Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 14
38
Samkeppni
um hönnun jólafrímerkis
Frímerkjaútgáfunefnd á vegum Póst- og síma-
málastofnunarinnar efnir til hugmyndasamkeppni
um „Jólafrímerki 1982“ í samvinnu við F.Í.T.,
Félag íslenskra auglýsingateiknara. Gert er ráð
fyrir tveimur verðgildum með samstæðu þema og
er frjálst að skila tillögum að öðru eða báðum.
1
2
3
4
5
6
7
Stærð merkisins skal vera 26x36 mm.
* Teikningum skal skilað í minnst fjórfaldri og
mest sexfaldri stærð á karton að stærð A4.
Teikningarnar skulu gefa sem gleggsta mynd
af útliti merkisins. Merkin verða prentuð
í allt að 6 lita djúpþrykki („sólprent”).
Athygli skal vakin á því að sé negatívt eða
hvítt letur látið ganga í gegnum marga liti,
skapar það erfiðleika í prentun.
Verðgildi merkisins verður þriggja stafa
tala.
Áletrun: ÍSLAND, Jól 1982.
Ritari og trúnaðarmaður keppninnar er
* Rafn Júlíusson hjá Pósti og síma við Austur-
völl í Reykjavík (póstfang: Pósthólf 270,
121 Reykjavík) (sími 26000) og veitir hann
nánari upplýsingar ef óskað er.
Tillögum skal skilað fyrir 15. febrúar 1982 til
* trúnaðarmanns keppninnar eða í ábyrgðar-
póst áður en frestur er útrunninn og gildir þá
póststimpill dagsins.
Tillögur skulu merktar kjörorði og nafn
höfundar og heimilisfang fylgja með í lok-
uðu, ógagnsæju umslagi merktu kjörorði
eins og tillögur.
Dómnefnd stefnir að því að ljúka störfum
* fyrir 15. mars 1982 og mun birta niðurstöður
sínar fyrir 1. apríl 1982. Efnt verður til sýn-
ingar á þeim tillögum sem uppíylla skilyrði
keppninnar.
Veitt verða þrenn verðlaun að upphæð
* kr. 47.500- sem skiptast þannig:
1. verðlaun kr. 25.000
2. verðlaun kr. 15.000
3. verðlaun kr. 7.500
Verðlaunin eru ekki hluti af þóknun teikn-
ara fyrir útgefið merki og verða laun að öðru
leyti greidd í samræmi við laun fyrir önnur
frímerki.
Útgáfunefnd áskilur sér rétt til útgáfu á verð-
* launuðum tillögum og/eða að kaupa aðrar
tillögur til útgáfu en þær sem hljóta verð-
laun.
Dómnefnd skipa:
* Frá Frímerkjaútgáfunefnd:
Hálfdan Helgason
Jón Skúlason
Frá F.Í.T.:
Hilmar Sigurðsson
Pröstur Magnússon
Oddamaður:
Jóhannes Jóhannesson
Póst- og símamálastofnunin
8. desember 1981
Föstudagur 18. desember 1981-tlslQSrfDOStUnnrL.
ís) Líkaböng hringir
' greiöa þegar fé væri fengiö. Svo var send
ávisun til Búnaðarbankans á ávisana-
reikning skólans. Ég skrifaði ávisanir og
sendi til manna og fyrirtækja, og fyrsta
daginn hafði ég skrifað út um 20 ávfsan-
ir. Næsta dag hringir Þórhallur Tryggva-
son, bankastjóri til min rétt í þann mund
sem ég var að búa mig til norðurferðar,
og sagði mér aö landbúnaöarráðherra
hefði hringt i bankann og stöðvaö
greiðslur úr reikningi skólans, og bað
Þórhall um leið, ef næði til min, að boða
mig á sinn fund. Enn brá mér.
Ingólfur Jónsson var þykkjuþungur er
ég kom á hans fund. Hann kraföi mig um
skuldalistann, sem ég hafði greitt eftir.
Þar gerði hann athugasemdir sinar,
skrifaði plúsa og minusa við skuldareig-
endur Hólastaðar með þeim sjálfblekungi
sinum myndarlegum, semég siðar kynnt-
ist betur og frá hefur verið sagt.
Ég gekk út og aftur niður i Búnaðar-
banka og ræddi við Þórhall Tryggvason.
Við vorum báðir orðlausir af undrun. Ég
skrifaði nýjar ávisanir niðurlægður og
auömýktur, og einstöku menn höfðu þeg-
ar komiö meö ávisanir til bankans, en
haföi verið vi'sað frá. Þannig var skóla-
stjórinn á Hólum i Hjaltadal gerður ó-
merkur með ógildar útgefnar ávisanir.
Þetta var afskaplegt áfall fyrir mig, og
ég hugsaöi mikið um að segja strax af
mér skólastjórninni, skrifa um málið i
dagblöð ásamt B.P.-sögunni af Hreini
söngvara. Frændur og vinir réðu mér frá
þessu. Ég hugsaði mikið um, hver til-
gangur hafi veriö með þessu. Mér var
orðið ijóst, að það var kominn urgur i
gamla flokksfélaga mina, og ég var ekki
lengur vel séður. Alls konar sögur og ó-
hróður var farinn að berast um mig.
Hvorki ráðherrann eða aðrirfyrri félagar
minir höfðu áhuga á að kynna sér Hóla-
mál, heldur kynntu menn sér stöðu
slúðurmála, en sú staöa fór siversnandi
fyrir minn hag og mannorð.
Þetta kom m.a. fram i þvi, að
norðlenzkur þingmaður hafði tekið þvi vel
að sitja i nefnd um Hóla, mér til aðstoðar
og styrktar. Þegar komið var fram i nóv-
ember, hringdi hann i mig og taldi betra
fyrirmig að fá iþessa nefnd annan mann i
sinn stað. En mest undraðist ég smá-
munasemi Ingólfs ráðherra, að fara að
skipta sér af þvi, i hvaöa röð ég greiddi
mönnum skuldir, án þess að spyrja mig
um hvaðég kynni að hafa lofað einstökum
aðilum um greiðslur eöa annað um ástæð-
urminar.Ég vissi, að Ingólfur hafðiverið
ötull kaupfélagsstjóri á Hellu og afskipta-
samur um hagi manna og viðskipti ,,með
nefið ofan i hvers manns koppi” eins og
sagt er, en mér fannst fim mikil, að hann
skyldi beita sömu aðferðum við embættis-
mennrikisins.þótthannskipaðiþá i störf.
Hvað um það, mér var orðið fyllilega
ljóst, að ég haföi fengið harðan mótbyr
strax þegar komið var fram yfir áramót-
in.
Vegna óvissunnar um skólahaldið braut
ég heilann um ýmsar hugmyndir og sendi
mönnum, sem ég þekkti og taldi vera
stuðningsmenn og vini hins norðlenzka
skóla, og ég lagði mig mjög fram i hinni
stjórnskipuðu bændaskólanefnd við að
fitja upp á nýmælum og starfsemi, sem
hefja mætti skólann til meiri vegs, s.s. að
taka upp kennslu i fiskeldi og loðdýra-
rækt. öllu var vel tekið, en engum lá neitt
á nema mér einum, enda logaði eldurinn
heitast á minu skinni.
Datsun “ umboðið Vonaríandi viö Sogaveg • Simi 33560
SJÁLFVIRKAR HURÐIR
Gluggasmiöjan hefur nú tekið við söluumboði á sjálfvirkum hurðarútbúnaði frá
fyrirtækinu besam
Opnunarútbúnaðinn má nota á flestar gerðir úti- og inni-
hurða t.d. tré og álhurðir.
Hægt er að nota mismunandi gerð stjórntækja s.s. radar-
geisla, hnappa o.fl.
t nútima þjóðfélagi er sjálfvirkur hurðarútbúnaður sjálf-
sagður.
besam opnunarútbúnaðurinn opnar hurðirnar
á réttum tíma og heldur þeim opnum eins
lengi og nauðsynlegt er, og lokar þeim aftur á
réttu augnabliki.
GLUGGASMIÐJAN VEITIR TÆKNILEGA
AÐSTOÐ OG SÉR UM VIÐHALDSÞJÓN-
USTU
Gluggasmiðjan
Gissur Símonarson Síöumúla 20 Reykjavík Sími 38220