Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 2
Föstudagur 18. desember 1981 hí^lgarpásturinn 0 Dagbókin farið, þvi konan skrapp i bæinn á bilnum og kom heim meö þær fregniraö keyrt heföi veriö á sig. Var þó i fullum rétti og fær allt tjóniö greitt Undirbjó æfinguna á morgun og sofnaöi um hálf tvö leytið. sömu lifsreynslusögur breska leikstjórans Peter Brook i hinni merku bók hans The Emty Space. Það sem gerir leikhúsiö nefnilega svona spennandi er að þetta er vinna meö lifandi fólki, þar verð- ur ekki unnið á uppbyggilegan og skemmtilegan háttnema vinna Ut frá fólkinu sjálfu og með þvi á staðnum hverju sinni. Þaö er mikill léttir þegar maður finnur oröið hjá sér öryggi til að vinna þannig. Siðasta klukkutimann asfi ég bara með þeim þremur: Sölku, Sigurlinu ogSteindóri, þ.e. Gunnu Gísla, Möggu Helgu og Steina, at- riðisem við höfum unnið þó nokk- uð i áöur þegar Steindór snýr aft- ur og gefur Sigurlinu skóna á Sig urlinna, sem þá er dáinn og þegar hann reynir við Sölku og gefur henni hringinn. Það er mikill létt- irað horfa á þessi atriði eftir alla ringulreiðina á hópæfingunni og þau leika atriðin eins og englar aftur og aftur, smálagfæringar hér og þar og Margrét Helga grætur jafn fögrum tárum í hvert skipti sem Steinþór fær henni skóna. Makalaust fólk, leikarar og unun að vinna með þeim, þeg- ar hæfileikar, áhugi og gagn- kvæmt traust er fyrir hendi. í hádeginu kemur Tóta Sigga með búningateikningarnar, það er farið yfir þær allar með hópn- um, sérhver persóna skoðuð og rædd, mér virðist fólkið yfirleitt nokkuð ánægt. Á þessu stigi hugsa að sjálfsögðu allir fyrst og fremst um sjálfa sig og ýmislegt sem við höfum haldið opnu fram að þessu vekur spurningar eins og: Á hann að vera með gler- augu? Verðum við þá ekki i stig- vélum? Búningarnir eru unnir út fráklæðnaði þess tima, sem verk- ið gerist á, en við leyfum okkur ákveðið frjálsræði, þegar svo ber undir, við erum ekki að setja upp sögulega heimildarsýningu. Ým- islegt sem i raun mætti flokka undir timaskekkju, getur komist nær þvi að hafa þau áhrif sem æskileg eru á leiksviðinu en endi- lega sögulegu „réttu” hlutirnir. Eftir æfinguna kemur reiðar- slag vikunnar: Fjárhagsáætlun borgarinnar hefur verið lögð fram. Framlag til Borgarleik- hússinssem var i lágmarki á yfir- standandi ári og hefði þurft að ti- faldast (þótt við geröum okkur kannski ekki vonir um að slikt fengist) hefur verið lækkað fyrir næsta ár. Katastrófa! Verktaki gaf greiðslufrest fram yfir ára- mót i ljósi þess að þá yrði hægt að greiða honum af fjárveitingu næsta árs, nú nægir hún ekki einu sinni fyrir skuldahalanum hvað þá áframhakiandi vinnu. Akveðið að efna til aukafundar i' leikhús- ráði með byggingarnefnd hið snarasta. Það er blóðugt, að allur sá timi og sú orka sem Leikfé- lagsfólk hefur á undanförnum ár- um og áratugum lagt i húsbygg- ingarmálin skuli enn ekki bera árangur. Hvar er menningarleg ábyrgðartilfinning borgaryfir- valda? Takmarkið er þó enn opn- un 1986. í fyrra var skotið upp flugeldum á gamlárskvöld fyrir nokkurn veginn þá upphæð, sem dugað hefði til byggingu Borg- arleikhúss eða var það áfengis- salandaginnfyrir gamlársdag?A að skora á þjóðina að notast við stjörnuljósogsötra berjasafa iár og gefa andvirði hins til leikhúss- ins? Hvar er töfrasproti ævintýr- anna? Hann er greinilega að verða það eina, sem bjargað get- ur málinu á þessum kaldranalegu efnishyggjutimum, þegar ekkimá lengur fjárfesta i andlegum verð- mætum. Það er svo erfitt að reikna út aröinn skilst manni. — Kvöldiö ererilsamt. Reyni aö vinna heimilisverk i klukkutima, þvæ eina vél og skelli mér svo i Þriðjudagur Afæturhálf átta með Baldri. í dag er leikhúsráösfundur. Þeir eru vikulega á hverjum þriöju- dagsmorgni. Tóta fer með Unni á dagheimilið i dag, mikill léttir að hafa endurheimt hana úr útlegð- inni á Akureyri, þar sem hún hef- ur verið undanfarnar fimm vikur við að sviðsetja Dýrin i Hálsa- skógi, en komin aftur i bili, þvi frumsýning verður ekki fyrr en eftir jól. Það tók óneitanlega nokkuð á kraftana á meðan hiln var i burtu að vera „einstæður faðir”með tvö börn, vera á kafi i hinni viðamiklu Sölku-sýningu og stjóma auk þess leikhúsinu, þó i raun sé það kannski það auðveld- asta af þessu þrennu þessa dag- ana. Kollegi Þorsteinn annast meirihlutann af daglegu amstri meðan ég vinn i Sölku auk þess æm Leikfélagið nýturþess að hafa frábæran framkvæmdastjóra, Tómas Zoega. Leikhúsráösfund- urinn án stórákvarðana, þó end- anlega gengið frá ráðningu leik- stjóra að siðasta verkefni vetrar- ins, irska leikritinu Translations eftir Brian Friel. Rætt um nokkur væntanleg verkefni næsta leikárs og hlut LR i Listahátið i' vor, en þar sem allar þær bollaleggingar eru leyndarmál i bili, er ekki meira um fundinn að segja. Oti er óbærilega kalt og þvi miðurer ástandið litið betra inni. A æfingunni kemur i ljós að þetta er einn af þeim ógæfudögum, beear ekki tekst að ná udd hita i hitalögnum hússins vegna frosts og iskalt alls staðar i húsinu. Leikararnir dúða sig i úlpur og trefla, idag ættuþeirað geta lifað sig vel inn i frosthörkur og skjól- leysi hreysEinna á öseyri. 1 raun er fólki ekki boölegt að vinna viö slikar aðstæður, ekki síst þar sem atriðin i dag eru fremur kyrrstæð og fámenn og litill hamagangur á sviðinu. En viö þraukum til klukkan þrjú. Eftir æfinguna tek ég Unni af dagheimilinu og leyfi henni að koma með mér inn á smiðaverk- stæði, sem er inni i Súðarvogi. Ætla að skoða leikmyndina og gá hvernig gengur, hún er væntan- lega á sviðið eftir helgina. Að sjálfsögðu hefur allt staðist sem smiðirnirlofuðu, sú deild er í góð- um höndum Ragnars Hólmars- sonar og félaga. Reyndar er erfitt að gera sér grein fyrir öllu fyrr en myndin er komin á sviðið, en bní- in hans Bogesens virðist ætla að koma vel út. Við ræðum um, hvort við'gætum sleppt þvi að hafa handrið á brúnni eins og gert hafði veriö ráð fyrir i' módeli, er- um sammála um að reyna að sleppa þvi, svo framarlega sem leikararnir treysta sér tilað leika þar án þess, en hæst er brúin tæp- ir 2 metrar. Dóttir min leyfir sér að lýsa þviyfir skýrtog skorinort að þeir hafi ekki vandað sig nóg, þetta séallt „beyglaö”. En svona á það nú einu sinni að vera, ieik- hússmiði er stundum svo undar- leg. Sæki Baldur i vinnuna á heim- leiöinni, hann vinnur sem sendill þrisvar iviku. Um kvöldið er for- eldrafundur á Osi, það kemur i hlut Tótu að fara núna. siálfur geng ég frá með börnunum, les fyrir Unni og hlýði Baldri yfir boðoröin tiu. Blaða i bibliusögun- um hans ileiöinni og kemst aö þvi aö viökomandi kennslubók hljóti að vera óbærilega leiðinieg fyrir Æfing á Sölku Völku — f.v. Steindór Hjörleifsson, Guðrún Snæfriöur Gfsladóttir, sem leikur Sölku, Hanna Maria Karlsdóttir, Sigurður Karisson, Sigrfður Hagalfn og Soffia Jakobsdóttir: Kafiinn sem fjallar um hina pólitisku vakningu f plássinu og við Þorsteinn áttum f einna mestum vandræðum með i leikgerðinni virðist ætla að ganga upp. Stefán, Tóta og börnin Unnur ösp og Baldur f eldhúsinu heima að loknu dagsverki. 10 ára börn. Mér sýnist hún reyndar sú sama og ég las sjálfur i gamla daga. Skrýtið! Eins og mér fannst alltaf gaman að bibliusögum. Hann fellst á aö passa systur sina seinna um kvöldið og ég þeytist i bæinn og vinn með búningateiknaran- um i klukkutima, þvi að við ætl- um að sýna leikurunum teikning- arnar næsta dag. Við Tóta hitt- umst þar eftir ós-fundinn og kvöldinu lýkur i ánægjulegum fé- lagsskap bandarisku sendiherra- hjónanna, sem hingað eru ný- komin og hafa hóað f okkur ásamt Þorsteini og Vallý, Kjartani Ragnars og Gunnu As. Sendi- herrahjónin höfðu verið að sjá Jóa um kvöldið, mjög hrifin. Setið við notalegt rabb fram til klukkan tvö og brandaramir fljúga. Kjartan og Guðrún ný- komin úr þriggja mánaða ferða- lagi um Evrópuog Bandari'kin og frá mörgu að segja og þau Brement-hjón vfðförul, viðfelldin og með einlægan áhuga á menn- ingarmálum, enda er hún fyrr- verandi leikkona, nú rithöfundur og hann greinilega málasjenf, flytur reiprennandi ræður á is- lensku eftir tveggja mánaða dvöl hér. Miðvikudagur í dag er aðeins hlýrra í húsinu en i gær, þó langtfrá þvi aö vera viðunandi. 1 dag er strembin æf- ing. Fyrsta æfingin á stofnfundi verklýösfélagsins á Óseyri. Tólf til fjórtán leikarar á sviðinu i fimmtimaæfingu þar sem éndur- taka þarf tiu tuttugu og þrjátiu sinnum sömu hlutina, þvi að allt- af þarf að líta i ný horn, fá öllum verk að vinna, skapa lif, átök og eldmóð hugsjónanna á sviðinu. Þótt æfingin sé þreytandi er hún skemmtileg frá minu sjónar- horni. Ég minnist þess þegar maður var aö stiga sin fyrstu spor i leikstjórn og reyndi að vinna fyrirfram heima út hreyfingar og hegðunpersónanna og rak sig svo á það, þegar á sviðið var komið, að þótt krossar á pappir eöa rak- bursti og eldspýtustokkur færðu sig eins og hæstvirtum leikstjóra þóknaðist á grunnplani af sviðinu, fór allt úr skoröum þegar gera átti sömu hluti með leikurunum. Þeir voru misstórir, hreyfðu sig mishratt, höfðu mishátt osfrv. þannig að útkoman varð gjörólik þvi sem til stóð. Það var lika skemmtilegt að lesa nokkrum mánuðum seinna nákvæmlega

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.