Helgarpósturinn - 04.09.1981, Síða 13
hcslrjarpncztl irinn Föstudagur 4. september 1981
13
sem þeir motmæltu þessu. Einn
skrifaði m.a. lesendabréf Ut af
þessu og sagði að það væri svo
sem sök sér að barnavögnum
væri ekið á gangstéttum, en hjól
það væri forkastanlegt.
Sumumgötum bæjarins, sérstak-
lega i eldri bæjarhverfum hefur
verið þannig viðhaldið að enda-
laust er malbikað ofan á gamla
malbikið. Fyllt er upp i holur
þannig aö gatan veröur eins og
fjall og brekkur myndast niður i
rennusteinana. Að hjóla á slikri
götu er ekki hægt. Er Suöurgatan
þá sérstaklega hjá gamla kirkju-
garðinum gott dæmi um slikt þvi
gangstéttin sem er aðeins öðru
megin er þaö mjó að ómögulegt
er að hjóla á henni.
Borgarpóstur haföi fregnir af
þvi' að hiólreiða*
áhugamenn
hefðu gengist
fyrir undirskrifta-
söfnun þar sem
krafist var að til-
lit yrði tekið til
hjólreiðamanna i
umfa-öinni og
að búnar yrðu til
hjólreiðabrautir
við stærstu göt-
ur borgarinnar.
Ingi Magnússon gatnamála-
stjóri sagði að hjólreiöaáhugi
borgarbúa væri það nýtilkominn
aö enn sem komið væri hefði
gatnamálastjóm lftið spekúlerað
i þessu. En þær götur sem væru
eins og fjöll i laginu stæöi til að
laga. ,,Við erum nú nýlega farnir
að vera i stakk búnir til þess að
lagfæra þetta, þvi til þess þarf vél
sem heitir malbiksfræsari og með
henni getum við slétt úr götunni
áöur en nýtt lag af malbiki er sett
ofaná”.
Ingi sagðist lika vilja benda á
að hjólreiðar væru leyfðar á
gangstéttum þar sem aðstæður
leyföu. Ennfremur væri viðsveg-
ar verið aö koma upp göngustig-
um á milli borgarhverfa og væru
þessir stigar upplagðir fyrir hjól-
reiðar. Hann sagði og að þar sem
væri veriö að gera götur i stand
væri enn sem komið væri ekki
ráð fyrir hjólreiðarstígum.
„En þessi mái
eru þegar aö á heildina er
litið svo nýtilkomin að enn
erum við með þetta
i athugun!” sagði
Ingi aö lokum.
EG
gert
Það er ekki nóg að eiga flott hjól, það verður lika að vera hægt að hjóia
á þvi.
ÍSLENSKI FÁNINN
ALDREI ÚR TÍSKU
Hér á árum áður fylgdi hverri
húseign með garöi að hafa fána-
stöng á flötinni. Nú orðið sjást
flaggstengur og fánar mest fyrir
utan opinberar byggingar og á
strætó.
Hvar fæst islenski fán-
inn?
Tvær verslanir i bænum selja
islenska fánann, það eru verslan-
irnar Geysir og Ellingsen.
Til eru þrjár stærðir af fánan-
um sá minnsti er 1.50 m og sá
stærstier2.25m.Stæröfánans fer
eftir flaggstönginni sem honum
er ætluö . Fáninn á að vera 1/5
af hæð flaggstangarinnar sam-
kvæmt islenskum lögum. Hjá
versluninni Geysi fengust þær
upplýsingar að alltaf væri eitt-
hvaö keypt af fánum og kostaði
minnsti fáninn þar kr. 275, en
sama stærðin hjá Ellingssen
kostar kr. 223.15. Áfgreiöslufólkið
i þessum verslunum var sam-
mála um að miklar sveiflur væru
i sölu á fánanum upp á við þegar
að eitthvað sérstaklega mikið
stæðitilhjáþjóðinni.t.d. áriðsem
forsetakosningarnar voru, og
alltaf fyrir 17. júni. Ragnar
Sigurðsson, hjá Iðnaðardeild
Sambandsins á Akureyri tjáði
Borgarpósti að fánarnir væru
framieiddir á Hofsósi á vegum
Sambandsins. Þar hefur Sam-
bandið útibú, þar sem framleidd-
ir eru nokkrir vöruflokkar.
Sagði Ragnar að ástæöan fyrir
þvi að fánarnir væru framleiddir
þar væru sú að eitthvað þyrfti
verksmiðjan þeirra þar aö hafa
að gera. Ragnar sagði ennf remur
að það væru ekki margar versl-
anir á landinu sem seldu fánann,
en fyrir þá sem gerðu það væri
fullt að gera og stöðug sala á fán-
um.
MAÐURINN Á BAK VIÐ NAFNIÐ:
Geir H. Haarde, nýkjörinn formaður SUS:
Ég er fylgjandi frelsi
einstaklingsins og
einkaframtaksins
Skjót viðbrögð
Það er hvimleitt aö þurfa aö
biöa lengi meö bilaö rafkerii,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónusjluna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
’RAFAFL
Smiöshöföa 6
ATH. Nýtt símaniúmer: 85955
Siðustu helgi fór fram á lsa-
firði þing Sambands ungra
Sjálfstæöismanna GeirHaarde,
hagfræðingur var þar kosinn
formaður SUS. Þingið lýstiyfir
fullri andstöðu við rikisstjórn-
ina og hennar gerðir. 1 Þjóðvilj-
anum sl. þriðjudagvar sagt frá
þessu þingi og hafði blaðið það
eftir einum „Gunnarsmanni”
að smalað hefði verið á fundinn
og átti „Geirsarmurinn” innan
llokksins fjöldafylgið. AUt um
það.Geir H. Haarde er maður-
inn á bak við nafniö að þessu
sinni og segir hann að það sé
ekki i hans verkahring að sætta
Gunnar og Geir. „Ungir Sjálf-
stæðismenn standa einhuga
saman og munu koma til með að
nýta sfna krafta , vinna og
sækja fram á grundvelli sjálf-
stæðisstefnunnar.
Geir H. Haarde er þritugur og
vinnur hjá Alþjóðadeild Seðla-
bankans. Hann er kvæntur
Patriciu Haarde og eiga þau tvö
börn.
„Ahugamál min tengjast
aðallega söng og tónlist. Ég
held ég geti sagt að ég hafi á-
huga á allri góðri tónlist,
kannski þá mest klassiskri.”
— En af hverju ert þú Sjálf-
stæðismaður?
„Ja, alltfráþvi að ég fór fyrst
að muna eftir mér hefi ég haft
mikinn áhuga á stjórnmálum.
Ég er fylgjandi frelsi einstakl-
ingsins og einkaframtaksins og
þess vegna hlýtég að vera fylgj-
andi stefnu Sjálfstæöisflokks-
ins.”
— Hvernig llður þérsvo þessa
dagana?
„Ég er ákaflega glaður. Þetta
var i fyrsta skipti i langan tima
sem formaður SUS hefur verið
sjálfkjörinn og sýnir það þann
einhug sem rikir innan raða
ungra sjálfetæðismanna.”
— Ætlar þú að breyta ein-
hverju innan SUS?
„Einhverju kem ég til með aö
breyta. Aþessu þingi kom fram
mikill einhugur um að efla
Sjálfetæðisflokkinn. Þá erum
við að hugsa um næstu sveitar-
og borgarstjornarkosningar.
Viö stefnum að þvi aö koma
borgarstjóraefni okkar að. hon-
um Daviö Oddssyni. Viö viljum
yngja upp forystu flokksins.
Innan okkar raða er margt efni-
legt ungt fólk, mikið hæfileika
fólk, sem þarf að fá að komast
að. Þetta unga fólk þarf að vera
reiðubúið til þess að axla á-
byrgöina og hinir eldri þurfa að
leyfa hinum yngri aö komast
að. ”
— Heldur þú aö þú eigir erfitt
starf framundan?
„Nei, ég hlakka til. Innan
raða ungra sjálfstæðismanna
rikir mikil málefnaleg sam-
staöa og góöur andi.”
— Þér mun kannski takast að
sætta Gunnar og Geir?
„Þaö er ekki i mlnum verka-
hring”. EG
Þann 7. sept. hefst hjá okkur bóklegt námskeið til einka-
flugprófs og lýkur 15. nóv.
Kennslan fer fram á kvöldin og námsgreinar eru: Siglinga-
fræði, flugreglur, flugveðurfræði, flugeðlisfræði og vél-
fræði.
Athugiö: Engin sérstök undirbúningsmenntun.
Ennfremur bendum við á verklegu kennsluna okkar sem er
og verður í fullum gangi i vetur.
Nánari uppl. í síma 28970.
Geir Haarde, nýkjörinn formaður SUS
FLUGKLÚBBURINN HF.
DATSUN
Af hverju hlærðu ekki með?
Greiðslukjör:
Aldrei betri
Datsun ■-& umboðið
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Sírm 33560