Helgarpósturinn - 30.04.1982, Page 12

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Page 12
12 Eykur bónusinn misréttið? Um það spyr Vinnuverndarhópurinn í nýrri jafnréttiskönnun Föstudagur 30. apríl 1982 helgarpÓsturínn Þessa dagana er að hefjast könnun á jafnréttismálum f frystihiísum iandsins. Það eru fjórmenningar sem nefna sig Vinnuverndarhópinn sem gera könnunina en hún á nánar tiitekið að beinast að „afkastahvetjandi launakerfum og tengslum þeirra við stöðu kvenna á vinnumark- aðnum og á heimilinu með tilliti tíl jafnréttis”. Einn fjórmenninganna, Einar Baldvin Baldursson ,er búsettur f Danmörku og ætlar hann að vinna samskonar könnun meðal starfs- fólks f fiskiðnaði þar i landi, f samráði við dönsk verkalýðsfé- lög. Reyndar tekur íslenska könn- unin til fleiri starfsgreina en frystíhúsa, þvf ætlunin er að taka með starfsfólk f fata- og matvæla- iðnaði. í viðtali við Helgarpóstinn sögðu þau þrjú sem hér vinna — Gylfi Páll Hersir, Jónas GUstafs- son og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir — að frumkvæðið að þessari könnun væri komið frá Svövu Jakobsdóttur fyrrverandi alþing- ismanni en ákvörðunin hefði ver- iö tekin f Jafnréttisnefnd Nor- rænu ráðherranefndarinnar. — Er talið að bónusinn hafi nei- kvæð áhrif á stöðu kvenna sem við hann búa? — Það er ekki vitað, en þær raddir hafa heyrst frá Norðmönn- um að ákvæðisvinna leiði ekki til aukins launajafnaðar milli kynja heldur þvert á mdti. Hér á landi má benda á að grunnkaupi verka- kvenna í frystihúsum hefur verið haldið niðri sfðan bónusinn kom. Svo hefur það lika gerst viða að i stað þess að vinna 8 stundir á dag vinna konur aðeins 4 tima og fara svo heim að gæta bús og barna. Þessa hluti ætlum við að kanna og til þess að það sé mögulegt þarf að spyrja um ýmis önnur atriði sem snerta vinnuumhverfi verkafólks, þvi bónus og jafnrétti eru ekki einangruð fyrirbæri. — Eru verkalýðsfélög ekki óð- um að snúa baki viö ákvæðisvinn- unni á hinum Noröurlöndunum? — Það er upp og niður. í Dan- mörku er það alls ekki á dagskrá, enda gerir kreppan verkafólki erfitt um vikað knýja fram mikl- ar breytingar. En i Noregi hafa verkalýðsfélögin hafið umræður um grundvallarbreytingar á launakerfinu. Það má segja hð þessi mál séu til umræðu viða á Norðurlöndum. En i þessu sambandi er rétt að geta þess aö könnun okkar er ekki ætlað að kveða niður bdnusinn. Okkar hlutverk er aðeins að safna upplýsingum sem verkafólk og aðrir sem áhuga hafa geta not- fært sér. Það er ekki i okkar verkahring að kveða upp endan- legan dóm yfir bónuskerfinu. — En hefur bónusinn ekki oröið til að stytta vinnutimann? — Jú, það hefur viða gerst. Okkur er sagtað i BÚR heyri það orðið til undantekninga að unnið sé lengur en til 5 og það er erfitt að fá fólk til að taka á sig meiri vinnu. Það er einfaldlega of þreytt til þess. íslensk fyrirtæki tJt er komin árbókin tslensk fyrirtæki fyrir áriðsem er að liða. Þetta er mikið rit að vöxtum, um þúsund blaðsiður, og hefur að geyma upplýsingar um 10 þúsund fyrirtæki hér á landi. Skráin skiptist að vanda i fimm kafla: fyrirtækjaskrá er pláss- frekust en þar er að finna upp- lýsingar um öll fyrirtæki, félög, sveitarfélög og stofnanir á land- inu, umboðaskrá geymir nöfn 4 þúsund erlendra fyrirtækja sem eiga viðskipti við tsland, vöru- og þjónustuskrá, skipaskrá og loks er kafli á ensku, Iceland today, sem ætlaður er útlendingum og hefur að geyma upplýsingar um islenskar útflutningsvörur og út- flytjendur þeirra, sendiráð ts- lands og ræðismannsskrifstofur. Útgefandi er Frjálst framtak. Bor6a- pantanir Sími M220 •5660 Veitingahúslö í GLÆSIBÆ Goldrokariar Diskótek interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S. 31615 86915 Mesla úrvalið, besta þjónustan. Við útvegum yöur afslátt á bílaleigubiluin erlendis.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.