Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 8
°—heigai________________
pósturinrL-
Blað um þjóömál,
listir og menningarmál.
utgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvaemdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson,
Björn Vignir Sigurpálsson.
Blaðamenn: Guðjón Arn
grimsson, Guðlaugur Berg-
mundsson, Gunnar Gunnars-
son og Þorgrimur Gestsson.
Utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart
Auglýsingar: Inga Birna
Gunnarsdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt-
ir.
Dreif ingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Siðumúla 11, Reykjavik.
Simi 81866. Afgreiðsla að
Hverfisgötu 8 - 10. Simar:
81866, 81741, og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Askriftarverð
á mánuði kr. 40.
Lausasöluverð kr. 12.
Hrepparígur og
atkvæðaveiðar
Velflest stóriðjufyrirtæki
landsinssem var ætiað að „skjóta
styrkari stoðum undir fslenskt
efnahagslíf” eru rekin með stór-
felldu tapi. Veruiegan hluta af þvi
tapi þarf rikissjóður að greiða.
ísicnskir skattgreiöendur.
Járnblendifélagið og Kisiliðjan
þurfa milljónir króna til að
standa undir taprekstri og greiða
af lánum og allir vita um tap Al-
verksmiðjunnar i Straumsvík og
Þörungaverksmiðjunnar á Reyk-
hólum undanfarin ár. En áfram
skal haldið að rcisa vafasöm stór-
iðjuvcr, svo afkomendur okkar
fái lika að borga.
Kisilmálmverksmiöjan við
Reyðarfjörð, saltverksmiðja á
Reykjanesi, sykurverksmiðja I
Hveragerði, trják voðuverk-
smiðja á Hdsavik. Alit eru þetta
„iðnaðarkostir”, eins og það heit-
ir á máli iðnaðarráðuneytisins,
sem ætlað er að „skjóta styrkari
stoðum undir islenskt atvinnulíf”.
En margir eru enn i vafa um, að
þessar tiiraunir takist betur en
hinar fyrri.
öll eiga þessi stóriðjuver það
sameiginlegt aö byggjast á
innfluttu hráefni, að saltverk-
smiðjunni undanskilinni. Af
henni er hinsvegar þaö að segja,
að margir efast um hagkvæmni
þess að keppa við spænska sól i
saltframleiöslu, eins og m.a. hef-
ur verið bent á hér i Hclgarpóst-
inum áður. Samt er rikisvaldið
reiðubdið að gerast stór hluthafi I
fyrirtækinu.
Vegna hrepparígs og atkvæða-
veiða stjórnmálamannanna hefur
hugmynd um steinullarfram-
leiðslu I Þorlákshöfn siðan verið
tafin í tvö ár, og til að reyna að
hafa Sunnlendinga rólega er þeim
lofað sykurverksmiðju i Hvera-
gerði. Verksmiöju sem ætlað er
að framleiða úr innfluttu hráefni
sem á að keppa við vöru sem of-
framleiðsla er á i heiminum og
veröiö þar af leiöandi lágt.
Litill skilningur er hinsvegar
syndur niðurstöðum sem sýna, að
með litlum tilkostnaði má fram-
leiða dr innlendu hráefni allan
þann fóðurbæti sem þörf er á f
landinu. Innflutningur á fóður-
bæti nam á siðasta ári hvorki
meira né minna en einum mill-
jarðikróna. Þar má því spara
talsverðar fjárhæðir.
Hér virðist vera að gerast það
sama og er að sliga sjávarút-
veginn. Rangar fjárfestingar I
fiskiskipum og í fiskiðnaðinum
hafa valdið þvi að sjávarútvegur-
inn er rekinn með botnlausu tapi.
Það tclst til stórtiðinda ef fréttist
af skuldlausum dtgerðarmanni.
Rangar fjárfestingar og tafir á
framkvæmdum i iðnaði vegna
ágreinings um hvar verk-
smiðjurnar eiga að vera virðast
ætla að leika iðnaðinn á sama hátt
og sjávarútveginn.
Afskipti ríkisvaldsjns af at-
vinnulifi þjóða eru siður en svo
fordæmanleg. Þau virðast ganga
sumsstaðar. Hér á íslandi virðist
gegna öðru máli.
Pólitík kennd
v/ð hreppa
A sunnudegi hverjum
birtist i blaði allra lands-
manna, þið vitið, blaðinu
sem við morguninn er
kennt, bréfkorn nokkurt
sem kennt er við höfuðstað
lýðveldisins okkar litla.
Ekki eru bréfkorn þessi
undirrituð, ekki einu sinni
Matti eða Stimmi. Það eina
sem við vitum um höfunda
þeirra er að ekki geta þeir
talist fjandsamlegir i garð
þess flokks sem telur sig
öðrum flokkum fremur
um Norðurlands, og ætti
þvi samkvæmt rökleiðslu
bréfritara að rikja hin
mesta óáran og tilheyrandi
flótti frá þessu svæði.
Reyndar er nú ástandið hér
norðanlands ekki svona
slæmt, en hinu er ekki að
leyna að þörf er á miklu
átaki i atvinnu- og
menningarmálum okkar
Norðlendinga ef við ætlum
að halda okkar hlut i kök-
unni sem okkur finnst öll-
um svo gómsæt. En hér er
flokk allra stétta, og þá vit-
um viö auðvitaö að ritsmiö-
ar þessar eru framleiddar i
plássi þvi sem þær eru við
kenndar, eða að minnsta
kosti af einhverjum sem
þykir alveg óskaplega vænt
um stað þennan. Þetta
kemur alveg berlega i ljós i
bréfi þvi sem dagsett er
sunnudaginn fimmta i
föstu, en þar er hástöfum
kvartað yfir þvi hversu
mikið láglaunasvæði borg-
rikið Reykjavik sé oröið.
Reyndar kemur þaö i ljós i
téðu bréfi að meöaltekjur
samkvæmt skattframtöl-
um eru lægri i báöum hlut-
ég kominn út á hálan ís,far-
inn aö gæla viö þá hina
sömu tik og fyrrnefndur
bréfritari, tik sem kennd er
bæði við borgir og hreppa,
sjálfa Hreppapólitikina.
Já, hreppapólitikin hún
birtist i ýmsum myndum
þessa dagana. Menn deila
ákaft um hvar drita skuli
niður þessari eða hinni
virkjuninni, þessari eða
hinni verksmiðjunni, og
það hriktir i innviðum allra
flokka. En svo þverstæðu-
kennt sem það nú sýnist þá
hefur öll þessi hreppapóli-
tik gengið af einu afbrigði
sinu þ.e. nágrannakritnum
dauðum. Sá Norölendingur
sem vogaði sér að gagn-
rýna staðsetningu steinull-
arverksmiðjunnar um-
deildu á Sauðárkróki yrði
sennilega stimplaður land-
ráðamaöur eða eitthvað
þaöan af verra, og eru Ak-
ureyringar hér alls ekki
undanskildir þótt sumir
segi að þeir vilji allt fá og
yfir öllu drottna.
Annars eru sum rök
Sunnlendinga fyrir stað-
setningu verksmiðjunnar i
höfn hins heilaga Þorláks
alveg makalaus. Til dæmis
ganga þeir að þvi sem visu
aö 70% alls markaöar fyrir
steinull verði um aldur og
ævi á Reykjavikursvæðinu,
en gaman væri að vita
hvaðan þeir hefðu þetta
náttúrulögmál sitt. Þeir
mættu gjarna hugleiða
hin fleygu orð John Lenn-
ons „Lifið er það sem fyrir
þig ber meðan þú ert á kafi
i áætlunum”. Hver veit
nema hinn mikli framtiö-
armarkaður fyrir steinull
sé einmitt á Noröur- og
Austurlandi.
Að höndum fer páska-
helgin. Páskarnir eru eins
og allir vita önnur mesta
hátið kristinna manna,
þegar við minnumst sigurs
lifsins yfir dauöanum.
Sjálfsagt munu margir
ferðamenn heimsækja
bæinn okkar um þessa
löngu og aö margra dómi
frekar leiðinlegu helgi, það
er að segja ef almættið og
Flugleiðir lofa. Annars hef-
ur ferðamannavertiðin hér
i bæ veriö meö daufasta
möti i vetur þrátt fyrir þá
staðreynd að skiðafærið
eftirsótta hafi verið með
besta móti eöa var þaö ef til
vill eitthvað allt annað en
skiöabrekkurnar sem lað-
aði ferðaianginn hingað á
vetrum? Svarið fæst von-
andi þegar Dreif-
býlis-Broadway (en svo
kallaði einn ágætur kunn-
ingi minn úr stétt hljóð-
færaleikara nýja Sjallann á
dögunum) opnar væntan-
lega i júni.
aö er vor i loftiTað
minnsta kosti samkvæmt
almanakinu,hvað svo sem
veðurguðunum liöur og það
fer aö styttast i kosningar
sem vel má vera að ekki
veröi hinar siðustu á árinu.
Að undanförnu hafa stóru
og smáu Snjókornin i
blaðamannastétt bæjarins
dundað sér við það aö pára
niður reyfarakennda fram-
haldssögu sem kalla mætti
„Atökin um Alþýðuflokk-
inn” og þótt hefur nokkuð
spennandi þótt heldur sé nú
skáldskapurinn klénn þvi
miður. Vonandi tekst þeim
betur upp þegar kemur að
þvi að rita sögur á borð við
„framsæknu kommastelp-
una” eða „Óþægi öldung-
urinn”. Allir biða spenntir
birtingar þessara verka.
Látið oss i öllum bænum fá
meira að heyra. Fáir eru
smiðir i fyrsta sinn.
Fyrir allmörgum árum
hafði háðfuglinn og
brandarakallinn Svavar
Gests umsjón með
spurningaþáttum i hljóð-
varpi og voru áheyrendur I
upptökusal. Eitt sinn
spurði hann: Hvort er
réttara að segja mér
hlakkar til eða mig hlakkar
til? Sá sem spurður var
svaraöi að bragði: Mig
hlakkar til. Svavar upplýsti
þá að hvorugt væri rétt.
Það ætti aö segja ég hlakka
til. Og áheyrendur hlógu;
lagleg gildra atarna.
Um þetta leyti var ég
islenskukennari I unglinga-
deild ónefnds skóla. Ég
kenndi 13-16 ára ungling-
um. Með könnun staðfesti
ég þann grun minn að
meirihluta nemenda minna
væri eðlilegt að segja
annaðhvort mér hlakkar
til eða mig hlakkar til.
Aðeins örfáum þeirra var
eðlilegt aösegja ég hlakka
til. Sumum nemendanna
fannst jafnvel fáránlegt að
segja ég hlakka til;
„asnalegt”.
Ég kenndi islensku i
mörg ár eftir þetta og hef
ekki ástæðu til að ætla aö
þeim unglingum hafi
fjölgað sem er eðlilegt að
segja ég hlakka til. Af
samtölum við islensku-
kennara á grunnskólastigi
er mér óhætt að draga þá
ályktun aö þeir hafi
svipaða sögu aö segja.
Margir fyllast vandlæt-
ingu á þeim sem segir mig
eða mér hlakkar til i eyru
þeirra. Þeir freistast til að
álykta að viðkomandi sé á
lægra menningarstigi en
þeir sjálfir: skorti jafnvel
eitthvað á greind hans. Þó
tekur steininn úr þegar
kemur að „þágufallssýk-
inni” svonefndu, þ.e. að
segja mér langar, þeim
vantar o.s.frv. i stað mig
langar, þá vantar o.s.frv.
Hugtakið sjálft „þágufalls-
sýki” fehir i sér hneykslun.
Ekki veit ég hvenær þetta
hugtak kom fyrst fram. En
svo magnað er það, svo
mikil er vandlætingin, sem
i þvi' felst, að mörgum
finnst ekki til lágkúrlegri
málnotkun em „þágufalls-
sýki”. Þetta á ekki aðeins
við um málvöndunarmenn
eða þásem hafa atvinnu af
þvi að kenna þjóðinni aö
tala rétt mál. Flestir þeir
sem ekki eru „þágufalls-
sjúkir” hneykslast á þeim
,,sjúku”,ef ekki upphátt þá
i hljóði. Þeir eru allt að þvi
brennimerktir sem þriðja
flokks fólk hvað varðar
menntun og gáfnafar. Það
er semsé ekki tU neitt „ó-
fínna” i málnotkun en
„þágufallssýki”. Margur,
sem veit i' hverju „sýkin”
er fólgin en er ekki alltof
sterkur á svellinu, svitnar
og roðnar af skömm þegar
hann verður þess áskynja
að honum hefur orðið á að
segja i heyranda hljóði
þeim langar i stað þau
langar eða annaö viðlika.
ér er hulin ráðgáta
hvernig á þvi stendur að
þessi ranga málnotkun
skuli nefnd „sýki” en ýmis-
konar önnur málnotkun,
sem talin er röng, litin
mildari augum. Er það
vegna þess að „þágufalls-
sýki” sé hættulegri tung-
unni en annað? Er hún
hættulegri en hugtaka-
brengl, orðtakabrengl,
rangur orðskilningur,
ruglingsleg framsetning i
ræðu og riti? Striðir mér
vantar i staö mig vantar
meira gegn varðveislu
tungunnar en að segja ég
sá eitthvað barn I stað ég sá
eitthvert barn? Ég hygg að
málnotkun af þessu tagi sé
jafn algeng og „þágu-
fallssýki”. Og má ekki
leiða rök að þvi að hún sé
sýnu verri en „þágufalls-
sýki”? Felur rétt notkun
áðurnefnds fornafns ekki i
sér blæbrigöi sem glatast
við ranga notkun þess?
Fleiri dæmi um ranga mál-
notkun, sem er áli'ka al-
geng og „þágufallssýki”,
mætti tina til. Ekkert
þeirra hefur þó veriö nefnt
„sýki” né vakið jafn mikla
vandlætingu og „þágufalls-
sýkin” svonefnda. Enginn
hefur verið talinn aflijúpa
menntunarleysisitt og/eða
greindarskort þeirra
vegna. Engan hef ég enn
séð svitna og roðna þegar
honum verður á aö segja
eittbvað skip i stað eitt-
hvert skip.
Háfi einhver vandlætari
eöa lærifaðir búið til hug-
takið „þágufallssýki” til
þess að hræða fólk frá þvi
að segja mér langar og
honum dreymir hefur sú
ætlun mistekist. Og þó.
Honum hefur tekist að
skapa fordóma og dóm-
hörku, sömu dómhörku og
fordóma og hann hefur
Mig (mér) hlakkar til
og mér (þeimj langar
M
Birgir Sigurðsson— Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald-
vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. Matthíasdóttir — Sig-
urður A. AAagnússon.
Hringborðið
I dag skrifar Birgir Sigurösson
sjálfur veriö haldinn. Hon-
um hefur tekist að telja
þeim sem ekki eru „þágu-
fallssjúkir” trú um að þeir
séu skör hærra varðandi
málnotkun (menntun og
greind?) en hinir sauð-
svörtu „þágufallssjúku”.
Hinir heilbrigðu þurfa þvi
ekki aö blikna né blána þótt
aðrar málvillur, sem sam-
kvæmt efái málsins eru
engu skárri en „þágufalls-
sýki”, vaði uppi I ræðu
þeirra og riti. Stimpli
vandlætingarinnar er fyrst
og fremst skellt á „þágu-
fallssýki”.
Þrátt fyrir þessa vand-
lætingu er „þágufallssýki”
mjög algeng. Vandlætingin
hefur hrokkiö skammt til
þess að kveða sjúkdóminn
niður. íslenskukennarar
hafa heldur ekki haft erindi
sem erfiði i þvi efni. Ég
hygg að þessi ranga mál-
notkun sé jafn almenn
meöal barna og unglinga
(og fullorðinna?) og hún
var þegar ég byrjaði
islenskukennslu fyrir tæp-
um tveim áratugum. Kenn-
arar skyldu ekki láta
blekkjast þtítt „þágufalls-
sjúkur” nemandi geti
svarað spurningum um
þetta efni rétt á prófi:
Þegar prófinu sleppir má
búast við að hann segi
mér langar eins og ekkert
hafi iskorist. Þaðer nefni-
lega enn erfiðara að kenna
fólki að segja mig langar,
hann langar o.s.frv. en
kenna þvi aö segja Sigurð-
ur hlakkar til. Menn geta
og verið „þágufallssjúkir”
i sumum tilvikum en öðr-
um ekki; segi til aömynda
réttilega mig vantar en
skjótist i' fleirtölu og segi
þá þeim vantar. Ég þekki
mann sem hafði vanist þvi
frá blautu bamsbeini að
nota þágufall i stað þolfalls
i þessum tilvikum (mér
langar I stað mig langar
o.s.frv.) en tókst með mik-
illi árvekni að uppræta
„sýkina”. Hann er nú á
fimmtugsaldri ogenn kem-
ur fyrir — sérstaklega
þegar hann er illa fyrir
kallaður — eða gamli þágu-
fallsdraugurinn skýtur upp
kollinum og Ut úr honum
hrekkur: Þeim vantar... —
Svona erfitt getur reynst að
uppræta eigin , ,sýki”, hvað
þá heldur annarra.
Af
framangreindu ætti
að veröa ljóst að engan
veginn er hlaupið að þvi aö
breyta þvi málfari sem fólk
hefur alist upp við. Það er
þvi fullkomlega óréttmætt
að hneykslast á þeim sem
hafa verið svo óheppnir að
venjast á að segja mér
hlakkar til eða mér, þeim,
honujn,henni langar. Menn
ættu að nota stimpil vand-
lætingar sparlega i' þessu
efni. Hver veit nema i mál-
fari þeirra sjálfra sé ein-
hver „sýki” sem að sinu
leyti er engu betri (jafnvel
verri) en „þágufallssyki”
— þótt i' öðru sé.