Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 24
JielgarpósturinrL- Mikiö er nú skeggrætt innan Alþingis um nýjasta skipaævin- týriö „Einar Benediktsson”, tog- arann meö „framsóknarlaginu” eins og málsvekjandi þessa ævin- týris innan þingsins, Pétur Sigurðsson,kallaði þaö. Reyndar mun framsóknarlagiö á öllu þessu máli ganga fram af mörg- um þingmönnum. Hávær orð- rómur er t.d. á kreiki i þingsölum um aö þótt á yfirboröinu sé Bene- dikt Sveinsson lögmaöur sagöur umboösmaöur I þessum skipa- kaupum, þá sé þaö í raun annar lögfræöingur sem hafi haft milli- göngu um hingað komu skipsins. Benedikt sé aðeins „frontur” fyrir Eiríknokkurn Tómasson og sá er sonur Tómasar Arnasonar viöskiptaráöherra, sem gert hefur litiö úr „hneykslinu” innan sala Alþingis. Einhverjir þing- menn munu hafa sýnt áhuga á þvi að SDvrja viðskiptaráðherra og Steingjím Hermannsson sjávarútvegsráöherra, nánar út úr i þessu máli en eiga erfitt um vik, þvi að báöir ráðherrarnir eru sagðir erlendisum þessar mundir -Steingr muráskiðum en Tómas i golfi.... Allt bendir nú til þess að Alþýðuleikhúsiðlendi i' húsnæðis- hraki á næsta leikári. 1 ráði er aö Hafnarbió, þar sem leikhúsiö hef ur haft abstöbu veröi rifið meö haustinu og að 'J þess staö risi á lóðinni stórt verslunar eöa skrif- stofuhúsnæði. Eins og komiö hefur fram hér i blaðinu mun Alþýöuleikhúsið ásamt fleirum hafa verið að gæla við Skúla- skála, skemmu Eimskips við Skúlagötu, sem framtiðarhús- næði sitt en óljóst er hvort af þvi getur orðið.... Innanbúðarmenn i Fram- sóknarflokknum munu margir hverjir hafa borgarstjórnarlista flokksins i flimtingum og kalla hann aldrei annað en Klepps- listann. Er þar verið að visa til átakanna milli Geröar Steinþórs- dóttur og Jósteins Kristjáns- sonar, sem bæði tengjast Kleppi þótt meö ólikum hætti sé — Jó- steinn starfaði þar i eina tið sem gæslumaður en Gerður vegna afa sins Hriflu-Jónasar og Klepps- mála hans hér foröum daga... Fréttir hafa verið um óá- nægju framsóknarmanna með Tímann. Við heyrum að þessi óánægja starfi ekki sist af þvi, að flokksmenn hafi brugöist ókvæða við þegar miðstjórnarfundur flokksins á dögunum fékk upplýs- ingar um að tapið á Timanum á siðasta ári hafi numið 1,4 milljónum króna — á sama tima og fréttadeild blaðsins hefði fengið algjörlega lausan tauminn og hegöaði sér eins og flokkurinn væri ekki til. Mun miðstjórnar- mönnum hafa þótt sem rit- stjórnarfrelsið hefði ekki skilað neinum árangri, þvi aö ekki væri annað að sjá en áskriftum héldi áfram að fækka og tapið að aukast. Það vakti athygli að sá sem hvað harðast gagnrýndi stefnu Timans á fundinum var Eirikur Tómasson, sem sagði þá sögu m.a. af samskiptum sinum og blaðsins að þegar deila hans og Sjafnar Sigurbjörnsdóttur stóð sem hæst út af stjörnkerfisnefnd- Kosningaskrifsto fa Alþýöuflokksíns Bankastræti 11, 2. hæð SÍMAR: 27846 • 27860 __ r HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞÐ ALLT BYGGINGAREFNIÐ TIMBUR TRÉLISTAR PANELL ÞILPLÖTUR EIN- ANGRUNAR STEYPU- STYRKTAR- JÁRN KRAFT- SPERRUR ÞAKJÁRN EINNIG FAANLEGAR YMSAR SMAVORUR HÚSASMIÐJAN SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK SÍMAR: 84599 3 X c inni, hafi öll önnur dagblöð lands- ins leitaö til hans eftir sjónar- miðum hans en hann hafi orði að hafa sjálfur frumkvæði að þvi að koma þeim á framfæri við frétta- deild Timans — og hafi verið neit- að... Samkomulag mun nú vera i burðarliðnum milli Rikisút- varpsins og 14 sérsambanda innan 1S1, allra nema Knatt- spyrnusambandsins, Handknatt- leikssambandsins og Körfuknatt- leikssambandsins, en þau sam- bönd hafa öll eigin samninga við stofnunina. Staðið hefur lengi i stappi milli þessara 14 sérsam- banda og Rikisútvarpsins, og til að mynda hafa engir samningar verið i gildi milli aðilanna 1980 og 81. Nú munu samningar á hinn bóginn hafa tekist um að rikisút- varpið greiði þessum 14 sérsam- böndum 180 þúsund krónur á þessu ári fyrir lýsinga- og sýningarétt og er það verulega hærri upphæð en rikisútvarpið bauð i upphafi, en það mun hafa verið 65 þúsund krónur fyrir sam- svarandi rétt á sfðasta ári. Engu að síður munu forráðamenn sér- sambandanna vera langt frá þvi að vera ánægðir með samnings- fjárhæðina að sinni, og iþrótta- fréttaritarar rikisútvarpsins, þeir Bjarni Felixson og Hermann Gunnarsson ekki vera i alltof miklum metum hjá iþróttaleið- togunum, en þeir hafa aðallega staðið i þessum samningum af hálfu Rikisútvarpsins ásamt Herði Vilhjálmssyni fjármála- stjóra þess.... Nýtt - Reiöhjólaverkstæði Reiðhjólaverkstæði Varhlutaþjónusta Gerum við öll hjól Sérhæfing og þekking i fjölgirahjólum Fullkomin tæki Opið alla daga frá 8 — 18 Laugardaga 9 — 1. Reiðhjóla- verkstæðið Hjólatækni sf Vitastíg 5. Sími 16900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.