Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 04.09.1981, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 04.09.1981, Qupperneq 26
26 „Lífið sjálft er absúrd, en bækur eiga að vera lógískar” i tvllyftu timburhúsi á Vesturgötunni býr hann Hafliöi Vilhelmsson. Hann er skáld, og hefur skrifaö fjórar bæk- ur. Fyrsta bókin hans hét Leiö 12, Hlemmur — Fell, þar á eftir kom út bókin Helgalok og svo bókin The Story of the black Cat. Nú I haust kemur svo, „Sagan um Þráin”, út hjá Erni og örlygi. Eftir aö Hafliöi var búinn aö hella kaffi I bollann, og ég var búin aö sannfæra hann um aö hann þyrfti ekkert aö vera feiminn viö mig spuröi ég hann hver Þráinn væri? Að langa í byltingu... „Hann er launþegi sem veit hvaö hann er aö gera. Hann er ekki fávls og skilur og veit hver staöa hans er I þjóö- félaginu.” — Er hann líkur þér? ,,Ég veit þaö ekki. Nei varla. En er þaö ekki svo með marga aö langa I byltingu en nenna ekki aö standa i henni sjálfir ?” Inn kemur Erlingur vinur Hafliöa. Hafliöi segir aö Erlingur eigi flottasta hjóliö I bænum. — Hvað meö söguna The story of the Black Cat? ,,Já, þaö er aö minu mati langbesta sagan min. Enda gaf ég hana út sjálfur. Ég skrifaði hana á ensku, þegar ég geröi þessa sögu haföi ég mestmegnis þýska vinkonu mina I huga.” Hafliöi gefur mér eintak af þessari merkilegu bók sem er einskonar dæmisaga af þvi hvernig köttur bregst viö ef eigandinn sýnir honum ekki væntumþykju. Gagnrýndendur skildu ekki bókina — Nú fékk fyrsta bókin þin góða dóma en sú næsta Helgalok fékk slæma útreiö hjá gagnrýnendum? „Já, þaö er ailtaf þannig meö fyrstu bókina. Þaö er allt- af veriö aö hlifa manni. Siöan kom bókin Helgalok. Gagn- rýnendur hreinlega skildu hana ekki. Sú gagnrýni sem birtistum hana i blööum fjallaöi ekkert um efni bókarinn- ar. Ég var i henni að fjalla um hina eilifu leit mannsins að þvi hvað væri sannleikur. Indverskir heimspekningar telja þaö vera Oröiö og Oröiö er hjá Guöi, og i bókinni Helgalok veröur þessi sannleikur til i oröinu, ómiö.” — Tókst þú ekki nærri þér þessa gagnrýni? „Nei þaö geröi ég ekki. Þaö var augljóst eins og ég sagöi áöan að gagnrýnendur skildu ekki bókina.” — Siöan ferö þú erlendis? Föstudagur 4. -September 1981 Rætt við Hafliða Vilhelmsson „Já, ég fór til Danmerkur og var i skóla þar i tvo mán- uði.” — Hvaða skóla? ,,Æ,ég veit ekki hvort ég eigi aö vera aö segja frá þvi. Hann hét Tvind. Þetta var skóli sem þóttist byggja á lýð- ræöislegum grunni. Þar byggðist allt á þvi aö allir væru meö i ákvaröanatektinni. Allt var rætt á fundum. Leið- beinendur komu og lögöu málin á boröiö fyrir nemendur og létu þaö lita út sem þeir réöu öllu. En auövitaö var þetta bara plat demokrati. Þaö voru þeir sem voru dug- legastir aö rifast sem fengu öllu aö ráða. Þannig er þaö alltaf.” Bóhemíska myndin af skáldunum Erlingur skýtur þvi inn aö ég eigi aö spyrja Hafliöa aö þvi hvaö honum þætti um kvenmannsböliö. Þvi þaö væri aö mati Hafliöa enn verra en áfengisböliö. Hafliöi bregst hinn versti viö og segir aö þetta séu orö Erlings en ekki sin. „Þaö eina sem ég hef tjáö mig um þessi mál er þaö aö mér finnst aö konur vilji einoka hússtörfin. Ég hef persónulega átt erfitt meö aö fá starf viö eldhús- og heimilisverk.” . — Hvar vinnur þú? „Ég vinn hjá heildsala.” — Hvernig kanntu við þig? „Þetta er eins og hver önnur vinna. Heildsalinn flytur inn allt þaö sem óþarft er. Svo sem sælgæti.” — Græöir þú á þvi aö skrifa? „Nei þaö geri ég ekki. Ég fæ litla peninga fyrir þaö. Ég fæ nitján og hálft prósent af forlagsveröinu. En bókabúö- irnar fá tuttugu og fimm prósent. Skáldin fá minnst borg- að af öllum þeim sem koma nálægt bókinni. En þetta fell- ur vel inn i þá bóhemisku imynd sem gerö en af skáld- um.” — Af hverju ert þú aö skrifa bækur. Skipta bækur fólk einhverju máli? „Þaö er búiö aö skrifa allar bækur sem eru þess viröi aö lesa þær.” Hef min persónulegu hint — Ert þú þá á egoflippi þegar þú skrifar? Skrifar þú um sjálfan þig? „Nei þaö geri ég ekki. Aö visu hef ég min persónulegu hint I öllum bókum. Ég kem t.d. fyrir I bókinni Leiö tólf. Þar er ég maður sem persónan hittir á Suðurgötunni og mér er lýst utan frá.” — En i bókinni Helgalok? „Ég kallaöi hana samverkandi sögu. Ég skáldaði i fólk sem ég þekkti. Svo réöi atburöarrásin bara þvi hvaö fólkiö geröi. Lilja var málpipan min, enda var hún ekki persóna heldur selur. Þaö er svo undarlegt aö þaö trúir enginn lif- inu eins og þaö er. Bækur lækka risiö á lifinu. Lifiö sjálft er absúrd, en bækur eiga aö vera lógiskar. Ég skrifa oftast þvert um hug minn. Þvi ég veit ná- kvæmlega hvaö ég vil ekki, en á erfiöara með aö skil- greina það sem ég vil. I dag snýst verkalýösbaráttan ekki um brauöiö, heldur hvort þú eigir Volkswagen eöa Mercedes Benz. Þaö ætti aö leggja niöur einkabilismann. En auövitaö er þaöekki hægt. Þarna sérðu, þaö er auövelt að hafa einhverjar hugsjónir en þaö er erfiðara aö lifa eft- ir þeim.” Vona að ég sé ekki krati — Hvaöa stjórnmálaskoöanir aöhyllist þú? Hafliöi hlær, ,,þú ert aö horfa á bækurnar á boröinu?” Bækurnar sem liggja fyrir framan Hafliöa eru um nas- ismann, og lif og ástir Hitlers. — Blaöamaöur veröur vandræöalegur, tja hvort ert þú sósialisti eða... fasisti? segir Hafliöi og brosir bliölega. „Ég vona bara aö ég sé ekki krati. Ég vona aö ég sé tækifærissinni, með plús merki fyrir framan. Ég er aö vona aö ég nýti mér þau tækifæri sem eru þess viröi aö þau séu nýtt.” — Ert þú giftur? „Nei ég er ekki giftingasjúkur. En þaö fer aö liöa aö þvi aö mig langi i þægilegan ruggustól og góöa útivinnandi konu. Hún gæti aliö mér börn sem væru á dagheimili svo myndi hún koma heim með börnin á kvöldin og svæfa þau. Ég hef mikinn áhuga á þvi aö gerast húsmóðir, þvi ég hef þá andvarpandi fórnarlund til aö bera. Þú veist eins og móöirin sem þjáist þegjandi og enginn tekur eftir fyrr en hún er farin.” — Næsta bók? „Þaö veröur bókin, Albúmiö. Otgefandi óskast sem get- ur haldið mér uppi i fimm mánuöi. Ef slikur útgefandi fyndist myndi hann umsvifalaust veröa settur inn.” Hafliöi glottir og heldur áfram aö ráöa i krossgátuna i Lesbókinni. Mynd: Jim Smart Viðtal: Elisabet Guðbjörnsdóttir

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.