Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 5
h&ltjarpnirinn Fimmtudagur 8. apríl 1982 5 Hafnfirðingar Það er svo sem ekkert einsdæmi, að ákveðinn hópur verði fyrir barðinu á brandarasmiðum. Allir hafa heyrt Skota- brandara, Gyðingabrandara og svo fram- vegis. Ollum slíkum sögum er það sam- eiginlegt, að hverri þjóð eru gerð upp ákveðin söreinkenni. Skotar eiga að vera niskir, Gyðingar séðir, Molbúar heimskir og þar frameftir götunum. Þegar Englendingar segja írasögur, eru Irarnir hafðir tröllheimskir, sbr. eftirfar- andi sögu: Tveir írar vilja fremja banka- rán, enöttast að þeir muni þekkjast á irska hreimnum, svo þeir fara á námskeið i Ox- fordensku. Þeir útskrifast með glæsibrag, taka sér sagaða haglabyssu i hönd og fara i næsta banka. Þar veifa þeir henni framani' gjaldkera og biðja hann á óaðfinnanlegri Oxfordensku að tina fram seðlana. Gjald- kerinn spyr þegar i stað: ,,Eruð þið trar?” Þeir verða hissa og játa þvi' og spyrja á hverju hann merki það. „Þið söguðuð vit- lausan enda af haglabyssunni”. Waiesbúar eru montnir og söngglaðir, sbr. söguna af herra Jones sem fór til Eng- lands og gekk þar i karlakór. Hann sagði svo frá: ,,t kórnum voru 3000 1. tenórar, 3000 2. tenórarog 30001. bassar.” Jones var þáspurðurum 2. bassa. „Þegar við vorum i miðju lagi, sló stjórnandinn okkur út, og bað mig að syngja 2. bassann ekki alveg svona sterkt”. Meðal Þjóðverja þykja Frislendingar ekki reiða vitið i þverpokum. Spurt er, hversvegna allir Frislendingar eru alltaf erlendis krambúleraðir i andliti á mánudögum? Það er vegna þess að á sunnudögum borða þeir með hnifum og göfflum. ÞeirÞjóðverjar, sem búa í Saxlandi, eiga að vera húmorlausir og sérlega vinnusam- ir, sbr. þessi saga: Afi gamli deyr, og er brenndur. Siðan syngur prestur yfir hon- um, og er askan si'ðan flutt heim i leirskál. Þegar yngsti sonurinn á heimilinu spyr, hvort ekki eigi að grafa afa gamla, svarar faðirinn: „Nei, afi er Saxi, og allir Saxar verða að vinna. Við setjum öskuna i stunda- glas”. Og Gyðingar eiga að vera öðrum þjóðum slyngari f viðskiptum. 1 New York á eitt sinn maður að hafa farið milli verslana i' borginni að gamni sinu og beðið um einn te- bolla fyrir örvhenta. Enginn gat hjálpað honum, fyrr en hann kom til Gyðings, sem kvaðstað visu eiga slika bolla, en aðeins i' 24 bolla settum. Belgarsegja um Hollendinga að þeir séu bæði heimskir og niskir. Þvi' til sönnunar segja þeir, að Hollendingar kaupi sér aldrei isskápa, þvi þeir trúi þvi' ekki að slokkni á ljósinu iþeim, þegar hurðunum er lokað. Hollendingar segja Belga hinsvegar svo heimska, að t.d. lögregluþjónar i Belgiu fari aldreiá vakt öðruvisi en með hund með sér. Astæðan er sú, segja Hollendingarnir, að tveir heilar hugsa skýrar en einn. Ljúkum þessu svó með einum trabrand- ara,enniðurlagiðá þessum er ekki hægt að þýða, og verður að fara á ensku. Spurt er: „Af hverju nota trar alltaf tvo smokka?” Ogsvariðer: „To be sure, to be sure.” Óli velur þrjá bestu Þrir bestu.skv. tilnefningu Óla Tynes; eru þessir: Maöur var búinn að kaupa sér nýja ibúð, og var að sýna kunningja sinum hana. Hann fór með kunningjann inn f stofu og sagöi: „Hérmála ég beinhvitt”. Siðan hljóp hann að glugganum og kallaöi út: „Grænu hliðina upp”. Siöan fóru þeir i svefnherbergið og eigandinn sagöi: ,,Hér mála ég gult”, rauk siðan að glugganum og kaliaöi út: „Grænu hliðina upp”. Svona gekk það allan timann sem þeir skoöuðu ibúðina, og aö lokum spurði kunninginn hversvegna hann væri alitaf að kalla: „Grænu hliðina upp,” út um gluggann. „Eg er með hafnfirskan vinriuflokk aö tyrfa lóðina,” var svarið. Svo var það Hafnfirðingurinn sem fékk vinnu hjá Vamarliðinu. Hann vann i sprengjugeymslu við það að þurrka af handsprengjum, djúpsprengjum og eld- flaugum. Hann sagði vini sinum frá starf- inu og var drjúgur með sig, þvi launin voru góð. Það kom á vin hans við fréttirn- ar og hann spurði: „En hvað gerist ef ein- hver þeirra springur?” „Það kemur mér ekki við”, sagöi Hafnfirðingurinn, „ég á 'ekkert i þeirn.” Og að lokum sagan af Hafnfiröingnum, sem komst að sem geimfari hjá NASA. Hann var settur i geimfar, ásamt apa, og þeim skotið á braut umhverfis jörðu. Þeg- ar þeir voru komnir á braut ópnuðu þeir innsigluð umslög, sem höfðu aö geyma fyrirmæli þeirra. Fyrirmæli apans voru þau, að fljúga farinu svo að það myndaö- ist horn milli jarðar, Venusar og farsins, svo hægt væri aö framkvæma ákveðnar mælingar. Siöan átti apinn aðsetja upp og stjórna tækjum, sem áttu að ná sambandi við aðrar lífverur i geimnum. Fyrirmæli Hafnfirðingsins voru hinsvegar svohljóð- andi: „Geföu apanum að éta”. Lausn á i skákþraut Sú saga fýlgir dæmi þessu, aö þegar það var birt i hinu kunna skáktimariti hafi um fjórðungur þeirra lesenda sem vanir voru að senda ritinu lausnir, talið dæmið óleysanlegt! Það var sökum þess að höfundur leyfir sér þar leik sem ekki tiðkaðist i skákdæmum þá. En timarnir hafa breyst og best gæti ég trúað að mönnum þætti þetta hvorki óeðlilegt né erfitt nú. LAUSNIR á skákdæmunum. A. 1 DF3! (hótar 0-0-0 mát) 1. ... Kc2 2. De2 mát) 1. ... c2 2. Ha3 mát 1. ... Re4 2. De2 mát 1. ... Rc4 2. Bf5 mát Það var hrókunin, sem kom flatt upp á lesendur, Arið 1910 var það nær óþekkt fyrirbæri að hrókað væri i skákdæmi. Nú er hinsvegar leyfilegt að hróka, ef ekki verður sýnt að það sé ólög- legt. B. Þessi þraut er heilmikið riddaraspil. Fyrsti leikurinn er biðleikur sem valdar ridd- arann á e6: 1. f8R! Svarti kóngurinn getur ekki hreyftsig svoað svartur verður að leika öðrum hvorum riddar- anum.Leiki hann b-riddaranum kemur c8R mát, nema við Rc8 er svarið bxc8R mát. Leiki svartur f-riddaranum er svarið g8R mát, nema við Rg8 hxg8R mát. Þetta er all óvenjulegt dæmi, ekki sist ef þess er gætt að höfundur þess var blindur. brottfoœi A Nú er sólin komin hátt á loft í Grikklandi og íyrsta brottíörin í skipulögðum hópferðum íslendinga loksins framundan eftir nokkurra ára hlé. Grikkland er nýr áíangastaður í sjálístœðu leiguflugi Samvinnuíerða-Landsýnar - ósvikinn draumastaður sól- og sjódýrkenda sem njóta gullfallegs landslags og fullkominnar aðstöðu á Vouliagmeni-ströndinni. En Grikkland á margt til viðbótar lands- laginu sjálíu. Óvíða í heiminum er að íinna fleiri vitnisburði fornrar fraegðar og lit- ríkrar sögu. Meyjahofið á Akrópólis- haeðinni, Herodeon-leikhúsið og véíréttar- staðurinn helgi, Delíi, eru á meðal sögu- frœgra staða sem fylla íerðamanninn lotningu og minna á hetjulega baráttu og glœsta sigra grísku þjóðarinnar. White House Nýtískulegar og þœgilegar íbúðir íast við ströndina. Eitt eða tvö sveínherbergi, eldhús með öllum nauðsynlegum eldun- artœkjum og borðbúnaði, setustola. bað- herbergi og rúmgóðar svalir. Allar íbúðir eru loítkœldar. Hótel Margi House Nýtískuleg herbergi sem öll eru loft- kœld, búin baðherbergi, síma, útvarpi og svölum. Rúmgóð setustofa, barir, spila- herbergi, sjónvarpsherbergi, veitinga- salur, diskótek, verslanir, snyrtistofur o.íl. eykur enn írekar á vellíðan og á fallegum garði á þaki hótelsins er einstakt útsýni yíir ströndina. í hótelgarðinum er sund- laug og stutt er til strandarinnar. Skoðunarferðir: Aþena: l/2dagsskoðunarierð þar sem skoðuð eru öll þekktustu mannvirki höfuðborgarinnar. Eyjasigling: 1/1 dags œvintýrasigling með viðkomu á grisku eyjunum Hydra. Poros og Aegina. Argolis: l/l dags ferðyliráPelops- skagann með viðkomu m.a. í Kórinþu. Mykenu, Argos, Naupliu og Epidavros. Delfi: Dagslerð til Delfi. hins helga vé- fréttastaðar með viðkomu í mörgum sögufrœgum þorpum og boejum. Kvöldferð til Aþenu: ptaka hvenið heimsótt og farið til hafnarboejarins Piraeus. Kvöldverður snœddur á ósvikn- um grískum veitingastað og dansinn stiginn fram á nótt. Munið aðildarfélagsafsléttinn, barnaafsláttinn, SL-ferðaveltuna og jafna ferðakostnaðinn! Sumar- bæklingurinn og kvikmyndasýning í afgreiðslusalnum alla daga. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.