Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.04.1982, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Qupperneq 24
Það tókst loksins að hafa upp á hljómsveitinni Q4U,eöa öllu heldur hafðihún upp á okkur. Bréfið i pósti og sima Stuðarans um daginn bar nefniiega tilætlaðan árangur svo það borgar sig greiniiega aö skrifa. Við heimsóttum Q4U I hálfgerðum lokal þeirra i Fischersundi, i aöeins metra fjarlægð frá Morgunblaöshöllinni. Sú nálægð dró þó ekki niður I neinum. Við fengum nöfn og hlutverkaskiptingu með kaffinu;siðan tóku þau af okkur orðið. Ellý og Linda sjá um sönginn, Kommi (Kor- mákur) spilar á trommur, Gunnþór á bassa og Steinþór á gitar. Þvi miður gat Steinþór ekki verið meöen það verður bara aöhafa það. Q4U gjörið svo vel... Varð til upp úr kvenna- hljómsveit — Jæja krakkar, af hverju að stofna hljómsveit? Ellý: „Q4U varð eiginlega til upp úr kvennahljómsveit sem hét Nýnasistur. Það var á maraþon- hljómleikum i Menntaskólanum við Hamrahlið, þaö vantaði hljómsveit til að fylla upp i pró- grammið og við slógum til þó að við fengjum ekki nema sólar- hrings fyrirvara”. Gunnþór: „Hljómsveitin var stofnuð 14. mars i fyrra svo að við erum rétt rúmlega 1 árs”. Músikin sem skiptir máli.ekki nafnið — En hvað með naínið? Gunnþór: ,,Já mér datt þetta nafn i hug, mér fannst það flott og hinum líka. Annars voru allir með einhver ógeðsleg nöfn eins og t.d. Garður-gubban eða eitthvað i þá átt og viö vildum hafa nafnið öðruvisi. Svo getur Q4U þýtt hvað sem er eins og til dæmis röð. En það er músikin sem að skiptir máli, ekki nafnið”. Erfitt að fá að spila — Hvernig hefur ykkur gengið þetta ár? Það buna allir út úr sér i einu: „Það hefur gengið ferlega illa, þaðer svoerfittaðfá að spila, alls staðar nema á Borginni. En það er ekki nógu gaman að spila þar, fólk kemur ekki til að skemmta sér heldur til að gagnrýna, ef að einhver gerir smáfeil þá er klappað og þess háttar. Svo er þessi fáránlega uppröðun á borðum og stólum þar að það er ekki hægt að dansa; það skapar óneitanlega fúlan móral. Bestu hljómleikarnir sem við höfum haldið voru i Menntaskólanum við Sund, þar náðum við upp frá- bærri stemmningu en vorum stoppuð þvi að allir fóru að brjóta og bramla húsgögn, fólk trylltist alveg. Við spiluðum einu sinni á Fjölbrautarballi i Sigtúni en vorum talin of hávaðasöm og ein' hver geðillur barþjónn slökkti á rafmagninu. Svo spiluðum við tvisvar i Nefs en það tókst illa upp”. Elly: „Já, ljósin voru kveikt i salnum og maður sá fýlusvipinn á liðinu og fór alveg úr stuði; þetta var alveg grautfúlt og stift. En við vorum lika fuli og stoppuðum ofti miðjum lögum og svoleiðis”. Gunnþór: „Mér fannst fóikið þar skárra en á Borginni en eftir þetta ákváðum við að spila ekki aftur full og höfum næstum staðiö við það”. — Æfið þið mikið? „Við höfum æíingahúsnæði i Hafnarfirði en ekkert okkar á bil svo það er erfitt að komast þang- að. Steinþór er lika með i Fræbbl- unum og það er svo mikið aö gera hjá þeim núna að hann hefur sjaldan tima. En við ætlum að halda áfram fram i rauðan dauð%nn,jalnvel þó það sé búið að opna Broddvei”. Einn fyrir mömmu, einn fyrir pabba — Músik og boðskapur? Linda: „Þetta er að mestu leyti frumsamið, við stelpurnar höfum mest samið, bæði á ensku og is- lensku, en strákarnir eru lika byrjaðir núna”. Gunnþór: „Til að byrja með vorum við ekki mjög pólitisk,en þaö er að breytast”. Kommi: „Já,fyrst var þetta bara ádeila sem að við skildum og engir aðrir en nú er þetta almenn- ara”. Ellý: „Ádeila sem að allir skilja,- einn fyrir mömmu og einn fyrir pabba”. Ætlum að gefa út ódýra spólu — Hvað með plötu? „Kannski með haustinu, ekki fyrr. Núna erum við að fara að gefa út spólu með 30 lögum, mjög ódýra. Við erum ekki að reyna að græða; við viljum frekar koma þessu á framfæri en að láta lögin mygla inn i bilskúr. Við gerum allt sjálf; tökum upp, mixum og gefum út”. Enginu tók eftir þvi — Þið hafið vakið töluverða at- hygli fyrir sviðsframkomu. eða allavega stelpurnar, meinið þið eitthvað sérstakt með þvi? Kommi:„Ja, það er nú það. Ég spilaði einu sinni ber að ofan en enginn tók eftir þvi.svo ég hef spilaö klæddur siðan”. Ellý: „Við höfum bara gaman að þessu, kannski vegna þess að engir aðrir gera það. Það hefur verið sagt að við séum að nauðga áhorfendum, en þetta er mest fyrir okkur sjálfar, við fáum kick út úr þessu” Eins og maður sé holds- veikur — Verðið þið einhverntima fyrir áreitni? Kommi: „Það er alveg nóg að vera bara i leðurjakka; það er alltaf verið að nuddast i okkur, jafnvel litlir krakkar úti á götu-, það sýnir bara móralinn sem þau eru alin upp i, algjör blazer jakka mórall. Það glápa allir á mann eins og maður sé algjört frik og jafnvel lið sem var með manni i skóla þykist ekki þekkja mann; það er eins og maður sé holds- veikur. Stundum er þetta gaman, bara að vekja athygli, en ekki svona dags daglega”. Ellý: „Við gerum þetta lika af þvi að við viljum ekki vera óséð”. Gunnþór: „Þetta er langverst á böllum; maður stendur i þvi kvöid eftir kvöld að útskýra pönk og situr kannski undir svivirðingum i tvo tima,en það kemur að þvi að Q4U Pönkið er Jielgarpósturinn maður springur og hellir úr sér”. Linda: Pönkarar eru ennþá i algjörum minnihluta en ég held að þeim sé að fjölga, sérstaklega meðal unglinga” Sósialmeðvitað pakk — Haldið þið að pönkið verði langlift? Gunnþór og Eilý: „Pönkið er eilift;það eru alltaf einhverjir sem sætta sig ekki við hlutina og fara þá i pönkið”. Gunnþór: „Annars blómstra hipparnir lika, sérstaklega i menntaskólunum. Þetta er svona hálfgert gevaliulið, sósíalmeð- vitaðpakk sem heldur að það sé kommúnistar og fara á málfundi, halda að þau viti allt en vita samt ekkert. Þetta er lið sem vill ekki vera i blazer móralnum og finnst pönkið of gróft og eru bara milli- bils pakk”. Kommi: „Mér finnst þetta nú full sterkt sagt. Þetta er bara lið sem blaðrar og er i öllum hugsanlegum nefndum5til dæmis E1 Salvador-nefndum og eru lika herstöðvaandstæðingar og halda að þau séu æðislega libó, en lita niður á pönkið en upp á sig sjálf”. Löggur með mikil- mennskubrjálæði — Er löggan með einhverja af- skiptasemi? „Við höfum svo sem ekki lent i neinum æsandi útistöðum við lögguna. Annars eru yngri lögg- urnar verstar, með algjört mikil- mennskubrjálæði,og miðaldra löggur á breytingaaldrinum,þær lita á okkur sem algjöra krimma”. Hvað framtiðin ætlar með okkur — Einhver framtiðaráform? Ellý: „Það væri nær að spyrja hvað framtiðin ætlar að gera við okkur. Við reynum að halda áfram þrátt fyrir alla erfiðleika”. — Er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri svona i lokin? Kommi: „Já,við biðum eftir félögunum úr Keflavík með of- næmi. Þeir eru að gefa sér for- sendur sem eru alveg út i hött og alhæfa útfrá þeim. Svo má minna fólk á kvikmyndina ROKK i Reykjavik, en þar komum við fram”. eilíft Það fer vist ekki framhjá neinum að fcfmingar standa yfir um þessar mundir. Flestir eiga sennilega börn, frænkur, frændur eða vini sem standa frammi fyrir fermingu núna. Það er vist engin ný bóla aðgefa fermingarbarni gjöf og kannski eru einhverjir að velta þvi fyrir sér núna hvað I ósköpunum þeir eigi að gefa. Sölumennska I kringum fermingar er orðin árviss atburður rétt eins og jólagjafavertiðin.og v<?rslanir keppast við að auglýsa bestu fermingargjöf ársins á afslætti. Blöðin láta ekki sitt eftir liggja I að veita upplýsingaþjónustu þessu að lútandi og gefa sum jafnvel út sérblöö, einskonar leiðbeiningahand- bækur fyrir aðstandendur fermingarbarna. Það er einhvernveginn þannig að það sem mest ber á i sambandi við fermingar nú til dags (og hefur reyndar lcngi verið) eru gjafir og gjafahugleiðingar og virðist manni aö þær skipti miklu meira máli en sjálf fermingin. Við vildum gjarna kynna okkur skoðanir fermingaraldurs unglinga á athöfninni og tilstandinu þar i kring og vorum svo ljónheppnar aö hafa upp á þeim Arnari Þorra.sem á aö fermast bráðlega,og Helgu Sverrisdóttur,en hún hefur ákveðið aö sleppa fermingunni. Það gefur þvi auga leiö aö þau hafa mismunandi skoðanir á fyrirbærinu og viö fáum þvi allavega aö skoða máliðfrá tveim hliöum. gpakmnáT Imiiöiyndtna fíifíMlHGARG- smungar-U gjjafa I Fermin Ferming: Arnar Þorri, 13 ára nemandi i Hlíðaskóla — Hvað er ferming? „Með fermingunni á maður að komast i kristinna manna tölu og staðfestir um leið skirnina. Með öðrum orðum er ég að játa kristna trú — hvernig sem það verður i verki”. — Af hverju ertu að fermast? „Liklega vegna þess að ílestir gera það og svo finnst mér ferm- ingin vera venja sem er allt i lagi að halda við. Hvorki ég né margir aðrir gera sér fullkomna grein fyrir trúarlegu gildi fermingar- innar en kannski kemur það seinna! Auðvitað hef ég gengið til prests i allan vetur og þar var rabbaðum trúna, nokkrir sálmar lærðir utan að og svo var skylda að fara 10 sinnum I kirkju á meðan undirbúningurinn stóð. Ég afrekað þó bara 6 kirkjuferðir. — Hvernig hefur undirbúningi heima fyrir verið háttað? „Eins og oft vill verða þá er margt á siðustu stundu. Það voru keypt jakkaföt á mig með öllu til- heyrandi svo maður liti nú sæmi- lega út. Svo er lika verið að lappa aðeins upp á heimilið, en ferm- ingin er stundum ágætis ástæða til aðdrifa af hluti sem hafa setið lengi á hakanum”. Minnir mann á jólaflóðið — Hvað meö gjafirnar? „Auðvitað hlakka allir til að fá einhverjar gjafir og það verður oft aðalmálið —• skiljanlega. En mér finnst búið að gera of mikið úr kaupæðinu sem fylgir íerming- um,t.d. heilar opnur af auglýsing- um i dagblöðum o.fl. þ.h. Þetta minnir mann á jólaflóðið. — Hlakkar þú til? „Já, þetta er frekar spennandi en ég kviði svolftið fyrir öllu um- stanginu, annars vona ég bara að þetta verði þægilegur dagur.” Staðfesting á trúarsáttmála eða... Tilbreyting Þó mörgum finnist fermingar- stússið vera gengið út I öfga hvað snertir undirbúning og gjafir, þá held ég að fermingin sjálf standi alveg fyrir sinu,þvi þarna er um hátiðlega stund að ræða sem er tilbreyting frá hversdagslifinu og þar af leiðandi eftirminnileg”. Helga Sverrisdóttir, 13 ára nemi i Æfingadeild- inni Leyfa mér alveg að ráða — Hvers vegna ákvaöstu að láta ekki ferma þig? „Það var þannig að i fyrravetur las ég einhvern pistil um ferm-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.