Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 6
30 Föstudagur 18. desember 1981 he/garpúsfurinn EIN FERÐ NIÐUR LAUGAVEGINN Enn einu sinni nálgast jólin og áramótin. Enn einu sinni spyr ég sjálfan mig, hvernig á þvi standi aö mér viröist ómögulegt aö fylgj- ast meö timanum. Mér finnst ekki lengra siöan en i gær, aö ég rölti heim úr verslunarleiöangri á Þorláksmessu, berandi meö mér brúnan teketil til aö gefa konunni i jólagjöf. Hvaö get ég gefiö henni núna? Annan teketil? Þaö væri kannski ekki svo galiö, ef ég heföi ekki veriö minntur á þaö eftirminnilega i fyrra, aö hún drekkur ekki te og hefur aldrei gert. Égséreyndar ekkertathugavert viö þaö aö eiga tvo katla. Og svo veit maður hvar þeir fást. 1 fyrra rölti ég niöur Laugaveginn (sem fróðir menn segja mér að sé lengsta og fjölskrúöugasta kramaragata noröan Alpafjalla og kannski viöar) og leitaði að jólagjöfum handa ástvinum minum. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Eg fann ekki neitt. Ég reyndi að rifja upp sjónvarpsauglýsingarnar, þvi aö þaö er jú af þeim sem maöur lærir hverjar raunverulegar þarfir og langanir manns eru, en eins og fyrri daginn mundi ég ekkert nema nokkur glorraleg viðlög. Þaö eru i sannleika sagt þungbærar pinslir sem viðskiptaheimurinn leiöir mann i á hverju ári. Jólafriiö er vitanlega sá timi árs, þegar maður á aö njóta þess að vera heima hjá sér og gera sem minnst. Þetta reyni ég að segja sjálfum mér i hvert sinn sem ég verö var viö auglýsingafarganið i útvarpi og sjónvarpi og þegar ég verö aö moka mér leiö að husdyr- unum gegnum haug af ósmekklegum auglýsingabæklingum af ýmsu tagi. Ég segi þetta viö sjálfan mig þegar læonsmennirnir eru farnir aö streyma aö dyrum minum i friöum og velklæddum fylk- ingum, bjóöandi Ijósperur, jólapappir, jólakökur eða prjónles til ágóða fyrir bágstadda læonsmenn. Nei takk, segi ég, i ár ætla ég ekki aö vera meö. í ár ætla ég að velja jólamatinn, skipuleggja heimiHsfriöinn og búiö. En þaö er ekki hægt. Hvað heldurðu að Birgir i Eyjafirðinum segief hannfær ekki frá þér jólakort? Eða Bjössi á Grenivik? Ætlarðu ekki aö senda neitt til norsku vinanna? spyr konan stóreyg — og þar með er ég lika kom- inn inn i hringiöuna og farinn aö velja varninginn finan fyrir vinina. Ég geröi einu sinni tilraun til aö sleppa frá þessu öllu saman. Ég keypti mér hangikjötslæri, slengdi þvi i aftursætið á bilnum, kom við i Rikinu á leiðinni úr bænum og brunaði svo noröur alla vegi og lofaði sjálfum mér,og öörum, aö birtast ekki meöal manna fyrr en einhvern tima i janúar. Þau jól voru einhver þau þungbærustu sem ég hef lifað. Það var ekki nóg með aö ég stæði i svotil stanslausum snjómokstri og veg- villum einhvers staöar á ókunnum og óbyggöum svæöum, heldur fór timinn i eilifa leit að nothæfum simum, svo ég gæti hringt og látið vita af mér. Það er miklu einfaldara að vera bara heima. Fullhraustur karl- maöur eins og ég, á aö lifa af eins og eitt auglýsingaflóð. Ég loka bara eyrunum. Tek ekki eftir neinu. Og þegar liöur að lokun verslana á Þorláksmessu, hleypi ég i mig kjarki og rölti eina ferð niöur Laugaveginn. Þaö þarf ekki aö taka svo langan tima. Ég veit hvar þeir seija þessa tekatla. Skákþrautir t þessum þætti skulum viö halda aðeins áfram viö að kynna skákdæmi. Litum á þaö dæmi sem hér er sýnt. Staðan einkennist af leppunum. Svarti Mát I 2. leik hrókurinn leppar drottninguna, hún leppar aftur riddarann og loks er hrókurinn leppur biskupsins. Hvorki hrókurinn né riddarinn geta hreyft sig en drottningunnimá renna fram og aftureftir f-linunni, hún er linu- bundin. Ekki þarf að horfa lengi á myndina tilþessaö sjá aösvart ur er patt, hann getur engan mann hreyft. Fyrsti leikurinn hlýtur þvi aö eiga aö losa hann úr þeirri prisund. Maður sér fljótlega aö vonlitiö er að sleppa svarta kónginum út á 5. eða niður á 3. reitaröð, þá er hann sloppinn út. Athyglin beinist þvi að drottningunni. Viö reynum að renna henni eftir linunni. Df7 er sýnilega tilgangslaust, Df6-(- sömuleiöis, svartur hirðir drottninguna. Df5 gengur heldur ekki, þvi aö þá sleppur kóngurinn til e3. Þá er aðeins eftir Df3. Svartur getur nú aö- eins hreyft riddarann. Viö Rg5, Rd2 eða Rd6 á hvitur svarið Hd5 mát. Svartur getur reynt aö hindra hrtkinn með Rc5, en riddarinn hindrar þá eigin kóng og hviturgetur mátað meö Hb4. Og viö Rc3 er svarið bxc3 mát. Loks getur svartur leikið Rf6. Þá er drottningin frjáls og mát- ar: Dd3. Þetta siöasta afbrigöi segir höfundur dæmisins að sé þemaþess: linubundnum manni (drottningunni) erleikið i fyrsta leik,hún afleppar svartan mann (riddarann), hann afleppar aftur hvita manninn og gerir honum kleift aö máta. Lepparnir og afleppanir eru algengt þema i tvileiksdæmum. Höldum áfram með annað dæmi eftir sama höfund sem er viökunnur skákdæmahöfundur og hefur ritaö bækur um skák- dæmi og skákdæmalausnir. Þegar litið er á myndina sést aö svarti kóngurinn er skoröaöur svo aö hann getur sig ekki hreyft en aörir menn hans eru hreyfanlegir, svo aö hann er ekki i neinni leikþröng. At- hyglisvert er einnig aö kynni kóngurinn að hreyfa sig siðar hefur það i för meö sér fráskák á kóng hvits. Sömuleiöis er hugsanlegt aö Rb5 veröi siðar leikið meö fráskák frá hrókn- um. Uppstillingar af þessu tagi kalla skákdæmamenn batteri. Manni gæti dottiö i hug að leika Ha5-a6 til þess að hóta bæði He6 og Hh5 mát. En svart- ur verst þeim hótunum auöveld- lega meö Bd6. Einnig kemur Ha4 með hótuninni He4 mát upp i hugann en þar á svartur lika auðvelda vörn: Rc3. Maður skyldi þó ekki eiga aö gefa svarta kónginum lausan tauminn? Viö getum reynt 1. Rc2. Þá á kóngurinn reitina f5 og d5 og skákar i bæöi skiptin. En við nánari athugun sést að það erekki svo hættulegt: 1. Rc2 Kf5-f 2. Rd6++ og mát. Eða 1. Rc2 Kd5+. 2. Rc7++ og mát. Að loka þannig fyrir skák á hvita kónginn og skáka þeim svarta um leið er kallað að krossskáka. Liklega er rétt aö benda á aö 1. Rc2Kf5+ . 2. Rc7+ er ekki mát, svartur getur boriö peöiö fyrir skákina hvitur verður aö tviskáka til þess að ekki séunnt aö bera fyrir. Þá er KENNETH S. HOWARD að lita á önnur svör svarts. Hann getur leikið biskupnum, en þá drepur Rb5 biskupinn, fráskákar og mátar um leið. Svipað eraö segja um leikina 1. - Ra3 og 1. - Rc3: hvitur tekur riddarann og mátar um leið. Þetta litur tjómandi vel út, en erum við búin að athuga alla svarleiki svarts? Nei, þvi miöur, einn leikur hefur gleymst: 1,- e7-e6. Eftir það svar er ekkert mát. 1. Rc2 var þvi ekki lausnarleikur heldur aöeins villuljós og þaö raunar býsna villandi, þvi aö leikurinn leiðir til máts i öllum afbrigöum nema einu. Eftir 1. Rc2 e6 2. Rc7+ sleppur kóngur- inn til d6. Er nokkur leið til að valda d6? Viö reynum annan riddaraleik: 1. Re3-f5.Nú dugar e6 ekkilengur: l.Rf5e62. Rb5á hvaða reit sem er. Og hin af- brigöin eru eins og áður t.d. 1. Rf5 Kxf5+ 2. Rd6++ og mát. Þetta er snoturt dæmi um krossskákir en i þvi kynnumst við einnig ööru sem aö jafnaði er talinn galli á dæmi: Eftir 1. Rf6 e6 er hægt aö máta með hvaöa leik riddarans á b5 sem erogsama gildirum 1. Rf5Rd2. Yfirleitt þykir betra aö ekki sé nema ein leið til máts í hvert sinn að ekki sé hægt aö velja um leiðir eins og hér var, en hér skiptir þetta ekki miklu máli. SPILAÞRAUT S A-+2 H A-D-2 T 8-6-4-2 L 6-+2 S D S G-10-8-6 H G-10-9-8-7 H 6-5-4-3 T 10-9 T 7-5-3 L D-10-8-5-3 L 9-7 Suður spilar sex apaöa. Vestur lætur út hjarta gosann. Tekinn á blankan, konginn. Siðan er tekiö á ás og kóng i báðum láglitunum. Spaða fimminu (áriöandi!) spilaö og tekið með ásnum i borðinu. Þá er tekiö á ás og drotnningu i hjarta, Við hendum tigul gosa og drotnningunni. Nú er tigul áttan i borðinu oröin frislagur. Við tökum hana og hendum laufa gosanum. NU er staöan þessi: S 4-2 H - T 6 L 6 skiptir S G-10-8 ekki máli H 6 T- L- S K-9-7-3 H - T- L - S K-9-7-5-3 H K T A-K-D-G L A-K-G iQjoq i uinumijet} Qaui jeduioj}jijX jnjaS jnjsny 'QiQfs jrqæi ‘Jnja3 jnQns Qiuun Já Qílids So jnjsneuinuSaSjQeuiASja ubqis 3o uinujisuij Qaui jnQns jeduiojj ecj ua ‘Qixas ejjefq Q!4?l euni} ejpi qb jnQjaA jnjsny 'íQJoq jp jnjsiA} eQeds 11= Hitaveita * Reykjavíkur óskar eftir að ráða tækniteiknara til starfa nú þegar, vélritunar og enskukunnátta æskileg. Upplýsingar um starfið gefur örn Jensson bækistöð Hitaveitu Reykjavikur að'Gxensásvegi 1. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík Staða deildarverkfræðings eða deildar- tæknifræðings við byggingadeild borgar- verkfræðings er auglýst til umsóknar. Verksvið er gerð kostnaðar og timaáætl- ana vegna nýbygginga og viðhalds og um- sjón með slikri áætlanagerð. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skulu sendar til forstöðu manns byggingadeildar, Skúlatúni 2 fyrir 1. jan. n.k. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! IFERÐAR Þetta umteröarmerki táknar að innakstur er öllum bannaður — einnig þeim sem hjólum aka. ux0”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.