Helgarpósturinn - 02.04.1982, Page 3
3
hp/rj^rpn^i, irinn Föstudagiir 2. apríl 1982
Húnaflóa sama ár Brúarfoss lenti
iárekstriSV af Nýfundnalandi'80.
Goöafoss varð fyrir vélarstöðvun
á Arnarfiröi i fyrra og svo missti
félagiö tvö skip á siöasta ári,
Berglindi, sem sökk eftir
árekstur út af Nýfundnalandi, og
Tungufoss, sem fór á hliöina og
sökk út af suðurodda Englands.
Þessi mikla tjónatiðni hefur að
vonum valdiö forráöamönnum
félagsins talsveröum áhyggjum
og félaginu álitshnekki i lengd og
bráö. Þvi ákvað stjórn Eimskips i
febrúar sl., að fá tvo hlutlausa
aöila, Guðjón Armann Eyjólfsson
skólastjóra og Arnljót Björnsson
lagaprófessor, til að kanna niður i
kjölinn orsakir þessara sex slysa
og óhappa ef vera mætti til þess
að hægt væri að draga lærdóm af
fyrir framtiðina.
Þeir Guðjón Ármann og Arn-
ljótur eru um að bil að hefja vinnu
sina en telja óliklegt að þeim tak-
ist að ljúka verkinu fyrir miðjan
júni, eins og stjórn Eimskips
hefuróskað eftir. Hafa þeir þegar
fengið i hendur gögn úr sjó-
prófum, sem fram hafa farið.
Úrelt skip?
Aður hefur verið vikiö að aldri
islenska skipastólsins. „Farmur
þessara skipa i dag er allt annars
eðlis en hann var þegar þau voru
byggð”, sagði Guðlaugur Gisla-
son hjá Farmanna- og fiski-
mannasambandi Islands, þegar
HP ræddi þessi mál við hann.
„Mér sýnist að þetta hljóti að
vera að nokkru leyti spurning
hvort þessi skip henti hreinlega
fyrir flutningsmáta nútimans”.
Það er enda hald manna, sem
til þekkja, að þarna sé að finna
hluta skýringa á veltum bæði
Tungufoss og Suðurlandsins.
Farmur hafi kastast til i lestum,
e.t.v. vegna þess að skilrúm hafi
brotnað, og þegar tuga tonna
þungi færist skyndilega frá einni
siðunniyfir á aðra, er vonlaust að
skipin nái að rétta sig við. „Ég
held að það hafi verið athugað
sérstaklega hvort breytingin á
Tungufossi, þegar burðargeta
skipsins var nánast tvöfölduð,
hafi haft áhrif”, sagði Þórhallur
Hálfdánarson i sjóslysanefnd.
„Bæði i Tungufossi og á Suður-
landinu gætu þiljur hafa brotnað
og þegar 70—100 tonn færast
skyndilega til i lestinni er óhjá-
kvæmilegt að skipið fari niður”.
Og breytingin á flutningsmáta
hefur einnig haft önnur áhrif.
„Pressan á hraðann hefur orðið
ennþá meiri eftir að farið var að
flytja allt i gámum”, sagði sjó-
maöurinn, heimildarmaður
okkar. „Þessi skip sem eru á föst-
um rútum verða að vinna upp
allar tafir, sem þau verða fyrir,
hvernig svo sem er farið að þvi”.
En hvað gerist svo þegar skip
er strandaö eða sokkið og mönn-
um bjargaö — eða jafnvel ekki
bjargað? Hver greiðir tjónið, sem
af hlýst — þaö tjón, sem hægt er
að bæta? Við báðum Gunnar
Felixsson, aðstoðarforstjóra
Tryggingamiðstöðvarinnar, að
lýsa fyrir okkur venjulegum
gangi mála.
„Við byrjum á þvi aö senda
fulltrúa okkar á staðinn og kanna
allar aðstæður. Svo er vegið og
metið i hverju máli hvort hægt er
að bjarga skipi og/eða farmi og
þá hvernig. Sé augljóst að hvor-
ugu sé bjargandi gerum við kröfu
til okkar endurtryggjanda vegna
alskaða, sem kallaður er, og yfir-
leitt liða ekki nema 1—2 mánuöir
þangað til við höfum greitt trygg-
ingafjárhæðina út. Það er um það
bil svona sem þetta gengur fyrir
sig, en er náttúrlega i mjög stuttu
máli”.
Gunnar sagði að oft væri úr
mjög vöndu að ráða þegar taka
ætti ákvörðun um hvort reyna
ætti að bjarga skipi. Til dæmis
hefði aldrei komið til greina að
reyna að bjarga Mávinum, þar
sem hann strandaði i Vopnafirði,
en hins vegar hefðu menn gert sér
vonir um að takast mætti að
bjarga farminúm, saltfiski sem
lestaður var á Vopnafirði
skömmu fyrir slysið, en stórviöri
hefði hamlað þvi að hægt væri að
komast út i skipið fyrstu vik-
urnar. „Þá var talið vist, að
fiskurinn væri orðinn ónýtanlegur
og á ákveðnum timapunkti, sem
ég man nú ekki lengur alveg hver
var, var ákveöiö að hætta við allt
saman”, sagði Gunnar Felixsson.
Mávurinn liggur enn á strand-
staðnum og grefst smám saman
niöur I sandinn. Heimamenn hafa
af þvi nokkrar áhuggjur að tugir
lesta af oliu, sem taldir eru vera
enn iskipinu, leki út og valdi stór-
kostlegri mengun, en hafa hvergi
fengið skýr svör um hver eigi að
bera ábyrgð á skipinu. Fari svo,
að olia leki úr skipinu mun vera
hugsanlegt, að sveitarfélagið gæti
krafið eiganda skipsins um
bætur, endurgreiðslu á þeim
kostnaði sem hlytist af hreinsun
fjörunnar, og eigandinn siðan
aftur gert kröfu til sins trygg-
ingarfélags. Hvort til þessa
kemur veit enginn — ennþá.
Árekstur á hafinu:
Eins og skipin eltu
hvort annað uppi til að
geta siglt saman
Það var niöadimm þoka 20. júli
ifyrra þegar m/s Bcrglind,liðlega
3000 lesta skip, var á siglingu
norðvesturaf Nova Scotia. Veður
var gott að undanskilinni þokunni
sem hafði lagt yfir hafsvæðið upp
úr hádeginu þennandag. Um borð
voru ellefu skipverjar og einn far-
þegi.
Um kvöldmatarleytið varð
skipstjórinn, Sævar Guðlaugsson,
var við annab skip i ratsjánni. I
sjóprófum sagöist honum svo frá,
að þá hefðu liklega veriö sex sjó-
milur á milli skipanna. Berglind
mun hafa veriö á um það bil 10
milna hraða. Skipstjórinn var I
brúnni ásamt háseta og fyrsti
stýrimaöur áútkikki.
Þegar skipin nálguðust hvort
annað beygðu bæði lítillega á
stjómborða, eins og lög og reglur
gera ráð fyrir. Þokulúður skips-
ins var þeyttur á tveggja minútna
fresti.
Skömmu siöar sneri skip-
stjórinn á Berglindi skipi sinu aft-
ur inn á fyrri stefnu, enda sýndist
honum á ratsjármyndum að
ókunna skipiö i þokunni hefði
beygt fyrir sig. Hásetinn bað um
leyfi til að fara á salerni og var þá
skipstjórinn einn i brúnni en
stýrimaður á útkikki og annar há-
seti. Samkvæmt framburði vél-
stjóra var haldið óbreyttri ferð.
Allt í einu birtist
skip út úr þokunni
Skyggni var nánast ekkert
þessa stundina og menn geta þvi
imyndað sér þá skelfingu, sem
hefur gripiö skipstjórann og út-
kikksmennina á brúarvængjun-
um.þegar skip birtist skyndilega
út hr þokunni.
Það skipti engum togum, að
skipin rákust saman og gekk
stefni ókunna skipsins inn i hlið
Berglindar, sem seig slöan niöur
með siðu hins. Þaö reyndist vera
danska skipið Charm frá Svend-
borg. 1 sömu svifum var slegiö af
vél Bergiindar niður í háifa ferð.
Varöuppi fótur og fit. Kom fljót-
lega i ljós að mikill sjór var kom-
inn i lestarskipsins, sem auk þess
haföi skemmst mikið og beyglast
við áreksturinn. Farið var að
dæla úrlestum og sóttist þaö verk
ágætlega framan af. Ekki var
bráö hætta á feröum, þvi Charm
var á slysstaðnum og fiskibátar
margirnærri. Kallað var i land og
fljótlega.fór um helmingur skips-
hafnarinnar yfir i danska skipið
Allt útlit var fyrir i upphafi að
takast myndi aö draga skipið til
lands, þvi boð bárust um að drátt-
arbáturinn Irving Beech væri á
leiðinni á slysstaðinn.
Um miðnætti var Berglind farin
að hallast talsvert, sjórinn i miö-
lestinni orðin ein sautján fet og
ekkert bólaði á dráttarbátnum
Upp úr miðnættinu kom svo bát-
urinn loksins og eftir nokkrar til-
færingar og athuganir var Berg-
lind tekin i tog og sneri skut fram.
Þegar lagt var af staö var klukk-
an aðverðafjögur um nóttina og
um niu klukkustundir liönar frá
árekstri skipanna. Sóttist ferðin
allvel.en þegar leið fram á morg-
uninn þótti orðið hæpiö aö Berg-
lind næði landi. Um tfuleytið fór
skipstjórinn ásamt aöstoðarvél-
stjóra, sem þá voru komnir yfir i
dráttarbátinn, yfir i Berglindi til
að kanna stöðuna. Hvorugur tai-
aöi um það en báöir vissu að þetta
var hættuför. Þeir voru sammála
um að betra væri að dvelja ekki
lengi, þvi Berglind væri augljós-
lega aö sökkva. Þeir fikruðu sig
þvi upp eftir lunningunni, stungu
,sér 1 sjóinn og syntu beint út frá
skipinu áður en þeir komust um
borö i lifbátinn, sem skotið hafði
verið út frá Ivring Beech
Leiöarbókin horfin
i Linan milli skipanna var losuð.
Gámar voru famir að iosna frá
Berglindi og fiskibátar byrjaðir
að draga þá til lands. Alls munu
hafa bjargast þannig um 20 gám-
ar. Hálfum öðrum tima siöar
horföi Sævar skipstjóri og áhöfn
hans.ásamt skipverjum á Charm
og Irving Beech, á þegar Berglind
lagöist endanlega á hiiðina og
sökk. Skömmu siðar kom l ljós, aö
leiðarbók skipsins var horfin.
Fyrsti stýrimaöur haföi fengið
þau fyrirmæli frá skipstjóra að
taka skipsskjöi og leiðarbók meö
sér þega r hann fór ásam t félögum
sinum i lifbát yfir í Charm — en
trúlegast hefur hún farið i sjóinn
eðaniöurmeölífbátnum.Þaö veit
enginn.
Málinu varhins vegar ekki lok-
ið með því. Sjópróf hafa veriö
mjög timafrek og langdregin —
raunar svo mjög, aö þeim er að-
eins mjög nýlega lokið. Ein ástæö-
an var sú, að Berglind var skráö i
Singapore þótt hún væri i is-
lenskri eigu. Onnur — og raunar
samtvinnuö — var sú, aö Danir
sáu ekki ástæöu til að halda sjó-
próf og stóö á þvi allt fram i
febrúar sl„ að danska iönaðar-
ráöuneytiö fengist til að afhenda
skýrslur, sem teknar voru i Hali-
fax af skipstjórnarmönnum á
Charm fljótlega eftir áreksturinn.
Sjórétturinn óskaöi eftir þvi viö
utanrikisráöuneytiö að þaö út-
vegaöi umbeöin gögn, en ráöu-
neytið fékk synjun. Þá var dóms-
málaráðuneytið fengið i' máliö og
eftir mikið japl og jaml og fuður
lt>
TftnaftflrhflrilrÍTUi
Dæmi um nokkravalkostl af mörgum sem bjóöast.
SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMI UM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNARÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL
3 , man. 1.000.00 2.500.00 4.000.00 3.000.00 7.500.00 12.000.00 3.000.00 7.500.00 12.000.00 6.125.00 15.310.00 24.500.00 1.062.33 2.655.81 4.249.30 3 . man.
5 . man. 1.000.00 2.500.00 4.000.00 5.000.00 12.500.00 20.000.00 5.000.00 12.500.00 20.000.00 10.350.00 25.872.50 41.400.00 1.094.42 2.736.06 4.377.60 5 . man.
6 , man. 1.000.00 2.500.00 4.000.00 6.000.00 15.000.00 24.000.00 6.000.00 15.000.00 24.000.00 12.505.00 31.262.50 50.020.00 1.110.71 2.776.77 4.442.83 6 . man.
Hámark mánaöarlegra innborgana hjá
Iðnaðarbankanum er nú 4.000 kr í
öllum flokkum.
Eftir 3 mánaða sparnað áttu þannig
12.000 kr. á IB reikningi þínum.
Að viðbættum vöxtum þínum og
IB-láni frá Iðnaðarbankanum
hefurðu í höndunum kr. 24.500 til
þinnar ráðstöfunar. - Þremur
mánuðum eftir að þú hófst sparnað.
Þetta er hámarksupphæð, en velja
má aðrar lægri.
Möguleikarnir eru margir. Þú mátt
hækka innborganir og lengja
sparnað. Einnig getur þú geymt
þér lánarétt þinn, - ef þér hentar.
Við höfum sagt það áður, - og við
segjum það enn:
Það býður enginn annar IB-ián.
BankLþeirTa sem hyggja aö framtíöinnL
Iðnaðarbankinn
Akureyri: Glerárgata 7
Hafnarfjörður: Strandgata 1
Reykjavík:Dalbraut 1, Drafnarfell 14-18
Háaleitisbraut 58-60. Lækjargata 12
Selfoss: Austurvegur38
ES