Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 17
Jie/gan r 18. desember 1981 Sú á kvölina Þá höfum viö nú lokið umfjöll- un okkar um getnaöarvarnir, þ.e.a.s. þær sem maöur getur nokkurn veginn treyst. Viö höfum sleppt kremi (eingöngu), svokölluöum „öruggum” dög- um ogrofnum samförum, vegna þess aö slikar aögeröir veröa aö teljast ákafiega vafasamar og litt á þær aö treysta til lengdar, þótt auövitað geti heppnin veriö meö manni. Reyndar getur fólk taliö dagana og margar konur sem ekki kæra sig um aö vera tilraunadýr i þágu pilluþróunar (eöa lyfjaframleiðenda) nota þá aöferö, en til þess aö hún sé öruggveröur tföahringurinn aö veraaiveg pottþétt útreiknaöur. Ópottþéttar stærðfræðiformúlur Segjum sem svo að tiöa - hringurinn sé 30 dagar (tiða - hringurinn getur verið misjafn hjá hverri og einni) þá eru allra hættulegustu dagarnir 12—14 dögum fyrirtúr plus eöa minus dagar þvi sæöið getur lifaö i 2 daga og aftur plús eöa minus tveir dagar þvi þessu getur skeikað. 1 þessu tilfelli væru hættulegustu dagarnir 12.—22. dagur, talið frá 1. degi túrs, þ.e.a.s. heilir ellefu dagar. Við ætlum alls ekki að ráðleggja ykkur þessa aöferð en þó er hagstætt að reikna alltaf út sinn, tiðahring, hafa það á hreinu, t.d. hvort maður er regluleg eða ekki. Eins og kom fram i siðasta Stuðara, getum við alls ekki mælt með pillunni. En svo við endurtökum enn einu sinni góða visu: Upp með hettuna og smokkinn. Dýrt að eiga börn Þrátt fyrir þau apparöt og lyf sem nú er hægt að fá gegn getnaði, og að ekki sé talað um þaö mikla upplýsingaflóö sem er að drekkja skólakerfinu (he he,) þá verða konur, og jafnvel ungar stelpur, enn þann dag i dag óléttar. Um það er ekkert að segja annað en það að þá er úr vöndu að ráða. Náttúrlega er enginn vandi á höndum ef maður hefur ætlað sér óléttuna, langar til að eignast barn og hefur fjárhagslegt bolmagn til þess. bvi það er nú með það eins og annað i þessu þjóöfélagi kaups og sölu að ekkert er ókeypis, allra sist það sem þarf til næringar og annarrar um- önnunar ungbarna. Er ég ólétt?????? Komi upp sú staða að maður verði óléttur f algjörri andstöðu við sinn eigin vilja, löngun og möguleika er ekki um annað að ræöa en að ihuga málið vand- lega, gera upp hug sinn og taka ákvörðun. Sé ákvörðunin sú að barnséóvelkomið og ómögulegt að taka þá ábyrgð og þær kvaðir sem fylgja barneignum sér á herðar, er fyrsta skrefið að ganga á fund félagsráðgjafa, sem er til húsa á fæðingardeild Landspitalans, — panta tima fyrst. Maður getur farið með þvagprufu i apótekiö, farið til læknis eða á heilsuverndarstöð- ina, til að fá úr þvi skorið hvort maður er óléttur eða ekki.) Það er vist hlutverk félagsráögjaf- ans aö spyrjast fyrir um félags- legar ástæður stelpunnar og benda henni á þá möguleika 41 Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir ----------og Sonja Jónsdóttir— sem á völina pilL é) Ly/ikjan t>Qm frjí/si vaL sem hún hefur. En eittskyldum viö allar saman hafa i huga og þaö er þaö aö það getur enginn tekiö ákvörðun sem er svo mik- ilvæg nema maður sjálfur, og ennfremur ef einhver annar ætl- ar aö fara aö meta „félagslegar aðstæöur” manns, þá hefureng- inn fullkominn skilning á þeim nema maöur sjálfur. Þetta er ákvöröun sem er ekkert gaman- mál, en það hefur enginn sið- ferðilegt leyfi til að reyna að hafa áhrif á hana. Við skyldum lika minnast þess, að ,,rétt” og „rangt” eru afspyrnu afstæð hugtök og þau eru ekki send til okkar algild af himnum ofan, heldur eru þau ósköp venjulegt samkomulagsatriði.eins og sést best á þvi að sinn er siður i hverju landi. Maður þarf ekki aö taka bara á móti „réttu” og „röngu” og segja ókei — maöur verður sjálfur aö ihuga hvort maöur sætti sig viö skilgrein- inguna, eða hvort maður vilji breyta henni. Einkamál kvenna Ýmsir aöilar eru á móti fóst- ureyöingum, telja þær „rang- ar” eða jafnvel glæpsamlegar, — en til marks um það afstæði „rangs” og „rétts” lýsum viö hér með yfir að okkur finnst ekkert „rétt” eða „rangt” viö fóstureyöingar heldur er þetta bara mál sem hver einstak- lingur gerir upp viö sig, metur sinar eigin aöstæöur, vilja sinn, löngun og getu. Og viö erum ein- dregnir fylgjendur þess aö kon- an ráöi sjálf yfir sinum eigin lik- ama, sinni eigin tilveru. Ef fóstureyðing er nauðsynleg að mati konunnar, ef hún telur hana rétta, þá er hún rétt. Soda Stream tækið er tilvalin jólagjöf til allra í fjölskyldunni, þar meö talin afi og amma og Nína frænka. Soda Stream margborgar sig, hver gosflaska kostar aóeins 90 aura! Þannig gefur Soda Stream góðan arc! þegar fram í sækir. Sól hf. Þverholti19, sími 91-26300 VERÐUR ÞU MEÐ? I______________I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.