Helgarpósturinn - 02.04.1982, Page 13

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Page 13
helgarpásturinn Föstudagur 2. apríl 1982 Kynningarkvöld í Arnarhóli: 13 Fuglaréttir á þriðjudag Veitingahúsið Arnarhóll hefur tekiö upp þá nýbreytni að efna til sérstakra kynningarkvölda á ákveðnum fæðutegundum. A miö- vikudagskvöld i siðustu viku var boðið upp á lambakjötskabarett, þarsem lambakjötið var matreitt á ýmsa vegu. Næsta kynningarkvöld verður á þriðjudagskvöldið 6. april og verður þá boöið upp á fuglakjöt og fuglaafurðir. Kvöldið hefst með þvi, að gestir mæta upp úr kl. 19, og fá þeir sér- stakan fordrykk, en siðan er reiknað meö að borðhald hefjist um kl. 20. Fyrst á matseðlinum er ferskt kjúklingasalat og að þvi loknu verður borið fram gæsa- kjötseyöi. Siðan koma tveir milliréttir, sem eru hleypt egg með rjóma og karrifrómass og melónusorbet, til þess að friska upp á matinn. Að þvi loknu kemur aðalrétturinn, sem verður fylltur kalkún og önd. Endapunkturinn á þessari glæsilegu máltið verða svo fyllt páskaegg sem eftir- réttur, svona i tilefni páskanna, sem eru á næsta leyti. Eftir málsverðinn geta gestir hreiörað um sig i Koniaksstof- unni, þar sem Anna Júllana Sveinsdóttir mun syngja ljúf lög viö undirleik Láru Rafnsdóttur, og ætti söngurinn aö fara vel i fólk, þvi ekkert er betra fyrir meltinguna en ljúfir tónar. Eins og fram hefur komið, er þetta i annað skipti sem efnt er til þessara sérstöku kynningar- kvölda, og mun ætlunin vera sú að halda þau reglulega. Þegar hefur verið ákveðið, að á þriðja kynningarkvöldinu verða fisk- réttir, sem Islendingar hafa nýlega uppgötvað. Þeir sem vilja vera með i þessum ævintýrum ættu að snúa sér hið fyrsta til Arnarhóls, þvi aðgangur að kvöldum þessum verður takmarkaður til þess að sem best megi fara um gestina. Arnarhólsgestir á þriöjudagskvöld munu snæöa Ijúffenga fuglakjötsrétti, en þessi mynd var tekin á lambakjötskabarett i sfðustu viku. Bláfjöll: Sýning á heimsmæli kvarða um helgina slikra stælinga. T.d. þarf að passa upp áaðútsetning og áherslur séu „I lagi”; þarna á ég við svo- kallaöar dægurflugur, þaö sem „gengur” á hverjum tima. Persónuleg túlkun á fyrst og fremst rétt á sér þegar um frum- samda tónlist eða tiltekin „stand- ard” lög er að ræða, lög sem lifa lengur en hinar venjulegu dægurflugur, þar beinlinis verður maður að gefa sem mest frá sér sjálfum.” Hvað er að segja um tónlistar- lifið á Akureyri? „Þaö hefur verið rikjandi viss stöðnun, a.m.k. á sviði hinnar heföbundnu danstónlistar, en vafalaust eru margir sem vilja gjarna gera einhverja aðra hluti. Sú hugmynd er athugandi hvort ekki mætti stofna einhvers konar félag sem beitti sér fyrir flutningi lifandi tónlistar, bæöi rokk- og jasstónlistar, fyrir utan hið venjulega dansleikjahald (Sbr. nýstofnaður klúbbur jassáhuga- fólks á Akureyri). Þar væri bæði um að ræða „krafta” úr bænum svo og einhverja af öllum beim mörgu listamönnum, innlendum sem erlendum, sem troða uppi fyrir sunnan. Samstarf við hlið- stæða aðila svo sem Jass- vakningu eða SATT kæmi fylli- lega til greina, svo og við önnur tónlistarfélög í bænum.” Og hefurðu trú á því að grund- völlur sé fyrir slikri starfsemi á Akureyri? „Já, það held ég. Þetta myndi, ef til kæmi, lifga mikið upp á bæjarlifið. Raunar væri slikt tón- leikahald nauðsynlegur þáttur i menningarlifi bæjarins, og yrði örugglega vel þegið bæði af bæjarbúum og hinum fjölmörgu ferðamönnum sem sækja Akureyri heim á öllum timum árs.” Það væri óskandi fyrir skiða- menn aö veðrið yrði bærilegt á morgun og á sunnudaginn. Sýning hins makalausa Volvo-liös i skiðafimi á nefnilega allt undir þvi að veðriö verði gott. A blaða- mannafundi i vikunni sögðu reyndar skiðamennirnir að þeir kipptu sér ekkert upp við rign- ingu og svolitinn vind; aðstæður í Bláfjöllum eru góðar fyrir þaö. En veðrið skiptir áborfendur miklu máli, og þeir sem verið hafa i Bláfjöllum vita lika að það getur verið ansi erfitt hreinlega að komast á staðinn ef færðin er erfið. Við verðum þvi aö vona hið besta. Sýningin verður klukkan hálf tvö til tvö báða dagana, og er byggð i kringum hin stórkostlegu stökk sem þessir meistarar fram- kvæma, og flestir kannast viö úr sjónvarpinu. t hópnum sem sýnir i B'.áfjöll- um eru samankomnir nokkrir nú- verandi og fyrrverandi heims- meistarar i skiöafimi. Sá frægasti þeirra, og liklega sá færasti, hefur unniö heimsmeistaratitil- inn siðastliðin þrjú ár. Hann heit- ir Bob Howard. Allir eru mennirnir atvinnu- menn, og þeir hafa á undanförn- um árum ferðast vitt og breytt um heiminn til að sýna listir sinar, jafnan að viðstöddum þú§- undum áhorfenda. Á sýninguna i Bláfjöllum kostar 20 krónur fyrir manninn en ágóð- inn rennur óskiptur til starfsemi Skiöasambands tslands. —GA MERKTU VID ÞITT MERKI pældimér BRÁÐFYNDNA BÓKIN UM ÞIG OG ALLA HINA, VINI OG ÓVINI. VEGGSPJALD MEÐ ÞÍNU MERKI FYLGIR MEÐ HVERRI BÓK — SENDIÐ MÉR EINTAK Á HVELLI!

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.