Helgarpósturinn - 02.04.1982, Page 8
8 heigac
pósturinru
Blað um þjóðmál,
listir og menningarmáI.
utgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
AAagnússon.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson,
Björn^Vignir Sigurpálsson.
Blaðámenn: Guðjón Arn-
grímsson, Guðlaugur Berg-
mundsson, Gunnar Gunnars-
son og Þorgrímur Gestsson.
utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart
Auglýsingar: Inga Birna
Gunnarsdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt-
ir.
Dreif ingarst jóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Siðumúla 11, Reykjavík.
Simi 81866. Afgreiðsla að
Hverfisgötu 8 - 10. Simar:
81866, 81741, og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Askriftarverð
á mánuði kr. 40.
Lausasöluverð kr. 12.
Lukkan ein
dugar ekki
Flest slys á sjó verða vegna
brota á varúðarreglum. Alþjóð-
legar reglur um hleðslu skipa
eru ekki haldnar og talsverð
brögö eru að þvl að vaktir eru
ekki staðnar. (Jtgeröarfélögin
beita skipstjórnarmenn sina
þrýstingi og reka þá áfram, hrað-
inn er fyrir öilu. Kaupskipin
islensku eru alit of gömul.
Þessar fullyrðingar og fleiri I
svipuðum dúr.hafa ýmsir við-
mælendur Helgarpóstsins látiö
falla I viðtöium að undanförnu
þegar blaðið hefur leitaö eftir
skýringum fagmanna á þeim tiöu
skipstöpum, sem vakið hafa óhug
meö þjóðinni og miklu fieiri
spurningar en hægt er að svara.
A átta mánuðum hafa fimm
islensk kaupskip farist. Það er
nær tlu prósent af fslenska kaup-
skipaflotanum. Ekki þarf að fara
mörgum orðum um þær afleið-
ingar, sem þessi staöreynd getur
haft. Eimskipaféiag tslands hefur
áttað sig á þessu eins og fleiri og
hefur nú fengið tvo hiutiausa og
kunnáttusama menn tii að reyna
að finna skýringar á þvl að á
siöustu fimm árum hefur félagið
fimm sinnum oröið fyrir veru-
legum skakkaföllum og tjóni er
skip hafa farist eða skemmst.
Félagið hefur látiö i Ijós ugg um
að þetta hafi valdiö þvi álits-
hnekki — og það sk iptir fleiri máli
en aöeins Eimskipafélag islands.
Fjölmargir viömælendur
Helgarpóstsins hafa bent á það
sem hugsanlega skýringu á
hinum tlðu skipstöpum, að
islensku kaupskipin séu of gömul.
Meðaialdur þeirra um siðustu
áramót var 12 ár. Meöaialdur
verslunarskipa I nágrannalönd-
um okkar sé hins vegar ekki
nema 4-5 ár. Þá séu skipin talin of
gömul og þau seld — stundum til
tslands. Mjög sé fágætt að keypt
séu ný skip, hvað þá að hér á landi
sé stunduö nýsmlði flutninga-
skipa.
Blessunariega hafa ekki oröiö
miklir mannskaðar af þessum
völdum slöustu átta mánuði. Þó
hefur iöulega munað mjög litlu og
má helst þakka þrautreyndum
björgunarmönnum Breta og
Dana að við höfum ekki misst enn
fleiri unga og vaska sjómenn og
fjölskyldufeöur. En við megum
ekki undir neinum kringum-
stæðum treysta algjöriega á
heppnina I þessum efnum; við
höfum ekki efni á að biða þar til
stórfelldir mannskaðar hafa
orðið. Hér veröur aö spyrna viö
fótum, draga lærdóm af þeirri
hroðalegu reynslu sem við höfum
orðið fyrir á undanförnum
mánuðum og gripa til viðeigandi
ráðstafana.
Föstudagur 2. apríl 1982 halfjarpn^tl irinn
Steinull og
fleira góögæti
Skrifari Eyjapósts hefur
eilitið verið að velta búsetu
fólks fyrir sér hér og þar
um landsbyggðina. Sjálfur
er hann svo forfallinn Vest-
manneyingur aö ekki þýð-
ir að nefna aðra búsetu
(jafnvel þótt kæmi annað
eldgos).
reyndar er orðið ibúð alls
ekki rétta nafnið yfir þetta,
það var raunar einbýlishús
upp á eina 150 fermetra,
teppalagt í hólf og gólf og
meira aðsegja kaupandinn
hafði það á orði að varla
þyrfti að h'ta á þetta næstu
tuttugu árin eða svo. Allt
SFUXi S6 aRA
Eyjapóstur frá Sigurgeiri Jónssyni
Pað er þvl afskaplega
freistandi aö kanna hvaö
liggur aö baki þvi fólki sem
kýs aö hafa sinn bústaö
annars staðar og sumt
reyndar fjarri alfaraleið-
um og heimsins skarkala
eins og Gisli i Uppsölum
hefur sannaö aö hægt er að
gera.
Margt af fólki hefur þaö
fyrir satt að best og fjálg-
legast sé af öllu að búa I
Reykjavik og má það til
sanns vegar færa, saman-
ber visukorniö: „Ég vil svo
gjarnan eiga heima i
Reykjavik”.
En ýmis eru nú ljónin á
veginum þeim til borgar-
innar gullnu.
Kunningi Eyjapósts seldi
ibúöina sina hérna úti i
Vestmannaeyjum fyrir
ekki alllöngu. Og það var
sko ekki nein slor ibúð,
var þarna lika i fullu standi
meira að segja arinn sem
hægt er aö leggja i alvöru
við og kveikja i á siökvöld-
um.
Svo heimsótti ég þennan
gamla kunningja minn
núna I Reykjavik á dögun-
um. Ekki vantaði það aö
allt var nógu déskoti fint
hjá honum (enda er konan
hansorðlagöur snyrtihákur
heima fyrir). En þegar
skrifari var búinn aö skoða
Ibúðina, varð honum að.
orði að betur heföu nú
bændur búið hér áður fyrr á
heimaslóö. Þá varð ekki
undrun skrifara minni þeg-
ar hann var upplýstur um
það, að húsið góða i Vest-
mannaeyjum hefði hreint
ekki dugað upp i téða
þriggja herbergja ibúð i
Reykjavik, heldur hefði
eigandinn orðið að hleypa
sér i skuldir upp á par
þúsundir til að eiga sæmi-
lega heima i góðgætinu.
Þá setti skrifara hljóöan.
Og þá fór skrifari lika að
hugsa (sem hann ætti helst
ekki að gera) hver væri
munurinn á höfuðborgar-
svæöinuog skerinu hans og
sá samanburður varð til
þess að hann hoppaði um
borð i Herjólf þann sama
dag saddur af dvöl i' höfuð-
stað og hélt á gamalkunn-
arslóðir
Þegar heim kom beiö
hans ærinn lestur af dag-
blöðum (i höfuðstaðnum er
svo mikiö að gera alla
jafna að ekki gefst timi til
aö fletta dagblööum) og þá
las skrifari all merkilegar
fréttir, og þaö margar
fréttir hverja annarri
merkilegri og furöulegt að
allt þetta skyldi hafa skeð
meöan hann var innan seil-
ingar i höfuðstað.
Sú hin fyrsta fréttin var
aö nú væru uppi deilur stór-
ar innan rikisstjórnar um
eyðivik eina á útnesjum og
hélt skrifari fyrst að hér
væri um eyöijörö að ræöa
sem rikissjóöur skyldi
festa kaup á, og var svo
ekki.
Heldur var málið um
hvort fala skyldi láta vik-
ina Helguvik undir erlenda
velunnara vora og er það
ekki á hverjum degi sem
útlendir bjóðast til greiöa-
semi viö okkur.
Þá þurftu vondir menn
aö norðan og austan að véla
málið og eyðileggja svo
ekkert varð úr. Ekki heyrð-
ist i Sunnlendingum, hvað
þá Vestmanneyingum, við
lyktir þess máis,enda höfð-
inglegir i hvivetna og tæp-
ast letjandi þess að veita
velgjörðarmönnum okkar
skika lands til endurgjalds
fyrir margan og góðan
greiða.
En svo var það að skrif-
ari fór að lesa aðrar fréttir
og liklega ekki eins mergj-
aðar. Hann rakst á i einu og
sama blaöinu að nú ætti
ákveðin sýsla fyrir norðan
að fá fullkominn fjöl-
brautaskóla, eitt stykki
virkjun og steinullarverk-
smiðju svona i kaupbæti.
Þá setti skrifara aftur
hljóöan.
En svo fór skrifari aftur
að hugsa (og leggja saman
tvo og tvo, þvi hann er ein-
mitt aö rifja það upp aftur I
vetur i öldunganámi).
Og þá komst skrifari að
afar athyglisveröri niður-
stööu (sem ekki kemur nú
oft fyrir). Þær niðurstöður
fara hér á eftir:
1. Annaö hvort eru Norö-
lendingar gáfaðri en Vest-
mannaeyingar (nema
hvort tveggna sé eöa hvor-
ugt)
2. Annað hvort eru lakari
iðnaðarmenn á Norður-
landi, en i Vestmannaeyj-
um (nema hvort tveggja sé
eða hvorugt).
3. Sennilega eru meiri
orkumenn á Norðurlandi
(og blandarar) heldur en i
Vestmannaeyjum.
Sá hæfari lifir segir i
frjálshyggjubók, sem
skrifari var rétt i þennan
mund að leggja frá sér og
þvierþað f hlutarins eðli að
ibúar Norðurlands eru hæf-
ari en ibúar Suðurlands til
að taka við öllu þessu og
sama hvert er, fjölbrauta-
skóli, virkjun ellegar stein-
ull.
^^rsti fjandinn er að
þetta bfður bara allt sins
tima hér heima á meðan
Fjölbrautaskólinn okkar er
sveltur meö fjármagn.
Iðnaðurinn okkar er
sveltur með fjármagn.
Við höfum voðalega litla
möguleika I virkjunum.
Þaö litla sem viö getum
virkjað sjálfir erum við
þegar búnir að virkja sjálf-
ir.
Og þvi er það að skrifari
spyr:
Þar sem þessi staður fyr-
ir norðan er nú búinn að fá
fjölbrautaskóla.
Þar sem þessistaöur fyr-
ir norðan er nú i þann veg-
inn að fá virkjun.
Þar sem þessi staður er
nú i þann veginn að fá
steinullarverksmiðju.
Er þá ekki sjálfsagt að
senda þeim Helguvik norð-
ur?
Mér finnst þeir eigi það
skilið.
Að versla við f jandann
Við opinberar umræður
um Helguvikurmál að
undanförnu hefur mér þrá-
sinnis orðið hugsað til
þeirra Valtýinga eða
Framsóknarmanna, einsog
þeir kölluðu sig undir lokin,
sem i byrjun aldarinnar
voru andvigir heimastjórn
vegna þess að með henni
þyrftu Islendingar sjálfir
að standa straum af
kostnaði við stjórnarráðið.
Þeir vildu hafa ráðherra
landsins og stjórnarskrif-
stofur i Kaupmannahöfn,
svo Danir borguðu brúsann
og leystu Islendinga undan
öllum kvöðum og ábyrgð.
Þó þessi sjónarmið yrðu að
visu ekki ofaná i baráttu
Framsóknarf lokks og
Heimastjórnarflokks, þá
áttu þau ótrúlega sterk itök
I landsmönnum. Það hefur
jafnan verið grunnt á kot-
ungnum I okkur og jafnvel
betlaranum, þrátt fyrir allt
tyllidagahjal um forn-
sögur, hetjulund og
höfðingsbrag. Hvað skyldu
margir Islendingar vera
reiöubúnir að láta hugsjón
sina fala fyrir gull, eða ætt-
jörð sina, eða ömmu sina?
Óguðlega margir. Kannski
meirihluti þjóðarinnar!
Nú má kannski með
góðum vilja virða for-
feörum okkar fyrir áttatiu
árum það til vorkunnar að
þeir voru illa á sig komnir
eftir aldaianga áþján og
áralanga óáran af völdum
náttúruhamfara, harðinda
og hafisa. Þá afbötun
höfum við ekki lengur, þvi
Islendingar eru komnir i
flokk auðugustu þjóða
heims. Samt lifir betli-
hugarfarið enn góðu lifi
með þjóðinni og kemur
þessa dagana hvað skýrast
fram i málatilbúnaði
þeirra litilþægu Suöurnesja
manna sem vilja láta
Bandarikjamenn gefa sér
höfn (enda ku fjórir af sjö
bæjarstjórnarmönnum i
Njarðvik vera á spena
Sáms frænda!) og ekki
siður i orðum og æði þess
seinheppna sporgöngu-
manns óhappaseggjanna
frá 30. mars 1949 sem nú
situr i sæti utanrikisráð-
herra og sveitist blóðinu
með lafandi tungu og
lymskufullu glotti við að
flatmaga einsog lúbarinn
rakki fyrir Hollywoodkú-
rekanum i Hvita húsinu og
öllu hans þokkalega hyski.
Þessi svokallaði islenski
ráðherra, sem i reynd er
ekki annað en hlaupatik
Pentagons og State De-
partments, hefur uppá sið-
kastiö varla átt nógu sterk
orð til að niðra þá sam-
ráðherra sina sem af
veikum mætti leitast við að
halda i metnað og reisn
rikisstjórnar sem mörgum
þótti i öndverðu likleg til að
sýna meiri manndóm i
skiptum við hið vestur-
heimska tröllveldi en þær
rikisstjórnir flestar sem
hér hafa setið að völdum
eftir strið.
Sá draumur reyndist þvi
miður hilling einsog svo
margt sem þjóðholla
Islendinga hefur dreymt á
liðnum þrátiu árum. Okkur
er gjarnt að gleyma þvi að
fyrir þremur áratugum
seldum við sjálfa okkur, og
sjálfan sig selur enginn
nema með tapi. Þau al-
mæltu sannindi hafa s vo oft
og svo rækilega verið túlk-
uð fyrir okkur, meðal
annars i stórbrotnum
skáldverkum einsog
„Fást” og „Galdra-Lofti”,
að við ættum að vera farnir
að tileinka okkur þau og
draga af þeim lærdóma.
Forðum var það kallað að
versla við fjandann að
meta æru sina til peninga
eða leggja framtið sina i
ævarandi veð fyrir
stundarávinningi, hvort
heldur það var gert af ótta
eða ágirnd.
Vð versluðum við
fjandann 30. mars 1949 og
þurftum ekki að biða nema
rúm tvö ár uns þau við-
skipti báru áþreifanlegan
ávöxt i stjórnarskrárbroti,
afsali islenskra landssvæða
og erlendri hersetu. Hvort
sem sú verslun átti upptök
sin i ótta eða ágirnd, hefur
hún orðið þjóðinni dýr-
keyptari en flest annað sem
á daga hennar hefur drifið
einmitt vegna þess að hún
lagði framtiðarheiil sina að
veði, umhverfði sinni eigin
sjálfstæðisbaráttu i skrum
og skripaleik og sveik
óbornar kynslóðir um það
frjálsa land sem hún haföi
fengið á silfurfati 17. júni
1944.
Nú er enn farið framá
afsal landsréttinda. Þess er
farið á leit að bandariski
sjóherinn fái höfn i Helgu-
vik til að sinna ört vaxandi
hernaðarums vif um á
Norður-Atlantshafi og
draga Island þannig enn
frekar inni þá ógnvænlegu
vitisvél sem verið er að
koma upp i kringum okkur.
Þegar aðildarriki NATO i
Evrópu neita hvert af öðru
að leyfa aukin hernaðar-
umsvif innan landamæra
sinna, meðal annars fyrir
öfluga og ört vaxandi and-
stöðu hinnar nýju og óháðu
friðarhreyfingar, þá
verður þrautalending
Bandarikjastjórnar og
leppa hennar að koma
kjarnorkuvopnum fyrir á
hafi úti, i kafbátum og
öðrum vigdrekum sem eru
á sveimi kringum Island. Á
þetta benti breski sagn-
fræðingurinn Edward P.
Thompson rækilega i ræðu
sinni á stórfundi Samtaka
herstöðvaandstæðinga i
Háskólabiói á laugardag-
inn var.
Umsvifin i Helguvik eru
engin tilviljun, heldur liður
i langdrægri áætlun um að
stórauka þátt Islands i vig-
búnaðarbrjálæðinu og þá
vitanlega um leið auka tor-
timingarhættuna sem
okkur finnst þegar orðin
ærin. Höfnin sem fákænir
og skammsýnir smá-
myntarmenn á Suður-
nesjum vilja fá ókeypis hjá
Bandarikjamönnum er
þannig sigilt dæmi um við-
skipti við f jandann þarsem
framtið þjóðarinnar er
stefnt I tvisýnu fyrir
imyndaða stundarhags-
muni.
þessu samhengi er það
i senn hlægilegt og þó
framar öðru grátlegt að
heyra öfugmælasmiði
„lýðræðisflokkanna” tala
um langtimaáætlun um
eflingu varna á Islandi,
nema með „varnarliði” sé
átt við „lið sem eigi að
verja landið fyrir Islend-
ingum, varna þvi að íslend
ingar séu sjálfráðir i landi
sinu og þjóðarheimili,”
einsog Halldór Laxness
benti réttilega á fyrir
þrjátiu árum. Aukin
hernaðarumsvif á Islandi
stunda ekki á eflingu
varna, heldur aukningu
þeirrar bráðu hættu sem
hérlendir vinir Banda-
rikjastjórnar, og þá ekki
sist útibú Pentagons á
tslandi — „varnarmála-
deild” svonefnd, virðast svo
kynlega fúsir til að stofna
sér i fyrir „málstaðinn”.
Um dýpri rök þessarar
undarlegu sjálfsfórnar- eða
sjálfsmoröshvatar vestur-
heimskra Islendinga er
vist sanngjarnt að hafa
sem allra fæst orð.
Hvort sem hann stafaði
af ótta eða ágirnd (öðrum
hvötum var áreiðanlega
ekki til að dreifa), verður
verknaður þingmannanna
37 hinn 30. mars 1949 einn
af þeim smánarblettum
islenskrar sögu sem aldrei
mást burt fremur en vig
Snorra eða liflát Jóns Ara-
sonar. En hann má ekki
verða til að draga úr
tslendingum kjark til að
berjast við hið erlenda
ofurefli hér innanlands og
taka sér stöðu við hlið
þeirra hugsandi manna
bæði austan hafs og vestan
sem gera sér grein fyrir, að
eina von mannkyns um
áframhaldandi lif á þessari
jörð er sú að kveða niður
hernaðarandann og brjóta
upp hernaðarbandalögin.
Mannkyni stafar fyrst og
fremst hætta af tröllveld-
unum tveimur, Sovét-
rikjunum og Banda-
rikjunum, og þeir sem
styðja hernaðarstefnu
annars hvors þeirra eru
boðberar helstefnunnar i
mannheimi, hvaða nöfnum
sem þeir skreyta sig.
Friðarhreyfingin er ein-
asta vörn okkar. Þeir sem
trúa á frið og farsæld i
mannheimi styðja þessa
ört vaxandi hreyfingu og
fagna þvi að kristin kirkja
virðist loks vera farin að
þekkja sinn vitjunartima
og taka virkan þátt i
baráttunni gegn þvi öfug-
mæli sem „vopnaður frið-
ur” er. SAM
Birgir Sigurðsson— Helmir Pálsson—Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald-
vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. AAatthíasdóttir — Sig-
urður A. Magnússon.
ríringbordið
dag skrifar Sigurður A. Magnússon