Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.04.1982, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Qupperneq 27
27 Flugvöllur að fara eða koma? he/garpósturinn Föstudagur 2. apríl 1982 Umræöan um Reykjavlkurflugvöll byggir ennþá á tilfinningum og spekúlasjónum, en völl- urinn á eftir aö veröa stórmál i stjórnmálum iandsins ef aö likum iætur. Það kemur nú orðið æ oftar fyrir að fjallað er opinberlega um málefni Reykjavikurflugvallar. Fyrir aðeins nokkrum árum hefði fæstum dottið i hug að til greina kæmi að færa flykki eins og flugvöll úr stað, — það hefði verið talið álfka fáránlegt og að ætla að flytja öskju- hliðina. En timarnir breytast og mennirnir með. Nú hafa menn uppgötvað að flugvöll- urinn er ekki hluti af landslaginu, þvert á móti, hann er hluti af okkar breytanlega umhverfi. Og nú eru margir komnir á þá skoðun að margt sé vitlausara en að fjarlægja hann af núverandi svæði. Ennþá er sú umræða þo á frumstigi. Og nú i sumar er ólikleg t að f lugvöllur verðii brennidepli i kosningabaráttunni. En þaö er liklegt að innan fárra ára eigi þetta eftir að verða eitt af stærstu málum sem Reykvikingar þurfa að taka ákvörðun um. að sem veldur þessari umræðu er að sjálfsögöu að menn hafa nú uppgötvað aö flugvöllurinn stendur i hjarta borgarinnar, og tekur þar mikið pláss. Ef hann yröi fjarlægður væri hægt að byggja þar á álika stóru svæði og allur núverandi miðbær er á. Ef litið er á kort af Reykjavik sést að flug- vallarsvæðið er ámóta stórt og svæðið sem afmarkast af Snorrabraut i austri, Suður- götu i véstri, Hringbraut i suðri og sjónum i norðri. Allir vita að Reykjavik gæti svo sannarlega notað sér byggingarsvæði af þessari stærð á þessum stað. Það mundi gjörbreyta borginni — til hins betra. Það er hins vegar meira en að segja það að flytja einn flugvöll. Pétur Einarsson, varaflugmálastjóri, var spurður að þvi , hvaöa róksemdir væru helstar fyrir þvi að I völlurinn væri áfram á sama stað. „Aðalröksemdin er sjálfsagt sú að þeir sem nota völlinn, þurfa að hafa hann þar sem hann er,” sagði Pétur. „Ef hann t.d. yrði lagður niður og Keflavikurvöllur notaður i staðinn þá lengdi það nánast allt innanlandsflug um tiu minútur og svo bætt- ist við þessi tæpi klukkutimi sem það tekur að komast frá Keflavik inni Reykjavik. Þetta er höfuðröksemdin. Onnur aðalröksemdin er sú að ef byggður yrði nýr völlur — ef Reykjavikur- völlurinn yröi fluttur út fyrir borgarmörk- in, þá mundi það kosta óheyrilega mikið. Við verðum að athuga að það voru Bandarikjamenn sem byggðu Keflavikur- flugvöll og Bretar sem byggðu völlinn hér i Reykjavik. Við höfum i rauninni aldrei c Roy Jenkins (til vinstri) og David Steel fagna unnum sigri f Hillhead á þingi Frjálslynda flokksins i Skotlandi daginn eftir aukakosninguna. Jenkins búinn til hólm- göngu viö frú Thatcher Kosningabandalag nýs flokks sósial- demókrata og Frjálslynda flokksins á þess kost að umturna breskum stjórnmálum i næstu þingkosningum. Þetta var endanlega staöfest með úrslitum aukakosningar i kjördæminu Hillhead i Skotlandi fyrir viku. Frambjóöandi kosningabandalagsins sigr- aði I þriðju aukakosningunni i röö, en þarna lá miklu meira undir en i þeim tVennum kosningum sem á undan fóru. W I framboöi var Roy Jenkins liklegasta foringjaefni Sósialdemókrataflokksins og kosningarnar fóru fram eftir aö komið haföi á daginn aö þingflokkurinn, sem telur hátt að þriðja tug þingmanna, gat ekki dregið öllu lengur að velja sér formann og höfuðmálsvara. Formannsleysið reyndist há þingflokknum, bæði i umræöum og viö atkvæðagreiösur, Afle.iðingin varð að skoöanakannanir gáfu þá mynd siöustu mánuði, aö stuöningur almennings viö Sósialdemókrataflokkinn og kosninga- bandalagið færi rénandi. t Hillhead sem er útborg frá Glasgow var þvi i rauninni fyrst og fremst kosið um framtiö nýja flokksins. Gömlu flokkarnir, Verkamannaflokkurinn og thaldsflokkur- inn, lögðu sig alla fram að sigra Jenkins og töldu sig hafa til þess hagstæð skilyröi. t- haldsmenn höföu haldið Hillhead óslitið i tvo mannsaldra, og þetta er gróið miili- stéttarkjördæmi. Verkamannaflokkurinn skákaði hins vegar i þvi skjóli, aö I siðustu kosningum var meirihluti frambjóöanda f- haldsmanna kominn niður undir tvö þúsund atkvæði, og ljóst er að fylgi hefur hrunið af íhaldsflokknum þaö sem af er kjörtimabil- inu. Allt fram til þess að talið var upp úr kjör- kössunum, var haldið að viðureignin stæði milli Jenkins og frambjóðanda Verka- mannaflokksins, Davids Wisemans. Var Wiseman talið það helst til framdráttar aö hann er eini frambjóðandi þeirra þriggja flokka sem höfðtsigurmöguleika sem bú- settur er I kjördæminu. Skoskir kjósendur hafa margsýnt að þeir eru ekki ginnkeyptir fyrir frambjóðendum frá suðurhluta Bret- lands, máske allrasist frá Wales þar sem Jenkins er upprunninn. Þar að auki er ljóst að klofningurinn i Verkamannaflokknum og fráhvarf kjósenda frá honum er mun byggt neinn flugvöll sem heitið getur, og ástæðan fyrir þvi er einfaldlega sú að það kostar óheyrilega peninga. Venjulegur malbikaður vegur er 6 metra breiður en flugbraut er 30 metra breið með fimmtiu metra öryggissvæði i kring, og malbikið i þeim verður að v^ra um tiu sentimetra þykkt. Við þennan kostnað bætist svo mjög flókinn lýsingar- og fjarskiptabúnaöur og fleira og fleira,” sagði Pétur Einarsson. Þegar Gestur ölafsson, forstöðumaður skipulagstofu höfuðborgarsvæðisins; var spurður um helstu röksemdirnar fyrir þvi að völlurinn yrði færður,tók hann fram að þvifylgdubæði kostir og gallar. „En þaö er augljóst að það yrði mjög hagkvæmt ef hægt yrði að byggja upp 20 þúsund manna hverfi á þessum stað, með atvinnutæki- færum,” sagði Gestur. Staöreyndin er bara sú, eins og Gestur benti á, að nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar i sambandi við Reykjavikur- flugvöll, og hingað til hefur umræðan um hann mótast annars vegar af tilfinningum og hinsvegar af spekúlasjónum. Eins og málum er háttað nú, þegar engar rannsóknir hafa verið gerðar, þá er hægt að reikna endalaust og fá út nánast þær niður- stöður sem menn vilja. I fréttaspegli sjón- varps um öaginn sagði Ömar Ragnarsson til dæmis frá þvi, að einhver hefði reiknað út að ef ekki yrði byggt við Úlfarsfell (eins og áætlað var þegar útreikningurinn var gerður) heldur á flugvallarstæðinu og flug- völlurinn yrði fyrir ofan Hafnarfjörð, þá myndu borgarbúar spara svo mikið bensin og bifreiðakostnað, að flutningur vallarins borgaði sig upp á ári. En i þessum reikningi er náttúrlega gengið útfrá þvi að ibúar i Úlfarsfellshverfinu myndu sækja vinnu niður i bæ, og svo framvegis. Og það er ekkert vist. W iAsama hátt er nánast ekkert vitaö um það hve heppilegt byggingarsvæði flug- vallarsvæðiö er — liklega er þar sums- staöar mjög djúpt niður á fast. Þá hafa lik- leg flugvallarstæði — Kapelluhraun, fyrir J YFIRSÝN minna I Skotlandi en öörum hlutum Bret- lands. B ®ði David Steel, formaöur Frálslynda flokksins, og Shirley Williams,sem vann næstsiðustu aukakosningar fyrir sóslal- demókrata, réðu Jenkins frá að spreyta sig i Hillhead, þegar aukakosninguna bar aö höndum. Þau töldu bæði flokkinn og Jenk- ins standa svo illa að vigi I kjördæminu, að yfirgnæfandi likur væru á að hann félli, en hann væri nýja flokknum og kosninga- bandalaginu svo ómissandi á þingi, aö hann mætti ekki leggja sig i verulega fallhættu með tvisýnu framboöi. Jenkins varð fyrstur forustumanna sósialdemókrata til að bjóöa sig fram I aukakosningu. I fyrra munaöi minnstu að hann felldi frambjóöanda Verkamannaflokksins i Warrington, einu öruggasta kjördæmi þess flokks i öllu Bret- landi. Sá árangur þótti svo frábær að hann kom Sósialdemókrataflokknum á skrið. Engu að siöur féll Jenkins i kosningunni, og annað fall i Hillhead heföi gert aö verkum að koma hans á þing drægist um óákveðinn tima, þar sem sósialdemókratar geta ekki ætlast til aö frambjóðendur frjálslyndra dragi sig i hlé i hverju kjördæminu eftir annað til að rýma fyrir formannsefni sam- starfsflokksins. Wrslitin i Hillhead urðu að Jenkins vann með þriðjung atkvæða að baki, sjö hundr- aöhiutum yfir frambjóöanda ihaldsmanna en Verkamannaflokksmaöurinn hafnaöi i þriðja sæti. Sigurvegarinn hefur þar með lyft flokki sinum upp úr fyrsta öldudalnum sem hann hefur komist I á skömmum ferli sinum. Forustuleysiö á þingi, dráttur á nið- urstöðum i stefnumótun og sifelldar erjur við frjálslynda, um hvor aðilinn að kosn- ingabandalaginu skuli bjóöa fram I einstök- um kjördæmum, hefur eins og áður sagöi bakaö sósialdemókrötum verulegan hnekki i almenningsálitinu. Eftir sigur Jenkins i Hillhead eru öll skilyröi fyrir hendi fyrir sósialdemókrata og frjálslynda að ná sér aftur á strik. Varla liöur á löngu að þing- flokkur sósialdemókrata kýs sér Jenkins fyrir formann. Aörir i flokknum,sem til greina koma til formennsku fyrir honum sem heild, þau Shirley Williams og David Owen, hafa gefiö til kynna aö þau muni ofan Hafnarfjörö, Alftanesið og Seltjarnar- nesiö nánast ekkert veriö rannsökuö meö þetta i huga. Og siðast en ekki sist þá eru framundan verulegar breytingar á litlum flugvélum til irnanlandsflugs.Nú þegar eru erlendis komnar á markaðinn lágværar hraðskreiðar vélar sem þurfa mun styttri brautir en t.d. Fokkerarnir. Og fram- farirnar i þessum litlu vélum eru mjög örar, þannig að útilokað er að segja til um hvert stefnir. Eftir tiu til fimmtán ár verða vélar sem hefja sig beint upp, eins og þyrlur, ef til vill orðnar að veruleika, og þá breytist margt. Ef að likum lætur munu nokkur ár liða þar til tekin verður ákvörðun um framtið Reykjavikurflugvallar. En eins og Pétur Einarsson varaflugmálastjóri benti á,hef- urá undanförnum árum og áratugum verið þrengt verulega að vellinum með bygg- ingum. Þar hefur Hallgrimskirkjuturninn mest áhrif, þvi hann hamlar mjög aðflugi. Það er þvi ljóst að nú þegar þarf að hafa framtið vallarins i huga þegar teknar eru ákvarðanir um byggingar nálægt vellinum, aðmaöurtalinúekki um á honum sjálfum, eins og til dæmis flugstöð. Samkvæmt heildarskipulagi borgar- stjórnar Sjálfstæðisflokksins verður völl- urinn á sinum stað fram að aldamótum. , Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hef- ur ekki tekið afstöðu til hans. Hvað svo sem úr verður er ljóst að undirbúnings- rannsóknir, sem nauðsynlegar eru svo hægt sé að taka ákvarðanir sem glóra er i, koma til með að taka nokkur ár. Hvað þær rannsóknir leiða i ljós veit enginn núna, og reyndar gefa umræður um Steinullarverkmiðju og aðrar stórar fram- kvæmdir núna ekki tilefni til að halda að farið verði nákvæmlega eftir niðurstöðum rannsóknanna. Eflaust á Reykjavikurflug- völlur eftir að verða eitt stærsta deilumál landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis á öldinni. Hann verður án efa orðinn hápólitiskur áður en við vitum af. Það er um að gera að hefja rannsóknir áöur en að þvi kemur. eftir Guðjón Arngrimsson L.,.., , 3 cftir Magnús Torfa Ólafsson einnig styðja Jenkins I þá formannsstööu. Þar með er opin leið fyrir kosningabanda- lagið að gera Jenkins aö forsætisráöherra- efni sinu viö næstu kosningar, og hann er sá eini af foringjum sósialdemókrata sem David Steel getur vikið fýrir við þá tilnefn- ingu án þess að til uppreisnar komi i Frjálslynda flokknum gegn bandalaginu. Af kosningaúrslitunum i Hillhead má ráða, aö þeir hafi rétt fyrir sér sem halda þvi fram að i næstu þingkosningum á Bret- landi standi baráttan fyrst og fremst milli thaldsflokksins annars vegar og kosninga- bandalags frjálslyndra og sósialdemókrata hins vegar. Erjurnar i Verkamannaflokkn- um eru á góðri leið að setja hann úr leik. Harösnúinn hópur undir forustu trotkista tekur völdin I hverri flokksdeildinni af ann- arri, afsegir þingmenn sem fyrir eru og veiur sina menn til framboðs i staöinn. Flokksforustan er nú komin 1 slika klipu, að hún þarf brátt að taka afstöðu til brott- reksturs bæði frambjóöenda og flokks- deilda og flókin eftirmál eru óhjákvæmileg hvað sem hún tekur til bragðs. HÆargaret Thatcher forsætisráðherra viröist ætla að takast að halda þeirri áætlun sinni, aö heldur verði tekiö að lina þreng- ingunum sem stjórnarstefna hennar hefur I för með sér,þegar að þingkosningum dreg- ur, svo Ihaldsflokkurinn eigi þá sigurmögu- leika,- hún géti haldið þvi fram að stjórnar- stefna sin sé farin að bera árangur og nú sé um að gera að endurkjósa sig til aö tryggja að stefnan beri fullan ávöxt. I einmenningskjördæmum Breta getur allt mögulegt gerst ef 3 stærstu flokkarn- ir safna um sig álika stórum hópum kjós- enda. Mestar likur eru þó á aö fylgisdreif- ing um landiö veröi svo ójöfn hjá flokkun- um þremur, aö enginn þeirra fái hreinan meirihluta. Við þau skilyrði ætla foringjar kosningabandalags frjálslyndra og sósial- demókrata sér að reyna að ná hkkarn- saman við’frjálslyndari hluta þingflokks ihaldsmanna, þá er andvigastir eru stefnu frú Thatcher um myndun þingmeirihluta og rlkisstjórnar. Og til þess aö vera ekki upp á órjúfanlegt kosningabandaiag sin I milli komnir ætla flokkarnir tveir að af- nema einmenningskjördæmin og taka upp hlutfallskosningar til breska þingsins.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.