Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 15
Iielgarpásturinn Föstudagur 26. febrúar 1982 15 Um þetta eru þau hjartanlega sammála, hjónin, og bæta þvi við að skip þeirra hafi alls ekki alltaf siglt með aflann, það hafi alla tið verið upp og ofan. Þau hafa ekki siður landað hér heima og selt aflann ýmis til Bæjarútgeröar- innar i Hafnarfirði eða fiskverk- unum i Reykjavik. Keyptu Ými fyrir hagnað- inn Hvaö sem þvi liður gekk iSt- geröin vel, og fyrir hagnaðinn af Ráninni keyptu þau skuttogarann Ými I nóvember 1978. Guðrún segir hvernig það gerðist. — Við ætluöum aldrei að kaupa Ými. Um haustið fórum við til Aberdeen i þeim tilgangi aö kaupa systurskip Ránarinnar og ætluðum að nota bæði skipin til að toga sömu vörpuna. En þegar til kom leist okkur alls ekki á skipiö og vorum búin aö afskrifa kaupin. Siöan geröist það, að eftir aö hafa verið i búða- ferð hitti ég þá Agúst og Þorstein fyrir utan hóteliö, og þeir til- kynntu mér, að þeir væru búnir að kaupa skip. Fyrst I stað tók ég ekkert mark á þeim, allra sist þegar þeir bættu þvi við, aö þetta væri skuttogari. Ég áleit að við hefðum engin efni á þvi. En þeim var full alvara og höfðu komist að samkomulagi um kaup á þessum litla skuttogara, sem við eigum enn, og heitir Ým- ir. Hann hét upphaflega Ben Lui. Stálskip ráku siöan þessa tvo skuttogara til vorsins 1980, þegar gamla Ránin var siöan loksins seld. — Okkur fannst timi til kominn að endurnýja. Ránin var oröin siðasti siöutogarinn og svolitið farin að dala. Auk þess var orðiö erfitt að manna hana, á þessum árum sáu menn ekkert nema skuttogara. En Ránin er enn I fullri notkun. Viö seldum hana Is- stöðinni i Garöi, og hún er nú not- uð til aö sigla með afla úr öðrum skipum, segir Guðrún Lárusdótt- ir. En um tima vorið 1980 áttu þau þrjá togara. Þeim haföi boðist enskur skuttogari af stærri gerö- inni , 740 rúmlestir, á sanngjörnu verði. Það var CS Forester, sem kom nokkuö við sögu i siðasta þorskastriöi, og þau slógu til. Þar meö var nýja Ránin komin til sögunnar. Þessi skipakaup urðu nokkuö eftirminnileg, og það má jafnvel segja, að þau hafi oröiö pólitisk. Þegar Ýmir var keyptur var enn i gangi frilisti, sem þýddi að kaup- andinn varð að fullnægja • þeim skilyrðum viöskiptaráðuneytisins aö greiða helming kaupverðsins út og afganginn innan árs til að fá leyfi fyrir kaupunum. — Það voru flestir ráöherrar samþykkir kaupunum, nema Kjartan Jóhannsson, sem þá var sjávarútvegsráðherra, þveröfugt við það sem nú er látið I veðri vaka, segir Agúst, þegar hann rifjar þá sögu upp. Seinna var greiðslufresturinn styttur i þrjá mánuöi, en þar eð Ýmir var aö fullu greiddur þegar nýja Ránin var keypt og ekki leit- að eftir fyrirgreiöslu opinberra sjóða.var ekki hægt að koma I veg fyrir þau kaup. — Liklega hefðum viö ekki fengið aö kaupa þann togara hefðu ekki allir pappírar verið tandurhreinir hjá okkur, bætir hann viö. Bar sig ekki — Við sáum fljótt, aö við höfð- um tekið of mikið upp i okkur. Út- gerö nýju Ránarinnar var óhag- kvæm, jafnvel þótt viö fækkuöum mannskapnum úr 24 i 19. Að vera með uppgjör fyrir þrjár skipshafnir, það var lika einum of mikið, en ljómandi gott að gera bara út eitt skip, segir út- gerðarstjórinn. En hvernig er þetta hægt? Hvernig geta hjón suöur i Hafnar- firði rekið togaraútgerö fyrir eig- in reikning, þegar aliir aðrir út- gerðarmenn landsins eru á hausnum og stynja undan skulda- byröinni? — Mergurinn er sá, aö þetta er skipulagt allt frá upphafi, og við gerum ráð fyrir hlutunum, segir eiginmaðurinn og skipatækni- fræöingurinn. — Við hefðum getaö þrjóskast við meö nýju Ránina og hleypt okkur i skuldir. En hvaða rétt höfum viö til þess aö reka útgerö með tapi og láta skattborgara borga brúsann? — Samt sem áður mundi skipiö hlaða á sig skuldunum ef viö ynn- um ekki hörðum höndum. Við eyöum heldur ekki tekjunum I lúxusbila eöa ferðumst til út- landa. Agúst fær liklega um þaö bil sendilslaun hérna og ég fæ min laun mörgum árum eftirá. Það er alltaf eitthvað sem þarf aö kaupa til útgerðarinnar áður en maður borgar sjálfum sér. 1 rauninni lif- um við á kennaralaunum Agústs, bætir Guðrún við. Skýringin er lika fólgin i litilli yfirbyggingu á fyrirtækinu. Guð- rún sér um allt skrifstofuhald og Þorsteinn sér um allt viðhald á togaranum ásamt Agústi bróöur sinum og fleirum úr fjölskyld- unni. Enda sjást þeir varla heima hjá sér meöan Ýmir er i landi. Agúst fer um borð eftir kennslu i Vélskólanum og gerir klárt fyrir næsta túr. — Þetta er mikil vinna, og ég er ekki viss um að allir mundu kæra sig um aö leggja þetta á sig, segir Guörún. Engar skuldir Arangurinn er líka mikill. Hreint veöbókarvottorö, ekki ein einasta veðskuld. Einstætt i is- ienskri útgerð. Enda eru þeir margir útgerðarmennirnir sem hafa spurt hvernig þau fara aö þessu, og lögfræöingarnir sem hafa beðið um aö fá að sjá þetta merkilega veðbókarvottorö. En hvers vegna lögðu þau út i þetta, og hvað hefur haldiö þeim I þessu öll þessi ár? — Við bara álpuöumst út i þetta með Ránina. Fyrst töluöum viö um aö gera þennan togara upp og selja hann. Siðan ákváöum viö að reyna aö gera hann út, sjá hvort það væri hægt, og þetta æxlaöist einhvernveginn svona, er skýring Guðrúnar á ævintýrinu. — Okkur finnst skemmtiiegt aö stunda svona vinnu, vera i sam- bandi við sjómenn. Viö kynnumst mörgum og þetta er lifandi og skemmtilegt starf — og spenn- andi. Það er alltaf spennandi að vita hvað mikill fiskur kemur og hvernig selst. Ekki verri skýring en hver önn- ur! En hvernig gengur svo út- gerðin núna, þegar sjávarútveg- urinn er sagöur á hausnum sem aldrei fyrr? — Við erum ekki búin að gera upp siöasta ár, svo við vitum þaö ekki alveg. En þaö er ljóst, aö þetta hefur aldrei verið verra en i fyrra, miklar veiöitakmarkanir og kostnaður hefur hækkað gifur- lega, auk þess höfum við verið óheppin bæöi meö veiði og sölu. En þetta er að glæðast aftur núna. Bjartsýnisorö. En miöað við það sem á undan er gengið er ekki ástæða til annars en taka þau góö og gild. Fiölbætt biónusta fyrir big og bitt fólk Safnlán Þú safnar — við lánum. Það er málið. Launalán Reglubundin viðskipti — bókað lán. Aferðtrvgffi innlán Varanleg vörn gegn verðbólgu. Fjármálaleg Fyrirhyggja er forsenda fjárhagslegs öryggis. Líttu inn og fáðu nánari upplýsingar og bœklinga um pað sem Verzlunarbankinn býður uppá. Við höfum reynsluna. ifæzuui'iaíiíiíii-im)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.