Helgarpósturinn - 28.05.1982, Page 3

Helgarpósturinn - 28.05.1982, Page 3
3 JHeli Helgai-■ posturinrL FöStudagur-28. maí T982' Jjsigai--—: postunnn. Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Gunnar Gunnarsson, Omar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson og Þröstur Haralds- son. Cftlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Dálkahöfundar: Hringborð: Birgir Sigurðsson, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Astgeirsson, Jón Viðar Jóns- son, Sigurður Svavarsson (bókmenntir 8, leiklist), Arni Björnsson (tónlist), Sóírún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Halldór Björn Runólfsson (myndlist & klass- ískar hljómplötur), Gunnlaug- ur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vign- ir Sigurpálsson, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir), Þröstur Har- aldsson (f jölmiðlun). Erlend málefni: Magnús Torf i Ölafsson Vfsindiog tækni: Dr. Þór Jakobsson Skák: Guðmundur Arnlaugsson Spil: Friðrik Dungal Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir Landspóstar: Finnbogi Hermannsson, Isa- firði, Reynir Anfonsson, Akur- eyri, Dagný Kristjánsdóttir, Egilsstöðum, Sigurgeir Jóns- son, Vestmannaeyjum. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Dan- mörku, Inga Dóra Björnsdótt- ir, Bandaríkjunum, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi. Otgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson Dreifing: Sigurður Steinars- son Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru aðSíðumúlall, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstof a eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð á mánuði er kr. 40. Lausasöluverð kr. 12. Steinsteypan hefur brugðist Til skamms tima þótti þaö viturleg fjárfesting á tslandi aö setja peningana i steinsteypu. Nú eru þeir timar liönir, aö frádreg- inni þeirri nauösyn aö koma sér þaki yfir höfuöiö. Þaö er ekki lengur um þaö aö ræöa aö næla sér i veröbólgugróöa meö þvi aö byggja eöa kaupa. Ástæöan er fyrst og fremst sú, aö nú er ekki lengur hægt aö fá lán til slíkra kaupa nema verötryggö. Samt sem áöur eru gifurlegir fjármunir i veltunni i fasteigna- sölu. i samantekt um þau mál i Helgarpóstinum í dag kemur fram, aö á þessu ári muni aö öllum likindum velta hálfur annar milljaröur króna i þessum viðskiptum. Það kemur lika fram, aö af þessu fé renna liklega um 24 milljónir króna i vasa fast- eignasalanna. Þaö er heldur lægri upphæö en allir skattskyldir Garöbæingar greiddu i útsvar á siöastliönu ári. En þetta fé stöövast aö sjálf- sögöu ekki allt i vasa fasteig.ia- salanna. Fyrir utan kostnaö viö rekstur þessarar starfsemi greiöa þeir um 13 milljónir á þessu ári fyrir fasteignaaug- lýsingar i Morgunblaðinu. Þannig hefur „veröbólgu- gróöinn” skipt um farveg. Og sá gróði er gulltryggöur gagnvart verðbólgunni meöan núverandi viöskiptahættir í fasteignasölu eru viðhaföir. Hann er reiknaöur af þeirri krónutölu sem markaðs- verö fasteigna er hverju sinni. En sú krónutala er ekki raunveruleg, enginn seljandi fær raunviröi fyrir fasteign sina og enginn kaupandi greiöir heldur raunviröi fyrir hana. En fasteignasalarnir fá sitt — og Morgunblaöiö, blaö allra landsmanna. Landsmenn fá aö greiöa sinn hlut i rekstri þess meöan fasteignir skipta um eig- endur. Enda þótt fasteignaverö hækki stööugt eru gifuriegar verö- sveiflur á hverju ári eins og sést á linuritum frá Fasteignamati rikisins, sem Helgarpósturinn birtir i dag. En þessar sveiflur virðast ekki fara eftir neinum ákveönum lögmálum, nema veröiö viröist yfirleitt lækka i desember, hækka i janúar. lækka siöan aftur i mars eöa april og hækka loks enr seinniparl sumars. Þegar á heildina er litiö viröist fasteignaverö hækka heldur meira en verðbólgan, og stefnir nú i :ið þaö veröi um 70% hærra I suir.ar en I fyrrasumar. En er ekkert við þessu aö gera? Ein af niðurslöðum Helgarpósts- ins er sú, aö verðtrygging á fast- eignaviöskiptum sé nauösynleg, og komist raunar á smám saman . hvort sem mönnum er þaö ljúft eöa leitt. Aö sjálfsögöu er þaö ekki fasteignasölum i hag aö veröiö lækki, þá lækka sölulaun þeirra. En almenningi er hinsvegar ráölegt aö kaupa verötryggö rikisskuldabréf, hyggist menn ávaxta fé sitt. Steinsteypan hefur brugöist. Endurskipulagning íslensks þingræðis Þá eru þær loksins af- staönar, kosningarnar, með öllu sem þeim til- heyrði — slagoröaglamri, pólitiskum langlokum i blöðum, uppgeröarbrosum, landsföðurlegum ábyrgð- arsvip á fundum og öllu hinu. Útkoman var eflaust svona og svona (það fer allt eftir þvl hvar I flokki mað- ur stendur), Kvennafram- boðið kom fáeinum að, karlaframboðið tók úrslit- um hver með sinu lagi: sumir gráta, aörir hiakka yfir þvl að fjandmennirnir hafi nú loksins fengið mak- leg málagjöld fyrir hrok- ann þegar þeir unnu sigur- hrlngboröiö I dag skrif ar AAagnea J. AAatfhíasdóttir slag, þó þeim þyki hent- ugra að gleyma því á öðr- um timum — enda trúir þessu ekki nokkur vitibor- inn maður sem eitthvað hefur skoðaö islenskt þjóð- félag (og þó viðar væri leit- að). Hvað þessa hugmynd mina varðar, list mér æ betur á hana eftir þvi sem ég hugsa meira um hana og sama má reyndar segja um þá sem ég hef reifað málið við. I stórum dráttum hljóðar það þá þannig: Fækka þingmönnum um helming (niður i 30), leggja algerlega niður ráðherra- embætti og annaö titlatog. inn fræga hér um áriö (var ekki einhvern tima talað um grjót og glerhús — eða var það bara I vinstri stjórn?). Og maður hefur lært ýmis- legt — tilamynda fékkst sýnikennsla i sjónvarpi kosninganóttina hvernig „litill og kvenlegur kross” (hahaha — þessi var góður, strákar!) litur út — auðvit- að ógilt atkvæði — og á hinn bóginn hvernig þessir stóru og karlmannlegu hljóta að teljast gildir. En eiginlega var það ekki þetta sem ég ætlaði aö skrifa um hér og leggja á hringborð. Mig langaði að segja lesendum frá hugmyndum minum um endurskipulagningu is- lensks þingræðis sem skutu upp kollinum einhverntima i óendanlegum kosninga- umræðum liðinn mánuð. Kveikjan var ekki sist: „Valdiö er ykkar” (til- brigði: „valdið er fólks- ins”) sem stjórnmálamenn lýsa gjarna yfir I kosninga- Skikka svo hinsvegar þessa ágætu fulltrúa okkar til að vinna þann tima sem þeir sitja á þingi — vinnutimi verði sumsé 8 - 18, meö klukkutima matarhléi og tvisvar sinnum korter i kaffi. Fri verða að sjálf- sögöu ekki nema lögboðnir fridagar (jól, páskar, hvitasunna o.s.frv.), auk þriggja vikna sumarleyfis, sem veitt er i enda þing- setu. Þessir 30 þingmenn eru nefnilega ekki kjörnir lengur en til eins árs (þeir gera þá ekki miklar skammir af sér á meöan) og skulu valdir með tölvu af skrá yfir alla lands- menn, sem náð hafa sextán ára aldri og eru ekki sann- anlega andlega eða likam- lega vanheilir á neinn þann hátt sem meinar þeim aö gegna skyldu sinni við ætt- jörðina. Einnig verður tek- iö nokkurt tillit til efnahags og heimilisaðstæðna, þvi það verður ekkert lúxus- kaup fyrir þingmenn: þeir fá Dagsbrúnartaxta en verður á hinn bóginn séö fyrir fæði og húsnæöi i þar til gerðri heimavist meðan á þingsetu stendur. Aö sjálfsögöu hefur Alþingi trúnaðarlækni, sem sér til þess að skrópasýki getur ekki grasserað. V innubrögöum verði hagað þannig, að hvert mál verði aðeins tekið til um- ræðu einu sinni og hafi þá einn formælanda og einn andmælanda, siðan veröi gengið til atkvæða. Til að stýra þingumræðum verði valinn „ringmeister” (mig vantar betra orö — hvað eru þeir kallaðir I fjölleika- húsunum?), sem er valinn til fimm ára i senn með hæfileikakeppni sem sjón- varpað veröi um land allt. „Ringmeister” skipulegg- ur umræður og önnur störf Alþingis, auk þess að veita þjóöinni (sem hvorteðer litur á þingiö sem fjölleika- hús) hæfilega skemmtun. „Ringmeister” til aðstoðar verða tveir menn, annar og þriðji i hæfileikakeppninni, og þessir þrir aðilar sjá um að festa upp dagskipan næsta dags að loknum hverjum þingdegi. Hæfi- leikakeppnin ætti að tryggja að réttir menn veljist i þessi störf; hún verður aö sjálfsögöu skipu- lögö með það fyrir augum að sem best sjáist hæfni keppenda við að leysa ýms- ar þrautir og vandamál, sem snerta þetta tiltekna svið, auk viðbragöa er álag er mikið. Stórlega verði skorið niöur i ráðuneytunum, enda veröi þau rekin með bónusfyrirkomulagi (nenni ekki að skýra þaö hér, þaö ætti eiginlega að liggja i augum uppi fyrir þjóö sem gjörþekkir það) og útboð á framkvæmdum þeirra mála, sem Alþingi sam- þykkir. Auövitað mætti rekja þetta kerfi itarlegar, en mig langar að benda á nokkra áberandi kosti, sem þvi fylgja. Fyrst og fremst er það sparnaðurinn við þessa tilhögun, bæði hvaö varðar laun og tima — mál ættu t.d. ekki að lenda und- ir stól eða i salt, hvað þá deyja drottni sinum i nefndum, heldur yrðu þau öll afgreidd eins fljótt og unnt er. 1 öðru lagi má benda á, að þarna eru klik- ur og flokkadrættir aö mestu (þvi miður er aldrei hægt að segja öllu) leyti úr sögunni, bitlingar og póli- tiskar stöðuveitingar sömuleiðis, svo eitthvaö sé nefnt. Alþingismennirnir okkar væru i raun „fólkiö” — manneskjur af báöum kynjum, ýmsum aldri og meö allan þjóðfélagslegan bakgrunn og reynslu — unga fólkið vissi hvernig er að vera ungur, eldra fólkið þekkti fullorðinsárin og ell- ina, fyrrverandi refsifang- ar hlytu að vita gjörla hvað betur má fara i dómskerfi og refsilöggjöf. Og svo framvegis. Það er ekki mikiö rúm hér, að tíunda alla kosti þessa kerfis. Svona allra siöast langar mig bara til að nefna tvennt: þessi breyting hefði að sjálfsögðu I för með sér breytingu á skólakerfinu, þar sem ræðumennska, fundarsköp og samfélags- fræði yrðu þýöingarmikið skyldunám og hitt, að for- seti tslands héldi starfi sinu við almannatengsl, einkum útáviö við aðrar þjóðir. Það verður vist að hafa eina toppfigúru (eða svoleiðis). Eg ætla aö klykkja út meö þvi að stela uppá- haldsfrasa annars Helgar- póstsskribents: Hugsið um það.....

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.