Helgarpósturinn - 04.09.1981, Síða 8

Helgarpósturinn - 04.09.1981, Síða 8
—he/gar pósturinn._ Blað um þjóðmál/ listirog menningarmál. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigurpáls- son. Blaðamenn: Elisabet Guð- björnsdóttir, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, og Þorgrímur Gestsson. Utftt: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Avglýsingar: Inga Birna Gunnársdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóltir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavík. Sími 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð a imánuöi kr. 24.- Lausasöluverð kr. 8.- Flugfélag I feluleik Nafn Cargolux, flugfélags sem að hluta til er I eigu Flugleiða, og er rekið af tslendingum, hefur skotið upp I heimsfréttum að und- anfórnu, og það I miður geðslegu sambandi. Eins og skýrt er frá I Helgarpóstinum f dag flaug vél frá Cargolux með vopn frá Frakklandi til trans I október I fyrra. Helgarpósturinn hefur þessar upplýsingar m.a. úr breska blaðinu Observer, banda- riska blaðinu New York Times og úr einkasamtali við Pierre Salinger, fyrrum blaðafulltrúa Kennedys Bandarikjaforseta, sem fyrstur gróf upp fréttir af þessu flugi. Ráðamenn Flugleiða og Cargolux neita hinsvegar að um vopn hafi verið að ræða, en viðurkenna flugið. tslenskir ráðamenn sem Hetg- arpósturinn hafði samband við, þeirra á meðal Steingrimur Her- mannsson, samgönguráðherra, voru sammála um að hefði Cargolux dregist inn i ólöglega vopnaflutninga þá væri það for- dæmanlegt. Þetta er ekki I eina skiptið sem nafn Cargolux hefur heyrst I tengslum við hergagnaflutninga. Að sögn heimildarmanns Helgar- póstsins i Luxemborg fer það orð af félaginu þar i landi að ,,þaö lesi farmskjöl, en hirði ekki um að opna kassa”, til að athuga hvað I þeim sé. Þessi orðrómur um afskipti Cargolux af hernaðarbraski hefur magnast nú eftir að nýr aðili hef- ur keypt einn fjórða I félaginu. Þessi nýi aðili hefur verið sagður libýskur, en þvi hafa forráða- menn bæði Flugleiða og Cargolux neitað, og sagt það vera aiþjóð- legt f járfestingarfélag sem ketypti hlutabréfin. Aðrir stjórnarmenn, þeirra á meðal Bergur Gislason sem situr fyrir hönd Flugleiða I stjórn Cargolux, hafa staðfest að iibýskur maður hafi keypt þessi hlutabréf. Ef þaö er rétt að peningarnir sem einn fjórði hluti hlutafjár Cargolux var keyptur fyrir eru libýskir að uppruna, er ljóst að Flugleiðir, og um leið fslenska rikiðeru komin I samvinnu við al- ræðisstjórn Khadhafis sem m.a. hefur alþjóðleg hermdarverka- samtök á sinum snærum. Eins og fram kemur I Helgar- póstinum I dag er mjög erfitt að fá upplýsingar um þennan nýja eiganda hjá forráðamönnum Flugleiða og Cargolux. Það útaf fyrir sig bendir ekki til þess aö hann sé tcngdur libýskum stjórn- völdum. En þegar stöðugt sterk- ari orðrómur er um samskipti Cargolux við United African flug- féiagiö f Lfbýu, þá á fslenska þjóöin —sem I gegnum Flugleiðir á hluta af Cargolux — rétt á meiri upplýsingum en þeim sem hingað til hafa verið gefnar. Forstjórum á ekki að liðast aö fara undan I flæmingi eöa segja ósatt. islend- ingar vilja ekki vera bendlaðir við gróðabrask meö morðtól. _________________________Föstudagur 4. september 1981 ,rjnn Sögur og sagnir frá Færeyjum (Eyjapóstur frá Sigurgeiri Jóns^yni Aö þessu sinni verður það Færeyjapóstur sem birtist, þar sem skrifari hefur að undanförnu dvalist öllu meira I þeim ágætu eyjum en á heimaslóðum. Fyrir allmörgum árum var það fastur liöur að á vertiðir I Vest- mannaeyjum kom vænn hópur af Færeyingum af báöum kynjum til starfa bæði á sjó og landi. Þetta fólk setti töluverðan svip á bæinn og var auöþekkt af lopapeysunum sinum. Yfirhöfuð var þarna dugnaðar- fólk á ferö og einstaklega gott i allri umgengni. Ekki var fritt við að sumir litu niður á Færeyinga á þessum timum og þótti ýmsum þetta ekki merkilegur þjóðflokkur. Sjálfsagt hefur þar einhverju ráöiö að öll atvinnumál i Færeyjum voru mjög á eftir timanum, til að mynda voru fiskiskipin þeirra gömul og úrelt á sama tima og mikil endurnýjun var i islenska flotanum. Svo tóku þeir allt I einu mikið heljarstökk,Færeying- ar, hættu aðkoma á vertið á Islandi og tóku upp nýjar aöferöir viö fisk- veiöar og vinnslu. Nú er svo komið að þeir eru komnir töluvert langt fram úr okkur á þvi sviði og gætum við ýmislegt af þeim lært. Undanfarin misseri hefur það mjög farið i vöxt að islensk skip hafi siglt með afla sinn til Færeyja og selt hann þar. Má raunar segja að sum þessara skipa eigi sina heimahöfn i Færeyjum þar sem þau eru þar tiðari gestir en heima. Ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú að Fær- eyingar borga betur fyrir fiskinn en gert er hér heima. Meöan frysti- húsin hér heima greiða þrjár krónur og þrjátiu aura fyrir kilóið af þorski fást fimm krónur og áttatiu fyrir hann i Færeyjum. Að auki sjá frystihúsin þar um löndun útgerðinni aö kostnaðarlausu og sé tekinn is i næsta túr er hann ókeypis. Þarna liggur sem sé nærri aö borgað sé hundrað prósent betur en hér heima. Þá má og geta þess að forráða- menn frystihúsa i Færeyjum eru yfirleitt með bros á vör og ánægðir með útkomuna meðan kollegar þeirra hér heima ganga hálfgrátandi um götur vegna slæmrar afkomu. Raunar komu nokkrir spekingar saman á dögunum og reiknuðu það út aö fiskverö væri mun hærra á Is- landien i Færeyjum og ætlar undirritaður aldeilis ekki að draga það I efa að hægt sé aö fá slika útkomu með reiknikúnstum. Hitt er svo annaö mál að hann vill frekar selja fisk á fimm og áttatlu en þrjár og þrjátiu, þótt reynt sé að telja honum trú um að seinni talan sé hærri. Og éinna merkilegast við þetta allt saman er það aö þegar Færeyingar eru búnir aö vinna sinn fisk þá sjá fslendingar um aö selja hann fyrir þá á Banda- rikjamarkaði. Þeir kunna sjálfsagt einhverjar skýringar á þessu hjá Sölumiðstöðinni ég næ ekki alveg upp i það. Lengi vel hélt skrifari Eyjapósts að ekki væri hægt aö ganga öllu lengra i skriffinnsku en gert er á Islandi. Eftir dvölina I Færeyjum komst hann að þvi að svo er á sumum sviöum. Oft hefur verið um þaö talað að islenska áfengislöggjöfin sé einhver sú fáránlegasta i veröld- inni. Hún er hálfu verri i Færeyjum og skal nú reynt að lýsa þvi hvernig menn bera sig til við að útvega sér áfenga drykki þar. Fyrst þarf að ná sér i leigubil (ætli menn fótgangandi I leiðangur sem þennan myndi það taka eina tvo daga). Leigubilar eru alls ekki dýriri Færeyjum og nær undantekningarlaust hefur bilstjórinn verið á vertiö i Vestmannaeyjum. Fyrst er farið i stofnun sem nefnist Lands- fólkayvirlitiö og er vist eins konar manntalsskrifstofa meö spjaldskrá yfir alla Færeysku þjóðina. Þar framvisar maöur persónuskilrikjum og fær blátt vottorð um að allt sé i lagi með aö viðkomandi persóna megi fá sér i glas. Þaöan er haidið á skattstofuna þar sem beðiö er um skattaváttan sem er vottorð upp á það að viðkomandi skuldi ekki skatt. Sért þú vanskilamaður við hið opinbera er það borin von að þú getir keypt áfengi. Það kom i ljós að skrifari Eyjapósts var skuldlaus við færeysk skattayfirvöld og fékk hann bleikt vottorö upp á það. Næst er haldið iLandstýrið þar sem vottorðunum tveimur er framvisaö og eitt nýtt fengið. Það er hvitt að lit og heitir rúsdrekkaloyvi. Þar kemur fram aö manni er gefin heimild til að kaupa og flytja inn fjórar flöskur af rúsdrekka (sem þýðir áfengi), fjórar flöskur af léttu vini og fjóra kassa af bjór. Nú er sá hængur á aö rúsdrekkuna og létta vínið verður að panta frá Danmörku og það getur tekiö eina fjóra til fimm daga, þannig að menn verða að vera búnir að sýna ansi mikla fyrirhyggju áður en til Færeyja er komið. Aftur á móti er hægt að fá bjórinn sam- dægurs. Og nú er haldiö á afgreiösluna hjá þvi ágæta fyrirtæki Föroya Bjór. Þar tilkynnir maður að ætlunin sé aö kaupa fjóra kassa af gullöli og fær þá afhentan giróseðil. Með hann er ekiö á pósthúsið og þar er framvisað skattavináttan og rúsdrekkaloyvi auk þess sem framreidd- ar eru tæpar áttahundruð krónur fyrir ölið. Þá er aftur ekiö á af- greiðsluna hjá Föroya Bjór og eftir að lagermaöurinn hefur litið á kvittunina frá pósthúsinu sækir hann fjóra kassa af öli handa þér. Svona leiöangur tekur hátt i tvo klukkutima og það var haft við orð i lolyn að sennilega legði maður þetta nú ekki á sig ef það væri mjólk sem um væri að ræöa. En færeyski bjórinn er aldeilis ágætur mjöður þannig að mönnum finnst þetta borga sig. Og eins og bilstjórinn sagöi þegar hann kvaddi okkur á bryggjunni. — Og nú er bara eftir aö drekka tetta—. Svo þegar menn eru búnir aö innbyröa tvo til þrjá færeyska gull- bjóra kemur það fyrir að þá langar að hitta fleira fólk eða eins og það heitir á islensku að fara út að skemmta sér.Og á þvi eru nú nokkur vandkvæði i Færeyjum. Ef þú ert innan við tvitugt getur þú farið á Gamanið sem er diskótek en þegar menn eru komnir til ára sinna þykir það vart við hæfi. í Þórshöfn eru raunar starfræktir þrir vinveitinga- staðir eða klúbbar en hængurinn á að komast þar inn er sá að þú þarft annaðhvort að vera gildur limur I viðkomandi klúbbi eða þá aö þekkja lim i klúbbnum sem býður þér inn i dýrðina og þá nefnist þú gestalim- ur. Um helgar eru klúbbarnir opnir frá kl. átta til tvö eða þrjú en öllu skemur virka daga. Og ef þú hagar þér vel fyrsta kvöldið er ekkert þvi til fyrirstöðu að þér verði aftur hleypt inn daginn eftir. Nei, tilfellið er það að það þarf engum að leiðast i Færeyjum, séu menn ekki náttúraðir fyrir skemmtanalif og rúsdrekku er hægt að ferð- ast vitt og breitt um eyjarnar, þarna er mikil náttúrufegurð og fólkið sem þú hittir er alveg einstaklega elskulegt. Og það hefur sko töluvert að segja. Bara pulsur Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jón Baldvin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Magnea J. Matthiasdóttir Einu sinni hélt ég i barnslegu sakieysi minu aö engin þjóð gæti talað jafn mikiö um mat og Danir. Dönsku blöðin áttu stóran þátt i þeirri hugmynd minni, litskrúðugar siður fullar af flóknum uppskriftum að réttum, sem engin leið var að imynda sér uppistöðuna I, hvað þá áö von væri til að hún fengist hér i búðum. Dularfullt krydd og annarlegir á- vextir eða grænmeti áttu þar stóran þátt, sömuleiðis fannst mér stór- fenglegt, að Danir teldu það hversdagsmat, sem hér fékkst ekki nema (stundum) á jólum, til að mynda hamborgarhrygg og svinamörbráð. Svo kom heldur betur kippur i matarmenninguna islensku, hvort sem þaö er Jónasi að þakka eða einhverju(m) öðru(m) og allar búðir yfir- fylltust af hráefni sem fæstir kunnu að nota. Lifið varö flóknara, það var ekki lengur hægt að treysta á að fá soðna ýsu á mánudögum, salt- fisk á miövikudögum og ýmist læri eða hrygg meö grænum baunum á sunnudögum (allt brytjað niður i ógeðslega brúna sósu um kvöldiö og hitað upp). Gullöldin var á enda. Frönsk matargeröarlist kom I staö- Nú eru öll blöð uppfull af hollráðum til húsmæðra, heima- og úti- vinnandi, bara eða annarra, um hvernig á að elda. Sum eru með pinu- litla dálka þar sem einhver segir i stuttu máli frá uppáhaldsmatnum sinum og hvernig á að koma honum á borðiö, önnur eru með heilsiður (eða næstum) meö aðskiljanlegum matarfróðleik, rekja uppruna appelsina, notkun piparjurtarinnar á miööldum og lækningagildi rabarbarans, auk þess að sjálfsögðu að segja mönnum hvernig vinna á úr áöurnefndu. Eitt gengur i saumana á verslunarálagningu mismun- andi aðila og tekur persónulegum upplýsingum lesenda opnum örmum, annað hefur fundið upp nokkuð, sem ég verð aö játa að heldur oft fyrir mér vöku á siðkvöldum. Mig óar við þvi hvað það er étiö flott allstaðar nema heima hjá mér. Matseðlar vikunnar eru dóp fyrir mig — þeir koma mér i hræðilegt uppnám en ég get ekki látið vera að lesa þá. Furðulegt! Þaö er étinn hamborgarhryggur á fimmtudagskvöldum heima hjá henni Guörúnu i Breiðholtinu. Stórkostlegt! Helga á Nesinu hefur svinakótilettur meö tilheyrandi á þriðjudögum. ótrúlegt! Stein- unn i Hliðunum vill hafa létta máltið einu sinni I vikú og býður fjöl- skyldunni þá uppá kjúklinga, hrásalat, franskar kartöflur (heima- gerðar, miklu betrien þessar keyptu),heimabakaðbrauö, og létt fróm- as á eftir. Og égsem hef bara pulsur... Samt eru það ekki aðallega matseðlarnir sem mér stendur ógn af. Það er forsjálnin. Stundum (eins oft og ég kemst upp meö þaö, nánar tiltekið sendi ég fólk fyrir mig i búðir. Þá vill þaö minnisseöil. Það gengur bærilegan framanaf - mjólk, brauö, jógúrt - svo siglir i strand. dettur bara aldrei neitt annað i hug. Minnisseölarnir minir verða þvi (vægast sagt) dularfullir — eitthvaö spennandi er þar ofarlega á blaði ef þú sérð eitthvað hefur komið fyrir og eitthvað i matinn er sivinsælt. Svo hvernig á ég annað en að standa á öndinni af undrun og aödáun þegar ég frétti af konum, sem ekki geta aðeins gert áætlun heila viku fram i timann, heldur bjóða fjölskyldunni daglega i veislu og dettur ekki einu sinni i hug ab hafa pulsur... Svo er annað, sem ég hef tekið eftir I sambandi við þessa nýju og spennandi matarmenningu tslendinga. Það er megrunin. Það eru hreinlega allir alltaf i megrun. Kúrarnir! — þetta er kafli útaf fyrir sig i heimsbókmenntunum, skrifaðir seðlar, sem ganga manna i milli á vinnustöðum og alltaf eitthvað nýtt. Bara siðasta árið hef ég lært 18 nýja megrunarkúra, þó ég verði að játa að ég hef ekki reynt þá enn. Min reynsla er sú, aö handhægasta leiðin til aö horast sé hreinlega að hætta að éta. Sem sýnir ekki annað en að ég stend á svipuðu plani i megrunarfæði og ööru heimilishaldi. Einhversstaðar i grennd viö frostmark (eöa svoleiðis). Eiginlega eru þó margir þessir kúrar ofsa- lega spennandi, bananakúrinn svo einhver sé nefndur, eggjakúrinn nautabuffskúrinn, hvitvinskúrinn — en þó skömm sé frá að segja er hann eiginlega eini megrunarkúrinn sem ég hef einhvern áhuga á aö reyna. Það hlýtur að vera miklu bærilegra að vera i megrun ef maður getur veriö sætkenndur á meban. Eiginlega er eina gagnið sem ég sé af þessu öllu það, að fólk er að miklu leyti hætt að tala um veðrið, pólitik og önnur leiðinlegheit. 011 samræða manna er orðin ný og uppbyggileg, það er skipst á uppskrift- um, kúrum, lýsingum á máltiöum og fróðleik um gæðavin, sagðar sög- ur af vöruúrvali hinna ýmsu verslana og borið saman verð og gæði — já umræðuefnin eru ótæmandi. Með öllu þessu upplýsingastreymi er I rauninni ógerlegt að vera ekki orðinn sérfræðingur i öllu þvi sem mat viðkemur, fjölskyldur ættu að blómgast og dafna við nýja og spennandi neyslu og sunnudagslærið að vera á góðri leið með aö verða þjóðsaga. Enda er sú eflaust raunin á, að daglegt fæði íslendinga sé oröið bæði meira spennandi og fjölbreytilegra en i mínum uppvexti. Bara ekki heima hjá mér. Mér dettur aldrei neitt i hug annaö en pulsur...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.