Helgarpósturinn - 04.09.1981, Side 22
22
Föstudagur 4. september 1981 irinn,
Djass, djump og kosningar
Joe Jackson —tekst vel aö endurvekja lífsgleöi þá sem rikti á tim-
um Louis Jordan og félaga.
Slöasta vika var sannkölluö
djassvika. bað var djassað á
hverju kvöldi og stundum á
tveimur stöðum. A sunnudags-
kvöld léku Guðmundarnir og
kompani i Stúdentakjallaranum
að venju. Á mánudagskvöld lék
kvartett Kristjáns Magnússon-
ar i Djúpinu, en þar er nú bæði
djass á mánudags- og fimmtu-
dagskvöldum. Sama kvöld léku
Stefán Stefánsson saxisti og
Gunnar Hrafnsson bassisti
ásamtfélögum á Hótel Esju, en
þeir eru nú farnir i djassnámið
við Berklee i Bostonborg. A
þriðjudagskvöld voru John
Tchicai og Askell Másson i
Djúpinu og á miðvikudags- og
fimmtudagskvöld léku John
Tchicai og færeyingarnir i
Norræna húsinu, þar að auki lék
kvartett Kristjáns Magnússon-
ar i Djúpinu á fimmtudags-
kvöld. Heljardjamm með fær-
eyskum og islenskum djassist-
um var i Stúdentakjallaranum á
föstudagskvöld og Mezzoforte
léku á sama stað á laugardags-
kvöldið. Þannig leið vikan og
allsstaðar fólk að hlusta.
Það voru margir góðir gestir
sem djömmuðu með færeying-
unum: Kristjáni, Blak, Ernst
Dalsgarð og Jóhannesi af
Rógvu. Rúnar Georgsson, Viðar
Alfreðsson, Alfreð Alfreðsson,
Reynir Sigurðsson, Richard
Korn og siöast en ekki sist
Kristján Magnússon, Friðrik
Theódórsson og Guðmundur R.
Einarsson. Þegar þremenning-
arnir gengu að hljóðfærunum
sagði GRE: „Við erum skalla-
djassistar með dreifbýlis-
sveiflu”. Mikið má það vera góð
sveifla ef hún er alltaf eins heit
og i Georgiu sem þeir félagar
voru með á heilanum þarna
undir lokin.
Jumpin’jive
Allir góðir menn muna Louis
Jordan, konung djasshoppsins.
Hann lést 1975, en hafði lengi
farið sér hægt. Ég var svo lán-
samur að ná að hlusta á hann i
Montmartre 1973 og var þaö
mikil upplifun. Ungur eignaðist
ég sjötiuogáttasnúninga hljóm-
plötu með honum og Louis Arm-
strong og var túlkun þeirra á
You Rascal You lengi ofarlega á
vinsældarlistanum i Cotton Jazz
Club (Reykjavikurdeild).
Louis Jordan grundvallaði
hinn svokallaða djömpblússtil,
sem var sá grunnur er rýþma-
blúsinn og rokkið byggðu á öðr-
um fremur. Meöal lærisveina
Jordans voru Chuck Berry og
Fats Domino. Hann var frábær
blússöngvari og góður altósaxa-
fónleikari i stil Pete Browns og
þeirra Kansans City manna og
slikur húmoristi að meðal
djassista voru aðeins nafni hans
Armstrong og Fats Waller hans
jafningjar.
Nýlega gaf breski söngvarinn
Joe Jackson út hljómplötu: Joe
Jackson’s Jumpin’Jive (AMLH
68530) og má þar finna sjö Louis
Jordan lög, þrjú Cab Calloway
þemu og sitthvað úr fórum
Basie og Glen Millers. Mér er
tjáð af fróðum rokkurum að Joe
þessi Jackson sé i hópi merkari
nýbylgjumanna en hvað um
það, hann hefur greinilega
hlustað vel og lengi á meistara
djömps og djævs.
bað er ekkert frumlegt að
finna á þessari plötu, en Jack-
son og félögúm tekst vel ætlun-
arverk sitt, að endurvekja lifs-
gleði þeirra gleðitima er Jordan
var og hét. Hann syngur a la
Jordan og altistinn Pete Thom-
as blæs a la Jordan og sjöffel-
rýþminn er allsráðandi. Jack,
You’re Dead ,You Run You
Mouth (And I ’ll Run My
Business og What’s The Use Of
Getting Sober (When You’re
Gonna Get Drunk Again) eru
ágætlega Jordanleg en verr
tekst afturá móti með snilldar-
melódiuna Is You Is Or Is You
Ain’t My Baby. Callowaylögin
We The Cats og Jumpin’Jive
(muniði þegar Hampton söng
það?) eru vel túlkuð i anda
meistarans og Jumpin ’With
Siymphony Sid er dálitið
Hendrickslegt I endann ekki
siöur en þau I The Manhattan
Transfer i Four Brothers.
Kannski má frekar rekja það til
höfundar textans King
Pleasures, en hann var frum-
kvöðull þess að skrifa texta við
improvisasjónir og hafði mikil
áhrif á Joe Hendricks. King
Pleasure lést fyrr á þessu ári 58
ára gamall.
Joe Jackson’s Jumpin’Jive er
tilvalin plata tilað koma gömlu
djömpstemmningunni i sam-
kvæmið og ef hún getur vakið
að nýju áhuga á tónlist meistara
Louis Jordan þá er vel. Hvernig
er það annars með hljómplötu-
innflytjendur á Islandi hafa þeir
aldrei rekist á nafn Louis Jor-
dans i katalógnum?
Kosningar
Þá eru allir djassgeggjar-
arnir búnir að fá ágústheftið af
down beatþarsem úrslit 29. al-
þjóölegu gagnrýnendakosning-
anna liggja fyrir. Það sem
gladdi undirritaðan mest var að
vinur vor Niels-Henning hlaut
loks þann sóma sem honum ber
og var kosinn besti bassaleikari
ársins.timi kominn til að ame-
rikanar viðurkenndu staðreynd-
ina, aðrir Islandsfarar i efsta
sæti voru Dexter Gordon á
tenórinn og Dizzy Gillespie á
trompetinn. Billy Hart var
efstur trommara i flokki hæfi-
leikamanna sem eiga skilið
meiri viðurkenning og þar voru
Philip Catherine og Doug Raney
lika ofarlega. Djassplata ársins
var kjörin Trouble In Mind með
Archie Shepp og Horace Parlan
(ásamt Full Force með Art
Ensemble of Chicago og One
Too Many Salty Swift... með
Cecil Taylor) og er það mikiö
gleðiefni að nafn Horace skuli
komið i sviðsljósið að nýju.Nils
Winther hjá Steeple Chase var i
öðru sæti sem hljóðstjóri og Bob
Magnússon komst á blað sem
bassaleikari og George Mraz
lika.
Iður ti/ sóma
Þeyr— Iður til fóta
Þó að frekar hafi verið rólegt
yfir hljómplötuútgáfu erlendis
þaö sem af er árinu, þá verður
ekki sama sagan sögð af inn-
lendri hljómplötuútgáfu, þvi
hún hefur verið með eindæmum
blómleg, aö minnsta kosti hvað
titlafjölda varöar. Gallinn er
hins vegar sá að mikill meiri-
hluti þessara platna er hreinasti
öskuhaugamatur og aðeins ör-
heild miklu betri. Það ber t.d.
mun meir á gitarnum hjá
Steina, sem er gott jafnvægi við
hinn siúklega stil Gulla. Tribal-
isminn hefur einnig greinilega
náö talsveröum tökum á hljóm-
sveitinni og birtist hann einkum
I því hversu framarlega bassi og
trommur eru nú hljóðblandað-
ar, á meöan aö söngurinn kem-
ur aftar og virkar bara eins og
eitt hljóðfærið i heildarmynd-
inni.
fáar plötur standa uppúr. Af
þessum plötum dettur mér i hug
að nafna Purrk Pilnikk, Live
Transmission meö Þey, plötu
Baraflokksins ogekkilangt þar
undan 45 rpm. Utangarðsmanna
og Pláguna hans Bubba.
Einni plötu er nú óhætt aö
bæta við lista þennan, og það
Fyrstu þrjú lögin Bás 12,
Maggasýn og Tedrukkinn, eru
öll mjög góð og erfitt aö segja
þar eitt ööru betra. Hinsvegar
finnst mér Ariareaggae ekki
eins gott, þó i þvi séu góðir
punktar. tslendingum ferst
nefnilega margt betur úr hendi
en að spila reggae-tónlist.
Þeyr — það besta sem fslensk hljómsveit hefur sent frá sér á þessu
ári, segir Gunnlaugur Sigfússon m.a. f umsögn sinni.
liklega á topp hans, en þaö er
fjögurra laga platan löur til
fóta, sem Þeyr hafa nú sent frá
sér.
Það er greinilegt á tónlistinni
á þessari nýju plötu Þeys að
hljómsveitin er enn i mikilli
framför. Þó svo aö þessi nýja
plata innihaldi ekki, svona I
fljótu bragði heyrt, neitt lag
sem er eins gott og Live Trans-
mission, þá er hljómsveitin I
Iður til fóta er aö minu mati
þaö besta sem islensk hljóm-
sveit hefur sent frá sér á þessu
ári og ég get aöeins sagt að nú
bfð ég enn spenntari eftir stórri
plötu en áöur.
Bob Dylan—
ShotOf Love
Þá hefur Bob Dylan sent frá
sér ársskammtinn þetta árið á
hljóm plötumarkaðinn. Það
þykja alltaf nokkuð merkileg tið
indi þegarþetta stórskáld folk-
rokktónlistar lætur frá sér fara
nýja hluti, en heldur hafa
menn þó orðið fyrir vonbrigöum
nú á seinni árum, þvi óneitan-
lega er glansinn farinn að mást
allnokkuöaf stórstirni þessu. Ef
undan er skilin platan Self
Portrait, þá eru sjálfsagt fáar
Dylan plötur sem hafa þótt jafn
ómerkilegar og tvær siöustu
plötur hans, Slow Train Coming
og Saved. Dylan varö nefnilega
fyrir þeim ósköpum að frelsast
fyrir örfáum árum, sem sjálf-
sagt heföi veriðallt ilagi ef bara
hann hefði ekki tekið sig til og
reynt að kristna allan heiminn
lika. Tvær siðustu plötur hans
eru þar af leiðandi ekkert annað
en trúarþrugl og þess konar
boöskapur á heldur litið upp á
pallboröið hjá mér.
Þaö eru þvi góð tiðindi að
hann skuliað mestuhafa látið af
þessum hvimleiða áróöri á nýju
plötunni Shot Of Love. Að visu
höfum við ekki alveg endur-
heimt gamla góða Dylan, þar
sem margir textanna fjalla um
ástina og vissulega hefur hann
ekki glataö trúnni alveg, en
þessirtrúarlegu textarhans eru
mun hófsamari en áður.
Þó að kjarni þeirra tónlistar-
manna sem leika meö Dylan á
Shot Of Love hafi einnig veriö á
Saved.þá er hljóöfæraleikurinn
þó mjög ólikur og mun
skemmtilegri. Breytingin er
helst sú aö heildarsvipurShot Of
Love er mikhi hrárri og ef ekki
væru þessar kvenraddir, sem
hann hefuralltof lengi notaö, þá
væri árangurinn áreiöanlega
betri.
Shot Of Love er spor i rétta átt
og hægt að kaupa hana til að
hlusta á,en ekki bara til að fylla
upp I safnið eins og tvær siðustu
plötur hans.
Pat Benatar—
Precious Time
Pat Benatar er einhver skær-
asta rokkstjarna Bandarikj-
anna idag.SIðasta plata hennar
Crimes Of Passion er þreföld
platinu plata i söluog fyrir lagið
Hit Me With Your Best Shot hef-
ur hún fengið gullplötu. Þar að
auki fékk hún Grammy verð-
launin og þaö telja Bandarikja-
menn hinn mesta heiður. Það er
nú samt svo aö til að geta oröiö
þessa heiðurs aðnjótandi veröur
viðkomandi að framleiða iðnað-
artónlist af verstu gerö. Og svei
mér þá ef Pat Benatar er bara
ekki með þeim skárri sem feng-
ið hafa þessi verðlaun nú á
seinni árum.
En Pat Benatar er ekki ein
um f ramleiöslu þessa, þvi henni
viö hlið stendur eiginmaðurinn
og gitarleikarinn Neil Geraldo,
en saman semja þau og útsetja
mestalltefni hljómsveitarinnar.
Nú hefur ný plata frá þeim lit-
iö dagsins ljós og ber hún nafniö
Precious Time. Salan á þessari
nýju plötu hefur heldur dckert
látið á sér standa og á tveimur
vikum var hún komin inn á topp
tiu I Bandarikjunum.
Sjálfsagt eru margir til sem
telja tónlist Pat Benatar til
villtrar rokktónlistar, en I raun-
inni er hér um steindautt geril-
sneytt rokk að ræða. Tónlist
sem aldreikemurá óvartog git-
arsólóin eru t.d. sum hver alveg
eins og þau hafi verið tekin beint
af Crimes Of Passion. Nýja
platan er þó heldur f jölbreyttari
og þvi skömminni til skárri.
Pat Benatar er þó ágæt söng-
kona meö góða rödd og á meðan
hún getur malað gull meö þess-
ari framleiöslu sinni er ósköp
skiljanlegt að hún haldi sig við
þessa formúlu. Þetta er bara
eins ogBretinn mundi segja not
my cup of tea.
LeoSayer—
Bestukveðjur
Þaö má segja að velgengni
Leo Sayer eigi rætur sinar að
rekja til ársins 1972 þegar hann
komst ikynni við umboðsmann-
inn og söngvarann David
Courtney og söngvarann og
leikarann Adam Faith. Sá sið-
amefndi gerðist umboðsmaður
Sayers og Courtney samdi lög
og texta hans.
Fyrsta platan, Silverbird, var
tekin upp I stúdiói sem Roger
Daltrey, söngvari Who, átti og
hreifst hann svo af tónsmiöum
þeirra, að þegar hann ákvað að
gera sina fyrstu sólóplötu þá
notaði hann einungis lög eftir
þá. Lagiö Giving It All Away
varð svo vinsælt með honum að
þar með hafði isinn veriö brot-
inn fyrir Sayer. Um haustiö 1973
sló hann i gegn með laginu The
Show Must Go On. A eftir fylgdu
Just A Boy, One Man Band og
Long Tall Glasses en það siöar-
nefnda varfyrsta hittiö i Banda-
rikjunum.
Éftir það lauk samstarfi
þeirra Courtneys og Sayers fór
að sem ja lög meö Frank Farrel
fyrrum Supertramp-meölimi.
Arið 1975 kom útplatan Another
Year og lagið Moonlighting af
henni náði miklum vinsældum.
Siöan hefur gengi Leo Sayer
verið svona upp og niður og þá
kannski aöallega niður. Hann
hefur þó engu að siöur af og til
komið með góð lög sem náö hafa
þokkalegum vinsældum.
Steinar h.f. hafa nú sent frá
sértvöfalda samsafnsplötu sem
nefnd hefur verið Bestu kveðjur
og hefur hún hvergi komiö út
áður. Reyndar var fyrir nokkr-
um árum gefin út með Sayer
einföld Best Of plata og ég held
að siðan hafi hann tæplega gert
svo mörg lög vinsæl að þau fylli
aöra plötu. En hvað um það
Sayer flytur ágætis húsmæöra-
rokk sem engan meiðir i eyrun
og sum lögin eru jafnvel svo
gripandi aö þau leggjast á mann
og láta mann ekkif friði. En tvö-
föld plata. Það er allt of stór
skammtur fyrir mig. Ég þoli
ekki meiren svo sem eitt tvö lög
i einu og min vegna mega liöa
nokkur ár á milli þess að ég
heyri þau.