Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 21
21
hplcjsrpn^rtl írinn Föstudagur 2. apríl 1982
-Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir
-og Maria Gísladóttir
FRÆÐSLUHORNIÐ:
Ertu með
bólu???
Kannist þið við tilfinninguna,
þegar húðin steypist út i bólum?
Já, það er nöturleg tilfinning. En
hvað er til ráða? Við Stuðkonur
vorum ráðalausar um stund, en
skelltum okkur siðan til Agústinu
Jónsdóttur snyrtisérfræðings og
báðum hana að fræða okkur um
bóluhúð. Og gefum Agústinu
orðið:
Við snyrtisérfræðingar eigum
það sameiginlegt með húðsjúk-
dómalæknum að við vinnum að
þvi að hjálpa fólki til að liöa betur
og lita betur út. En það getur
veriðerfitt. M.a. að lækna þá sem
þjást af bólum (acne vulgaris).
Bólur erumismunandi, og hjálpin
er mismunandi, þvi taka verður
tillit til einstaklingsins og með-
höndla hvern og einn á viðeigandi
hátt. En ef vilji er fyrir hendi hjá
þeim, er þjást af bólum, að losna
við þær þá eru ýmsar leiðir til
úrbóta. Það er ekki til „töfra-
meðal” sem læknar bóluhúð, en
ýmis lyf og smyrsl asamt snyrti-
vörum er hægt að nota sem
hjálparmeðal.
Ertu þunglyndur?
Þeir sem þjást af bólgum,
kýlum eða bóluhúð (acne vulgar-
is) á háu stigi, ekki aðeins i
andliti, heldur á bringu og á baki,
eiga oft mjög erfitt andlega ekki
siður en likamlega. Þetta er
ástand, sem dregur fólk niður og
gerir það þunglynt. Og þá á ég
ekki bara við unglinga, þótt bólu-
ástand sé algengast á gelgju-
skeiðinu (oft er talað um gelgju-
skeiðisbólur), þvi bólur þekkjast
bæði hjá ungabörnum og full-
rPÓSTUR OG SÍMH
orðnu fólki og er orsök þess
óþekkt. Og svo er til i dæminu að
bólur séu arfgengar. Á gelgju-
skeiðinu starfa fitukirtlar hraðar
og þá myndast bólur og önnur
óhreinindi,sem þarf að fjarlægja.
Oft fylgir bóla
saklausum
súkkulaðibita
Miklu máli skiptir þvi umhirða
húðarinnar. Notið þvi helst aðeins
hreinar hendur ykkar við þvott,
ásamt þeim efnum er ykkur hefur
verið ráðlagt, hvort sem það telst
til snyrtivara eða lyfja. Smyrsl
eru oft ráðlögð til áburðar þá
annað hvort að kvöldi eða
morgni. Þá gildir að fara eftir
ákveðnum fyrirmælum. Og þaö
skiptir máli hvernig þið
meðhöndlið húðina bæði utan og
innan frá. Hugsið um hvað hollast
er að borða (ekki fiturikan mat,
þvi likami ykkar þarf að vinna úr
fæðunni.) Hugsið ykkur tvisvar
um áður en þið fáið ykkur súkku-
laði og kakó. Einnig er ráðlagt að
drekka ekki of mikla mjólk.
Mjólkurfitan hefur slæm áhrif.
Það eru þvi miður ekki til
visindaleg svör við af hverju en i
raun sést á þeim er fara i
sælgætis og/eða mjólkurbindindi
góður bati.
Og ekkert kreist...
En hægt er að hugga sig við að
bóluástand stendur örugglega
takmarkaðan tima. Og þar sem
vorið er nú senn komið get ég
huggaö ykkur með að benda á að
að vorlagi verða flestir skárri. Já,
staðreyndin er að flestir verða
betrii'sólogmargir skána við það
að ástunda sólarlampa (Ultra
violet geisla). Og munið að bólur
á ekki að kreista i heimahúsi.
Farið á snyrtistofur og aflið
ykkur upplýsinga eða til læknis.
Penicillin er oft geíið viö bólu-
húð. En er slæmt áð þvi leyti að
það getur valdið slappleika og
ofnæmi. En um að gera að taka
penicillin aðeins samkvæmt
læknisráði, sé það ráðlagt.
Tetracyklin er oft gefiö og getur
kúrinn verið allt frá 6 vikur upp i 6
mánuði. Það er aldrei of oft sagt;
talið við lækni og ráðfærið ykkur
við hann.
Verið ófeimin við
fagfólkið
Og snyrtisérl'ræðingur getur
með góðum árangri hjálpað
mörgum er til hans leitar. A
snyrtistofum er notast við tæki
eins og gufu, bursta, sogtæki,
hátiðnitæki, galvanic tæki og
háfjallasól. (ultra violet). Sótt-
hreinsun skiptir að sjálfsögðu
miklu máli, ekki bara á snyrti-
stofum heldur einnig i heimahúsi.
Ákveðið elni til sótthreinsunar er
hægt að kaupa i apóteki og heitir
própanól. Það á ekki aö þvo
andlitið úr þvi, heldur aðeins að
sótthreinsa.
Leitið sem fyrst ráðleggingar
hjá fagfólki ef þið eigið i baráttu
við bóluhúð. Þvi fyrr þvi betri
árangur.
P.S. ogmunið! Oregla er versti
óvinur húðarinnar.
Bubbi er töff!
Herra 666!
Siðast liðinn föstudag, eða 26.
marsjbirtist grein þar sem þú
segir að Bubbi hafi sagt bein-
linis að hann væri töff. Vilt þú
benda okkur á þetta viðtal? Við
höfum nefnilega ekki rekist á
það þó við höfum fylgst mjög vel
með EGÓ og BUBBA en þó svo
væri að hann heföi sagt þetta,
hvers vegna má hann ekki segja
meiningu sina (án þess að það
sé gert mál úr þvi)? Hafa ekki
allir eitthvað sjálfsálit? (nema
kannski þú ha!). Og varðandi
það að Bubbi sé orðinn andlaus
og að hann hafi svikið stefnuna,
heldur þú að Bubbi væri að
flytja þessa texta ef engin mein-
ing væri i þeim? Og hver heldur
þú að semji um sama efnið
endalaust? (Nema kannski
Bjöggi Halldórs, sem virðist
endalaust geta haldið sig við
ástina.) Og i sambandi við það
að Bubbi hafi barist á móti
diskói, þá getum við svarað þvi
að hann gerir það ennþá.T.d. á
stjörnumessu i Breiðvangi þá
gagnrýndi hann staöinn, diskóið
o.fl. Og Bubbi er ekki frekar
kyntákn nú en fyrir nokkrum
mánuðum. Og við viljum þakka
Utanáskriftin er:
Stuöarinn
c/o Helgarpósturinn
Síðumúla 11
105 Reykjavík
Simi: 81866
Bubba fyrir textann sem hann
flutti á Breiðvangi ásamt
Magga trommara (sem birtist i
Þjóöviljanum).
Halla og Birna
„999” skrifar
Ég hef aldrei séð önnur eins
furöulegheit og pistilinn um
Bubba Reynolds í siðasta Helg-
arpósti. Þarsegir „666” að utan
á Samúel hafi Bubbi horft
sveittum kynæsandi augum til
veikara kynsins.
Ef þaö er meinið að Bubbi sé
með kynæsandi augu þá get ég
ekki meint að það sé honum að
kenna. Og hvað er svo sem
slæmt við kynæsandi augu? Og
hvernig sér „666” að augun i
Bubba eru kynæsandi? Er það
kannski þessvegna sem hann
kallar sig „666”?
Hvernig dettur ,,666” i hug að
Bubbi sé að horfa til veikara
kynsins frekar en til annarra?
Veit hann ekki að það eru bara
karlmenn sem lesa Samúel?
Svo skil ég ekki hvernig augu
geta svitnað.
„666” spyr hvort Bubbi sé
orðinnandlaus af þvi að hann
yrkir um hræðslu karla við
samfarir. Ég vil spyrja „666” i
staðinn hvaða samhengi sé á
milli andleysis og hræðslu við
samfarir. Svo vil ég bara ráð-
leggja „666” að fara á tónleika
með þeirri stórkostlegu grúppu
Egó. Þá fær „666” sko að heyra
kjarnyrta og andrika texta hjá
aðaltöffara poppsins, Bubba
Reynolds.
Að lokum skora ég á Stuöarann
að birta ljóöið sem Bubbi las i
Broadway. Það var frábært eft-
ir því sem mér hefur verið
sagt. Svo langar mig að spyrja
ykkur á Stuðaranum hvað ykk-
ur finnst um að Þorgeir Ast-
valdsson spilar plöturnar sinar,
Himinn og Jörð og Valli og Vik-
ingarnir, i hverjum þætti hjá sér
„999”
Við þökkum bréfin og vonum
að „666” sjái sér fært að
svara þeim. Og við tökum
áskorun um að birta ljóðið hans
Bubba, sem er svona:
Vaknið upp, raunveruleikinn
erá næstu grösum: Fyrir 395 kr.
opnast ykkur dyr Paradisar. Ef
þú gengur i réttum fötum, notar
réttan rakspira, stundar réttan
skemmtistað, hlustar á rétta
tónlist, passar þig að segja
aldrei neitt að fyrra bragði til aö
verða ekki ósammála öörum...
og best væri að kona þin væri
þokkafullt módel ... þá fyrir 395
kr. opnast þér dyr Paradisar.
Og sjá — þú færð að berja
stjörnurnar augum.
Hvað er það sem fær ykkur til
að koma hér i kvöld? Glópagull
— stjörnur sem brenna upp —
apamenn firrtir — þeir koma
útúrtóminu — augu sem sjá
svart og hvitt úr þoku — bleik-
rauðar tálvonir sem leysast upp
fyrir vbdum —eða komið til að
nærast á sálum náungans? Ég
stend hér i kvöld og tek við við-
urkenningu sem segir mér og
ykkur ekkert.
Krakkar sem þefa lim og
þekkja ekki ykkar veröld kusu
mig — Hvar eru þau i kvöld? Ég
stend iMekka diskóiönaðarins á
íslandi og reyni að sporna
viö..
(BM)
Auðvitað finnst okkur ekki
rétt af Þorgeiri Ástvaldssyni ef
hann spilar sínar plötur meira
en annarra, þótt ekkert sé at-
hugavert við það aö hann skelli
þeim á fóninn öðru hverju.
BINDINDI
BORGAR SIG!
WtölB/)
Við leyfum okkur að fullyrða
að bindindisfólk sem ekur með
gætni og ábyrgðartilfinningu fær
hvergi hagstæðari tryggingakjör
fyrir bíla sína en hjá ÁBYRGÐ HF.
umboðsfélagi Ansvar International.
*r*.
HVAÐ GETUM VIÐ
BOÐIÐ GÓÐ KJÖR?
Ettir samtelld 10tjónlaus ár i ábyrgðartryggingu hjá
ÁBYRGÐ veitum við 65% HEIÐURSBÓNUS.
I neöangreindri töllu eru dæmi um iðgjóld i bónusflokki 9 —
heiðursbónus — fyrir ábyrgðartryggingu ökutækja.
ult
II
ÁRSIÐGJALO pr. 1.3.1982 ÁHÆTTU- SVÆOI t Ahættu- SVÆOI 2 Ahættu- SVÆOI 3
Charade, Citroen GS. Colt. Fiat 127. Fiesta. Goll. Civic. Mazda 323, Renault 4/5, Skoda, Suzuki. Tercel 1160 870 730
BMW 316, Charmant, Cortina, Cressida. Galant. Lada. Mazda 626. SAAB 96/99. Subaru. Taunus. 1380 995 865
Aries. BMV 518/520, Buick, Chevrolet. Ford USA. Mercedes, SAAB 900, Volvo 1600 1210 1035
Söluskattur er ekkl Innitallnn i otangrelndum iðgjöldum.
Tryggingafélag bindindismanna
Lágmúla 5 - 105 Reykjavik - Simi 83533