Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 9
9
htaltjarpnerh irinn Föstudagur 26. febrúar 1982
ÚR HEIMI VtSINDANNA
Timarit Hins islenska náttúru-
fræðifélags „Náttúrufræðingur-
inn” varö 50 ára um siðustu ára-
mót. Margir lesenda Helgar-
póstsins eru sjálfsagf kunnugir
Náttúrufræðifélaginu og
Náttúrufræðingnum. Hins vegar
erekki Ur vegiað nota tækifærið á
slikum timamótum menningar-
rits að reka áróður fyrir þvi, að
fleiri gerist félagar, til fróðleiks
og heilsubótar. Félagar eru jafn-
framt áskrifendur að timaritinu.
En fátt segir af einum. Enn
hefurekkertsafnhús verið byggt.
1 grein sinni veltir Sigurður
Pétursson þvi fyrir sér, hvort
náttúrufræðifélagiö hafi sleppt of
fljótt hendinni af safninu. I
skýrslu um húsbyggingarmálið
frá 1946 segir svo: „Ollum undir-
búningi i málinu er nú lokið og
uppdrættir hafa verið sam-
þykktir”. Háskóli Islands fékk
meira að segja happdrættisleyfi
sitt framlengt gegn loforði um að
smiöshöggiö á skipulagningu
náttUrugripasafns árið 1947 og
hefur þvi sinnt öörum verkefnum
sinum siðan, almenningsfræðslu
og eflingu náttúrufræða ilandinu.
Ariö 1952 var Náttúrufræðingur-
inn gerður aö félagsriti Hins
islenska náttúrufræðifélags, en
timaritið var þá oröið 20 ára,
stofnað 1931 af brautryðj-
endunum Guðmundi G. Bárðar-
Náttúrufræðingurinn
— alþýðlegt fræðirit 50 ára
Hið islenska náttúrufræöifélag
er kom ið nokkuð til ára sinna og
verður 100 ára siðar á þessum
áratug. Þegar það var stofnað,
var Hið fslenska þjóðvinafélag 15
ára og hafði það félag gefið út
timaritið Andvara allt frá
stofnun, og almanak. Náttúr-
fræðifélagið lét sér nægja að gefa
út ársskýrslu, enda var aðaltil-
gangur félagsins þá að koma upp
náttúrugripasafni á Islandi.
Timaritið Náttúrufræðingurinn
kom ekki til sögunnar fyrr en
löngu siöar og var það raunar
gefið út óháð Náttúrufræðifélag-
inu fyrstu áratugina.
Safnað til safns — án
árangurs?
Frá þessu og öðru úr sögu
Náttúrufræðifélagsins segir dr.
Sigurður Pétursson gerla-
fræðingur i nýjasta hefti
Náttúrufræðingsins. Hann greinir
þar einnig frá þvi, að fyrsti for-
maður félagsins hafi verið
Benedikt Gröndal, en um alda-
mótin varð Helgi Pjeturss jarð-
fræðingur formaður. Fimm árum
siðar tók Bjarni Sæmundsson við
og gegndi hann starfinu i hvorki
meira né minna en 35 ár. Félagið
gaf annaðhvert ár út skýrslu um
framgang áhugamáls félagsins,
sem var vöxtur og viðgangur
náttúrugripasafns eins og áður
sagði. Arið 1946þótti ti'mabært að
láta til skarar skriöa. Var þá
safnið afhent rikinu og fylgdi all-
vænlegur byggingasjóður.
byggja yfir safnið. En allt var
stöðvað. Sigurður: „Náttúru-
gripasafnið, þetta óskabarn Hins
islenska náttúrufræöifélags, er
nær horfið sjónum, faliö i trölla-
höndum svo áratugum skiptir”.
—Rikið tók við barninu og kyrkti.
Nýtisku visindasafn?
Hvernig væri nú aö endurvekja
hugmynd frumkvöðlanna og
allra þeirra ötulu náttúru-
fræðinga sem siöar fylgdu og
unnu aö stofnun safnsins? Nú
mætti hafa ihuga alhliða visinda-
safneins og komin eru og veriðer
aö reisa viða erlendis, ungum og
gömlum til mikillar ánægju og
fróðleiks. Þar hafa menn notfært
sér nýjustu kennslutækni af
miklu hugvititilaöfræða fólk um
visindin og þaö sem menn vita
best og gleggst um náttúruna. Til
dæmis um slikt safn gæti ég nefnt
Ontario Science Centre I Toronto i
Kanada, sem borgarbúar og
ferðamenn flykkjast að i striöum
straumum.
Vasaútgáfa af sliku safni i
Reykjavik yrði lyftistöng
kennurum i öllum greinum
náttúruvisinda og vinsæll við-
komustaður fjölskyldum i vand-
ræðum á sunnudögum — jafnvel
betri en vörusýning i Laugardals-
höll.
N áttúrufræðingurinn:
alþýðlegt fræðirit
Náttúrufræðifélagið lét i
grandaleysi rikinu eftir að reka
syni jaröfræðingi og Ama Frið-
rikssyni fiskifræðingi.
I grein Sigurðar Péturssonar er
listi yfir ritstjóra Náttúru-
fræðingsins og formenn félagsins
frá upphafi til þessa dags. Einnig
er sagt frá efni ritsins i stórum
dráttum. Leyfi ég mér að birta
hér tvær málsgreinar, sem gefa
til kynna ritstjórn eða stefnu við
útgáfu Náttúrufræðingsins:
„Litil hætta mun á þvf, að
greinar af þessu tagi (þ.e.a.s.
greinarnar i Náttúru-
fræðingnum) liggi fyrir ofan
skilning áhugamanna um
náttúrufræði, eins og lesenda
Náttúrufræðingsins. Mjög sér-
fræðilegar greinar, einkum á
sviði eðlisfræði og efnafræði,
gætu þó gert það og ættu þá að
birtast annars staðar, t.d. i Acta
naturalia Islandica. Byrjunarat-
riði i náttúrufræöum ættu aftur á
móti að vera nægilega kynnt i
skólum, útvarpi og sjónvarpi. Er
útlit fyrir, að Náttúrufræðingur-
inn hafi þegar fundið þarna
æskilegan meðalveg. Það skal
tekiðfram, að yfirlitsgreinar um
einstaka þætti náttúrufræöinnar
og heimspekilegar hugleiðingar
hafa alltaf verið vinsælar hjá les-
endum Náttúrufræðingsins og
verða það vafalaust áfram.
Heimspekilegar vangaveltur eru
islenskri alþýðu mjög að skapi.
Um efni Náttúrufræðingsins er
óhættaðsegja, aðengin ein grein
náttúrufræöinnar hafi oröið þar
yfirgnæfandi, og enginn ritstjór-
anna hefur sýnt þá tilhneigingu
Umsjón: Þór Jakobsson
Al.ÞÝOLKGT FKÆHSLURIT I NÁTTÚKl’FR^ÐI.
ÚT6EFKXDUH:
r.UDM. c. rArdarson og Arni fkiouiksson.
Hrykjavik 1931.
KFNI:
Grýla <m«8 myiul) rllir G. tí. B. — Hrliam rllir (i
EU(Mla i aifrtani Hrkla 1111 (4 inyndir) rflir G.
KiatalirrBar (nir8 2 myndnm) rflir A. F.
TilkyanÍBf: I timarili þrssu vrrCa liiiiar »n>á«rrinar. vi8 al-
þý8u h«fl, um ýms rfui i dyrafnrSi, graaafnr8i. jar8frar8i, landa-
fr»8i, rBliafrieBi. rfnafrtrBi, sljörnufra8i o« öSruni arrtnuin
nállnmfraSinnar. Fái ritiS sirmilrgar viStókur, rr svn til artl-
nal, a8 At komi af þvi ininsl 12 arkir á árl, c8a srm svarar I örk
á mánufli, n* koslar hvcr örk 50 mira. f hvrrri örk vrr8a fleirl
t8a fierri niyndir, rfninu lil skýringnr. Þrlr, snn grrasl vilja
faslir kauprndur «8 timaritinu, grla srnt panlnnir ainar III ól-
grfrndunna c8a lil úlsölnmannn, cr vcr slBar iminnm lilkynnn
hvrrlr rru.
Bcykjavlk. 5. frbrúur 1931.
Bos Ten«<>r myndavrlin rr snUBuB
af 7.E1SS IKON og þrss vrgna full
Irygglng fyrir a8 hún rr sú brsln
l sinnl ri>8. Box Trngor hrflr 3
lintur, Inrr fjariiegBarliniur (I-
mrlrr o« 4-mrtcr). Þrlla cn« kosl-
Ir, sein tngin itnnur kassa-mynda-
vél hefir. — Box Tcagor * X » em.
kotlar aS tlna kr. M.M.
Sportvöruhái Reykjivikgr
Bankastrati II. (Box 384).
2é/y?
VAon
Fyrsta tölublað fyrsta árgangs
Náttúrufræðingsins sem kom út
í Reykjavik 1931.
iaa« 0028-0550
Sama blaö fimmtiu og einu ári
siðar.
að sveigja efnisvalið inn á sina
sérgrein. Þrjár höfuðgreinar;
grasafræði, dýrafræði og jarð-
fræði, hafa að sjálfsögðu orðið
meginefni ritsins, en þar fyrir
utan hafa birst greinar um hin
fjölbreytilegustu efni á sviði
raunvisinda, enda fjöldi höfunda
oröinn nálægt hálfu þriðja
hundraði.”
Undanfarin 5 ár hefur Kjartan
Thors jarðfræðingur verið rit-
stjo’ri, en Helgi Torfason jarð-
fræðingur tók nýlega við. A þaö
skai bent, aö tfmaritið er
fallega úr garði gert. Auk grein-
anna koma þar ýmis fróðleiks-
korn, ennfremur skýrsla félags-
ins um fræðslufundi, feröir á
vegum félagsins og öðru hverju
birtist félagatal. Þeir sem hafa
gaman af mannaveiöum geta t.d.
forvitnast um það i siöasta hefti,
hverjirhinir 1800félagsmenn eru.
Flestir eru búsettir á Islandi, en
margir á við og dreif um heims-
byggöina frá Tokyo til Moskvu.
Sjálfur hef ég verið félagi og
áskrifandi siöan 1958 og lengst af
á flakki stað úr staö i útlandinu.
Tilkynningum minum um breytt
heimilisfang, sem hafa aö jafnaði
komiö til ritsins annað hvert ár
allan þennan tima, hefur verið
tekiö með þolinmæði og við-
bragðsflýti — þökk sé Stefáni
Stefánssyni bóksala, sem hefur
gegnt starfi afgreiðslumanns
Náttúrufræðingsins af mikilli
kostgæfni i þrjá áratugi.
Félagið
Læt ég nú staðar numiö meö
hvatningu til lesenda að ihuga
inngöngu i Náttúrufræðifélagið.
Formaður félagsins er Kristján
Sæmundsson jaröfræöingur og
hefur hann ásam t ritstjóm sinni á
boðstólum hin girnilegustu ferða-
lög á sumrin með fróöum
mönnum i fararbroddi, en á vet-
uma erind um aðskiljanlegar
náttúrur landsins ofan jarðar og
neðan.
A mánudaginn var, á fundi i
félaginu, var t.d. sagtfrá pústum
og stunum Heklu undanfarin tvö
ár og var frásögnin krydduð lit-
rikum skyggnum af gosunum.
Hekla gamla og Sigurður Þórar-
insson jarðfræöingur lögðust á
eitt að sjá um húsfylli, en tveir
jarðfræðingar, yngri en þessi tvö,
þeir Kari Grönvold og Kristján
Sæmundsson, bættu um betur og
sögðu nánar frá rannsóknum á
gosunum.
Bfllinn
Þegar ég bjó i New York
voru bandariskir vinir
mínir iðnir við að minna
mig á, að New York væri
ekki Amerika. Ég svaraði
þeim alltaf á sama hátt
„Hvað er New York annað
en Amerika?” „Hún hefúr
allt til að bera, sem i aug-
um útlendinga er dæmigert
fyrir Bandarikin: Háhýsi,
iðandi mannlif og verslun,
stórkostleg söfn, leikhús,
konserthallir og blómstr-
andi jazz. Hér eru lika
blökkuhverfi, kinahverfi,
itölsk hverfi og hverfi
Puerto Rikana. Eiturlyfja-
neysla er hér á háu stigi,
glæpir, eymd og fátækt svo
ekki sé minnst á hið óhóf-
lega ríkidæmi. Hvað eru
Bandarikin annað en
þetta?” mér var spurn.
egar ég hafði farið
með þessa þulu og reynt að
vera eins sannfærandi og
ég gat, brostu vinir minir
brosi þess sem betur veit
og svöruöu: „Bíddu þangað
til þú kemur i suðvestriö,
þar muntu sjá við hvaö við
eigum.” Ég beit á vör og
svaraði dræmt:, ,Hér i New
York er að visu fátt um
kúreka og indiána en
samt...’' „Biddu” endur-
tóku þeir og gáfu Iitið út á
þetta svar mitt.
Þegar ég svo loksins kom
tilTucson, Arizona, sem er
ihjarta „villta vestursins’’
uppgötvaði ég að i hugum
vina minna voru hvorki
indiánar né kúrekar tákn
Bandarikjanna, heldur
Billinn. Þó ótrúlegt megi
virðast, þá er að mörgu
leyti betra að vera billaus
en að eiga bil á Manhattan.
Það kostar upp undir
hundrað dali á mánuði að
leigja stæði, þar sem mað-
ur getur talið bilinn örugg-
an. Og nærri ómögulegt er
að finna almenn bilastæði á
eyjunni og hefur margur
orðið fyrir þvi óláni að
þurfa aö greiða hundruð
dala lausnargjald fýrir bil-
inn sinn eftir að löggan
hafði dregið hann á brott og
sett i fangelsi fyrir aö vera
lagt ólöglega.
Til að forðast þess kon-
ar útgjöld og óþægindi kýs
meiri hluti New York-
búa að notfæra séralmenn-
ar samgöngursem eru með
mestum ágætum i borginni
(þó kannski ekki eins þrifa-
legar og vistlegar og á væri
kosið). Neðanjarðarlestir,
strætisvagnar og tiltölu-
lega ódýrir leigubilar eru
þar á hverju strái. Nú,svo
er skipulag borgarinnar
einfalt og bæði gott að
ganga og auðvelt að rata
um New York.
En New York er New
York og fáir staðir henni
likir. Það uppgötvaði ég
fyrst almennilega þegar til
Tucson kom. New York er
Evrópuborg, byggð af evr-
ópskum innflytjendum fyr-
ir daga bilabyltingarinnar
og úthverfalifsins. Borgir i
suðvestrinu urðu hins veg-
ar til eftir að „Ameriku-
draumurinn” hafði heltek-
ið þjóðarsálina: Kjarna-
fjölskyldan i einbýlishúsinu
með bilinn,eöa öllu heldur
bilana,! bilskúrnum.
Borgir suðvesturrikj-
anna eru ekkiborgiri sama
skilningi og Evrópubúar
leggja i það orð. Þær eru
ein heljar úthverfi — án
miðbæja. I þeirra staö
koma griðarstórar verslun-
armiðstöðvar, umkringdar
ain stærri bilastæðum. —
Og þangaö kemst enginn
nema fuglinn fljúgandi,og
bilaeigendur auðvitað.
Hann er ófrjáls sá mað-
ur, sem ekki á bil hér um
slóðir. Minnst tvo klukku-
tima og þrjá strætisvagna
tekur það hann aö kpmast
úr einum bæjarhluta i ann-
an. Og Guð hjálpi honum ef
hann vogar sér út úr húsi
eftir klukkan sex á laugar-
dags- og sunnudagskvöld-
um. Ef hann á ekki fyrir
leigubil, getur hann gjört
svo vel að ganga og látið
sér vegabrúnina nægja. I
riki.bilsins eru gangstéttir
jafn sjaldséðar og hvitir
hrafnar.
Borgir sem þessar fá
mann til að efast stórlega
um ágæti sköpunarverks-
ins. Af hverju setti Skapar-
inn ekki undir okkur hjól I
stað fóta? Já þvilíkur mun-
ur ef svo væri! Þá þyrfti
enginnaðbföa tlmum sam-
an eftir strætó meðan hálf-
tómirkaggarkeyra hjá. Þá
þyrfti enginn að óttast bil-
slys eða eyða stórfé i við-
gerðir, tryggingar og bens-
ín. Og þar væri hinn vest-
ræni heimur ekki i' vösum
arabiskra oliufursta. Ef
allir værumeð hjól undir
sér væri fyrst hægt að tala
um frelsi og jafnrétti i
reynd.
á gætum við t.d. öll
fengiö okkur hamborgara
með bilabragði, hjá Mac-
Donald,sem matreiddur er
út um bilalúguna. Þá sætu
bilaeigendur ekki einir aö
sopanum, sem seldur er i
„bfla’-vínbúðinni. Við gæt-
um lika öll látið hreinsa
fötinokkari „bila’-hreins-
uninni, fengið okkur
verkjatöflu i ,,bila”-apó-
tekinu, framkallað fjöl-
skylduljósmyndirnar i
„bila’’. - framköllunarturn-
inum, lagt inn og tekiö út
aurana okkar i bilabankan-
um og sent bréf til vina og
ættingja i ,,bila”-póstkass-
anum. Og siöast en ekki
sist gætum við séð góðan
vestra i ,,bila”~bióinu,
fengið blessun Drottins I
„bila’i-kirkjunni og að lok-
um látið jarða okkur i bila-
kirkjugaröinum.
Að öllu gamni slepptu þá
er þvi' ekki þannig farið.
Við höfum fætur og borgir,
sem byggðar eru i kringum
bflinn. Margur maður hér
um slóðir á sér fáar óskir
heitari en að losna úr viöj-
um hans. A undanförnum
árum hefur notkun reið-
hjóla aukist til muna, eink-
um meðal yngri kynslóðar-
innar. Viða hefur verið
komið upp hjólabrautum
meðfram umferðargötum
eða um fáfarnar hliðargöt-
ur. Sjást þar tiðum hjól-
reiðakappar með vigalega
hjáhna og bakpoka á leið i
skóla eða til vinnu.
ó hjól séu bæði hentug
og holl farartæki takmark-
ast notkun þeirra viö ung-
menni, barnlausar fjöl-
skyldur, stuttar vegalengd-
ir og dagsbirtu. Götulýs-
ingareru svoslæmaraö fá-
ir hætta sér út á hjóli á
kvöldin. Vegna lélegra al-
menningssamgangna og
sihækkandi bensinverðs
kýs fólk i æ rikari mæli að
búa nálægt vinnustað sin-
um. Það er spá manna að
þróunin i bandariskum
borgum veröi sú að miö-
stéttin, sem nú fyllir út-
hverfin, muni smátt og
smátt leggja undir sig innri
hverfi stórborganna, sem
nú eru fátækrahverfi. Hinir
efnaminni muni flæmast út
i úthverfin og einbýlishús
verði hólfuð niður I smá-
ibúðir. Og það komi i þeirra
hlut að bera byrðar si auk-
ins bila- og bensinkostn-
aðar.