Helgarpósturinn - 29.01.1982, Page 16
16
Föstudagur 29. janúar 1982 _JiQ/garpósturinn_
MYNDIR Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ
yfirleikin. En þetta framhald,
Jámmaðurinn sem við fáum nú
að sjá,er i minum huga fúllkom-
lega heillandi, bæði sem heim-
ildaverk úr kviku pölskra
stjómmála og sem listaverk um
» manneskjur i straumkasti sög-
unnar. Samræming þessara
tveggja þátta i Járnmanninum
er kannski mesta afrek Wajda,
— að fella saman sögu samfé-
lags og einstaklinga með þess-
um hætti. Rannsóknin a hinni
pólitisku gerjun i Póllandi frá
1968 og þar til frelsisbarátta
Samstöðu greip innisöguna með
þeim afieiðingum sem við nú
þekkjum er mun meira spenn-
andi en i Marmaramanninum
og hinn alköhóliseraði frétta-
maður sem stjórnar henni
(Marian Opania) er eftirminni-
legur tengiliður við það fólk sem
við kynntumst i fyrri myndinni,
—andófsmanninn úr öreigastétt
og kvikmyndagerðarkonuna
sem elti hann uppi. Járnmaður-
inn er jafnvel heppnaður sem
pólitísk krufning, ádeila, sam-
særisþriller og ástarsaga.
— AÞ.
Af grimmri
stú/ku
Les Bons Débarras. Kanada,
árgerð 1979. Handrit: Réjean
Ducharmc. Leikendur:
Charlotte Laurier, Marie Tifo,
Germain Houde, Roger Lebel.
Leikstjóri: Francis Mankie-
wicz.
Sagan er um litla stúlku,
12—13 ára, sem elskar mömmu
sina, en finnst móðirin ekki
endurgjalda ástina i nógu rikum
mæli. Sá, sem á sök á þvi, er
vangefinn bróðir móðurinnar
sem býr með þeim. Litla
stúlkan leggur þvi fæð á pilt og
fær hann aldeilis að kenna á
grimmd hennar i lokin.
Eins og aðrar kanadiskar
myndir, sem hér hafa verið
sýndar, er þetta hin allra
þokkalegasta framleiðsla og vel
gerð i alla staði. En það, sem
einkum gerir hana eftirminni-
lega,er frammistaða Chariotte
Laurier i hlutverki litlu
stúlkunnar. Hún slær alla út og
eruaðrir leikarar þó oft nokkuö
góðir. gb
Ólgandi b/óð
Norðurljósin (Northern Lights).
Bandarisk, árgcrð 1978. Leik-
endur: Robert Behling, Susan
Lynch, Joe Spano, Ray Ness,
Nick Eldridge, Jon Ness. Hand-
rit og leikstjörn: John Hanson
og Rob Nilson.
Veturinn 1915-16 stofnuðu
kornbændur i Norður-Ðakóta-
fylki i Bandarikjunum með sér
samtök til þess að berjast fyrir
þvi að ná yfirráðum yfir eigin
framleiðslu og geta þannig lifað
eins og menn.
Höfundar myndarinnar beina
athyglinniað einum manni, Ray
Sörensen, hvernig hann dregst
inni baráttuna og verður að lok-
um einn helsti áróðursmaður
hinna nýju samtaka bænda. En
það er ekki áróðurinn, sem situr
i fyrirrúmi, heldur lifsbaráttan,
baráttan við náttúruöflin og
bankavaldið, sem rekur bændur
miskunnarlaust Ut, ef þeir
standa ekki i skilum með af-
borganir af lánum.
>eir Hanson og Nilson gerðu
myndina til minningar um afa
sina, sem tóku þátt i þessari
verkalýðsbaráttu og byggja
hana á nákvæmum rannsóknum
á þeim atburðum, sem sagt er
frá. En þeim hefur litt verið
hampað af opinberum sagnarit-
urum.
Myndin er i svart-hvitu, og er
myndatakan oft með ólikindum
falleg, sérstaklega landslags-
senur, þar sem vindurinn þýtur
um sléttuna. A yfirborðinu er
þetta átakalitil mynd, en undir
niðri ólgar allt og bullar. gb
Sonarómyndin er Bruno, ung-
ur maður, sem i upphafi mynd-
arinnar kemur heim til Frakk-
lands eftir nokkurra ára dvöl i
bandarisku fangelsi fyrir eitur-
lyfjasölu, og-neyslu.
Og þar sem er sonur, er
venjulegur faðir. Faðir Bruno
er verkstjóri i byggingariðnaö-
inum. Hann er ekkjumaður og
býr einn i litilli ibúð, en heldur
viö gamla fjölskylduvinkonu.
Myndin fjallar siöan annars
vegar um samskipti feöganna,
sem ganga fremur stirðlega
fyrir sig lengi framan al, uns
upp úr sýður og faöirinn rekur
soninn á dyr og ásakar hann
jafníramt að vera valdan aö
dauða móður hans. Hins vegar
fjallar hún svo um atvinnuleit
Bruno, og samskipti hans viö
samstarfsmenn sina, innflutta
verkamenn, en einkum og sér i
lagi viö unga konu, sem er i
svipaðri aðstöðu og hann, þ.e.
hún er að reyna aö venja sig af
neyslu heróins. Hjá henni l'innur
iiann þá ásl og umhyggju, sem
hann var að leita eítir.
Atburðarásin er lremur hæg,
og ekki mikiö um ytri átök, en
myndin er samt mjög skemmti-
leg á að horfa. Mannlýsingar
eru i heildina góðar og er það
ekki sist að þakka góðum leik.
Un mauvais l'ils er ágætt dæmi
um lranska kvikmyndagerð al
betri sortinni. gBI
Svimi
Horfl með söknuði til liöinnar
tíðar (Regret for the Past)..
Kinverska alþyðulýðve Idið,
árgerð 1981. Handrit byggt á
samncfndri sögu Lu Xun og
lcikstjórn: Zhang Shuihua.
eftir Guðlaug Bergmundsson og
og á að afhjúpa innstu kenndir
mannshjartans. Það er sterkur
trúarlegur strengur i þessari
mynd en hún er ansi tormelt og
tyrfin og firna langdregin.
Myndrænt er hún seiömögnuð,
en ef ég á að segja alveg eins og
er, þá fannst mér hún hund-
anskotileiðinleg.
—AÞ
Háifsiappar
ieikhúsmyndir
Or kinversku myndinni.
Kapphlaupið um
krista/tækið
Fatty Finn (Finnur feita-
bolla). Aslrölsk, árgerð 1980.
Handrit: Boli Ellis og Chris
McGili. Leikendur: Ben Oxen-
bould, Bert Newton, Noni
Hazelhursl, Gerard Kennedy,
I.orraine Bayly. Leikstjóri:
Maurice Murphy.
Arna Þórarinsson
Fatty Finn er byggö á vinsælli
teiknimyndasögu, sem hól'
göngu sina i áströlsku dagblaöi
áriö 1923, og bera karakterar
myndarinnar þess greinílega
merki, þó sérslaklega íullorðna
fólkið, sem allt er mjög ýkt.
Myndin gerist á fjórða ára-
tugnum, þegar útvarpstæki
voru ekki á hverju heimili. Það
er þvi draumur Finns (sem er
þvengmjór i myndinni) aö vinna
sér inn næga peninga i sumar-
leyfinu til þess aö geta fest kaup
á kristallæki. Þvi framundan er
krikkelleikur milli Aslraliu og
Englands og áströium spáð
sigri.
Það er þvi um aö gera aö hefj-
ast handa og láta hendur standa
fram úr ermum. Finnur tekur
upp á ýmsu til þess aö græöa
peninga, en jafnskjótt og þeir
eru komnir i vasann, þari' hann
að láta þá aftur af hendi. Hann
er þvi alllal jafn blankur og
stóri dagurinn nálgast óðum.
Auk þess eignast hann svo
keppinautum kristaltækiö góða.
Eins og vera ber, i'er allt vel
að lokum, en þaö kostar ótai
ævintýr, sem eru misjai'nlega
skemmtileg. 1 heild er þetta þó
nokkuð smellin gamanmynd.
þar sem hinir ungu leikarar
standa sig með mikilli prýöi.
Til þess að islenskir krakkar
fái notiö myndarinnar aö fullu,
verðurhún sýnd meö islenskum
skýringartextum. Það ætti þvi
engum að leiöast og enginn þarf
að kvarta um að skilja ekkí. Og
litadýrðin er mikil. GB
Kynslóðabilið
Un mauvais fils (Sonarómynd).
Frönsk , árgerð 1980. Handrit:
Claude Sautet, Daniel Biasini og
Jean-Paul Török. Leikendur:
Patrick Dewaerc, Brígitte
Fossey, Yves Robert, Jacques
Dufilho. Leikstjóri: Claude
Sautet.
Efni myndarinnar er best lýst
með þeim fleygu orðum: enginn
veit hvað átthefur fyrr en misst
hefur. Sögusviðið er Kina i byrj-
un 3. áratugarins. Ung stúlka
gerir uppreisn gegn foreldra-
valdinu.eftirað hafa séð Brúðu-
heimili Ibsens,og fer að búa með
ungum manni, sem hún elskar.
Allt gengur vel i fyrstu, en
smám saman kólnar ástin
vegna ytri þrýslingsog maður-
inn yfirgefur stúlkuna . Ari siðar
kemur hann aftur i ibúð þá, er
þau bjuggu i,og fer að rif ja upp
sambandþeirra.Myndin ersem
sé byggð upp sem flassbakk.
Sagan er falleg, en ekki
verður það sama sagt um
meðferð leikstjórans. Með
taumlausri notkun súmmsins
eyðileggur hann hvert atriöið á
fætur öðru, og stundum liggur
við að áhorfendur fái svimaköst
af öllum þessum hreyfingum.
GB
Sovéskur
symbó/ismi
Stalker. Sovésk. Argerð 1979.
Ilandrit og leiksljóri: Andrei
Tarkovsky. Aðalhlutverk: Alek-
sandr Kaidanovský, Anatoiy
Solonitsin, Nikolai Grinko, Alisa
Freindlikh.
Frægasti kvikmyndahöfundur
Sovétrikjanna er Andrei Tark-
ovsky og Stalker er nýjasta
mynd hans. Henni hefur verið
vel fagnað hjá menningargeng-
inu á Vesturiöndum. Slalker er
einhvers konar pólitisk
dulhyggja, — mýstisk l'erðasaga
um táknrænan leiðangur
þriggja manna (Förumannsins,
sem myndin heitir eftir, Pró-
fessorsins og Skáldsins) i lög-
regluriki inná forboðið land-
svæði, svokallað Belti þar sem
er lókal sem kaliað er Herbergið
Marie Tifoog Charlotte Laurier i kanadisku myndinni Les Bons Dé-
barras.
Patrick Dewaere i Sonarómynd Sautet.
Ofviðrið (The Tempest).
Bresk, árgerö 1980. Gerð eftir
samnefndu leikriti Williams
Shakespeare. Leikendur: Heath
cote Williams, Karl Johnson,
’l'ouah Willcox. Leikstjóri: Der-
ek Jarman.
Puntila og Matti (Herr
Puntila...). Finnsk, árgerð 1980.
Gerð eftir samnefndu leikriti
Brechts. Leikstjóri: Rolf Lang-
backa.
Þessar tvær myndir eiga það
sameiginlegt, að vera gerðar
eftir klassikerum úr leikbók-
menntunum, en liklega fátt
annað, svo ólikar sem þær eru
að allri gerö.
1 Ofviðrinu leggur Jarman
mikla áherslu á að skapa fal-
legar myndir með lýsingu og
uppstillingu leikara, og veröur
að segjast eins og er, að honum
heppnast það nokkuð oft.
Margar senurnar eru ótrúlega
fallegar á að horfa, og loft oft
lævi blandiö. En þrátt fyrir
þetta og góðan leik, fannst mér
það andrúmsloft, sem ég i-
mynda mér að sé i leikritinu,
aldrei komast til skila. Það
vantaði eitthvað.
Sama er að segja um Puntila.
í minningunni er sýning Þjóð-
leikhússins bæði mögnuð og
skemmtileg, en það verður
myndin aldrei, þrátt fyrir ein-
staka góða spretti. Það er
greinilega ekki nóg að hafa
góðan texta milli handanna,
þegar maður kann ekki mikið
fyrir sér i að gera kvikmyndir.
Þessar myndir eru þvi báðar
fremur ólánlegar, en kannski
skemmtilegar fyrir þá, sem
þekkja leikritin.
—GB.
Puntila óðaisbóndi fyrir framan
býli sitt, harðánægður með lífið
og tilveruna.
Undir járnhæl
.lárnmaðurinn
Pólsk. Argerð 1981. Handrit og
leikstjórn: Andrzej Wajda.
Aðalhlutverk: Jerzy Radziwilo-
wicz, Krystyna Janda, Marian
Opania.
Marmaramaður Wajda opn-
aði reykvisku kvikmyndahátið-
ina fyrir tveimur árum. Ekki
gat ég fengið mig til að falla i
stafi yfir þeirri kvikmynda-
rannsókn á pólitiskri spillingu
og yfirhilmingu i „sósialisku”
samfélagi pólskra öreigarek-
enda. Fannst myndin bæði of
löng og hráefnið fá of fjarræna,
tilgerðarfulla úrvinnslu, og hin
keðjureykjandi uuga kvik-
myndagerðarkona sem stýrði
rannsókninni var óhugnanlega