Helgarpósturinn - 02.04.1982, Síða 17

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Síða 17
17 ho/rprpAgf, irinn Fostudagur 2. april 1982 STÁLRÖR OG FITTINGS # Söngvakcppni Eurovision fer fram laugardagskvöldið 24. april næstkomandi. Hvort islenska sjónvarpið sýnir hana beint, með hjálp jarðstöðvarinnar Skyggnis, er ekki vitað þegar þetta er skrif- að, en hvað sem þvi liður berst þessi umdeilda dagskrá venju- lega til landsins fljótlega eftir að hún fer fram. Vist er, að margir Islendingar fylgjast jafnan með þessari evrópsku dægurlagadag- skrá. En hún er mjög svo um- deild, ekki sist i þeim löndum sem senda þátttakendur til hennar, og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar og þeirrar tónlistar sem þar er fram færð. En að þessu sinni má segja, að viss spenna liggi i loftinu. Frændur okkar Norðmenn héldu að venju undan- rás fyrir keppnina i sjónvarpinu siðastliðið laugardagskvöld til að velja fulltrúa sinn til keppninnar. Niðurstaðan varð sú, að Jahn Teigen varð hlutskarpastur með lag sitt ,,Adieu”,en eins og marg- ír muna sjálfsagt hefur hann áður verið með i þessari keppni. Það var árið 1979, og hann hlaut ekk- ert stig. Slikt hafði aldrei gerst áður, en tveimur árum seinna bættu Norðmenn um betur, þegar fulltrúi þeirra það áriö endurtók þetta, fékk ekkert stig. Nú er Teigen mjög kokhraustur i viðtöl- um viö norsk blöð og segist vonast til að verða meðal tiu bestu laug- ardaginn 24. april... • Á sunnudaginn fer fram lengsta fjöldaganga ársins á skið- um, ef veður leyfir. Þetta er Blá- fjallagangan, og gengið verður frá Skiðamiðstöðinni i Bláfjöllum austur að skiðaskálanum i Hveradölum, en þetta er um 18 km leið. Liklega þætti frændum okkar Norðmönnum litið til þess- arar göngu koma, bæði hvað varðar fjölda þátttakenda og vegalengd. A sunnudaginn var fór fram þar i landi svonefnd Birki- beinaganga, en þá er gengið 55 kilómetra leið, frá Lillehammer til Rena. Að þessu sinni tóku hvorki meira né minna en 4500 manns þátt i göngunni i þetta 45. skipti sem hún fer fram, en tilefn- ið er það, að árið 1206 brutust tveir Birkibeinar, sem við þekkj- um úr fornsögunum, um það bil þessa sömu leið i stormi og stór- hrið. Og það er ekki nóg með að þetta sé löng leið og erfið, hver og einn verður aðhafa á sér bakpoka með nákvæmlega 5,5 kilóum i, ekki grammi meira né minna. Enda hefur Birkibeinagangan löngum verið kölluð Skiðagangan meb stóru S-i, virkileg þolraun fyrir hreystimenni. Hinir norsku Birkibeinar nútimans færu lik- lega létt með 18 kilómetrana okk- ar, þótt okkur þyki það alveg nóg... Suðufittings, flánsar, blindflánsar, T-stykki, söðla'r og minnkarar. Ávallt fyrirliggjandi í miklu úrvali. Heildregin stálrör i mörgum efnisþykktum, frá VV' til 20” INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SlMI 22000 DREGINN ÚT 6. APRIL Húseign að eigin vali fyrir 700.000.- krónur. Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis. Happdrætti <o\ F r Hagalandi 4, Mosfellssveit (viðÁiafoss) laugardag og sunnudag kl. 1 — 6. m 'Sé s j ? < HELGAFELL Su, t Brúarland Hlégaröur Á/, V 'r/ *Ur Álafoss r^e. ■8ur Hér sjáid þiö nýjasta útlitið frá INVITA, Sanne P, úr massifri eik, lika til úr furu eða mahogni. Eldaskálinn býður 39 gerðir INVITA innréttinga i allt húsiö. Bjóðum sérsmíðaðar INVITA innréttingar með öllum kostum staðlaðra skápaeininga. Möguleikarnir eru næstum óendanlegir. Látið okkur að- stoða viö skipulagningu heimilis- ins. INVITA hentar alls staðar. INVÍTA innréttingar í allt húsið Komið - sjáið og sannfærist um gæðin frá INVITA • • ELDASKALINN GRENSÁSVEG112, 101 REYKJAVÍK SIMI: 91-39520 & 91-39270

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.