Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 2
2_____________________________________________Föstudagur 26. febrúar 1982 holrj^rpn^tl irínn Mýmörg dæmi um mssþyrmingar eiginmanna á eiginkonum sínum „Hann dró mig á hárinu, lamdi mig og sparkaði” Opinská frásögn ungrar konu af þriggja ára martröð — Við höföum búiö saman i hálft til eitt ár þegar hann barði mig I fyrsta sinn. bað var i partíi heima hjá okkur. Hann æstist yfir ein- hverju og ég varð að flýja út eftir aö hann hafði þeytt mér um alla stof- una, en gestirnir urðu að halda honum niöri meöan hann róaðist. Daginn eftir kom hann með blóm, gamla góöa ráðiö, og ég féll aiveg marflöt fyrir honum og fyrirgaf allt. En eftir þetta mátti ég ekkert segja án þess að hann missti stjórn á sér og færi að kýla mig jafnvel í margmenni. 1 fyrsta skiptið var áfengi með i spilinu, en fljótlega hætti þetta alveg að vera bundið þvi. Þrátt fyrir allt held ég, að þetta hafi ekki veriö eins siæmt og ég veit að gerist i fjöldamörgum hjónaböndum ungs fólks. Þetta voru svona „meöal kýiingar”. Samt voru þær það slæmar, að ég var oft marin og blá undan þeim. Að sjálfsögðu sagði ég ekki neitt, reyndi að halda þessu leyndu, ég skammaöist min. Þegar ég varð að gefa skýringar á marblettunum sagðist ég hafa gengið á veggi eða skápa! Þó fór ekki hjá þvi að foreidra mina færi að gruna eitthvað, en systir min var sú eina ifjöiskyldunni sem vissi virkilega hvað gekk á. Þetta gekk svona iþrjú ár, og ég veit ekki hvað það var sem hélt mér I þessari sambúð. Sjálfsagt öryggisieysi fyrst og fremst, ég var háð honum á allan hátt. Yfirleitt mundi ég ósköp lítið hvað hafði gerst þegar þetta var af- staöiö, nema helst i fyrsta skiptið. Lika eftir það versta. Það var cftir að við höfðum fariö á ball. Hann réðst á mig, dró mig á hárinu, lagðist ofan á mig, iamdi mig og sparkaöi I mig. Daginn eftir tók ég eftir þvi, að ée var með stóra skallabletti. Einu sinni var ég svo illa útleikin, að ég fór á slysavarðstofuna. Ég dofnaði öll upp I andlitinu, og sagðist hafa rekiö mig á. Þá fannst mér sem enginn tryði þvi, en samt var öllu sem ég sagði jánkað þegar var tekin af mér sjúkraskýrsla. AUtaf fyrirgaf ég honum, og það gerðist ekkert fyrr en hann fór að vinna úti á landi. Þá sleppti ég íbúöinni og flutti heim til foreldra minna. Þegar hann kom bönnuðu þau honum að flytja inn. Það er erfitt aösegja hvers vegna hann hagaöi sér svona. Hann þykir skemmtilegur og er vinsæll, vinir hans ætluðu varla að trúa þvi að hann gerði þetta, og móðir hans kennir mér ennþá um. Við vorum alltaf á kúpunni á þessum árum, hann oft atvinnulaus, ég f ' námi og reyndi að vinna meö. Það getur lika haft einhver áhrif að I orðasennum hafði ég alltaf betur.ég var einfaldlega klárari I kjaftinum en hann, og þá var þetta kannski eini mótleikurinn sem hann átti til. Við skiptumst á um aðelda, en hann er miklu betri kokkur en ég, og það varö oft tilefni til kýlinga, þegar honum likaði ekki maturinn hjá mér. Ég fékk mörg högg in Ieldhúsinu. Annars gat þetta verið út af öllu. Þegar þetta er komið á það stig að maður bara liggur og gerir ekki neitt þar til þetta er búiö, er ástandið orðið slæmt. Samt gafst ég ekki upp fyrr en hann fór út á land að vinna. Eftirá finnst mér ég ekkert hafa þroskast þennan tima sem við vorum saman, en ég finn að ég er oröin þroskaöri nú og held aö ég geti varað mig á svona mönnum eftirleiðis. En aðsjálfsögðu sé ég eftir þessum árum, sem fóru i nákvæmlega ekki neitt. Þau eru töpuð. betta er frásögn 25 ára reyk- viskrarkonu. Atburöirsem þessir gerast lika hér, mitt á meðal okkar. Þeir gerast ekki bara I útlöndum, eöa i kvikmyndum. Ariö 1979 komu 1179 slasaðir á slysad’eild Borgarspitalans. Af þeim var skjalfest i sjúkra- skýrslum aö 62 konur heföu fengið áverka af völdum eiginmanna sinna. Þetta er niðurstaöa at- hugunar Sigrúnar Júliusdóttur félagsráögjafar. Hildigunnar Ölafsdóttur afbrotafræöings og Þorgerðar Benediktsdóttur lög- fræðings. Aðeins það sem vitað er um — Þessi könnun okkar náöi aöeins til þeirra tilfella sem voru örugg, þ.e. konurnar sögöust sjálfar hafa fengiö áverkana af eiginmönnum sinum. Viö slepptum öllum vafatilfellum, reyndum ekki aö grafast fyrir um ástæöur fyrir áverka, sem ekki var tilgreint i sjúkraskýrslunum aö væru af völdum eigin- mannanna. En skráning á slikum áverkum er léleg. Starfsfólkið hefur ekki þjdlfun til að bera og sjá,þaö hefur jafnvel tilhneigingu til að sjá ekki, segir Sigrún Júliusdóttir félagsráögjafi viö Helgarpóstinn. Daglega starfar hún á geðdeild Landspitalans. 1 gegnum starf sitt þarveit hún.aö margarkonur veröa fyrir áverkum frá eigin- mönnum sínum þótt þaö komi aldrei á skýrslur, hvorki hjá Slysadeildinni né lögreglunni. — Ég hef kynnst mjög mörgum dæmum d göngudeild Geö- deildarinnar. Þaö þarf ekki endi- lega aö vera ástæöan fyrir þvi aö konurnar koma þangaö til með- feröar, aö þær hafi oröiö fyrir barðinu á eiginmönnum sinum. Ég hef oft haft konur til meöferöar í langan tima, jafnvel marga mánuöi, áöur en þaö kem- ur upp, aö slikir erfiöleikar eru i hjónabandinu. Fjölskyldumál tengjast oft ýmsum öörum þáttum i erfiöleikum þessara kvenna. Þreyta, streita, enginn timi til aö tala viö eiginmanninn til aö útkljá mál sem koma upp, segir Sigrún Júliusdóttir. Þessar 62 konur sem leituöu til Slysadeildarinnar drið 1979 eru aöeins brot af þeim kon- um sem verða fyrir barfánu á eiginmönnum sinum, innan veggja heimilisins eöa utan. Um þaö eru flestir sammála sem koma nálægt þessum málum. eftir: Þorgrím Gestsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.