Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 6
6. Fostudagur 2. apríi wibelgarpósturinn Jóhann Helgason býr vestur á Sel- tjarnarnesi með Guörúnu konu sinni, dótturinni Ingu Dóru, læðunni Mimi og fjórum nýfæddum og blindum kettlingum hennar. Þeir fæddust daginn sem Jóhann var útnefndur lagahöfundur ársins, söngvari ársins og platan hans TASS var útnefnd plata ársins á Stjörnumessu DV i sibustu viku. ÞaO er hlýlegt inni fyrir en úti gnauðar vindurinn. ,,ViO erum búin aO vefa hér i tæpt ár,” segir Jóhann. ,,Mér finnst þetta minna mig dálitiO á Keflavik, frekar gisiö og rokgjarnt.” Hann er ákveöinn f aö flytja ekki aftur til Kefla- vfkur. En þar hófst allt saman, þar steig Jóhann Helgason sln fyrstu skref á tón- listarbrautinni, eins og svo margir aörir nágrannar hans af sömu kynslóö. Hann var þó heldur seinni til en sumir aörir, eins og t.d. Magnús Kjartansson og fleiri yngri aö árum. „Ég var eiginlega hrædd- ur viö aö byrja,” segir Jóhann. „Hræddur viö aö skera mig úr fjöldanum þvi ég var heldur meira innl mig I þá daga og kannski feiminn. betta hefur skrúbbast af I gegnum árin en mér þykir þó enn mjög gott aö vera bara einn I fjöldanum, óþekktur.” Ég kýs þetta líf samiö þessi lög sem hann nefndi. Sjálfur þekki ég hann ekki og hef aldrei heyrt neitt af hans lögum... hann hlýtur aö vera eitthvaö svekktur. Auövitaö hlýtur alltaf aö vera sá möguleiki fyrir hendi, aö tveir menn detti fyrir tilviljun niöur á sömu tónarööina því möguleikarnir á þvl sviöi- eru ekki alveg takmarkalausir. Ég held nú samt aö þetta hafi ekki komiö fyrir ennþá meö min lög — ef ég hef eitthvaö þannig á tilfinningunni er ég fljótur aö henda lögunum og gleyma þeim.” — Hvernig feröu aö þegar þú semur lög? „Tja, yfirleitt sit ég hér og spila á gitar og held áfram þangaö til mér finnst eitt- hvaö vera komiö sem vit er I. Svo slast smám saman úr þaö, sem kannski er meira viröi-og þá lætur maöur hitt fara slna leiö. Ég geröi þaö I ár eöa tvö aö vinna meö segulband, spilaöi allt mögu- legt inn á þaö og geymdi. Þaö er talsverö vinna, liklega of mikil. Þaö er takmarkaö, sem maöur getur látiö fara frá sér svo mér finnst varla taka þessu. Ef maöur vinnur án segulbands er náttúrlega alltaf hætta á, aö eitthvaö týnist en yfirleitt kemur þaö aftur. Hugurinn vinnur úr þessu öllu smám saman og mér hefur reynst ágætur mælikvaröi hvort ég man svona laglinur daginn eftir.” Dreymir þessi fínu lög — Þigdreymirkannski fullsköpuö lög? „Já, þaö hefur komiö fyrir. Gallinn er hins vegar sá, aö mér hefur aldrei tekist aö muna þau þegar ég vakna! Jájá, stundum dreymir mig þessi flnu lög en slðan ekki söguna meir. Ég getnefnt dæmi um hvernig þaö er aö vinna meö segulbandi, eins og viö vorum að tala um áöan. Pétur Kristjánsson I Start fékk hjá mér þannig spólu, sem ég hélt aö væri kannski eitthvaö á sem Start gæti notaö á plötu. Pétur fann lagið „Seinna meir”, sem ég var búinn aö steingleyma fyrir löngu. Hann taldi sig og félaga slna örugglega geta gert vinsælt lag úr þvi — sem varö og raunin á. Þaö kom mér mikiö á óvart... ég vissi hrein- lega ekkert af þessu lagi á spólunni. Plata meö Harry Nilsson gengur á plötuspilaranum. A boröi þar við hliðina standa verölaunagripirnir frá Stjörnu- messunni kvöldiö áöur og I hillu eldri verölaunagripir. Viö spyrjum Jóhann hvort verölaun af þessu tagi skipti hann máli. Heldur upp á viö ÞÚ & ÉG Þaö er þvi eölilegt, aö best kann Jóhann viðsig I hlutverki lagasmiösins, sem situr heima viö og vinnur aö tónsmlöunum. „Þaö hefur aö visu þann galla i för meö sér, aö þá hef ég stundum á tilfinningunni, aö ég sé aö flýja eitthvaö sem mér er ætlaö aö reyna viö eöa finnst ég eiga aö gera, eins og aö koma fram og flytja fólki mlna tónlist. Þarna togast á tveir pólar — annars vegar finnst mér rétt aö ég komi fram opinberlega og láti til mln heyra og hins vegar finnst mér gott aö vera einn og út af fyrir mig. Þaö er þvi oft gott aö koma til útlanda: þar þekkir mann enginn og maöur getur gert hvaö sem manni sýnist. Þessi þversögn veldur mér þó engum vandræöum. Ég kýs þetta llf. Ég verö raunar aö vera I músikinni, þvl ég kann ekkert annaö.” Hann segir aö þaö sé núna fyrst, sem honum finnist hann vera kominn á rétta leiö. Nýjasta platan hans, Tass, sé þaö sem honum þyki hafa tekist best hjá sér. „Þaö er eiginlega ekki fyrr en meö þess- ari plötu, aö ég hef náö almennilega sam- bandi viö sjálfan mig I þessu, finn fyrir samræmi I lagasmiöinni og þvi aö koma fram. Þaö er þvi I þessa átt, sem ég vil helst stefna núna — meira I likingu viö lög eins og Take Your Time þótt ég haldi hinu, eins og t.d. ballöðunum, áfram I og meö.” Fannst /,Söknuður" ekkert sér- stakt lag Jóhann játar þvi aö vera nokkuö stoltur af Tass.Um leiö viöurkennir hann aö hafa fyrr á árum stundum „gert handónýta hluti”. Eftir nokkurt hik nefnir hann til plötuna „Allra meina bót”, fyrri LP-plötu sina „og kannski eitthvaö fleira.” — En hvaö með lög, sem hafa gripiö alla þjóöina og ganga árum saman, eins og t.d. „Söknuöur”? „Jú, mér finnst núna aö Söknuður sé nokkuö vel heppnaö lag þó mér hafi ekki fundist þaö neitt sérstakt þegar ég var aö semja þaö. Þaö sama má segja um eitt lag á plötunni hans Hauks Morthens, lagiö „Viö freistingum gæt þln”. Ég geröi mér I upphafi enga grein fyrir aö þaö yröi mest spilaöa lagiö af þeirri plötu. Og til aö nefna annaö dæmi, þá var „Reykjavíkur- borg”, sem hefur gert þaö gott hér og er- lendis, upphaflega lagt fram af mér sem aukalag á fyrstu „Þú & ég-plötuna.” — Hvað er þaö sem ræöur hvort lag verður gott hjá þér eöa slæmt? „Ætli þaö sé ekki helst tilfinningin... mér verður að llöa vel þegar ég sem lög, bæöi andlega og Hkamlega, vera vel upp- lagöur. Ég er til dæmis nokkuö viss um aö ég sem ekki mikið I dag — daginn eftir Stjörnumessu! ” Það er ekki mjög langt slöan bréf birtist I Velvakanda Morgunblaösins, þar sem nafngreindur maöur beindi þeirri spurn- ingu til Jóhanns hvort hann heföi örugg- lega sjálfur samiö tiltekin lög á plötunni Tass.Engin frekari skýring fylgdi bréfinu og þvl hefur enn ekki verið svaraö. Viö spuröum Jóhann um þetta atriöi. Eitthvaðsvekktur „Já, ég var mjög hissa á þessu fyrst, þvl ég vissi alls ekki hvaö maöurinn var aö fara — ég skildi ekki hvers vegna hann nefndi þá ekki Iögin sem ég átti aö hafa stælt. Nú hef ég afturá móti haft fregnir af þvi, aö þessi maöur telji sig sjálfan hafa ER EKKI MÍN DEILD - segir Jóhann Helgason eftir Ómar Valdimarsson mynd: Jim Smart Jóhann Helgason og Guörún ásamt Ingu Dóru, kisunni Mimi og kettl- ingunum hennar fjórum: þægilegast að vera heima viö og semja músik. „Já, vlst skiptir þetta máli,” segir Jó- hann. „Þetta er ákveðin viöurkenning. Þaö er gaman aö vita aö fólk „filar” þaö sem maöur er aö gera og ég held aö þetta geti veriö manni til framdráttar þegar fram I sækir.” — En hvernig metur þá Jóhann stööu slna I dag? Hann hikar drykklanga stund og hugsar sig um. „Mér finnst sannast sagna þetta vera heldur upp á viö núna,” segir hann svo. ,,Ég held aö mér hafi tekist sæmilega aö undanförnu aö halda minu striki. Eftir Change var allt heldur niöur á viö, þá vildi ég helst loka mig af og slappa af. Þaö má segja aö þaö hafi mistekist — það var svo- lltið mikiö loft. Nú held ég aö undirstaöan sé meiri og betri. 1 þá daga vorum viö náttúrlega bæöi reynslulausir og barna- legir og það var því ekkert óeðlilegt þótt mórallinn færi. Viö vorum allir saman i langan tima og þegar ekkert gekk fór samheldnin að gefa sig. Samt held ég að viö höfum fengið talsvert út úr þessu. Þegar ég horfi til baka finnst mér gaman að hafa tekiö þátt I þessu ævintýri. En þaö er ekki nóg aö maður sitji og semji og aö þau lög komi smám saman út á plötum. Það veröur aö ganga eitthvaö. Mér þykir það til dæmis ánægjulegt núna, aö tvö lög af Tasseiga aö koma út I Eng- landi, Ástraliu og á Noröurlöndunum, en þaö er bara ekkert aö marka þaö nema vel gangi. Annars er maöur I rauninni engu nær. Ég geri mér þvl engar gylli- vonir — en vona auövitað þaö besta. Það er eins gott aö búast ekki viö of miklu, þá veröa vonbrigöin minni ef ekkert gerist. Og ég held aö ef þetta á aö ske og ef ég á það skiliö, þá þarf ég ekki aö hafa áhyggjur af öðru en aö standa mig.” 10 mánuði að sem ja lögin á Tass Þaö kemur væntanlega i ljós hvort for- lögin telja Jóhann eiga skiliö að ná árangri á erlendri grund. Forlaganorn- irnar I Japan telja aö svo sé.ef marka má viötökurnar sem plötur dúettsins Þú & ég (þ.e. Jóhann og Helga Möller) hafa fengið þar I landi. „Fyrir mér er Þú & ég aö visu ekki aðalmáliö,” segir Jóhann, „en vissulega gæti þaö opnaö leiöir fyrir aðra. Mér hefur skilist aö þeir hafi ekki sýnt minni plötu eins mikinn áhuga, svo það þarf ekki aö þýöa að ég geti fariö af stað þar upp á eigin spýtur þótt Þú & ég gangi vel. Enda er þaö allt önnur deild en sú sem ég hef mestan áhuga á. Maður veröur aö vera þolinmóöur — jafnvel þótt maöur eldist. Ég verö 33 ára á þessu ári svo ég veit vel aö ég verö enginn eilifðartáningur.” — En hvaö tekur nú við? „Við Helga og Gunnar Þóröarson förum til London i næsta mánuöi og gerum nýja Þú & ég-plötu. Lengra hef ég ekki skuld- bundiö mig I þeirri deild hvaö sem siöar veröur. En svo reikna ég meö aö gera nýja sólóplötu I júli. Ég veit nú ekki mikiö ennþá hvernig hún verður, ég er ekki búinn að semja nema tvö eða þrjú lög á hana ennþá, en hún verður öðruvisi. Og hún veröur Hka eiginlega að veröa betri en Tass.Þegar ég samdi lögin á hana var ég mjög frjór, fannst mér, og þó var ég um tiu mánuði aö koma öllum lögunum saman. Ég veit ekki hvernig þetta gengur — stundum finnst mér næsta vonlaust aö ég geti samiö og sungiö eins og ég helst vi). En ég er þó á réttri leiö.” — ÓV.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.