veröur leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur Dans á rósumgefið út sama dag og það verður frumsýnt i Þjóðleikhúsinu ihaust. Þórarinn Eldjárn gefur út smásagnasafnið Ofsögum sagt, sem hefur að geyma tiu sögur. Stefán Hörður Grimsson sendir frá sér ljóðabók eftir langt hlé og heitir bókin Farvcgir. Þá gefur Asgeir Lárusson myndlistar- maður út sérkennilega bók, sem hann kallar Blátt áfram rautt, og eru það eins konar klippiljóð. Endurminningabækur eru jafnan nokkuð margar á hverju hausti og svo verður einnig i ár. Þar skal nefna endurminningar Guðmundu Eliasdóttur söngkonu, skráðar af Ingólfi Margeirssyni blaðamanni. Nefnist bókin Lífs- játning,stór bók, prýdd mörgum myndum. Þá koma ánnig út endurminningar Snorra Sigúf- sonar skálds. Þriðja bindi Mána- silfurs safn endurminninga i samantekt Gils Guðmundssonar. Inga Huld Hákonardóttir blaða- maður sendir frá sér viðtalsbók- ina HéLstu að lífiö væri svona? en þar eru viðtöl við verkakonur og mæöur á vinnumarkaðinum. Þjóðlegur fróðledkur fær sinn skerf. Seinna bindið af öldinni 16. sem nær yfir árin 1551—1600, i samantekt Jóns Helgasonar, kemur út, svo og bókin Af Jökul- daismönnum og fleira fólki eftir Þorkel B jörnsson. Nýjar islenskar barnabækur eru einnig fjölmargar. Þar má nefnanýja bók eftir Pál H. Jóns- son, sem tvivegis hefur unnið til barnabókaverðlauna Reykja- vikurborgar. Nýja bókin heitir Lambadrengur og er 'mynd- skreytt af Sigrid Valtingojer. Ið- unn hefur verið að endurútgefa Dórubækurnar eftir Ragnheiði Jónsdóttur og kemur 3. bókin, Dóra og Kári út i haust, mynd- skreytt af dótturdóttur Ragn- heiðar. Armann Kr. Einarsson sendir frá sér enn eina bókina, Himnarfki fauk ekki um koll, en hún ermyndskreyttaf Pétri Hall- dórssyni. Magnea frá Kleifum sendir frá sér bókina Kátt er i Krummavik, myndskreytta af Sigrúnu Eldjárn. Þá sendir Sigrún Eldjárn sjálf frá sér nýja bók, Eins og í sögu,þar sem hún gerirbæði myndirog texta. Þessi bók hefur að geyma sömu persónur og bókin Allt i plati.sem kom út i fyrra, en er þó ekki framhald hennar. Þá skal loks Any Trouble í framþróun Fyrir nokkrum vikum kom breska hljómsveitin Any Trouble hingað til lands og skemmti á nokkrum stöðum. Þvi miður urðu undirtektir al- mennings ekki nein hvatning þeim sem að hljómieikum þess- um stóöu, til þess aö halda á- fram innflutningi erlendra hljómsveita, þvi skammarlega fáir létu sjá sig á þeim stöðum sem hljómsveitin lék á, þ.e.a.s. ef Hótel Borg er undanskilin. Flestir þeirra sem Iétu sjá sig voru þó f rekar hressir með Any Trouble fannst þeir hressir og friskir og f alla staði betri en taginu. Hvorttveggja ágætis lög og það siöarnefnda hefði bara þótt ágætis vangalag fyrir svo sem tiu árum siðan, en þess- konar dans ti'ðkast vist ekki lengur. Seinni hliðin er svo nánast endurtekning á fyrri hliðinni, þ.e. þrjú fjörug lög og tvö róleg, bara ekki eins góð. Besta lagið mundi ég telja Power Cut. 1 heild er Wheels In Motion mikið stökk fram á við frá Where AreAllThe Nice Girls?, en eitthvað vantar þó ennþá. Út- setningar eru t.d. ekki nógu fjöl- breytilegarog verðurþvi platan Popp eftir Gunnlaug Sigfússon fyrsta plata þeirra Where Are AU The Nice Girls?, gaf til kynna. Þvi verður nefnilega ekki neitaö að hún er einhver allra ómerkilegastaplata sem Stiff Records hafa gefið út. Það var einnig ljóst þegar hlýttvar á hljómsveitina leika.að nýju lög- in voru mun betri en þau gömlu og að mestu laus við Elvis Costello-stimpillinn sem brenni- merkti fyrstu plötuna. Nú er svo komin plata með þessum nýjulögum, sem heitir Wheels In Motion. Viö hlustun hennar verður manni enn betur ljóst hversu mikið Any Trouble hefurfarið fram,þó óneitanlega vanti enn herslumuninn hjá þeim. Platan byrjar á þremur hressilegum poppuðum rokk- lögum, sem heita Trouble With Love, Open Fire, og As Lovers Do. 011 eru þau létt og gripandi, sérstaklega Open Fire. Lögin Walking In Chains og Dimming Of The Day eru svo af rólegra frekar mónótónisk þegar hlustað er á hana alla i einu, en Any Trouble er samt sem áður siður en svo verri popphljóm- sveit en margar aðrarog dettur mér þá t.d. Squeeze f hug. Jah Wobble, Jaki Liebezeit & Holger Czukay Jah Wobble var ekki búinn að spila lengi á bassa þegar vinur hans John Lydon fékk hann til liðs viö sig þegar hann stofnaði Public Image Ltd. árið 1978. Wobblenáði fljóttágætu valdi á hljóðfæri sinu og spilaði stórt hlutverk í heildarhljómi PIL. Hann hafði bara þann leiða „galla” að vilja skemmta fólki og leiddi það að lokum til þess að i fyrra var hann rekinn úr hljómsveitinni. Aður hafði hann sent frá sér sína fyrstu sóló- plötu. Ber hún nafnið Betrayal og er hin athyglisverðasta. Titillag hennar er t.d. með betri hvitu reggae lögum sem ég hef heyrt. Nú hefur Wobble sent frá sér sina fystu plötu frá þvi hann yfirgaf PIL og er hún fjögurra laga og 12” að stærð. 1 lið með sér hefur Wobble fengiö tvo fyrrum meðlimi þýsku hljóm- sveitarinnar Can, þá Jaki Lie- bezeit og Holger Czukay, sem lék á bassa með Can, en að þessu sinni leikur hann á gitar, pianó, orgel, franskt horn og á- sláttarhljóðfæri. Tónlistin sem þeir leika er á- kaflega furðulegt samkrull. Wobble hefur alltaf verið mikill reggae dýrkandi og allt sem hann hefur spilað hefur verið undir áhrifum þeirrar tónlistar. Czukay er aftur á móti af allt öðrum skóla, þvi hann var t.d. i læri hjá nútimatónskáldinu Karlheinz Stockhausen um tima. Það má svo segja aö tón- list á plötu þessari sé sambland af þessu hvorutveggja. Stund- um heppnast blanda þessi mjög vel, svo sem i laginu How Much Are They? Hin lögin standa þessu ekki langt að baki, þó óneitanlega hafi maöur það á tilfinningunni að menn þessir geti gert miklu betur og ég er lika handviss um að ef um á- framhaldandi samstarf verður að ræða, þá eigi þeir eftir að gera góða hluti i framtiðinni. sagt frá nýrri bék eftir Guðrúnu Helgadóttur. *Bók þessa, sem er fyrir yngstu lesendurna, hefur hún gert f samviimu við breska teiknarann Brian Pilkingtm, og er hún i fullumlitum. Bókin nefn- ist Ástarsaga af fjöllunum, og er eins konar nútima tröllasaga. Af þýddum bókum fyrir full- orðna skal nefna Sendiboða Churchills eftir Brian Garfield. Bókin, sem gerist i heimsstyrj- öldinni siðari, er gefin út sem skáldsaga, en höfundur hennar heldur þvi fram, að sögumaður- inn hafi verið raunveruleg per- sóna, sem unnið hafi fyrir Churchill. Dea Trier Mörch er orðinn árviss höfundur og heitir bók hennar Miðbærinn, mikið myndskreytt að vanda. Anna og Kristján heitir sænsk bók, sem vakti mikla athygli i heimalandi sinu í fyrra. Höfundur hennar er Ake Leijonshufud. Marilyn French á einnig nýja bók, Þó blæði hjarta sár. Þá skal lcics nefna endurminningar leikkon- unnar Lili Palmer, sem lesnar voru i útvarpið fyrr á þessu ári. Af þýddum barnabókum teljum við upp nýja bók eftir Ole Lund Kirkegaard, Otto nashyrningur, tvö ævintýri H.C. Andersen, sem myndskreytt eru af Ulf Löfgren. Þau eru Hans klaufi, og Svina- hriðirinn. Pönnukökur heitir bók eftir Asbjörnsen og Moe, og myndskreytt af teiknaranum Svend Otto S. Þá eru nýkomnar út sex bækur um Herramenn og verða fleiri fyrir jól. Loks skal getið tveggja myndasagna. Þær eru Fólk eftir bandariska teiknarann Peter Spier, sem fjallarum fólk um allan heim, og siðast en ekki sist, Max og Moritz eftir Wilhelm Busch, en þessar figúrur eru forverar hinna lands- frægu Knoll og Tott auk þess að vera með fyrstu teiknimyndasög- unum, sem komu út. Það er Kristján Eldjárn, sem hefur þýtt bókina i bundið mál. Unglingabækur eru lika all- nokkrar. Enn ein bókineftir hinn vinsæla Jan Terlouw kemur út og heitir hún Dulmálsbréfin. Annar hollenskur höfundur verður lika á ferðinni, Evert Hartmann, og heitir bók hans Einn i striði. Thormod Haugenheitir höfundur bókarinnar Náttfuglarnir og Neyðarkall Lúlia er eftir E.W. Hildick. Höfundur Félaga Jesú á eina bók. Heitir hún Synir þræl- anna en hann.Sven Wernström. Þá koma út fjórar litlar mynda- bækur um málara, sem eru þeir Van Gogh, Rembrandt, Da Vinci og Goya. Matreiðslubókum á islensku fer alltaf fjölgandi. A næstunni er væntanleg ein slik, þýdd og heitirhún Lostætimeð lftilli fyrir- höfn. Loks skal nefna fræðibókina Heimur tslendingasagna eftir Sovétmanninn Steblin- Kamenskij. Úr nógu verður þvi að velja i haust. — GB Paul í svarta ferhyrningnum. Hollenskur gerninga- maður í Nýlistasafninu , Jlann er að velta fyrir sér tima og rúmi i verkum sinum” segir ÞórPálsson um Paul Múller sem verður með sýningar i Nýlista- safninu dagana 13.—20. ágúst. ,,I sumar var hér sýning frá Hollandi og nefndist hún: „Sam- timalist”. Þetta eru hin svo- kölluðu „installation” verk. Til þessara verka notar hann kvik- myndir, videotextaog sjálfan sig. Paul er sérstaklega hugleikið þemað um hvað sé raunveruleiki og hvað séóraunveruleiki. I þessu skyni spilar hann gjarnan með fortíöina og nútlðina. A fimmtudaginn 20. ágústkl. 20 mun Paul MiOler framkvæma gerning sem hann kallar „Black square”. I þessum gerning vinnur hann með kvikmynd og sjálfan sig. Samspil á milli hans og inni- hald kvikmyndarinnar. Paul Miiller lærði i Jan Van Eyck skól- anum I suður Hollandi en dvelst hér i boði Nýlistasafnsins og ætlar að kynna sér land og þjóð. Sýningin er opin á virkum dög- um frá kl. 16—22 og um helgar frá kl. 14—22. Þá er bara að drifa sig i Ný- listasafnið og sjá hvernig Paul Miiller upplifir rúm og tima, og hvort það sé raunveruleikinn eða óraunveruleikirm sem hann er að fást við. — EG.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.