Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 12
36 Föstudagur 18. desember 1981 HpiltJFirpnc?f/ irínn JÓLASA GA BARNANNA: Aður enfólkið i Malari fann upp timann, var hann ekki til. Malariarnir voru vitrir og friðsamir og áttu heima i þorpi þar sem nú heitir vestur Afrika. Þeir ræktuðu landið og færðu i letur fallegan söng fugl- anna úr skógunum kringum býli þeirra. Þeir voru lika góðir myndlistarmenn og bjuggu til tré, dýr og fólk með þvi að raða allskonar litum steinum úr grjótnámunni sem foreldrar Lúku gættu. Eða öllu held- ur var það Lúka, sem fann timann upp og fyrir það var hún tekin i fullorðinna manna tölu. En nú erum við lika byrjuö á sögunni okkar. Ekki svo að skilja að fólkið i Malari hafi saknað timans áður en hann var fundinn upp. Enginn varð gamall og enginn fylgdi neinni stundatöflu. Börnin fæddust og stækkuðu, þau lærðu alls konar hluti, og urðu hrukkótt, og stundum þegar þau voru orðin mjög hrukkótt og mjög vitur, skildu þau likamann eftir og fóru með alla þekkinguna með sér til Viskunnar miklu til að fæðast aftur i öðrum börnum. Þau þurftu engan tima til þess. Þau höfðu tunglið og sólina og meðan sólar naut var fólkið við vinnu sina á ökrunum þangað til henni var lokið og þá spilaði það og samdi tónlist og faömaði hvert annað eins mikið og það langaði til. Stundum þurfti fólkið i Malari að á- kveða sitthvað sem snerti lifið i þorpinu. Þá kom allt fullorðna fólkiö saman til að ræða um hvað gera skyldi. En að vera fulloröinn var auðvitað allt annaö en við meinum með þvi að vera fullorðinn, það skipti ekki máli hversu margra ára gam- all maður var. Án nokkurs tima varð eng- inn átján ára eða nokkru sinni tuttugu og eins árs og auk þess var fólkið i Malari alltof viturt til að halda að allir yrðu stórir alveg eins. Að vera fullorðinn þýddi að hafa ábyrgðartilfinningu og láta sér annt um þorpið og hitt fólkið i þvi. Fólkiö i Mal- ari átti miklu betra ráð en við höfum til að ákveða hver var orðinn stór. Þegar barn fæddist gróðursettu þorps- búar Kúlatré, sem var mjög nytsamlegt ávaxtatré fyrir fólkið. Foreldrarnir önn- uöust um tréð meðan barnið var enn of litið til að ganga en eftir það kenndu þeir barninu sjálfir að hugs um tré sitt. Þorps- jbúarnir vissu, að sumir önnuðust tré sin betur en aðrir og þá uxu þau betur. Þegar Kúlatré hafði náð ákveðinni hæð, þá vissu allir að vel hafði verið um það hugsaö og að eigandinn var tilbúinn að fá aö taka £átt i ákvörðunum fyrir þorpið. A þennan hátt urðu Malariarnir fullorðnir. Sum tré litið hræðilegt. Stormur kom utan af haf- inu og æddi yfir þorp Malarianna. Þetta var ekki regnið milda sem fólkið þekkti, þvi aö það steyptist yfir með ofsa og ljósa- rákir duttu neðan úr skýjunum. En eftir svolitla stund var þaö búið og allt virtist vera i lagi þangað til Lúka fór út til að lita eftir Aliu. Og þá stóð það þarna, klofið niður miðjan stofninn og frá þvi lagði lykt af brenndum viði. Lúka félt niður i grasið með handleggina utan um dautt tréð og tárin úr augum hennar flóðu i sárið. En þau gátu ekki fengið Aliu til að vaxa. Þá missti Lúka trúna. Þetta var ekki réttlátt. Hún hafði hugsað svo vel um Aliu en nú var það dáið. Afi Lúku faðmaði hana að sér alla þá sól, en þuð bætti litið úr skák. Og meira aðsegja anima hennar, sem var virtasta og hrukkóttasta mann- eskja sem hún þekkti, gat ekki útskýrt þetta fyrir Lúku svo að henni liði betur. Hún drap sólirnar með þvi að sitja i grjót- námunni og vildi ekki vinna, leika sér, kela og ekki einu sinni hlusta á fuglana og hún vildi ekki gróðursetja nýtt fræ. Hún horfði á vini sina, sem hún var vön að leika sér við, verða fullorðna en á meðan sat hún bara á stórum trjádrumbi, tindi upp steina og henti þeim hugsunarlaus i hrúgur. Annaðgerði hún ekki i sólinni upp frá þessu, bara henti steinum i hrúgur og var döpur og reið. En þannig bar það lika við að Lúka fann timann þótt hún væri alls ekki aö leita hans. Sól eina tók Lúka eftir þvi að hrúgurnar sem hún henti i steinunum i hverri sól voru allar nærri þvi jafn stórar. Þetta var mjög skritið, þvi að hún var ekkert að reyna að hafa þær jafn stórar. Hún taldi steinana i nokkrum hrúgunum til að vera alveg viss og i hverri hrúgu voru um það bil 720 til 730steinar. Þegar næsta sól kom varhún búin að telja til 720 steina og hvað haldið þið? — þegar hún var búin að henda þeim öllum i eina hrúgu var sólin farin. Lúka reiknaði út að hún gat skipt sólinni i parta með þvi að skipta steinun- um i mismunandi stórar hrúgur og þá gat hún alltaf fundið út hversu mikla sól var búið að nota og hve mikið var eftir með þvi einu að telja. Lúka gerði sér strax ljóst hversu gagnlegt þetta var og hún hljóp heim til að segja foreldrum sinum frá þessu. Foreldrar hennar urðu mjög glaðir, sérstaklega faðir hennar sem hafði svo gaman af þvi að baka brauð. Mörgum i Malari, bæði mönnum og konum þótti gaman að baka brauð og kökur en þegar þau gerðu það gátu þau ekki unnið á ökr- unum eða samið fuglasöngva né gert nokkuð annaö vegna þess að þau urðu alltaf að fylgjast með þvi að brauðin og kökurnar bökuðust rétt, þvi annars myndu þau brenna. En nú breyttist þetta allt. Móðir Lúku kveikti eldinn meðan faðir hennar hnoðaði brauðdeigið sitt og lét það lyfta sér. Hann fylgdist með deig- ir.u þangað til það hafði lyft sér nóg en á meðan henti Lúka steinum i hrúgu. Siðan setti hann brauðið inn i ofninn og fylgdist með þvi að það bakaðist og lyktaði eins og hann vildi hafa það. Lúka henti lika stein- um i hrúgu á meðan. Þegar þau svo sett- ust öll niður seinna til að borða brauðið og telja steinana kom i ljós að það hafði tekið brauðið 125 steina að risa en baksturinn hafði bara tekið 70 steina. Móðir Lúku flýtti sér út til að kalla sam- an þorpsfund og sagði hinum frá þessari merkilegu uppfinningu Lúku. Þorpsbúar vorumjög þakklátir og ákváðu i atkvæða- greiðslu að Lúka væri orðin fullorðin af þvi að hún hefði látið sér nógu annt um þorpið til að færa þeim þessa hagnýtu að- ferð til að baka. Upp frá þessu skiptist fólkið i Malari á um að henda steinum meðan verið var að baka, svo að allir gátu unnið á ökrunum og búið til myndir og tónlist og faðmast og kysst og samt sem áður bakað góö brauð og kökur hvenær sem þá lysti. Fólkið i Malari kenndi fólki i öðrum þorpum að baka með sólsteinunum og það bað jafnvel fuglana fyrir skilaboð yfir hafið. Þvi fór svo að margt fólk frétti af steinunum en margir notuðu þá hálf kjánalega. Þeir áttu það til að sofa og vinna og jafnvel faðmast eftir þvi hve mörgum steinum var kastað: allt var mælt i steinunum og brátt höfðu sólstein- arnir lagt lif þeirra i rúst. En fólkið í Mal- ari var auðvitað of viturt til að láta slikt eiga sér stað. Sólsteinarnir voru bara not- aðir við baksturinn, Kúlutrén til að á- kveða hverjir væru orðnir stórir og Malariarnir luku alltaf við verk sin. Þeir hélduáfram að vera góðir bændur, mynd- listarmenn og tónlistarmenn og notuðu bara sólsteinana þegar á þurfti að halda. „Tima” er orðið sem fólkið i Malari notar um steina, svo að þú getur séð hvað- an orðið okkar „timi” er komið. Og jafn- vel enn þann dag i dag þegar við segjum að vinur okkar búi steinsnar i burtu, þá vitum viðað þaðer mjög nálægt,— staður sem við getum komist á i örfáum sólstein- um. dóu vegna vanrækslu og börnin urðu aö byrja aftur með nýju fræi en öll börn urðu samt stór um leið og Kúlatréð hafði náð réttri hæð. Lúka byrjaði að hugsa um tréð sitt þeg- ar hún var varla farin aögeta gengið. Hún kallaði það „Aliu”, sem þýddi „ljúfur söngur”, og henni þótti ósköp vænt um það. Hún var vön að horfa á það breiða úr sér og brosa við mildu regninu, og hún var vön að sitja hjá þvi i sólinni, þegar hún var ekki að leika sér. Hún gætti þess vel að nudda börk þess með laufum til að flæma pöddurnar frá þvi og hún gleymdi eiginlega aldrei að vökva það milli rign- inga. Alia varð stórt og fallegt tré meðan Lúka óx úr grasi og barnið vissi að brátt yrðihún fullorðin. En sól eina gerðist svo- Sólsteinarnir HBeftir Dawn EngH § ' V , ,**&>*> .. , Jlgff' • \i, . . ij

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.