Helgarpósturinn - 04.09.1981, Side 4
4
Föstudagur 4. september 1981 hol^rpn^f, ,rjnn
eftir: Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart
Grimur Engilberts ritstjóri I aldarfjórðung sýnir æskunni Æskuna.
Áttræð Æska
Elsta
barnablaðið
Einn af elstu
ritstjórunum
Dyggir
lesendur
í þriðja ættlið
Sigriður ólafsdóttir gefur nú .
annarri kynsióðinni I röð
áskrift að Æskunni.
Æskunni
— en les hana
enn og gefur
börnum
vina sinna
Sigriður ólafsdóttir hefur
verið áskrifandi að Æskunni
siðan 1950. En það er ekki nóg
með, að hún fái blaðið sjálf,
heldur fær hún ein fimm blöö
sem hún sendir börnum vina
sinna, auk eintaksins sem hún
heldur fyrir sjálfa sig.
Sigriður er raunar jafnaldri
blaðsins, hefur lifað jafn mörg
árog árgangar Æskunnar eru,
þótt hún sé fædd tveimur ár-
um eftir að blaðið hóf göngu
sina. En eins og kemur fram
annarsstaðar á siðunni féll Ut-
gáfan niður i tvö ár vegna
pappirsskorts.
— Ég byrjaði á þvi að senda
blaðið til barna, seméghafði
kynnst og verið samtlða. Sjálf
áég enginbörn segirSigriöur I
samtali við Helgarpóstinn.
Nú eru þaö börn þessara
gömlu kunningja Sigriöar,
sem fá Æskuna, en þau eru á
aldrinum 6—9 ára. En sjálf les
Sigriður Æskuna að staöaldri,
þótt hún sé orðin 82 ára.
— Ég hef alltaf fylgst með
Æskunni og mér finnst hiln
hafa staöið sig ljómandi vel,
og hún hefur ákaflega mikil og
góð áhrif á mann, segir Sig-
riður.
Þótt hún sé jafnaldri blaðs-
ins kynntist hún þvi ekki fyrr
en hún flutti til Reykjavikur
vestan úr Dölum, þar sem hún
ólst upp.
— Ég er alin upp i Sælings-
dalstungu I Hvammssveit.
Þar i sveit keyptu menn ekki
mikið af blöðum á þeim árum,
og ég sá Æskuna aldrei þar,
segir Sigriður ólafsdóttir.
Fátt er eilift I þessuni heimi,
alira sist æskan, þótt margir
vildu að svo væri. Ekki slst I
fjölmiðlaheiminum er flestallt á
hverfanda hveli, blöð eru stofn-
uð með brauki og bramli, en
renna sitt æviskeið fyrr en
varir.
Eitt islenskt blað hefur þó
lifað lengur en öll önnur. Það er
barnablaðið Æskan. i 82 ár
hefur Æskan komið út upp á
hvern einasta mánuð að undan-
teknum árunum 1909 og 1920,
sem blaðið kom ekki út vegna
pappirsskorts. Miðaö viö aldur
annarra Islenskra fjölmiðla má
nærri halda þvi fram, að Æskan
sé eilif. Og eins og það sé ekki
nóg, þá er ritstjóri Æskunnar
meöal þeirra elstu, sem starfa
við fjölmiöla hér á landi.
Grim Engilberts vantar eitt
ár i sjötugt, og i aldarfjórðung
hefur hann verið eini fasti
starfsmaður I ritstjórn Æsk-
unnar.
— Æskan hefur tekið allan
minn tima þessi 25 ár. Maður er
kominn hingað fyrir allar aldir
á morgnana, meira að segja á
sunnudögum og jafnvel á
sjálfan jóladag hef ég mætt hér.
Og oft hef ég reynt að vinna
heima á kvöldin, til þess eins að
geta verið hjá fjölskyldunni,
segir Grimur og bætir þvi við,
að nú fari hann bráðum að
hætta.
Á við þrjá?
— Ég veit ekki hvað gerist þá.
Ég sé um þetta alltsaman einn,
og þeir hjá blaðamannafélaginu
hafa sagt við mig, að það þurfi
ekki minna en þrjá til að taka
við af mér. Einn i útlitsteiknun
— og hvað þetta heitir allt sam-
an, sem ég hef alla tiö séð um
sjálfur.
— Hvers vegna hefur Æskan
enst svona lengi — haldist siung,
ef svo má að orði komast?
— Þetta er fyrsta barna-
blaðiö, sem gefið er út á Islandi,
og i gamla daga höfðu börn og
unglingar litið að lesa. Æskan
var þvi vel þegið lesefni. Fyrir
um fimmtán árum fór svo að
bera á þvi, að þegar krakkarnir
voru orðnir 11—12 ára vildu þeir
segja blaðinu upp. Þeim fannst
það of barnalegt.
Þá tók ég upp á þvi að breyta
blaðinu i heimilisblað, birta
fræðandi greinar um ýmislegt
sem krakkar hafa áhuga á, og
reyna að segja frá ýmsu sem er
efst á baugi hverju sinni. Það
tókst svo vel, að nú vill meira að
segja fullorðna fólkið kaupa
blaðið, og sveiflurnar i sölunni
eru ekki lengur eins miklar og
þær voru.
Viðhöfum lika grætt á þvi, að
tiskubylgjur hafa aldrei náð
tökum á blaðinu. Ég hef látið
nægja að taka poppið inn i smá
skömmtum og aldrei fallið
flatur fyrir þvi.
Efni frá krökkunum
— Hvernig tekst að halda
sambandi við börnin — lesend-
urna?
— Krakkarnir skrifa mikið
smáklausur og senda til min.
Margir senda lika dýramyndir,
myndir af lömbunum sinum eða
hundinum. Þetta reynum við að
birta eins og við getum.
1 22 ár buðum við árlega
tveimur krökkum i ferð til út-
landa með Flugfélaginu, það
voru verðlaun i samkeppni. Við
Sveinn Sæmundsson blaöafull-
trúi fórum með þeim i þessar
feröir og skrifuðum i samein-
ingu um þær. Við vorum búnir
að fara um allan heim með
krakka og vorum eiginlega bún-
ir að skrifa um alla þá staði sem
hugsast gat, svo við hættum
þessu fyrir tveimur árum.
Auk þess höfum við skipulagt
flugferðir innanlands á vegum
ýmissa samtaka, og það mæltist
mjög vel fyrir. Krökkunum
fannst þetta ákaflega spenn-
andi.
— Nú er það góðtemplara-
reglan, Stórstúka íslands, sem
gefur Æskuna út. Hvaða áhrif
hefur það á ritstjórnarpólitik
þina?
— Það er ljóst, að góötempl-
arareglan er ekki lengur eins
sterk og hún var. En blaðið á nú
samt ekki að prédika annað en
bindindi og siðgæði. Það má þó
ekki vera of mikið af þvi, börnin
lesa ekki langar áróðurs-
greinar. Ég tek þetta þvi inn i
smáskömmtum, til að friða alla
aðila, segir Grimur Engilberts
ritstjóri og fær sér hressilega i
nefið.
(Jr 500! 18000 eintök
Allt þetta hefur sjálfsagt átt
sinn þátt i þvi, að barnablaðið
Æskan, sem fyrst kom út árið
1897 i 500 eintökum, fór um tima
upp i 18000 eintök. Siðan hefur
upplagið þó dalað, er nú tiu
þúsund eintök. Það er ekki
slæmt að nærri fertugfalda upp-
lagið á sama tima og önnur blöð
hafa geispað golunni.
— Þrátt fyrir allar sveiflur
eigum við marga trygga kaup-
endur.sérstaklega til sveita. Ég
veit, að viða á bæjum er Æskan
til komplett frá upphafi og
þriöja kynslóðin er orðin meðal
lesenda okkar, segir Grimur.
En útgáfan hefur ekki alltaf
verð dans á rósum. Og er það
ekki heldur nú. Þrátt fyrir stöð-
ugt vaxandi upplag frá upphafi,
að undanteknum kreppuárun-
um, þegar það datt niður i 4000
eintök um tima, hefur alla tið
verið tap á útgáfunni, að sögn
Kristjáns Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Æskunnar.
Bókaútgáfa og búð
halda uppi Æskunni
— Til að styðja við blaðið
hafa verið stofnuð tvö hliðarfyr-
irtæki. Bókaútgáfan var stofnuð
1930 og bókabúðin 1939. En þrátt
fyrir allt er staðan nokkuð góð,
segir Kristján, og þaö er ekki að
heyra, að neinn uppgjafartónn
sé I honum.
En ritstjóraraunin er mörg.
Grimur Engilberts ritstjóri seg-
ir, að útgáfan sé að mörgu leyti
erfiðari nú en hún var áður.
— Hér áður fyrr komu menn
gjarnan og spurðu: „Getur þú
notað þetta, vinur?” og henda
greinum á borðið. Og fyrir allar
myndir verður að borga háar
fjárupphæðir núorðið — nema
maður steli þeim úr öðrum
blöðum, bætir Grimur við og
snýtir sér hraustlega.
Venjulega skrifa fjórar til tiu
manneskjur vissa efnisþætti i
hvert blað. En Grimur situr
öllum stundum og blaðar i bók-
um og timaritum, sem hann
hefur sankað að sér i timans
rás, i leit að efni. Það flokkar
hann siðan niður eftir árstiðum,
leggur i umslög, sem hann
gripur til, þegar timinn er kom-
inn. Þannig áhann á lager efni i
Æskuna i marga mánuði og
jafnvel ár fram i timann.
Það veitir heldur ekki af að
hafa mikið efni tiltækt, rit-
stjórinn er allt i öllu, sendill, út-
litsteiknari, prófarkalesari,
blaðamaður — og vitanlega rit-
stjóri.
— Ljósmyndari er ég ekki.
Ég hef aldrei náð tökum á
myndavélum, segir hann.
Þótt Grimur hafi verið rit-
stjóri Æskunnar i 25 ár er saga
samskipta hans við blaðið tals-
vert lengri. Hann sá nefnilega
um uppsetningu blaðsins i
Rikisprentsmiðjunni Gutenberg
árum saman, en þar starfaði
hann sem prentari i 35 ár.
— Ég byrjaði snemma að
bjóða ritstjóranum allskonar
smáklausur, sem ég hafði
safnað að mér, þvi mér fannst
vera of mikið af löngum og
þungum sögum i blaðinu, segir
Grimur um þetta.
— Þegar Guðjón Guðjónsson
skólastjóri i Hafnarfirði fór að
hugsa um að hætta ritstjórn
Æskunnar sagði hann, aö
liklega væri best, að Grimur
tæki við, „hann þekkir þetta
alltsaman hvort sem ér best”,
sagði Guðjón. Enda var ég þá
löngu orðinn aðstoðarmaður
hans, auk þess sem ég vann
blaðið i prentsmiðjunni, segir
Grimur.
________________________í>
Á Fagur-
hólsmýri
frá upphafi
— Æskan hefur verið keypt
á minu heimili frá byrjun.
Liklega hefur það verið afi
sem keypti hana fyrst. Ég hef
lesið blaöið frá þvi ég man
eftir mér, og mér þykir trú-
legt, að það hafi verið lesið
fyrir mig áöur en ég lærði að
lesa.
Þaö er Guðrún Sigurðar-
dóttir á Fagurhólsmýri, sem
segir þannig frá fyrstu kynn-
um sinum af Æskunni, en hún
hefur verið útsölumaður
blaðsins þar eystra siðan 1939.
Hún kemur blaðinu til
áskrifenda á fjórum bæjum i
Hofshreppi, en auk þess eru
einhverjir, sem kaupa blaðið i
áskrift beint frá Reykjavik. I
hreppnum eru 20 bæir, svo
ekki verður annað sagt en.
hlutfall áskrifenda i hreppn-
um sé Æskunni hagstætt og
einhverjir hafa keypt blaöið
fráupphafieins og fjölskyldan
á Fagurhólsmýri.
— Nei, ég veit ekki hversu
mikið börnin lesa Æskuna, á
minu heimili eru engin börn.
En ég geri ráð fyrir þvi, að það
sénú minna enáður. Nú er svo
margt annaö sem glepur, en
áður á árum var ekki mikið
um lesefni og bókakaup litil,
segir Guðrún Sigurðardóttir.
Sjálf les hún Æskuna enn,
sér til ánægju.
— Þaö er margur fróðleikur
i blaðinu og ég hef gaman af
aö lesa þaö. Mér finnst Æskan
hafi staðiö ágætlega timans
tönn, segir hún.