Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 7
7 hctlrjarpncrh irinn Fimmtudagur 8. apríl 1982 Tveir áhugamálarar i Arnessýslu hafa spreytt sig á þvi að mála Gisla einbúa á Uppsölum, sem Ómar Ragnarsson gerði landsfræg- an I sjónvarpsþætti slnum Stiklum um siðustu jól. Þetta er útkoma annars þeirra. landinu — a.m.k. sé miðað við fólksfjölda. Kannski má rekja þennan mikla áhuga þeirra á myndlist til þess, að uppi á annarri hæð hússins eru uppi hangandi hvorki meira né minna en 73 málverk eftir þjóðkunna listamenn, máluð á timabilinu frá aldamótum til.1978. Upphaf þess máls var, að árið 1963 gáfu Bjarnveig Bjarnadóttir forstöðumaður Ás- grimssafns i Reykjavik og synir hennar Árnessýslu 41 málverk eftir nokkra af þekktustu málurum okkar. Siðan hafa þau mæðginin haldið áfram að gefa listasafni þeirra Árnesinga málverk en megin uppi- staðan i þessari höfðinglegu gjöf eru úrval mynda eftir Ásgrím Jónsson, sem sjálfur var Arnesingur, eins og raunar Bjarnveig og synir hennar. Útskurður frá Chicago Minningu annars látins listamanns er haldið uppi i næsta sal, þó ekki hafi hann veriðeins þekktur og Asgrimur, að minnsta kosti ekki hér á landi. Sá hét Halldór Einarsson og var mynd- skeri, raunar sveitungi Ásgrims, fæddist i Brandshúsum i Gaulverjabæjarhreppi árið 1893. En hann var lengst af búsettur i Chicago þar sem hann stundaði iðn sina. En hann sneri aftur til íslands árið 1965 og lést að Hrafnistu 1977. Þá gaf hann Árnessýslu fjölbreytt safn tréskurðar- og marmara- mynda, sem hann geröi i fristundum sin- um. Og enda þótt við tökum þannig til orða, að þetta safn haldi uppi minningu Halldórs gaf hann gripina i þvi skyni að minnast for- eldra sinna, enda skipa marmaramyndir af þeim heiðurssess á safninu. Þetta skýrir hann liklega best sjálfur með þessari stöku.: Aðal verk min eru gleymd anda og sjónum manna. Pabba og mömmu minning geymd meðal hjáverkanna. Svo rika áherslu lagði hann á það hlut- verk safnsins að halda uppi minningu for- eldra sinna, að engin mynd af honum mátti vera þar, og heldur ekki naínið hans. nema það nafn sem hann gekk undir i Chicago, Dóry. Það þarf ekki lengi að skoða þetta safn Dóry af tréskurðar- og marmaramyndum til að sjá, að hugur hans hefur hneigst að dulrænum fyrirbærum. Það sýna meðal annars þau merki sem hann lét koma fyrir á gólfi salarins og tákna liísbraut Brands- húsahjónanna, íoreldra hans. Merki þessi eru úr ýmsum áttum, sjálf svarta brautin milli þeirra er kinversk hugsunog heitir ,,FARÐU 1 HRINGF’og er tákn hamingju og varanleika aö sögn hans sjálfs. Merkin eru svo ýmist úr kinverskri heimspeki, egypskri eða norrænni, og tákna ýmsa þá eiginleika sem þau hjón voru búin. öllu jarðneskari eru litil likneski af þeim Alþingismönnum sem sátu á þingi lýð- veldisárið 1944 og sitja þar allir með tölu undir gleri og bera talsverðan svip af fyrir- myndunum að sögn kunnugra. Óf úr eiginhári Byggðasafnið er elst þessara safna, og þangað hafa lika sennilega flestir komið, en það eru orðin 18 ár siðan þaö var opnað. Eins og vera ber er þar margt gamalla muna sem tengjast sögu Árnessýslu, sá elsti meira en átta alda gamall. Það er ljár, sem fannst undir þeirri ösku sem kom úr Heklu árið 1104 og lagði Þjórsárdal i eyði. Talsvert yngri er ílik, sem var ofin snemma á þessari öld en er merkileg fyrir þá sök, að Ólöf nokkur Sveinsdóttir eigin- kona Árna Þórarinssonar sýslumanns óf hana úr sinu eigin hári. Þau bjuggu um tima i Herdisarvik og hárprúð hefur hún mátt vera konan sú! Þá er eítir að geta þess safns, sem yngst er, og tengist raunar ekki beint Arnesing- um. Það er dýrasaln það sem Kristján Jósefsson kom upp og var um hrið i Breið- firðingabúð i Reykjavik. Nú hafa þeir Árnesingar fest kaup á þessum uppstopp- uðu dýrum og komið þeim l'yrir i listavel- gerðri eftirlikingu af hinu rétta umhverfi þeirra. Og i hállrökkrinu þarna i salnum, þar sem bara Ijóskösturum er beint að blessuðum skepnunum liggur viö að manni bregði i brún, svo lilandi viröast þær vera. En menn geta verið alveg fullvissir um, að þær eru alveg sleindauðar, og hafa sjálf- sagt sumar hverjar týnt lifinu i Slátur- félagi Suðurlands, rétt handan við Olfusár- brúna. En hringíerð okkar um menningarstofn- un Árnesinga er lokið, i bili að minnsta kosti, og við þökkum Pétri Sigurðssyni leið- sögnina. En við mælum eindregið með þvi við þig, lesandi góður, aö næst þegar þú átt leið um Selfoss beygir þú út af aðalgötunni til hægri, við Búnaðarbankann,og litir inn til hans. Það er fyllilega þess virði. Bókmenntir 17 komu út rúmlega 20 frumsamd- ar bækur. Meginþorri islensku bókanna hefur verið fyrir mið- aldurshópinn og er þar um að ræða svipaðan fjölda nú og áð- ur. Aukningin er aðallega I bók- um fyrir yngsta aldurshópinn og er þá oft um að ræða bækur sem eru rikulega myndskreyttar. Má I þessu sambandi nefna frá siðasta ári bók Sigrúnar Eld- járn Eins og i sögu og bók Guð- rúnar Helgadóttur Astarsaga úr fjöllunum, sem er ein allra fal- legasta bókin frá i fyrra, Ef eitt- hvað er hægt að álykta út frá þessu er það fyrst og fremst það að islenskir höfundar hafa ekki gefist upp fyrir fjölþjóðaprent- inu, heldur hefur samkeppnin þarna haft jákvæð áhrif. Fyrir nokkrum árum var það viðburð- ur ef út kom frumsamin bók fyr- ir yngsta aldursflokkinn. Það er þvi alls ekki eins svart útlit um islenskar barnabækur og oft áður og ef eitthvað er þá má sjá jákvæð teikn á lofti. En það er ekki nóg að nefna tölur og álykta einvörðungu út frá þeim. Það verður einnig að taka gæðin með i reikninginn. Eg ætla ekki að fara að filó- sófera um hvað séu góðar bækur og hvað vondar. Um það má skrifa langt mál og verður eig- inlega að gera ef þvi efni á að gera skikkanleg skil. Það er al- veg ljóst að þar koma mörg atr- iði til álita og margar forsendur sem ganga má útfrá. Það eina sem er verulega hættulegt er að smiða sér éitthvert allsherjar- kerfi sem allar bækur skulu sið- an mældar á. Mælikvaröinn verðurað vera opinn þó ákveðin grundvallaratriði verði að vera til staðar. En hvað um það. Að minu áliti eru hlutfallslega fleiri góðar bækur i hópi frum- sömdu islensku bókanna en oft, áður. Það eru ekki nema tvær til þrjár verulega lélegar bækur i þessum hópi. Meginþorrinn eru bækur sem eru ágætlega góðar þó ýmislegt megi út á þær setja. Það er engin ein bók sem sker sig verulega úr hvað gæði snert- ir, en nokkrar bækur mynda toppinn á útgáfunni i fyrra. Bók Guðrúnar Helgadóttur sker sig úr hvað myndskreytingu og vandaða prentvinnu snertir. Siðan má nefna bækur Páls H. Jónssonar, Lambadrengur, Ar- manns Kr. Einarssonar, Himnariki fauk ekki um koll, Andrésar Indriðasonar, Polli er ekkert blávatn,og þar mega einnig vera með bækur Vésteins Lúðvikssonar, Sólarbliðan^ og Magneu frá Kleifum, Kátt er i Krummavik. Það má vel skilja vanda dóm- nefndarsem úthluta á verðlaun- um og það má vel una við niður- stöðu hennar, það er jú ekki hægt að láta sama fólkið fá allt- af verðlaunin. Það viröist að breytingar séu GOÐAR ^UPPSKRIFTIRp Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur ^MEÐ MÓNU TERTCI HJÚP 1. 1 líter mjólk 100 gr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað saman, gott að láta aðeins sjóða, einnig má drýgja mjólkina með vatni, salt eftir smekk. 2. 1 líter mjólk 150 gr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað á sama hátt og no. I, en þeyttur rjómi borinn með, eða látinn í hvérn bolla. Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og hrærið stöðugt í á rrieðan. (Ekki er nauðsyn- legt að nota vatnsbað). SÚKKULÍKI GR 500 í. 100 gr. smjör 100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt. 4 eggjarauður hrærðar út í, ein í einu og 60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta. 2. I00.gr tertu-hjúpur 2 eggjarauður 2 matsk. rjómi 2 matsk. flórsykur Eggjarauður og flórsykur þeytt saman, bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í. Súkkulaðibráð. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært stöðugt í, síðan er 1 matskeið af smjöri (mjúku) hrært saman við (má vera meira), látið volgt á kökuna. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita, síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel saman við. Síðan er þetta látið í sprautu eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt- inga, látið ekki bíða. 7nóna SÆLGÆTISGERÐ STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIRÐI SÍMI 50300 - 50302 að verða á útgáfu barnabóka. Breytingar sem eru til batnaðar frá þeirri þróun sem rikt hefur undanfarin ár. Það er ekki þar með sagt að ástandið sé orðið gott. Það þurfa fleiri forlög að leggja metnað sinn i að gefa út vandaðar bækur fyrir þennan aldurshóp. Þeir sem ráða yfir fjármagni þurfa að beina meira af þvi til þessarar útgáfu. Það þarf að virkja skólana betur t.d. með þvi að búa þannig að skóla- bókasöfnum að þau geti keypt rjómann af islenskum bókum á söfnin, en nú er langt frá þvi að svo sé. Það eru á þriðja hundrað skólar i landinu og ef hver þeirra keypti nokkur eintök af bestu bókunum myndi það treysta verulega rekstrar- grundvöll þessarar útgáfu. Það verður einnig að stórefla starfslaun rithöfunda þannig að fleiri eigi þess kost að sinna ein- vörðungu ritstörfum og þarmeð höfundar sem skrifa barnabæk- ur. G.Ast. interRent carrental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 14 * SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvalið. besta þjónustan. Við útvegum yður atslátt á bílaleígubílum erlendis. Galdrakarlar leika fyrir dansi Diskótek

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.