Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 4
28 ___________________________Föstudagur 18. desember 1981 h^lgarpn^tl irinn ST/KLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐ/NU Líkaböng hringir Helgarpósturinn birtir brot úr nýrri bók Gunnars Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út fyrir jólin Eiginlega eru tvennar orsakir þess, að ég hef verið að þróa meö mér þá hugmynd i nokkuö mörg ár aö rita bók um eins árs dvöl mi'na á Hólum i Hjaltadal við skóla- stjórn og bústjórn fardagaárið 1961-62. Fyrra tilefnið er sá atburður, er Ingólf- ur Jónsson, landbúnaðarráðherra, rétti mér sjálfblekunginn sinn yfir ráöherra- borðið og sagði mér að skrifa þarna hjá honum á borðshorninu eigin hendi afsögn frá skólastjóraembættinu á Hólum, en honum til fulltingissatþar inni hjá honum Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, áður húsbóndi minn. Annar kafli þessarar bókar, Hólamál 1961-62, segirfrá aðdraganda þessarar örlagariku embættisafsagnar i lifi minu. Sem éggekk leiöina útfrá ráðherra nið- ur stigann i Arnarhvoli, lit i svalt og bjart vetrarveðrið, þyrmdi yfir mig sárari og meirihöfuöverkur en ég hafði áður þekkt, en samtímis glumdi i höfði minu sem kröftugur klukknahljómur væri. bá komu til min i hugann orðin: ,,NU glymur Lika- böng”, en þessi þjóðsaga hafði þó ekki veriö i huga minum þessi langgengnu spor Ur ráöuneytinu, heldur var hugur minn bundinn við frásagnir af samskipt- um Oddaverja og Sturlunga til forna. Hið annað tilefnið var svo nokkrum vik- um seinna eftir margs konar orðasukk og blaðskrif um sköla- og bústjórn mina á Hólum,er mér barst til eyrna eftirfarandi kersknisvisa eftir landsþekktan hagyrð- ing, Rósberg G. Snædal: „Hart leikur Gunnar Hólastól, höfuðból feðra vorra. Nemendur féllu fyrir jdl, en fénaðurinn á þorra.” bá varð mér aftur brugðið og öðru sinni var sem Likaböng hringdi i höfði minu. Snjöll kersknisvísa verður langlif. Nú ólg- aði i þingeyskum metnaði mi'num. Ég hafði ekki sem barn og ungmenni hugsað mér að eignast langlifi i sögu þjóðar minnar i snjallri kerknisvisu. Hvaða metnaðarmaður sættir sig við að hverfa inn i sögu þjóðar sinnar sem ein- hverskonar,,Arni i Botni”? en um hann var ort þessi kerskni: „Arni i Botni allur rotni, ekki er dyggðin fín. bjófabæli, það er hans hæli, þár semaldrei sólin skín.” 1 Norðurlandi hefur ætið verið litið á það sem talsvert hlutverk að eiga örlög með Hólum i Hjaltadal. bangað fór ég þvi sem maður með „hlutverk” og mun það koma fram ibók minni, hvemig ég leit á það hlutverk og vildi rækja þaö. Ég vil þvi reyna með skrifum minum að sýna fram á, að sá mikli staður i sögu og vitund þjóð- arminnar.Hólari Hjaltadal, varð ekki að neinum „Botni” undir stjórn minni, þótt litið væri um sólskinið i Skagafirði, þetta ár, sem ég var þar. begar ég svo skoða atburðarásina i lifi minu og aðdraganda þess að ég ræðst að Hólum og hvernig útreið ég fékk þar, þá veröur mér ljóst, að þarna er um að ræða eins konar brotsjó i lifi minu, knúinn til falls af langsóttri undiröldu, sem fékk orku sina frá margvislegum afskiptum minum af félagsmálum cg stjórnmálum i tvo árattugi. Mér mátti vera ljóst, að ég hlyti að lenda ieinhvers konar árekstrum vegna meðfædds eðlis mi'ns og uppeldis. Hvortégá eðlislæga hrifningu afhugsjón- um og umbótaviðleitni meiri en i meðal- lagi, get ég ekki um dæmt,en heima i bingeyjarsýslu i bernsku minni og æsku ljómaði sli'k hrifning um allt, i hverju heimili og i flestra manna sálum. A tvennum slikum heimilum ólstég upp, hjá foreldrum minum á Húsavik og á Hall- dórsstöðum i Laxárdal, hjá Hallgrimi berbergssyniog Bergþóru Magnúsdóttur. Við gripum svo aftur niður i' bókina að- einssiðar, þegar Gunnar er kominn heim að Hólum sem skólastjóri: Bústörfin gengu hljóðalaust þetta sum- ar, þótt heyskapartið væri m eð þvi versta sem gerist, þvi að ég haföi framúrskar- andi duglegtog samvizkusamt starfsfólk, og það rikti glaður og léttur andi á staðn- um. Mestar áhyggjur hafði ég af fjár- skorti þvi að ég lagði i svo margar fram- kvæmdir, sem ailir töldu vera nauðsyn- legar, og þegar ég ræddi við ráðuneytið, þá fékk ég aldreinein afgerandi svör um, hvaö ég mætti láta gera, heldur sagði þar hver maður, sem ég ræddi við: bú lætur gera það nauðsynlegasta. bá var örðugt að ákveöa hvað væri ekki það nauðsynleg- asta. Ég réð fólk til aö endurreisa stað- inn, ýmis hús, rafmagn, vatns- og skólp- leiðslur. Eitt ergöi m ig verulega á þessu sumri i samskiptum við Ingólf Jónsson og aðra flokksmenniReykjavik. begar ég kom að Hólum fyrst, sá ég tvo benzintanka þar standandi, báða illa fama, annar var frá ESSO.en hinn frá BP,og var hann skakk- ur, hallaöi miklu meira en turninn i Pisa. Ég fór til forstjóra beggja þessara fyrir- tækja og sagöi þeim, að ég vildi ekki skipta við 2aðilameöoliuvörur, hins veg- ar þyrfti aö setja upp tvo nýja tanka; ann- an fyrir benzin en hinn fyrir diseloliu og auk þess þyrfti að byggja við tankana af- greiðsluskúr, eins og viðast hvar var á sölustöðum þessara vara. Aður en vikan var liðin voru Essó-menn komnir og gerðu það sem beðið var um. Nústóö þarna B.P. tankurinn skakkur og illa farinn, staönum og fyrirtækinu til skammar. Ég hringdi i Hrein Pálsson og sagði honum, að málin væru leyst og bað hann að láta fjarlæga tankinn eða heimila mér að henda honum. Hann varð hinn versti og hótaði mér sýslumannsheim- sókn ef. ég snerti þetta járnarusl. Svo komu sendimenn frá B.P. beir voru i fyrstu hinir elskulegustu, ég var lika elsku- legur.en sagði þeim að það kæmi ekki til mála að þeir settu tank upp á staðnum, þvi að hinir hefðu orðið fyrri til. bá þyngdist brúnin á starfsliði söngvarans (Hreinn Pálsson var þekktur einsöngv- ari) og nú fóru þeir að hafa i hótunum, ég mundi ábyggilega hafa verra af, ef ég léti ekki undan, og eitthvað ráðguðustþeir við flokksbræður mina á Sauðárkróki, sem Bjarnasonar sem lika höfðu orðið fyrir vonbrigðum með viðskiptahætti mina, fannst ég full trygg- ur viö kaupfélagið og sinnti þeim of litið i viðskiptum. Sannleikurinn var sá, að það voru rótgróin viöskipti Hóla-búsins við kaupfélagið, og skóli og bú skuldaði þar stórfé að staðaldri. begar kaupmenn á Sauðárkróki ræddu um þessi viðskipta- mál við mig, benti ég þeim á þetta, og ég man að ég sagði við góðan kunningja minn, Harald Bjarnason, að mér fyndist ég sýna mig i héraðinu sem aumkunnar- legt flokksþý og ræfil, ef ég færi að beita flokkspólitfskum vinnubrögðum i við- skiptum. Sjálfstæðisflokkurinn hefði verzlunarfrelsi á stefnuskrá sinni, og ég mundi þvi beina viðskiptum skóla og bús þangaö sem mér byöustbeztkjör og þjón- usta. Ég benti honum einnig á, að búið skuldaði K.S. hundruð þúsunda, þegar ég tók við, og spurði hann, hvort Sjálfstæðis- flokks-kaupmenn myndu vilja greiða þessa skuld og gera mig frjálsan. Ef svo væri skyidi ég ræöa við þá á þeim grund- velli að gera mér tilboð i'viðskipti á móti K.S. Eftirþetta samtal, ræddum við Har- aldur ekki meira um verzlunarmál og ég verzlaði við hann eftir ástæðum. Hins vegar þótti mér verzlunarfélagið, sem Sjálfstæðismenn höfðu reist á rústum kaupmannsverzlunar, sem þarna hafði verið um tima, ekki aðgengilegt fyrirtæki og var þvf raunar komið upp af póliti'skum ástæðum. bað Iifði þá i Skagafirði i glæð- um þessarar gömlu sálsýki Sjálfstæðis- manna, að kaupfélag og Framsókn væri það sama og hvort tveggja jafn slæmt. Mér fannst þetta pólitíska viðhorf flokks- ins ætið litið sannfærandi, þvi að kaupfé- lögin eru öllum opin og öllum frjálst að verzla við hlið þeirra. betta var að minni hyggju allt leikaraskapur og sýndar- mennska i pólitiskum flokksátökum, þvi að það eina, sem Sjálfstæðismenn gátu gert af viti og áttu að reyna, var að berj- ast með rökum og skipulögðu starfi til valda i þessum félagsskap. betta hafa þeir hins vegar ekki getað og munu aldrei geta, og það af þeirri einföldu ástæðu, aö þeir eru minni félagshyggjumenn en Framsóknarmenn og aðrir vinstri-menn, sem ráða þessum félagsskap. I einstakl- ingseðlinu og sérhyggjunni felst styrkur Sjálfstæöisflokksins. betta eðli er rikt i fari íslendinga, og þess vegna hefur flokkur- inn verið stór. Eðli sinu samkvæmt á þvi Sjálfstæðisflokkurinn að standa vel við bakið á kaupmönnum og standa vörð um sem viðtækast verzlunarfrelsi, en ekki að reyna að apa upp vinnubrögð og lifsmáta Framsóknarmanna eöa sósialista. Sam- kvæmt eindregnum tilmælum Ingólfs Jónssonar lagði ég þó inn i Verzlunarfé- lagið um helminginn af dilkum Hólabús- ins um haustið. Seint i ágúst hringdi i mig af skrifstofu Sjálfstæðisflokksins þáverandi fram- kvæmdastjóri hans, borvaldur Garðar Kristjánsson, sanngjarn maður og vel- viljaður. begar ég kom á vettvang sagði hann mér, að Hreinn Pálsson hefði kært mig fyrir landbúnaðarráðherra og flokkn- um fyrir að neita að kaupa af sér oliur, og hefði verið óskað eftir því við sig, að hann ræddi við mig sem Sjálfstæðismann um það, að ég léti flokksbræður njóta við- skipta við Hólastað fremur en kaupfélög og aðra „andstæöinga”. bað þyrmdi yfir mig. Var þetta mögulegt? Gat flokkurinn orðið svona smár? Ég fékk höfuðverk og þennan sérkennilega hlustarverkshljóm, sem ég Iöngu seinna kallaði og siðan hef kallað: „Likaböng hringir”.Ég þagði all- nokkra stund, en hins vegar sá ég, að bor- valdur Garðar tók ekki þetta alvarlega og talaði til mín i léttari dúr, þegar hann sá, hversu mér brá. Loks sagði ég: „Nú, svo það eru þá lika oliublettir á Hreini söngv- ara” —sbr.erindi úr visu Karls Isfeld um stjómmálamennina Ásgeir Asgeirsson og Héðin Valdemarsson. Héðinn var samtímis forstjóri B.P. og formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, háskólagenginn hagfræðing- ur, formaður Jafnaðarmanna, þar i vinstri arminum, og einn rikasti maður landsins, og svo þar að auki mágur Hreins Pálssonar, sem kominn var af Utgerðar-- aristókrötum við Eyjafjörð. Að Héðni látnum tók þessi mágur hans við fram- kvæmdastjórn B.P., sem þá breyttist úr þvi að vera bakhjarl Jafnaðarmanna i að verða bakhjarl Sjálfstæðismanna. Svona sigla oft pólitisku duggurnar I landi okk- ar. Skáldið Karl ísfeld var á þessum tima að reyna að leysa þá bragþraut að rima á móti orðunum Boðn og Hveðn. Annað er, eins og flestir vita, hom öðins með skáld- miði, en hitt er eyja við Sviþjóð. betta gerðist á krepputimanum, þegar komm- Unistarnir voru að sundra Alþýðuflokkn- um, en þar voru Asgeir og Héðinn i for- ystu. Karl tsfeld kvað: Seint munu þorna Són og Boðn, seint munu Danir vinna Hveðn. Ekki minnkar Ásgeirs loðn: oliublettir sjást á Héðn. — betta langa innskot þurfti ég að hafa til að skýra orð min við borvald Garðar, þegar Likaböng hafði glumið i eyrum mér. Svo var barið á dyrnar, og inn kom kunningi okkar beggja, Sigurður Ágúst- son alþingismaður og kaupmaður i Stykk- ishólmi. Ég sagði honum strax, hvað þarna var á dagskrá og vonaðist til að hann tæki þátt i hneykslun minni, en hvað skeði? Sigurðurbara hló, hló svo innilega og sagði svo eitthvað skemmtilegt. Við fóram allir að hlæja. Slæmt var, aö Hreinn söngvari skyldi ekki vera þarna með. Annað skipti, sem yfir mig þyrmdi verulega i samskiptum við Ingólf, var i janúar um veturinn. Vegna hinna miklu framkvæmda á Hólum skuldaði ég orðið mjög mikið um áramótin, því að fé hafði ekki legið á lausu i ráðuneytinu, þótt mér væri alltaf sagt að gera það nauðsynleg- asta til úrbóta á staðnum. Menn og við- skiptastofnanir reyndust mér vel og lán- uðu mér gjarna og leyf ðu mér að skulda fram á nýár, en þá átti ég von á nýrri fjárveitingu. Svo kom nýárið og ég hélt suður til að fá peninga tilað greiða skuldir. Vegir suð- ur voru tepptir vegna snjóþyngsla en þó bilfært til Akureyrar og þaðan var flogið suður. borvarður Kjérúlf borsteinsson, fulltrúi á Landbúnaðarráðuneytinu, lét mig hafa um eina milljón af framlagi til skólans fyrir árið 1962, sem var miklu meira en eðlilegtvar, en gert i'von um, að Alþingi mundi þa um veturinn veita auka- fjárveitingu til hinna nauðsynlegu framkvæmda á staðnum. w Égsýndihonum lista yfir þær 38) skuldir, sem ég ætlaði að ly Hólar I Hjaltadal „Þetta erbók um idjót" segir Gunnar Bjarnason ráðunautur LtKABÖNG HRINGIR heitir bók eftir Gunnar Bjarnason ráðunaut, sem kemur út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar um þessar mundir. t bókinni fjallar Gunnar m.a. um eins árs skólastjóradvöl sina viö Bændaskólann á Hólum i Hjaitadal, forsögu þess og eftirmál. Helgar- pósturinn birtir i dag kafla úr bók Gunnars, og var af þvi tilefni hafl samband við hann, og hann beöinn að segja öriitið frá bókinni. „bað er margur hræddur við hana, en það er ástæðu- laust. bað eru ýmsir, sem halda, að ég sé með árásir á menn, eða lýsingar eins ogkollega minn Steingrim- ur Steinþórsson. Að visu lýsir hún mönnum, en allt út frá málefnum”, sagði Gunnar. „Ég hef nú sagt, að þetta væri eiginlega bók um idjót”, hélt Gunnar áfram. „Idjótinn er Gunnar Bjarnason. bessi idjót hélt að hann ætti að taka alvar- lega menntun sina, kunnáttu og umbótavilja, en valdið i landinu virtist aldrei kæra sig um það. Annað hvort var maðurinn, sem þarna er sagt frá.idjót gagnvart valdinu og skildi það ekki, eða svo mikill idjót, að það var ekki hægt að móta hann. betta er að sumu leyti viðvörun til ungra manna að fara ekki inn i opinbert lif, ef þeir passa ekki inn i það mentalitet, sem alltaf fylg- ir valdsmönnum. Menn þurfa að þjóna valdsmönn- um til valds og menn eiga ekki að mennta sig i at- vinnumálum, það skiptir engu máli, og ekki að fara inn i opinbert lif, heldur vinna sjálfir.” Gunnar Bjarnason Auk þess að segja frá veru Gunnars á Hólum, en þar var hann látinn segja upp eftir sjö mánaða vist, segir bókin frá ýmsum öðr- um málum, kynnum Gunnars af stjórnmálum, unglingsárum o.fl. „Ef þessi saga idjótsins gengur vel, og ef menn vilja fræðast um hvernig idjótstarfar i þjóðfélaginu, þá hef ég efni. I ættbók og sögu þessari hætti ég 1962, eftir að ég kem frá fram- haldsnámi og þurfti að byrja nýtt lif. Ég á efni i framhaldi af þvi um sam- skipti við Sjálfstæðisflokk- inn og búnaðarþing frá ár- unum 1962 til dags dato” sagði Gunnar Bjarnason ráðunautur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.