Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 8. apríl 1982 ht=>lrjFirpn^tl irínn Sýningarsalir Ásmundarsalur: A miðvikudag opnar Hannes Flosason tréskurðarmaður, á- samt nemendum sinum,sýningu á tréskurði og fleiru. Kjarvalsstaöir: Lokað yfir páskana. Listasafn ÁSÍ: Lokað yfir páskana. Norræna húsið: 1 dag, miðvikudag, kl. 18 opnar Helgi Guðmundsson málverka- 5 sýningu og stendur hún til 20. april. t anddyri heldur enn áfram sýning á Grænlandsljósmyndum Árna Johnsen og Páls Stein- grimssonar, ásamt þvi sem Arni sýnir kajakk, sem hann á. Listasafn íslands: 1 safninu standa yfir tvær sýningar. Sú fyrri er sýning á grafik eftir danska listmálarann Asger Jorn og sú hin siðari er yfirlitssýning á verkum Brynjólfs Þórðarsonar og eru það málverk, vatnslitamyndir og teikningar. Safnið er opiö á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Safnahúsið Selfossi: i Safnahúsinu stendur nú yfir samsýning félaga i Myndlistar- félagi Árnessýslu. Sýningunni lýkur 12. april. Galleri Lækjartorg: Ömar Stefánsson og Óskar Thor- arensen sýna saman myndverk. Salurinn er opinn virka daga kl. 10-18 og 10-12 á laugardögum. Sterk sýning, sem hefur vakið mikla athygli. Nýlistasafnið: A föstudag kl. 16 opnar Valgarður Gunnarsson sýningu á oliumál- verkum, sem unnin eru á striga. Fyrsta einkasýning og liklega hefðbundinn figúrativismi. Eða hvað? Varla. Galleri Langbrók: Langbrækur sjálfar sýna og selja eigin framleiðslu, svo sem grafik, textil og leirmuni. Opið virka daga kl. 12-18. Listsýningarsalur Myndlistarskólans á Akureyri: A skirdag kl. 15 opnar Ingvar Þorvaldsson myndlistarsýningu, þar sem hann sýnir 40 nýjar vatnslitamyndir. Þetta er 12. einkasýning Ingvars, en auk þess hefur hann tekið þátt i fjölda samsýninga. Sýningin er opin daglega kl. 15—22 og lýkur á 2. i páskum. Ferðafélag islands: Fimmtudagur kl. 08: Snæfells- nesferð og önnur i Þórsmörk. Fimmtudagur kl. 13: Skiöaganga á Vifilsfell. Föstudagur kl. 13: Keilisnes — Staðarberg. Ganga. Laugardagur kl. 08: Þórsmerkur- ferð. Laugardagur kl. 13: Farið á Skarösmýrarfjall. Sunnudagur kl. 13: Ferð um Álftanesfjörur. Mánudagur kl. 13: Ferð á Skála- fell við Esju. Útivist: Fimmtudagur kl. 09: a) Snæ- fellsnes, b) Þórsmörk, c) Fimmvörðuháls, d) Tindfjöll — Emstrur - Þórsmörk. Þetta eru fimm daga ferðir. Fimmtudagur kl. 13: Stórhöfði — Hvaleyri, rúnasteinninn. Föstudagur kl. 13: Skerjafjörður — Fossvogur. Laugardagur kl. 13: Skálafell á Hellisheiði. Mánudagur kl. 13: Kræklinga- fjara i Hvalfirði. í allar ferðir er farið frá BSt að vestanverðu og ókeypis er fyrir börn i fyigd með fuliorðnum. Leikhús Þjóðleikhúsið: Miðvikudagur: Hús skáldsins eftir Halldór Laxness. „Vinnu- brögðin við uppsetninguna eru öll einstaklega vönduð og umíram allt fagleg.” Fimmtudagur: Gosi, kl. 14. ,,Ég hef ströng fyrirmæli um að skila þvi til allra krakka og foreldra, að sýningin sé stórskemmtileg og að allir eigi að sjá hana.” Sögur úr Vinarskógi eftir Hor- vath. „Það verður að segja hverja sögu eins og hún er: i þess- ari sýningu leikur hver öðrum betur.” Mánudagur: Gosi, kl. 14 / Ama- deus eftir Peter Shaffer, kl. 20. „Þegar á heildina er litið er hér á ferðinni stórgott leikrit, sem að flestu leyti heppnast vel i sviðs- setningu.” Leikfélag Reykjavíkur: Miðvikudagur: Hassið hennai mömmu eftir Dario Fo. — Sjá umsögn i Listapósti. Fimmtudagur: Salka Valka eftir Halldór Laxness. „Sýning L.R. á Sölku Völku er góð i alla staði og ber vitni um metnaðarfull og fag- leg vinnubrögð.” Mánudagur: Jói eftir Kjartan Ragnarsson. „Andinn i verkinu er umfram allt notalegur, það er skrifað af húmanista, sem lætur sér annt um manneskjur.” Alþýðuleikhúsið: Miðvikudagur: Don Kikóti eftir James Saunders. „Það er kannski ljótt að segja það, en það er engu likara en að Arnar og Borgar séu fæddir i hlutverkin.” Garðaleikhúsið: Karlinn I kassanum eftir Arnold og Bach. Sýning i Tónabæ á ann- an i páskum kl. 20.30. „Sýningin er skemmtileg blanda atvinnu- og amatörleikhúss.” Nemendaleikhúsið: Svalirnar eftir Jean Genet. Sýn- ingar á þriðjudag og fimmtudag kl. 20.30 i Lindarbæ. Siöustu sýn- ingar. „Þetta er sýning sem áhugafólk um leikhús á ekki að láta framhjá sér fara.” Litli leikklúbburinn, Isafirði: (Jr aldaannál eftir Böðvar Guð- mundsson. Þetta er alveg nýtt leikrit, sem hér er fært upp af stjörnuleikstjóranum Kára Halldóri, sem sló i gegn á Akur- eyri um daginn. Frumsýningin verður i Félagsheimilinu i Hnifs- dal á annan dag páska kl. 20.30. Tónlist í leiknum er eftir Jónas Tómasson tónskáld. Islenska óperan: Sigaunabaróninn eftir Johann Strauss. Sýning á'mánudag, annan i páskum kl. 20. Sigurgang- an er óstöðvandi. ^/iðburðir Dómkirjan: A skirdagskvöld kl. 20.30 verður kirkjukvöld á vegum Bræðra- félags Dómkirkjunnar i umsjá Sjöunda dags aðventista. A kvöldinu verður fjölbreytt efnis- skrá, svo sem organleikur, ávarp séra Þóris Stephensen, kórsöng- ur, einsöngur og fleira. Allir vel- / komnir. X Ólllist Félagsstofnun stúdenta: A annan i páskum kl. 21 veröa haldnir meiriháttar tónleikar, þar sem fram koma Vonbrigöi, Van Heutens Kókó, Þeyr og ef til vill fleiri. Einstæöur tónlistarvið- burður i FS og kannski upphafið að einh ver ju meira. t^jónusta Læknavakt: Bæjarvakt lækna hefst kl. 17, miðvikudaginn 7. april og henni lýkur kl. 08 að morgni þriðju- dagsins 13. april. Simi bæjar- vaktarinnar er 21230. Göngudeild Landspitalans er opin á skirdag og 2. dag páska kl. 14-15. Siminn er 29000. Upplýsingar um lækna- vakt er að fá i simsvara, sem op- inn er allan sólarhringinn, simi 18888. Lyf jabúðir: Vikuna 9.-15. april eru þaö Háa leitisapótek og Vesturbæjarapó- tek, sem annast gæsluna. Hið fyrrnefnda hefur með nætur- og helgidagavörslu að gera. Tannlæknavakt: Neyðarþjónusta Tannlækna- félags tslands um páskana verður i Heilsuverndarstöðinni við Barónstig sem hér segir: A skir- dag, föstudaginn langa, páskadag og 2. i páskum kl. 14-15, en kl. 17-18 á laugardaginn fyrir páska. Siminn er 22400. Bensínafgreiðslur: Almennar bensinsölur verða opnar sem hér segir yfir há- tiðarnar: A skirdag og á 2. i pásk- um kl. 9.30-11.30 og 13-16. Lokað á föstudaginn langa og á páskadag, en opið eins og venjulega laugar- daginn fyrir páska. Næturafgreiðslan i Umferðar- miðstöðinni er opin kl. 20-23.30 á skírdag og 2. páskadag. Lokað á föstudaginn langa og páskadag, en opið kl. 21-23.30 laugardag fyrir páska. Ferðir SVR um páskana: Skirdagur: Akstur eins og á venjulegum sunnudegi. Föstudagurinn langi: Akstur hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudagstimatöflu. Pa'skadagur: Akstur hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudags- timatöflu. Annar páskadagur: Akstur eins og á venjulegum sunnudegi. IBíóin ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ág«t ★ ★ gód ★ þolanleg O léleg Regnboginn: Lokatiiraunin (The Final Assignement). Kanadísk kvik- mynd árgerð 1981. Leikendur: Genevieve Bujold, Michael York. Leikstjóri: Paul Almond. Myndin segir frá sjónvarpsfrétta- konu, sem fylgir forsætisráðherra á ferðalagi hans til Sovétrikj- anna. Þar fyrir austan kemst fréttakonan i kynni við frægan kvenvisindamann. Konan sú á barnabarn, sem haldið er mjög sjaldgæfum sjúkdómi, sem einungis er hægt að lækna i Los Angeles og af aðeins einum manni. Visindakonan fær hins vegar ekki fararleyfi fyrir sig og barnabarn sitt. Hún gripur þvi til þess ráðs að biðja fréttakonuna um að smygla barninu úr landi. Þetta er sögð spennandi mynd og vel gerð. Síðasta ókindin (The Last Jaw) ttölsk, árgerö 1980. Leikendur: James Francescu, Vic Morrow. Hryllingsspennumynd i ókindar- stil. Varið ykkur á hákörlunum. ökuþórinn (The Driver) Banda- risk kvikmynd. Leikendur: Ryan O’Neal, Bruce Dern. Leikstjóri: Walter Hill. Barátta lögreglumanns við öku- þór glæpóna. Spennumynd og endursýnd. Montenegro. Sænsk, árgerð 1981. Leikendur: Susan Anspach, Er- land Josepson. Handrit og stjórn: Dusan Makavejev.Nýjasta mynd meistara Makavejev, þar sem hann segir frá húsmóður, sem lendir á búllu með innfluttum verkamönnum og kynnist þeirra viðhorfum. Góö mynd að sögn. Laugarásbíó: Draugagangur í Tivolí (Fun House). Bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1981. Leikendur: Elizabeth Bcrridge, Cooper Huckabee, Sylvia Miles. Leikstjóri: Tobe Hooper. Spennuhryllingurinn er á fullu i þessari mynd, sem gerð er af Sjónvarp Miövikudagur 7. april 18.00 Prinsessan Lindagull. Finnsk teiknimyndasaga fyrir börnin okkar og er eftir sögu Topeliusar. Gaman. Hollt. 18.30 Verkfæri dýranna. Mann- skepnan heldur að hún sé eina skepnan, sem notar verkfæri. Þessi mynd sannar það gagnstæöa. Rottur með skóflur og-orma með skrúf- járn. 18.55 Könnunarferðin. Ferð um leyndardóma enskrar tungu. 19.15 EM á skautum. Einar Magnússon dettur. 20.40 A döfinni. Ég trúi ekki minum eigin augum. Birna núna. Deginum reddað. 20.55 Ekki seinna vænna. Það segirðu satt. Mynd um aldraða. 21.40 Spegill, spegill (Mirror, Mirror). Bandarisk sjón- varpsmynd, árgerð Ný. Leik- endur: Loretta Swit, Robert Vaughn, Janet Leigh. Leik- stjóri: Joanna Lee. Þrjár konur fara i fegrunaraðgerð hjá lýtalækni og aðgeröin hefur óskaplegar afleiöingar. Hi, hotlips. Þær veröa liklega allar eins. 23.15 tþróttir. Hvað er Bjarni nú að bralla? Föstudagur 9. apríl 17.00 Mývatnssveit. Tiu ára gömul mynd um þennan rosa- lega stað. Maggi skakki hefur umsjón. 17.30 Sálin i útlegð er. Ekki hægt að segja annað. Hér er endursýnd hin stórgóöa mynd þeirra Jökuls Jakobssonar og Siguröar Sverris Pálssonar um Haligrim Pétursson, sálmaskáldið góða. 20.20 Ég kveiki á kertum mln- um. Kór Söngskólans og Garðar Cortes syngja andleg lög. 21.05 ismaöurinn kemur (The Iceman Comeht). Bandarisk sjónvarpsmynd. Leikendur: Lee Marvin, Frederic March, Robert Ryan, Jeff Bridges. Leikstjóri: John Franken- heimer. Mynd þessi er gerð eftir frægu leikriti eftir Eugene Ó’Neill og segir frá nokkrum guttum, sem alltaf hittast á sama barnum. Dag nokkurn kemur einn þeirra og vinir hans þekkja hann ekki fyrir sama manninn. Sérlega vel heppnuð mynd. Laugardagur 10. aprfl 16.00 Könnunarferðín. Endur- sýning. 16.20 iþróttir. Bjarni Fel er ekki endursýndur. Til þess er hann ekki nógu og/eöa of góður. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Aidrei læra þeir. 18.55 Enska knattspyrnan. Hvað þá heldur þessir. 20.35 Löður. Þessir eru hins vegar of heimskir til þess. 21.00 Skammhlaup I. Alla vega ekki í heilabúinu. Grýlurnar skemmta sér i sjónvarpssal undir stjórn Gunna Sal. 21.05 Sólsctursbraut (Sunset Boulevard). Bandarisk bió- mynd, árgerö 1950. Leikendur: Gloria Swanson, William Holden, Eric von Stroheim, Fred Clark. Leik- stjóri: Billy Wilder. Einhver besta mynd alira tima, enda þarf maður ekki annað en að horfa á stjörnurnar. Ungur rithöfundur i fjárkröggum, sem er ósköp eðlilegt. Hann kemur sér inn á gamla fiim- star frá þögla timanum og ýmislegt gerist. 23.05 Sá einn er sekur. Breskt sjónvarpsleikrit. Leikendur: Amanda York, Nicholas Ball. Leikstjóri: John Gold- schmidt. Hér segir frá ungri stúlku, sem hefur verið dæmd i lifstiöarfangelsi og tilraun- um til að fá hana lausa. Verk- ið er byggt á sönnum atburð- um og stúlkan, sem um ræðir, er komin úr fangelsi. Sunnudagur 11. apríl 17.00 Páskamessa í Kópavogi. Séra Arni Pálsson minnir menn á grundvallarforsendur hátiðarinnar og leggur út frá þeim. 18.00 Stundin okkar. Vonandi verður Bryndis ekki lika með guðsóttatal. 20.20 Sesselja. Islensk mynd, árgerö 1981. Handrit: Páll Steingrimsson eftir leikriti Agnars Þórðarsonar. Leikendur: Helga Bachmann, Þorsteinn Gunnarsson. Leik- stjóri: Helgi Skúlason. Kvikmyndun: Páll Stein- grimsson. Hljóð: Ernst Kettler. Framleiðandi: Kvik s.f. Hér er lifsuppgjör hjóna. Hann er þekktur listamaður en hún bara húsmóðir. Þegar hún hverfur úr sumarbústað þeirra imyndar maðurinn sér jafnvel að hún hafi yfirgefið hann eða fyrirfarið sér og veldur þetta honum miklu hugarvili. Systir konunnar og tvifari kemur og flækir sög- una enn meir. Spennandi verk i uppsiglingu. 21.20 Borg cins og Alice. Ég neita að ganga lengra. 22.10 Sköpunin. Tónverk eftir snillinginn Joseph Haydn i flutningi austurriskra lista- manna. Yndislegur endir á yndislegu kveldi. Mánudagur 12.apríl 20.30 Tommi og Jenni. Hiklaust besta efni sjónvarpsins. Má ég berja þig? 20.35 Prúðuleikararnir i bió. En þetta örugglega það leiðinlegasta. 21.30 Maria Stuart. Leikrit eftir Björnstjerne Björnsson. Leikendur: Marie Louise Tank, Björn Skagestad, Kaare Kroppan. Leikstjóri: Per Bronken. Fyrri hluti. Æskuverk skáldsins mikla og fjallar um drottningu Skota, en hún var vist ansi blóðug. Bloody Marie. Vondur drykk- ur. 22.40 KK-sextettinn. Frá FIH tónleikum i Broadway, þar sem þessi frægasta hljóm- sveit 6. áratugarins spilar og syngur öll bestu lögin. Öli Gaukur kynnir. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.