Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.01.1982, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 29.01.1982, Qupperneq 11
11 hol/Jrirpncztl irinn Föstudagur 29. janúar 1982 Hringborðsumræður 4 H: Já, þetta á að gerast innan mögu- legra fjárhagsmarka Sjónvarpsins. HP: Merkir þetta að Sjónvarpið hefur tekið upp nýja stefnu og að i stað eins stórs verks eins og t.d. Snorra á s.l. ári, verði i staðinn leitast við að gera fleiri minni verk? H: Ég veit nú ekki alveg við hvað menn eiga þegar þeir tala um „stefnu” Sjón- varpsins i þessum efnum, en það má kannski kalla það stefnu núna, að það verður ekkert stórverk af þvi tagi sem Snorri Sturluson var á næstunni. Það er að minnsta kosti ekki sjáanlegt. Snorri var gerður i tilefni af vissum hátiðisdegi og ég held að menn hafi verið sammála um að þvi þyrfti að gera einhver skil, þó menn hafi svo ekki verið sammála um það, hvernig hafi tekist til, en það verður jafnan þannig. Mannanna verk eru dæmd misjafnlega. En hér er ekki í rauninni um að ræða framkvæmd á „stefnu”, þó það viröist svo. Ég spyr: Hvaða stefnu fylgja leikhúsin? Fylgja þaueinhverri ákveöinni stefnu sem maður sér birtast i hverju leikverki? Fylgja þau stefnu um þaö hve mörg islensk leikrit skuli vera á móti hverju erlendu, eða öfugt? Hver er stefna leikhússins — t.d. Iðnó? JH: Það hlýtur að vera stefna leikhúsa og þá ekki siður Sjónvarpsins, að fjaila um eitthvaö sem kemur áhrofendunum við, að þaðsé fjallaðum eitthvað sem á á- horfandanum brennu. H: Einmitt. Stefnan er aö halda uppi góðri list, er það ekki? ÞJ: Hinrik, má ég spyrja þig, hverju myndir þú vilja breyta hjá Sjónvarpinu til að ná þeim markmiðum sem þú hefur nefnt hér. H: Ég vildi gjarna vilja fá meiri peninga, með þvi að hækka afnotagjöldin, ef að það dæmist vera sú aðferð sem á að nota. Og ég myndi vilja breyta fyrir- komulagi afnotagjaldanna. Sjónvarpið er fjölmiðill sem allir nota og þvi fyndist mér rétt að hafa þetta nefskatt. JH: Er ekki dáldið hæpið að vera með þetta Útvarpsráö sem ráðandi aðila i dagskrármyndun, ber þetta ekki keim af ritskoðun? H: Ég veit það ekki. Kitskoðun? Það getur vel verið. Útvarpsráð getur náttúr- lega starfað á ýmsan máta. Það má hugsa sér að það starfi annars vegar sem um- sjónaraðili með framkvæmdri dagskrá og á hinn bóginn umsjónaraðili með gerð dagskrár eins og það er núna. Það er i sjálfu sér ekki óeðlilegt að það starfi eins og nú er, þó get ég mjög vel hugsað mér að hlutverk þess beindist frekar að eftir- liti dagskrár. ÞJ: Væri ekki skynsamlegra að Út- varpsráð fjallaði meira um dagskrána eftir á, en að dagskrárstjórar fengju meiri völd til að framfylgja sinni stefnu og það án þessarar ihlutunar pólitisku flokkanna sem Útvarpsráð skipa? H: Það má vel vera. En það hefur ekki verið neinum vandkvæðum bundið að gera dagskrártillögur til útvarpsráðs hverju sinni. Þeim hefur jafnan verið mætt af velvilja. Það eru enda ekki mörg dæmi um það að tillögur dagskrárstjóra hafi verið felldar. ÞJ: Þannig að dagskrárstjóri hefur raunverulega völd til að setja fram sina stefnu? H: Já. HP: Getur verið að samningar sem Sjónvarpið hefur gert við utanaðkomandi aðila, svo sem leikara, standi stofnuninni fyrir þrifum —aðframleiðsla leikins efnis sé of dýr vegna verkkostnaðar? H: Leikið efni er það dýrasta sem við búum til, en þvi ræður fleira heldur en samningar við leikara. Það er almennur misskilningur að helsti kostnaðarliður við gerð eins leikverks sé laun leikara. Það þarf ekki að vera raunin — getur verið það i vissum tilvikum — en er engin regla. Samningar við leikara eru aðeins kjarasamningar eins og þeir ganga og gerast og mönnum kunna aö þykja þeir háir eða lágir eftir atvikum. En það er svo margt fleira sem kemur til. Hvernig verkiðer sviðsett. Hvernig leikmyndin er o.s.frv. Samningar leikara einir og út af fyrir sig, hafa ekki staðið leiklistarstarfi i Sjónvarpinu fyrir þrifum. En samt sem áður er þetta dýr vinna og það þarf mikla peninga til að ráðast i hana. HP: Finnstþérkoma til mála að setja á stofn sérstakt Sjónvarpsleikhús, ráða nokkra leikara til Sjónvarpsins? H: Það þyrfti nú að kanna það náið áður heldur en að i það yrði ráðist. En þau laun til leikara sem Sjónvarpið greiðir, eru það mikill kostnaðarliður að þau jafngilda þónokkrum stöðugildum. Ég geri reyndar ráð fyrir, að það yrði nóg fyrir slikan leikflokk að gera, og að leik- arar ráðnir að Sjónvarpinu nýttust jafnt i leikverkum sem skemmtiþáttum og öðru sliku. JH: Ég held nú að það væri varasamt að ráða leikara fast til Sjónvarpsins — ekki nema þá til skammst tima. Það mætti frekar hugsa sér meiri samvinnu milli leikhússins og Sjónvarpsins. H: Égheld nú að það hafi einmitt verið með þeim hætti við þær sjónvarpsstöðvar þar sem leikarar hafa verið fastráðnir, að þeir hafa verið ráðnir til tiltölulega skamms tima, eins eöa tveggja ára,og hafa svo horfið aftur að stöðum sinum i leikhúsinu, eða þar sem þeir voru áður. Það er erfitt aðhugsasér þetta örðuvisi — ef um slfkar ráðningar verður hugsað, þá get ég ekki séð það fyrir mér, nema þá til tiltölulega skamms tima. HP: Eraukiösamstarf Sjónvarpsog kvikm vndagerðarmanna á einhvern hátt i bigerð? H: Nei, en það mætti gjarna vera, það er engin spurning um það. Við höfum núna fyrirliggjandi áætlun fyrir árið 1982 og við eigum að geta unniö eftir henni. Hvernig tekst að framkvæma hana, er svo annað mál. En svona snemma á árinu er ekki ástæða til annars en að vona það besta. ÞJ: Hvað segirðu um að ýta undir frumkvæöi starfsmanna, t.d. dagskrár- gerðarmanna og kvikmyndatökumanna, að þeir beri aukna ábyrgð á verkefninu — að þeir hafi meiri möguleika á að koma með eigin hugmyndir, sem þeir svo leggi sinn metnað i og geta tekið ábyrgð á? H: Ég er ekki viss um að ég skilji þig.. þaðersifellt taiað um ábyrgð, ogþaöer ágætt, en ég veit ekki hvernig menn hugsa sér þetta — segjum að það komi tillögur og uppástungur að úr ýmsum áttum og svo framkvæmir einhver einn aðili verkiö. Ber hann þá ábyrgð á þessari uppástungu margra? ÞJ: Ef hann hefur fengið verkefnið og hefur verið látinn skila þvi, þá hlýtur það að vera. En ég á nú við það, að það verði t.d. sett á fót tökulið innan sjónvarpsins sem fengi þá meira frumkvæði og gæti þá frekar lagt metnað sinn i' verkiö heldur en nú er. II: Ef þúáttviöaðtillögureigi að verða til i nefndum þá hefur t.d. áætlunin fyrir 1982 einmitt orðið til með þeim hætti — hluti af starfsliði hverrar deildar eyddi heilum degi, nei sjálfsagt miklu lengri tima, i að koma með tillögur að dagskrár- gerð og útkoman er niðurstaða þess. Og þannig held ég að flestar áætlanir verði til. Menn ræða saman og draga siðan álit sin saman i niðurstöðu.Égá sjálfur ákaf- lega litið i þvi sem birtist siðan sem áætl- un ársins 1982. HP: Er uppi vilji innan Sjónvarpsins núna að mæta þessari vídeó-þróun sem enginn virðist hafa séð fyrir? II: Já, menn ræða náttúrlega margt um þessa vídeó-þróun. Þessari þróun verður ekki snúið við. Þetta mun verða á meðal okkar áfram, er sambærilegt við þá þróun sem hefur orðið á sviði hljómílutnings. Þetta mun breytast og veröa handhægara — en verður áfram til staðar og aðgengi- legt hverjum sem er. Hvernig mætir sjónvarpið þessu? Ég held að það séu þrjár eða f jórar aöalleiðir sem Sjónvarpið geturfarið. 1 fyrsta lagi stóraukin innlend þjónusta. 1 öðru lagi getur það stóraukið beina móttöku þátta gegnum gervitungl og i þriðja lagi þá getur það haft á boð- stólum sina eigin kasettu-íramleiðslu fyrir þennan markaö, sem er þá byggður á aukinni innlendri framleiðslu. Ég held að það sé aðallega þetta, sem Sjónvarpið getur gert til að mæta þessari þróun. ÞJ : Já — manni finnst að það hljóti að vera komið að þvi að Sjónvarpið sýni af sér aukið frumkvæði og leiti eftir sam- vinnu við kvikmyndagerðarmenn utan stofnunarinnar. Reyndar er það svo, að mér skilst að ílestir starfsmenn kvik- myndadeildar séu hættir hjá Sjónvarpinu — ég veit ekki nákvæmlega hvernig á- standið er núna — en mér skilst að það sé næsta litil kunnátta eftir innan veggja Sjónvarpsins. Hvers vegna þá ekki að stiga skrefið til fulls og hafa miklu meiri samvinnu við utanaðkomandi aðila; kvik- myndagerðarmenn, leikara og þá aðra sem hafaeitthvaðfram að færa og athuga með sliku starfi, hvort gæöin aukist ekki? II: Ég get verið sammála þér um þær einkaframtakshugmyndir sem þú setur fram, en sjálfur er ég þrátt fyrir allt það mikill kerfishundur, að ég vil helst að það fólk sem er fastráðið við þessa stofnun hafi nóg að gera og þess vegna held ég mér við það, að þau verkefni sem helst þykja bitastæð, að þeim sé ekki alfarið ýtt frá föstum starfsmönnum stofnunarinnar og þeim aðeins látið eftir það sem flokkast undir rútinuna. Ég er ekki sam- mála þvi, að það sé engin fagþekking eftir við stofnunina, þótt mannaskipti hafi verið þar tið. Það kemur maður i manns stað. Jll: Mér virðist nú af þvi sem maður hefur séð af Sjónvarpinu siðustu árin, aö þetta hafi verið allt of mikið bundið við það sem ég kalla bara ómerkilega fram- leiðslu — sköpunarlega séð. Það vantar á- berandi metnað sem miðar að þvi að yrkja á myndmáli. Ég sé ekkert á móti þvi að þessi miðill sé þróaður þannig að þangað geti komiö menn sem eru með hugmyndir og að þá sé þessi miðill tilbú- inn til að þjóna þeim — hafi þeir eitthvað fram að færa sem vit er i og stofnunin getur fleytt áfram með sinni tækni og mannskap. En ég skil auðvitað sjónarmið Hinriks, að stofnunin eigi að hafa þann metnaö lika að framleiöa af eigin hvöt- um. Ég sé ekkert á móti þvi að stórauka samvinnu við fólk utan stofnunarinnar — og eins þá aö fá þangað i'ólk til þess að nota hana. II: Þaö er ekkert metnaöarmál út af fyrir sig, aö hugmyndirnar komi endilega innan frá. En það er eölilegt að þær geri þaö i flestum tilfellum. Það gildir einfald- lega um þetta, að það er sama hvaðan gott kemur. En eins og svo oft, þá er þetta fyrst og fremst peningamál. Vitanlega er það ekkert höfuöatriði hvaðan hugmynd kemur eða hvort hún er unnin innan stofnunar eða utan þegar allt kemur til alls. Jll: Ég hef á tilfinningunni að Sjón- varpið sé haldið einhvers konar tækni- hroka —stórorð aðsegja —en mér finnst þetta samt. Sjónvarpið á ekki að vera neitt annaö en miðill fyrir fólk sem vill koma hugmyndum á framíæri. Þetta apparat er náttúrlega ekki annað en eins konar prentsmiöja — tæknin á að koma númer tvö en hugmyndirnar númer eitt. ÞJ: Það getur þó gerst, að tæknin taki völdin af fólkinu, eins og ég held að sé að gerast á Sjónvarpinu. Núna siðustu mán- uðina hafa menn verið að leggja þar inn vídeo-kerfi,upptökukerii og manni verður á að spyrja hvers vegna ekki séu keyptar kvikmyndatökuvélar og klippiborö og slik áhöld sem þarf til að vinna kvikmyndir eins og þær hala verið unnar og eins og þær verða unnar. Það er eins og komnar se’u upp hugmyndir um að elektróníski út- búnaðurinn leysi lólk undan þeirri vinnu sem felst i þvi að taka myndir, lýsa og hljóðsetja og'að nú sé allt i einu hægt að ýta á takka og þá er komin mynd og svo ýtir maður bara á anna’n takka og hókus pókus það er búið að klippa. En þetta er ekki svona einfalt. Ég er dálitið hræddur um að Sjónvarpið sé á villigötum i þessum efnum, einblini á eða hafi fengið oftrú á þessari elektrómsku upptökuleiö. Ég er ekki innangarðsmaður, en mér virðist aö þaðséhætta á þviað tæknin taki völdin og skapandi kraftar verði undir. H: út af fyrir sig held ég að sé ekki hætta á þvi að vídeó-tæknin taki völdin frekar en kvikmyndatæknin. En ég vil taka fram.að það álit sem uppi hefur verið innan Sjónvarpsins um að videó-tæknin myndi alfarið taka yíir kvikmyndatækn- ina — ég hef ekki verið sammála þvi. HP: Það eru semsagt ekki lengur ráðn- ir kvikmyndatökumenn að Sjónvarpinu, heldur þurfa menn að vera útvarps- virkjar eða simvirkjar? II: Það er miklu nær aö tala við verk- fræöinginn um tæknimál þessarar stofn- unar og þá stefnu sem þar er ráðandi. Ég hef skýrt frá minni skoðun. ÞJ: Fyrir nokkrum dögum var auglýst eftir myndatökumanni og það var tekið fram i auglýsingu Sjónvarpsins að við- komandi þyrfti að vera útvarps- eða sim- virki. Það var hvergi minnst á kvik- myndatöku. Þelta er hneyksli, sem ekki á að líðast. JH: Já, þótt þetta sé ekki Hinriks mál alfarið, þá kemst maður ekki hjá aö nefna þessa þróun — það virðist miklu meira hugsað um einhverja fingra-kunnáttu, fremur en þekkingu á byggingu myndefn- is og þess háttar hlutum. Hugsunin á bak viðhvert verk hlýtur að vera miklu meira aðalmál, heldur en aö kunna á einhverja takka. ÞJ: Geta y firmenn Sjónvarps gert eitt- hvað til þess að sanníæra stjórnvöld um nauðsyn þess að Sjónvarpið íái meira fjármagn og útvega þvi þær aðstæður sem þarf til að framleiöa innlent efni — hafa allar leiðir verið reyndar i þessum efn- um? II: Ja.það eru kannski einhverjar leiðir eftir sem maöur hefur ekki komið auga á. Ég tel að bæði embættismenn og Útvarps- ráð hafi lagst á eitt varðandi það að gera ráðamönnum ljóst hvernig ástatt hafi verið i Sjónvarpinu á liönum árum og ég held að þaö veröi varla mikiö meira gert i þeim efnum. Handmenntaskólinn Við bjóðum þér upp á námskeið i heima- námi i: 1. Teiknun og málun 1. önn (frá 12 ára): Linuteikning, skissun, isómetria.ljós og skuggi, uppstilling, hluta- teikning, umhverfisteikning. 2. Teiknun og málun 2. önn (frá 12 ára) (fyrir nemcndur sem hafa lokið 1. önn): f jarvidd, mynduppbygging, höfuðteikning, plöntuteikning, teikning manns- likamans. :i. Barnanámskeið 7—12 ára: TFL: Teiknun, föndur, brúðuleikhús. 4. Barnanámskeið 7—12 ára: TF: Teiknun og föndur. 5. Barnanámskeið 7—12 ára: TL: Teiknun og brúöuleik- hús. (!. Barnanámskeið 7—12 ára: T: Teiknun. 7. Barnanámskeið 6 ára: 6B: Teiknun og föndur. 8. Námskeið i skutlugerð fyrir alla aldursflokka. 9. Námskeið iskrautskrift (frá 15ára). 10. Námskeið i skiita- og leturgerð (frá 15 ára), Innritun stendur yfir Frekari upplýsingar i sima 27644 eða að Veltusundi 3, 2. hæð, Reykjavik. Ég óska eftir að: fá sent kynningarrh HMf már að Éostnaðaria—u □ fó sent I póstkröfu námskeíð 1LJ - 20 - 3D - 4D - 5D - — — __ ,no)( . .nsri n’ul' Nafn: Heimilisfang: HANDMENNTASKÓLI ÍSLANE

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.