Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 17
17 helgarpósturinrt Föstudagur 2& febrúar 1982 það væri svona stutt frá Reykjavik, þar sem ég hafði átt heima siðan ég var i skóla. Svo er það hitt, að ég var alinn upp i sjávarkauptúni, og á sumrin var ég i sveit, þannig að þetta blandaðist i mér, sveit og lifið við sjóinn. Ég fann þetta að vissu leyti aftur hér.” — Geturöu lýst þvi nánar hvernig áhrif þetta hafði á skáldskap þinn á þessum tima? „Það er nú ekki gott aö lýsa þvi umfram það, sem fram kemur i ljóöabókinni Heim- kynnum við sjó. Ýmsir nálægir hlutir vökn- uðu til lifs fyrir mér aftur. Þó ég væri það sem kallað er náttúrubarn og hefði verið mikiö úti viö hér og þar, var þetta einhvern veginn fyrir mér eins og ný nálægð, þegar ég kom hingaö, grjótgaröarnir með sjónum og kannski marhálmur viö ströndina. Þetta var allt orðið svo nálægt mér aftur, þegar ég var einn innanum þaö. Það snerti mig. Þegar ég sat hér einn og þóttist þurfa að yrkja eitthvað, fór þetta umhverfi að hrær- ast saman viö það og úr varö ljóöabók. Ahrifin voru einkanlega þessi, ný návist við umhverfiö. Það var skemmtilegt eftir að hafa átt lengi heima i Reykjavikurkraðak- inu.” Tilbreyling — Hvers vegna datt þér i hug að flytja hingaö? „Við hjónin vorum að visu i ágætri ibúð i Reykjavik, en hún var orðin þröng og litil. Ég hafði bókaherbergi þar, en ég var alveg að kafna, það var svo þröngt. Við vildum endilega flytja og vorum að hugsa um að reisa okkur hús sjálf. Þá sáum við auglýst- ar lóðir hér á nesinu. Hér átti lengi aö koma flugvöllur og ekkert geröist i háa herrans tið, þvi það átti að malbika allt nesið. Það er ekki fyrr en Hannibal Valdimarsson gef- ur út bréf sem samgönguráðherra um að þessi flugvöllur sé dauður og komi ekki til greina, að bændur hér fara að auglýsa lóð- ir. Uppúr þvi fengum við lóö, sem okkur leist mjög vel á, og létum Hrafnkel Thorlacius arkitekt teikna handa okkur hús. Þá var litiö byggt hér, en nú eru nálægt fimm hundruð ibúar i hreppnum. Okkur fannst þetta ekkert langt og viö vildum heldur ekki vera I Reykjavik.” — Hvað haföir þú út á Reykjavik að setja? „Ekkert. En ég var búinn að eiga heima þar lengi og gott aö breyta til.” — Ertu ekki búinn aö koma þér upp ein- hvers konar filabeinsturni hér á nesinu? „I aðra röndina, jú. Og þykist góöur af. Ég er ekkert hræddur viö að vera i fila- beinsturni. Maöur getur verið i filabeins- turni hvar sem er. Það fer eftir þvi hvernig maður hagar lifi sinu, hvað maöur er mikið með sjálfum sér og sinum verkefnum. Menn til sveita eða i dreifbýli eru ekkert betur settir með þaö að koma sér upp fila- beinsturni heldur en hinir. Það er alveg sama hvar maður er.” — Þú hefur ekki einangrast meira? „Ekkert meira en ég hef kosiö. Ég gæti verið alla daga inni i Reykjavik ef ég vildi, þvi héðan úr húsi liggur alltaf bflferö inn- eftir, en ég fer ekki nema ég þurfi á þvi að halda. Ég á góða vini þar og tala mikið við þá i sima.” — Þú talaðir áðan um áhrif umhverfisins hér á þina ljóðagerð, en hverjir eru aðrir áhrifavaldar? „Það er nú löng saga að segja frá þvi. Ég geri mér ekki einu sinni sjálfur fulla grein fyrir þvi. Attu þá við höfunda, t.d.?” — Já, og sagt er að fornbókmenntir og þjóðleg menning hafi haft áhrif. „Allir, sem lesa kvæöi min, segja, að svo sé. Það er vafalaust, þvi að ég er hneigöur að bóklestri og hef alltaf verið. Ég hef alltaf lesiö mikiö þessa svokölluöu islensku klassik, hvort heldur er fornbókmenntir eða eitthvaö frá seinni öldum. Það fer ekki hjá þvi, ef maður er á annað borð hand- genginn bókmenntum frá ýmsum timum, að það njóti sin að einhverju leyti, þegar maöur er sjálfur að semja. Hitt er aftur verst, að maöur veit sjaldan hvort þær skir- skotanir hitta I mark, þvi lesandinn þarf að vita um þær. Annars dettur allt dautt niöur. öll symbólikk, sem er i slíkum skirskotun- um, fer fyrir ofan garö og neðan, nema lesandinn viti hvert er veriö aö skirskota. Þaö er, held ég, oft inn á jnilli I minum kvæðum, aö þetta hefur ekki komið greini- lega fram. Þaö er litið um þaö I seinni tið, að ég skirskoti til þess, sem ég hef lesið.” — Skirskotar þú þá meira til umhverfis- áhrifa, eða einhvers annars? „Já, eða ég er með minn eigin hug- myndaleik, sem er ofinn saman viö um- hverfi og endurminningar minar. Eftir að ég gaf út siðustu bók mina, hef ég verið aö leika mér að ýmsu, sem mér hefur dottiö I hug frá fyrri dögum, stuttar upprifjanir, hálfgildings endurminningar, sem ég fer frjálslega með. Ég hef ort dálitiö i þeim dúr siðasta árið.” — Eru þetta þá einhverjar vangaveltur um sjálfan þig? „Nei, þetta eru miklu fremur ljóðrænar svipmyndir, einhvers konar senur.” Borgaraskapur — Þú hefur verið kallaður borgaralegt skáld, þar sem þú fjallar ekki um þjóð- félagið i ljóðum þinum. Hvað finnst þér um slika skilgreiningu á sjálfum þér? Tekuröu undir hana? „Ég veit ekki að hve miklu leyti hún er rétt. Sjálfsagt er ég dálitið borgaralegur maður, ég get vel viöurkennt þaö. Samt er ég hneigður aö alþýðlegum verkefnum. Ég hef t.d. ákaflega gaman af öllum alþýðleg- um og þjóðlegum hlutum, sem eru alls ekki borgaralegir i sjálfu sér. Ég hef skrifað heimildaþætti aftan úr alþýölegu lifi, og er i hjarta minu talsvert alþýðlega sinnaður. Það gétur yel verið, aö það geti farið saman við borgaraskap, ég skal ekki segja. Æskuumhverfi mitt var aö vissu leyti borgaralegtmiðaö við marga aðra stráka á minum aldri fyrir norðan. Ég er af foreldri, sem átti sitt góða hús. Faðir minn var sparisjóðsstjóri og fleira, og haföi öruggar tekjur. Miðaö viö umhverfi sitt, var heimil- ið af borgaralegra taginu. En margir vinir minir voru af alþýðuheimilum, og það var enginn klofningur þar á milli. Það getur vel veriö, að það sé eitthvað borgaralegt viö minn skáldskap og þá er þaö ágætt. Aðalatriöiö er að það sé ekki vondur borgaralegur skáldskapur. Þaö er það, sem máli skiptir, en ekki hvaða stimp- ill er settur á hann. Hver þarf að syngja sem mest með sinu nefi. Það eykur fjöl- breytnina. Ég hef aldrei þolað, eins og Sviarnir gera, og hafa lengi gert á tiu ára fresti, að stokka upp bókmenntamarkmiöin. Þessi áratugur á að vera svona, og er svona, og allt annað er ómögulegt. Svo er næsti áratugur gjör- breyttur. Einn áratuginn er maður þvi alls ekki i takt við það, sem þeir vilja, og á næsta áratug er maður kominn I takt við þá, ef maður heldur bara sinu striki. Þeir eru alltaf að setjast á ráðstefnur og ákveða hvað séu bókmenntir hverju sinni. Þetta þekkist hvergi i heiminum nema hjá Svi- um. Þetta eru endalausar áratugabók- menntir. Þeir horfa aftur i bókmenntasög- una eftir áratugum. Þetta er allt i einhvers konar skjalahólfum.” j — Finnst þér svona hólfun eiga rétt á sér? „Þaö getur verið þægilegt fyrir einhverja lesendur að definera bókmenntirnar eftir þessum leiðum. En það er óhugsandi aö bókmenntir sem slikar verði alveg flokkað- ar eftir þessum kategórium. Höfundurinn er persóna, og þaö er ómögulegt að setja hann i aktygi.” — Þú sagðir áöan, aö aðalatriðiö væri að skrifa ekki vondan borgaralegan skáld- skap. Hvað kallarðu vondan borgaralegan skáldskap? „Hvernig á ég aö segja hvaö er gott og vont? Þú gerir mig heimaskitsmát. Ég hef margtekið eftir þvi, aö einum finnst gott eftir mig það, sem mér finnst sjálfum ekk- ert sérstakt til koma. Maður tekur t.d. eftir þvi i ljóðaúrvölum hvaö mönnum finnst gott. Eitt kvæði, sem ekki ratar inn i þetta úrval, er komið inn i næsta úrval. Hvernig á maöur að segja til um þetta, þegar sjónar- miðin eru svona ólik. Þarna er á ferð hið fræga smekksatriöi, sem enginn getur skil- greint hvað er.” Tónkvíslin og kríiikin — Nú rikir alltaf ákveðin tiska i bók- menntum. Hefur þú aldrei fallið fyrir sliku, eða hefurðu alltaf haldiö þinu striki? „Aldrei beinlinis. Ég er ósköp laus við tisku að flestu leyti. Ég klæöi mig ekkert endilega samkvæmt þvi, sem er uppi á hverjum tima, heldur eins og mig lystir. Ég hef aldrei verið að eltast við neitt, sem er uppi i dag og horfið á morgun, vegna þess að fyrir mér hefur skáldskapur verið svo mikil glima viö sjálfan mig sem persónu, að ég hef oröið að taka miklu meira mark á þvi, sem mér finnst sjálfum, gegnum þykkt og þunnt, heldur en parólum héðan og handan. Fyrir vikiö lenda kvæði manns I alls konar svamli, þegar kritikin er öll á eina bókina lærð i kannski fimm eða sex ár. Svo er tónkvislinni slegið niður og kritikin oröin ööru visi næstu fimm árin. Kvæði manns velkjast i gegnum þetta frá einu timabili til annars og þá er auövitaö ýmis- legt uppi um það, hvað maður hafi staðiö sig. Kritikin er svo ósköp einföld i sér, aö minnsta kosti dagblaðakritikin.” — Þú ert þá ekki að eltast við neinar veg- tyllur með þinum skáldskap? „Þá mundi ég ugglaust vera tiskubundn- ari, ef ég væri að þvi, taka alltaf þátt i þeim takti, sem er hverju sinni. Ég hef eingöngu veriö að fást við mitt eigið hugmyndalif og tilfinningalif. Þaö breytist svo eftir aldri manns, og þess vegna hefur skáldskapur minn breyst. Hitt er það, að ég hef lært gríðarmikiö af öörum skáldum frá ýmsum timum. Margir höfundar, sem eru löngu dauðir, eru mér miklu meiri samtiöarmenn heldur en ýmsir sem eru uppi samtimis mér. Það fer eingöngu eftir þvi hve þeir höfða mikiö til min. Enda væru bókmenntir þá jafnóöum dauðar, ef aldrei mætti fara aftur fyrir það, sem nákvæmlega er uppi samtimis manr.i. Þá væri engin tradisjón til, og engar heimsbókmev.r.Lir,'' — Þú segist vera að fást við þitt eigið hugmyndalif. Helduröu, að það eigi eitt- hvert erindi til annars fólks? „Það er alveg óvist. En stundum viröist þetta ramba einhverja boðleið. Mér virðist, að ég hafi átt dálitinn hóp af lesendum, al- veg frá upphafi. Svo koma einhverjir nýir, en aðrir iesa aldrei neitt eftir mann, eins og gengur. Það er eins og með nútima kvik- myndagerð, ekki er gleðilegt til þess að vita, að ekki skuli vera hægt að sýna bestu kvikmyndir hér á landi nema svona þrisvar eða fjórum sinnum öllum Reykvikingum. Þá má spyrja alveg eins: eiga þessar myndir þá nokkurt erindi til fólks?” — Skiptir það þig einhverju máli hvort þú ert lesinn, eða ekki? „Jú, að visu skiptir það máli. Þó aö ljóð séu kannski eintöl manns, eru þau þó eintöl þess eðlis, aö þau eiga helst aö geta orðið eintöl fleiri manna, viö sjálfa sig og hlutina. Þess vegna er maöur aö gefa þetta út, ann- ars væri ekki ástæða til þess.” Svipleillur — Hvernig berðu þig að, þegar þú yrkir? „Það er nú allur gangur á þvi. Ég yrki núorðið oft á nóttunni. Ég ruglaðist dálitiö I ríminu, þegar ég vann úti, ég vann hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs inokkur ár. Þá þurfti maður aö nota kvöldin og næturnar fyrir sjálfan sig. Ég ruglaðist þá dálitið I riminu og hef aldrei komist almennilega út úr þvi fari siðan. Ég vinn þvi oft á nóttunni, þó ég hafi minn tima algjörlega handa sjálfum mér, þvi ég geri ekkert nema að fást við ritstörf af einhverju tagi. Ég kast- aöi öllu öðru frá mér eftir aö ég fluttist hingaö. Ég yrki og fleygi, strika út og ónýti þetta oft jafnóðum. Ég stanga þetta sundur eins og mannýgt naut. Þaö, sem ég þóttist hafa vel gert i gær, er orðiö ónýtt, þegar ég les þaö daginn eftir, nema kannski ein og ein lina, og þá held ég henni til haga. Einstaka sinnum koma nokkrar linur i góöri samfellu og ef til vill stutt ljóö, sem ég þarf lítiö aö fást við, þegar ég hreinskrifa. En yfirleitt hef ég alltaf margbreytt þvi, sem ég hef gert fyrst. Fyrrum, þegar ég var aö yrkja á minum yngri árum, orti ég yfirleitt ekki fyrr en ég vissi nokkurn veginn hvar ég kæmi niður. Ég haföi ljóðið nokkurn veginn i kollinum, þegar ég settist niður til aö festa það á blaö. Ég var búinn aö yrkja það án orða i hugan- um, en i seinni tið er allur gangur á þvi. Ég veit oft ekkert hvar ég kem niður, þegar ég byrja, ég byrja bara, og læt ljóöið verða til eftir þvi, sem penninn skrifar áfram og vel og hafna jafnharðan. Ég vinn meira þannig núna.” — En hvernig byrjar þetta; með oröi, með mynd? „Ég er sagöur frekar myndrikur höfund- ur. Oftast er kveikjan meira af ætt augans en annarra skynfæra. Yfirleitt sé ég hlutina mikið i myndum og svipleiftrum.” —■ Kostar það þig mikil átök, að kalla þetta fram? „Æjá, ég verö stundum taugaveikiaður. Þó ég sé rólegur að eðlisfari, veldur þaö dá- litlum titringi undir niðri að fást við ljóö og annað, sem stendur djúpum rótum i manni.” innsta eOlið — Hvernig persóna ertu? „Ég er rólyndur letingi, fyrir mörgum, og ég hef alltaf verið hneigður til einveru, i raun og veru. Þó að ég geti verið kátur inn- an um menn, hef ég alltaf verið hneigöur til einveru og þess aö vera einn meö sjálfum mér i huganum, alveg frá þvi aö ég var barn. Ég er ekki félagslyndur sem kallað er, t.d. ákaflega litið gefinn fyrir það að sækja fundi og þvi um likt. Ég nýt min nú- orðið ekki nema innan um mjög fáa og valda vini, er orðin hálfgerð mannafæla. Það er alveg satt og ég skammast min ekk- ert fyrir þaö. Menn breytast eftir þvi, sem náttúran leggur þeim á herðar. Ég hef breyst mikið með árunum, að þvi leyti til, að ég er hættur aö streitast nokkuð á móti þvi, sem mér finnst vera mitt innsta eðli. A yngri árum trallaði maöur eftir sin- um þörfum og stundum umfram það. Eftir þvi sem ég eltist, hef ég farið aö láta meira að vilja minum, hvað sem hver segir. Ef vinnulag lýsir manni aö einhverju leyti, þá vinn ég ekki reglulega. Ég hef aldrei lært að nota timann skipulega. Ég er semsé enginn reglumaður, vinn oft i miklum skorpum. Annars væri sjálfsagt hægt að tala langt mál um sjálfan sig, ef manni þætti það við- eigandi.” — Ertu að vinna að nýrri ljóðabók? „Já, ég neita þvi nú ekki. Hún er að veröa til, hægt og hægt. Ég er að safna i sarpinn.” — Hvers konar ljóð eru þetta? „Eins og ég sagöi áöan, hef ég veriö meö hugann við ýmislegt úr æsku minni, aöal- lega. Svo yrki ég alltaf eitthvaö, sem ekki fellur að megin viðfangsefninu. Mig langar núorðið til að ljóðabækur minar séu sem heilsteyptastar, geymi ekki ljóö héöan og handan, um hitt og þetta, þó þaö geti veriö tilbreyting fyrir lesandann. Ég kýs heldur að hver bók myndi heild. Þess vegna verður alltaf til eitthvaö af ljóöum, sem fer niöur I skúffu i bili, af þvi að þau eiga ekki samleið með þvi, sem maður er aö gera, aðallega.” ao vera í lílaoeinslurni

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.