Helgarpósturinn - 02.04.1982, Síða 19

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Síða 19
Líf og dauði í Dublin — Sigurður A. Magnússon hefur þýtt ,,Dubliners" eftir James Joyce „Dubliners”, smásagnasafnið sem Ivfti-höfundi sinum, James Joycef upp á stjörnuhimin rit- frægðar, kemur út i haust i islenskri þýðingu. Það er reyndar vonum seinna, að Joyce er þýddur á islensku, þvi fáir rithöfundar hafa haft önnur eins áhrif á bókmenntir aldar- innar og einmitt þessi irski mcistari tungutaks og hugar- flugs. Joyce fæadist 1882 og hefði þannigorðið hundrað ára i ár og hefur viða verið haldið upp á minningarárhans og sums staðar eftirminnilega. Landar hans i Irlandi ætla t.d. að lesa allan „Ulysses” (Odysseif) hans i' út- varpið og mun sá lestur væntan- lega taka langan tima, þvi bókin er (a.m.k. i þeirri útgáfu sem við á HP gluggum i af og til okkur til hugarhægðar) 933 siður. Hér á landi var Joyce minnst með tveimur útvarpserindum sem Pétur Gunnarsson rit- höfundur stóð fyrir og fannst mörgum sú lesning fróðleg og spennandi. Og nú hefur Sigurður A. Magnússon svo riðið á vaðið með að þýða hinn sly.iga penna irskra á það ástkæra og ylhýra. ,,t Dyflinni”, reiknar Sigurður með að nefna þýðingu sina fremur en að þýða heitið beint, enda virðistþað nafn draga betur fram anda verksins. „Dubliners” samanstendur af fimmtán sögum. Persónur sagnanna koma Flokksbönd og stéttarósómi Aldrei hef ég nú beinllnis verið félagi i aðdáendaklúbbi Jónasar Kristjánssonar. En eitt má hann þó eiga: með stofnun Dagblaðsins á sinum tima losaði hann mjög um þá fjötra flokksræðisins sem öll Islensk dagblöð höfðu verið reyrð i svo lengi sem elstu menn mundu (ef elstu menn muna þá yfirleitt nokkuð). Áþreifanlegasta merki þessarar þróunar er vitaskuld ferill Alþýðublaðsins. A hinn bóginn hefur Morgunblaðinu i krafti rikidæmis tekistað breiða yfir verstu einkenni flokks- blaðamennskunnar. Þjóðviljinn og Timinn halda enn að mörgu leyti dauðahaldi i gamla flokksblaðastilinn. Langar ræður ieiðtoganna.löng viðtöl við þá sömu á útsiðum, fréttaflutningur úr kjördæm- unum miðast fremur við at- kvæðasmölun en almennt voru brennimerktir flokknum i bak og fyrir. A nýafstöðnum miðstjórnar- fundi Framsóknar kom hins vegar i ljós að ekki eru allir jafnánægðir með þróun blaðs- ins. Töldu þeir nýju linuna vera flokknum litt til framdráttar og vildu endurreisa vald flokks og samvinnuhreyfingar yfir blaö- inu. Munu fulltrúarSÍS-foryst- unnar hafa haft betur i kosn- ingum til blaðstjórnar. Væntanlega hafa gagnrýn- endur nýju linunnar orðið enn sannfæröari um réttmæti skoð- ana sinna þegar þeir opnuðu blaðið sitt á þriðjudaginn var —■ sama tölublað og birti ræðu flokksformannsins á fjórum sið- um. Þar gat nefnilega aö lita á bls.3 einhvern þann versta ó- þverra sem ég hef séð i islensku dagblaði. Unginn úr siðunni var lagöur undir frásögn af réttarhöldum yfir ungum Reykvikingi sem á Fjölmiólun «*‘,r **r6íi Haraxuson fréttagildi osfrv. Þó er þessum tveim blöðum ólikt farið að öðru leyti. Þjóðviljinn er i sinni klassisku klemmu: kaupendum fækkar eftir þvi sem liður á stjórnar- samstarfið, viðkvæmu mál- unum fjölgar og yfirbragð blaðsins verður æ leiðinlegra. Almennir flokksmenn og les- endur reyna að benda á að eina leiðin út úr þessum ógöngum er að losa um flokksfjötrana, en forystan lætur þá ekki úr hendi. Inn i þetta blandast deilur um eignarform. Mörgum finnst nóg um þann skóg hlutafélaga sem vex og dafnar i kringum flokk og blað og vilja grisja. Hafa komið fram tillögur um að leggja þessi hlutafélög niöur og setja eignir þeirra — og þar með Þjóðviljann — undir beina stjórn flokksins. Aðrir benda á að slik ráðstöfun myndi aðeins herða tök forystunnar á blaðinu. Framsókn gerði á siöastliðnu vori tilraun til að losa tökin á Timanum, amk. hvaö snerti fréttahliðina. Gerð var andlits- lyfting á blaöinu og ráðnir kunnir fréttahaukar sem ekki sl. hausti varð íyrir þeirri ógæfu að bana manni hér i borg. Nákvæmnin i lýsingu atburð- anna var þvilik að manni bauð við. Til hvers þurfti til dæmis að lýsa þvi svo grandgæfilega hvar i likama fórnarlambsins hin ýmsu eggvopn lentu? Með þessari ýtarlegu lýsingu — sem Timinn var einn um — held ég að skotið hafi verið langt yfir markið, hafi ætlunin verið að selja blaðið út á hana. Til þess var viðbjóðurinn of gegndarlaus, fordómarnir of augljósir. Sá myrti hafði nefnilega til að bera þá þrjá lesti sem allir Sannir tslend- ingar telja öörum verri: hann var útlendingur, hómósexúal og ekki bara neytti kannabis heldur ræktaði það lika. Þegar svona lagað hangir á spýtunni hljóta tepruleg viðhorf eins og virðing fyrir minningu hins látna að láta i minni pok- ann. Eða hvaö? Svona mál ættu sjálfkrafa að koma fyrir siðareglunefnd blaðamanna þvi með svona skrifum er svo sannarlega kom- iö óoröi á blaðamannastéttina. fyrir aftur og aftur i sögunum og skjóta siðan upp kollinum i öðrum verkum höfundarins, svo sem „Portret of the artist as a yong man” og „Ulysses”. James Joyce hafði lokið við „Dubliners” þegar árið 1904, tuttuguog tveggja ára maðurinn. Hann var tvö ár að skrifa bókina en hinsvegar tók það öllu lengri tima aðfá hana útgefna. Hún kom þannig ékki út i Dublin fyrr en 1914. Aður en verkið var prentað og gefið út loksins, hafði á ýmsu gengið. 1 upphafi var bókin sett, en blýinu si'ðan fleygt. Svo komst bókin á pappi'r og var bundin, en þá var upplagið keypt og þvi komið fyrir kattarnef. Við spurðum Sigurð A. Magnússon hvort honum hafi reynst erfitt að snúa Joyce á islenskuna? „Enskan sem hann skrifar er margslungin, það er þessi i'rska enska, ákaflega litrik og sérstök og stundum dálitið snúin. Það eru þarna orðaleikir af ýmsu tagi og svo ljóð, sem ég hef orðið að yrkja upp. Það er þama t.d. langt kvæði, ort i hefðbundnum stfl, en á að vera leirburður, kalíast ,jDauði Parnells”. Siguröur A. Magnússon — hin sérstæða irsk-enska sem Joyce skrifar er ákaflega litrik... Sigurður hafði rétt lokið verk- inu þegar við ræddum við hann, varla kominn úr Dyflinnarveröld Joyce enn og fullyrti að þýðingin hefði verið spennandi reynsla. Og hvort hann væri til i að halda áfram, þýða t.d. Ulysses, stór- virkið? „Ég veit nú ekki hvort ég treysti mér til þess. Ég veit reyndar ekki til þess að menn hafi þýtt „Ulysses” svo mikið; það er svoerfitt. Þaðer ekki nema hann Penti Saarikoski, þessi Finni sem getur allt,sem þýddi hana yfir á finnsku. En það væri nokkuð eðli- legt framhald að þýða „Sjálfs- myndina...” (Portret of the artist as a young man). „Dubliners” fjallarum Dublin, eða mannlif i Dublin, andlegan dauða og líkamlegan og skiptist i James Joyce — „Dubliners” fyrsta bók hans kemur út á Isiensku áriö sem hann heföi oröiö 100 ára. fjögur þemu, þ.e. bernskuár drengs, sem væntanlega er höfundur sjálfur, unglingsár, manndómsár og svo opinbert lif. Sagnasafnið er i raun uppgjör Joyce við fæðingarborg sina, þvi hann fór þaðan burtu, rétt tvi- tugur.og sneri aldrei aftur. Af Joyce var það svo að frétta, að hann, eins og sumir aðrir frjálsir andar, átti erfitt i heimi fordæmingar og ihaldsmennsku, var viða bannaður og komst ekki á þrykk fyrr en Ezra Pound tók hann undir sinn verndarvæng og komþvi' tilleiðarað hann vargef- inn út. Stórvirkið „Ulysses” kom fyrst út i Paris 1922. Hér á tslandi er það Mál og menning sem mun gefa út „I Dyflinni”. James Joyce lést 1941. — GG Reimleikar í sáiinni Gamla hóteliö vaknar til llfsins, — eöa dauöans. Torrance (Jack Nicholson), hinn vlnhneigöi húsvöröur og rithöfundur fær sér einn á barnum. Kvikmyndir eftir Arna Þórarinsson Austurbæjarbió: TheShining. Bandarisk. Argerö 1980. Leik- stjóri: Stanley Kubrick. Aöal- hlutverk: .Jack Nicholson, Shelley Duvall, Danny Lloyd, Scatman Crothers. Stanley Kubrick, einhver metnaðarmesti kvikmynda- gerðarmaöur samtimansjiefur i siðustu verkum sinum nánast kerfisbundiö speglað hina ýmsu tima á vegferð mannkynsins, — fjarlæga fortið (Barry Lyndon), nána framtið (Clockwork Orange) og svo vegferðina i heild sinni (2001 — A Space Oddisey), auk sigildrar satiru um samtimann, — Dr. Strange- love. Val hans á hryllingssög- unni The Shining eftir Stephen King sem nýjasta verkefnið kom óneitanlega á óvart, þótt lengi hafi hann sagt að hann langaöi til að glima viö hroll* vekjuformið. En þegar að er gáö er The Shining i góöu sam- hengi við fyrri myndir hans. Yfirburðatækni og vald Kub- ricks á myndmálinu lyftir miðl- ungs hrollvekjuefni uppi býsna magnaða athugun, — enda er Kubrick eiginlega alltaf aö at- huga, skoða, einsog fræðimaöur — innra helviti manneskj- unnar. t The Shining beinir Kubrick sjónum sinum frá ytri mannlifseinkennum að inn- viðunum. En þaö vantar herslu- mun aö þessi skoöun nái fullnaðaráhrifum, fyrst og fremst vegna þess að innri þróun aöalpersónunnar, rit- höfundarins Torrance (Jack Nicholson), sem gerist gæslu- maður vetrarlangt i gömlu aristókratisku fjallahóteli, er nánast engin: Hann er jafn geggjaöur I byrjun og I lokin, — i stað þess að áhrif umhverfis og einangrunar setji smátt og smátt mark sitt á hann og fjöl- skyldu hans. Þannig veröur sambandið milli reimleikanna i gamla hótelinu og reimleika sálarlifsins, sem Kubrick er aö leitast við að tjá^aldrei nægilega sterkt. The Shining er engu að siöur afburða heillandi og spennandi mynd, —- og lokaátökin eru snilldarlega unnin, ekki sist með makalausri myndatöku, þar sem hinni nýju „steady- cam”tækni er beitt af mikilli fimi. Myndavélin er á fleygiferð á eftir eða undan persónunum yfir holt og hæðir og haggast þó aldrei vegna vökvastýringar. Omissandi mynd fyrir alla hrollvekjuunnendur. —AÞ

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.