Helgarpósturinn - 02.04.1982, Page 9

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Page 9
he/garpósturinn Föstudagur 2. apríl 1982 9 Svona lágu aumingja mennirnir: Þeir hðfðu akkúrat ekkert til að stytta áér stundir við — nema hugsanir sinar. Forðist leiðindin Það er ekki bara leiðinlegt að láta sér leiðast; það er stórhættulegt Eftir Guðjón Arngrimsson Mynd: lim Smart Tilbreytingarleysið er fjandanum leiðin- legra. Um það geta sjálfsagt flestir verið sammála. En ekki nóg með það. Til- breytingarleysi er.þegar vel er að gáð.stór- hættulegt, og þar að auki alvarlegt vanda- mál fyrir mannkynið nú á timum siaukinn- ar sérhæfingar og vélvæðingar. Flestum finnst þægilegt að geta tekið sér fri frá daglegu amstri einn og einn dag til að gera „hreint ekki neitt”. Bara liggja heima og slappa vel af. Og vist hefur fólk gott af þvi. En ef fólk rifjar upp það sem það gerir á svona dögum kemur undan- tekningalitið I ljós að það hefur I raun gert heilmikið. Það héfur farið á salernið þegar það vaknar og þvegið sér, það hefur e.t.v. hitað sér kaffi eða fengið sér I svanginn, það hefur litið I blöðin,heyrt fréttir I út- varpinu, lesið i bók.svarað f simann eða hringt eitthvað sjálft, sett plötu á fóninn, kannski sett i þvottavél eða vaskað upp og svo framvegis. Það hefur gert heilmikið. Það er nefnilega svo að maðurinn eins og önnur kvikindi með vott af heilastarfsemi hafa innbyggðar varnir gegn tilbreytingar leysinu. Rotta i tilraunabúri reynir til dæmis stöðugt að finna sér nýjar leiðir i átt- ina til matar sins, þó svo maturinn sé alltaf á sama stað og ekkert sem varnar henni stystu leið. Heilinn þolir nefnilega illa leiðindi.sem betur fer, og gerir allt sem hann getur til að forða mönnum frá þeim. Leiöindin eru jiefnilega hættuleg. Alltaf það sama Fugl flýgur upp ef hann heyrir skyndileg- an hávaða. Ef hávaðinn verður stöðugur venst fuglinn og situr sem fastast. Það sama gildir um mennina. Fáum við ekki áreiti,þá sýnum við engin viðbrögð. Fólk sem vinnur lengi við einhæf störf kvartar oftast yfir leiðindum og likur eru á' að vinnugeta þeirra minnki fljótlega. I seinni heimsstyrjöldinni vakti það athygli nokkurra sálfræöinga að þeir menn sem unnu við ratsjár fundu iöulega ekki kafbáta óvinarins sem þó hefðu átt að koma fram á ratsjám þeirra undir öllum venjulegum kringumstæðum. Ratsjármennirnir unnu venjulega i litlum einangruðum klefum og horfðú á skjáinn klukkutimum saman. Með þvi að setja upp svipaðar aðstæður á til- raunastofu og fá menn til að vinna þessa vinnu þar.komust sálfræðingarnir að þvi að vinnugeta þeirra minnkaði verulega á að- eins hálfri klukkustund. Eftir hálftima gláp á skerminn gerðu menn mistök eftir mis- tök. Það var þvl engin furða að þýskir kaf- bátar slyppu stundum I gegnum ratsjár- netið. Einangraðir menn En nú eru það ekki bara hermenn sem vinna svona vinnu. Stór hluti allra manna vinnur við störf sem krefjast afar lítillar hugsunar, — þau eru oft fólgin i þvi að fylgjast meö vélum,gera ákveðin verk eða að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur (færibandavinnan dásamlega). Það var þvi fyrir nokkrum árum að fimm kanadiskir sálfræðingar gerðu athyglis- verðar tilraunir á mönnum I þessu sam- bandi. Þeir vildu komast að þvi hvernig fólk brygðist við algjöru aðgerðarleysi. Þessi grein er að mestu leyti byggð á skýrslu þeirra, sem við rákumst á I banda- riskri sálfræðiskruddu. Tilrauna”dýrin” voru karlstúdentar sem fengu 20 dollara á dag fyrir þátttökuna. Þeir lágu á þægilegum bedda I litlum klefa 24 tima á sólarhring og fengu aöeins pásu til að borða og fara á salernið. Þeir voru með hálfgegnsæjar hllfar yfir augunum.. sem hleyptu I gegii þvl milda ljósi sem haft var I klefanum, en komu I veg fyrir að þeir greindu einstaka hluti. A höndum höfðu þeir bómullarhanska og pappahólka, Stöðugur lágur niður var I klefanum, svo þeir greindu slður einstök smáhljóð. Misstu stjórn á hugsuninni Eftir að stúdentarnir voru komnir I ein- angrun og búið var að útiloka alla til- breytingu, fóru hugsanir þeirra smám- saman að breytast. Til að byrja með hugs- uðu þeir um nám sitt.til dæmis um tilraun- ina sem þeir voru þátttakendur i,og um ýmis persónuleg mál. Siöan fóru flestir þeirra að velta sér uppúr löngu liðnum at- burðum.hugsa um fjölskyldu og vini. Sumir reyndu að rifja upp skáldsögur eða heilu biómyndirnar, aðrir imynduðu sér að þeir væru á ferðalagi milli tveggja kunnra staða og gerðu sér leik I að velta fyrir sér hvað kæmi uppá á slíku ferðalagi,enn aðrir töldu og töldu — uppí mörg þúsund. Að lokum komust sumir þeirra á það stig að það varð þeim ofviða að hugsa skýrt og þeir gerðu sig ánægða meö að láta „hugann reika”. Þeir réðu ekkert við hugsanir sinar. Og sumir sögðu reyndar eftir á að þeim fyndist eins og þeir hefðu hreinlega ekkert hugsað timunum saman. Flest tilrauna,,dýranna” sögðu reyndar eftirá að það sem þeim hefði fundist undarlegast við þetta alltsaman var að eftir tiltölulega stuttan tlma gátu þeir ekki einbeitt sér aö neinu nema I ör- stutta stund. Þá var hugurinn kominn á fleygiferð á ný. Eitthvað útl bláinn. Ekki þarf að undra aö mennirnir urðu heldur pirraðir á þessu öllu. t viðtölum eftirá kom einnig fram að mennirnir urðu mjög „barnalegir” — þeir höguðu sér eins og smákrakkar tilfinningalega — og misstu þar að auki fljótt rökhyggju: þeim fannst tilraunin beinast sérstaklega gegn sér og að visindamennirnir gerðu 1 þvi aö vera leiðinlegir við þá. Ofsjónir En þaö sem kom þessum vlsindamönnum mest á óvart var að eftir langa einangrun fóru mennirnir að sjá sýnir. Einn sá til dæmis stöðugt klett sem á féll skuggi af tré. Annar sá ekkert nema smábörn og losnaði alls ekki við þau. Flestir sögðu mennirnir frá þvl að þá dreymdi drauma þó vakandi væru. Þessar sýnir reyndust vera svipaðar og þeir sjá sem taka lyfið mescalin. Til að byrja með voru þetta einföld mynstifr, röð af punktum eða strikum. En með tlmanum urðu sýnirnar flóknari — röö af litlum gulum mönnum, marserandi gler- augu, fornaldarskrimsli á gangi, og svo framvegis. Mennirnir sögðu að fyrst hefðu þeir haft gaman af þessu, þvi myndirnar minnkuðu leiðindin. En svo hætti þetta að vera sniðugt. Þeir réðu ekkert við þetta, þeir gátu ekki sofið fyrir þessu, og sumir kvörtuðu jafnvel yfir þreytu 1 augunum. Sumir heyrðu reyndar lika — bæði tal og tónlist. Einn sá sólarupprás yfir kirkjuturni ’og heyrði kirkjukórinn syngja — og það i stereo. Aörir sögðust stundum hafa haft á tilfinningunni að þeir gætu farið úr eigin likama, og hreinlega leyst upp. Ytri hegðun mannanna var einnig skráð nákvæmlega. Flestir sófnuðu þeir skömmu eftir að þeir voru lagstir. Þegar þeir vökn- uðu aftur, sýndu þeir merki eirðarleysis, sem virtist koma I köstum. Þeir virtust þrá mjög öivun af einhverjum toga — þeir töl- uðu við s jálfa sig, sungu eða fóru með ljóð. í pásunum reyndu þeir mjög að fá vlsinda- mennina I samræður. Þegar þeir voru leiddir á klósettið, gengu þeir eins og I leiðslu, og virtust sljóir og ruglaðir. Og eftir þvi sem tlminn leið áttu þeir i sifellt meiri erfiðleikum með að athafna sig á klósett- inu. Pynting Tilbreytingarleysi hefur þvi alvarlegar af- leiðingar standi það yfir i nokkurn tima. Niðurstöður visindamannanna urðu nokk á þá leið. Hugsunin truflast verulega: Til - finningaviðbrögð verða barnaleg, sjónin truflast og maður sér ofsjónir, heilabylgjur breytast; það fer bókstaflega allt úr skorð- um. Það er oft sagt að tilbreytingin sé krydd lifsins. En það er ekki svo. Hún er mannin- um lifsnauðsynleg. Án hennar hættir heil- inn að gegna hlutverki sinu, svo vit sé I, og alls konar afbrigðilegheit gera vart við sig á skömmum tíma. Enda hefur einangrun verið vinsæl pyntingaraðferö I gegnum tið- ina. Það sem hinn almenni borgari getur lært af þessum niðurstöðum er einfaldlega að láta sér ekki leiðast. Það er ekki nóg með að það sé leiðinlegt að láta sér leiðast; það er stórhættulegt. Forðist leiðindin!

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.