Helgarpósturinn - 28.05.1982, Page 11

Helgarpósturinn - 28.05.1982, Page 11
-11 Upptökur 1 kvikmynd- inni Trúnaðarmál hafa fariö fram vitt og breitt um bæinn aila þessa viku. Aö sögn Björns Björns- sonar, eins af aöstand- endunum, hefur öll vinna gengiö vel, en aö visu hægt, þar sem liöiö sé aö slipast saman. Vinnudag- arnir hafa verið langir, en þaö stendur til bóta, og Björn er bjartsýnn á, aö allar upptökuáætlanir standist. Ljósmyndari Helgar- póstsins smellti af nokkr- um myndum i gær, fimmtudag, þar sem gengiö var viö upptökur I gamla Lindargötuskól- anum. Þar var veriö aö gera annarri aöalpersón- anna skil, unga mann- inum, en hann er tón- listarkennari, auk þess sem hann semur sjálfur tónlist. Á myndunum sjáum viö hvar Egill Eö- varösson leikstjóri spáir i stööuna meö Jóhanni Siguröarsyni, og hvar Snorri Þórisson kvik- myndatökumaður hefur komiö sér og myndavél- inni fyrir i hjólastól. Maraur verður af aurum api Sýningarstaöur Austurbæjar- bió MEÐ HNCUM OG HNEFUM (Any Which Way You Can) Framleiðandi Fritz Manes fyrir Warner Bros. Leikstjóri Buddy Van Horn — Aðalleikari Clint Eastwood. Þessi mynd mun vera sjálf- stætt framhald af Any Which Way But Loose og segir frá slagsmálahundi sem græðir á þvi aö láta veöja um úrslitin. Einna grátlegast er aö sjá Clint Eastwood sem slagsmála- hund. Clint heldur sér að visu vel en eitthvað eru magavöðv- arnir farnir að slappast, enda er forðast að sýna á honum kvið- inn. Slagsmálaatriðin eru svona la-la, byggð á hraðri klippingu, miklum nærmyndum og viðum skotum. Eitt er e.t.v. athyglis- vert, að hnefahöggin beinast mikiðaðvélinnioggætiég trúaö að kvikmyndatökumaðurinn hafi fengið þau ófá framan á Arkitektar bjóða í gönguferðir Arkitektafélag islands ætlar aö brydda upp á þeirri nýbreytni á Listahátiö aö efna til skoöunar- og gönguferöa um tvö hverfi borgar- innar i þvi skyni aö gefa fólki inn- sýn i reykviska húsagerö og skipu lag frá upphafi til vorra daga. — Viö erum búnir að reyna ýmsar leiðir til að ná til fólks og sýna þvi arkitektúr, haldið sýn- ingar á likönum, teikningum og ljósmyndum, og þó þær segi sina sögu langar okkur að leiða fólk um borgina og sýna þeim húsa- gerðina á staðnum, sagði Gunnar Óskarsson, formaður sýningar- ráðs Al,i viötali við blaðið. — Fyrri gönguferðin verður 6. júni og veröur hún farin um Fella- og Hólahverfi i Breiðholti i sam- ráði við Framfarafélag Breið- holts III. Hún hefst hjá bensin- stöðinni við Asparfell og veröur gengið þaðan bakviö Asparfells- blokkina að Kron. Þá verður sveigt til norðurs og skoðuð skóla- og iþróttamannvirkin að baki Vesturbergsblokkunum. Siðan veröur gengið niður i lághúsa- byggöina i Vesturbergi, þaðan upp i blokkirnar i Hólahverfi og endað við dagheimiliö Hólaborg. Auk þess að skoða húsin verður þátttakendum kynnt sú hugmynd sem er að baki skipulagningu þessara hverfa. Hin gönguferðin verður um miðbæinn og Þingholtin. Hefst hún við Vesturgötu 2 og gengið um Hafnarstræti og Austurstræti, suður Lækjargötu, gegnum Hallargarðinn, eftir Fjólugötu og Njaröargötu uppá Skólavörðuholt og endaö viö Asmundarsal. A þessari leið gefst kostur að skoöa reykviska húsagerð frá upphafi þéttbýlis til okkar daga, jafnt heldrimannahús og húsþeirra sem minna máttu sin , auk minnis- merkjanna á Skólavöröuholti, Hallgrimskirkju og Hnitbjarga. Þegar i Asmundarsal kemur gefst tækifæri til að skoða ljós- myndasýningu sem félagið hefur eignast fyrir milligöngu vest- ur-þýska sendiráðsins. Sýningin nefnistá islensku Náttúruform og fjallar i myndum og máli um lif- andi og dauð form sem koma fyr- ir i náttúrunni og viöleitni hönn- uða til að likja eftir þeim. Verður þetta ágætt mótvægi við raun- veruleikann sem fólk kynnist i gönguferðunum. Sýning þessi er gerð i samvinnu fjölda arkitekta og visindamanna viö marga há- skóla i Vestur-Þýskalandi en aðalumsjón með verkinu höfðu tveir þekktir arkitektar við háskólann i Stuttgart, þeir Frei Otto og Cornelius Thywissen, sagði Gunnar. — ÞH Nema hvað, hann er orðinn leiður á slagsmálum, en það sjáum við ekki á steinandliti Clints frekar en fyrri daginn. Clint sem i myndinni heitir þvi furðulega nafni Philo Beddoe (bed-dove) endurnýjar lika kynni sin við unga stúlku, gæti verið dóttir hans, en fyrri kynni þeirra hafa eflaust komið við sögu i fyrri myndinni — að sjálfsögðu. Myndin er uppfull af stereó- týpum—stúlkan er að reyna við kántri-söng en fer það frekar ólaglega, — móðurmyndin er útslitin, farsakennd skripa- mynd —- miðaldra mótorhjóla- gæjar, Mafiósai- og veðmang- arar. Vinurinn virðist vera eina persónan i myndinni sem er trú- verðug.að ógleymdum Clyde, sem er api af orangútanætt. Hvað fáum við svo út úr þess- um hrærigraut — ekki annað en búast mátti við; ofnotaðar lummur og það ekki i nýjum búningi. hana. Ekki held ég að nein leynd túlkun liggi þar á bak við — Clint er búinn að sýna það og sanna að hann er töff gæ og harður i horn að taka. Hvað er það þá sem rekur menn i gerð svona myndar? Þetta á vist að vera grinmynd, en grinið er slappt, brandarar fáir og flestir hafa heyrst áöur. Clint var óborganlegur i Dollaramyndunum á sinum tima og bara góður sem Dirty Harry.ágætur i myndum eins og Flóttinn frá Alcatraz og The Elger Sanction. Ef vel var leitað mátti i flestum tilfellum finna á- stæður fyrir ofbeldinu og maður fylltist þessari hefndarkennd að með illu skal illt út reka — hér eru slagsmál slagsmálanna vegna, maður gegn manni og búið. Clint fer betur að eiga við ofureflið — enginn má viö margnum nema Clint Easl- wood. jae AF ÞÓRDÍSI ÞJÓFA - MÓÐUR OG FJÖLSKYLDU Nemendaleikhúsið: Þórdís þjófamóðir, börn tengdabörn og barnabörn. Höfundur: Böðvar Guðmunds- son. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Mess- iana Tómasdóttir. Lýsing: Hallmar Sigurðsson. Leikendur: örn Árnason, Erla B. Skúladóttir, Pálmi A. Gests- son, Ellert A. Ingimundarson, Sólveig Pálsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Arnór Benóný- eftir Gunnlaug Astgeirsson son. Ragnheiður Tryggvadóttir. Lokaverkefni nemenda Leik- listarskólans er að þessu sinni nýtt verk eftir Böðvar Guð- mundsson sem samið er sér- staklega fyrir þennan hóp. I þessu leikverki sækir Böövar efnivið sinn tii átjándu aldar. Segir þar af fátæku fólki undir Jökli sem gripur til þess ör- þrifaráðs i eymd sinni að stela sér til matar og reyna siðan að flýja refsingu yfirvaldanna. Atjánda öldin er að sönnu eitt- hvert hörmulegasta timabil Is- landssögunnar. Það fólk sem leikritið fjallar um hefur ekki beinlinis verið i sviðsljósi sög- unnar,- þurrabúðarfólk við sjávarsiðuna. Böðvar leitast við að sýna þær ömurlegu lifsað- stæður sem fólkinu eru búnar. Ég held að miðað við ýmsar heimildir sem til eru frá þessum tima þá fari höfundur býsna nærri þvi að sýna okkur lif þurrabúðarfólks i harðindaári og getur sú lýsing areiðanlega eilnnig átt við aðra hópa; kot- unga og leiguliða af ýmsu tagi. Þó lýsingin sé fjári svört og eymdin allsstaðar þá er fátt sem bendir til annars en að þannig hafi lif alls almúga verið á þessum tima þegar harðindi og pestir gengu yfir, sem gerðist margoft á hverri öld. Persónur leiksins eru Þórdis þjófamóðir, synir hennar þrir og ein dóttir, tvö tengdabörn hennar og sýslumaður/prestur. Þórdis er ekkja og hefur komið upp fjórum börnum og til þess hefur hún þurft að beita öllum tiltækum ráðum, m.a. að stela. Þegar leikurinn hefst eru mikil harðindi og fimm barnabörn Þórdisar eru nýdáin. Til þess að halda lifinu i þeim, sem eftir lifa er aðeins eitt ráð eftir, að stela frá kaupmanninum. I verkinu er sýnt hvernig hörmungarnar neyða fólkið til sliks verknaðar og jafnframt hvernig neyðin kallar fram lægstu hvatir mannskepnunnar, breytir venjulegu og ágætu fólki i villi- dýr sem bilast um það sem ekk- ert er. En einnig eru sýndar manneskjur sem standast þessar hörmungar og halda reisn sinni á hverju sem gengur. Þegar allt er Komið i óefni er einasta lausnin að flýja þennan ömurleika og reyna að halda til fyrirheitna landsins handan við hafið. Tveir bræðurnir, systirin og maður hennar halda tilhafs á bátkænu og ætla til Grænlands, en skilja þau sem veikburða eru eftir. Þau ná aldrei i áfanga- ,,Þaö er alltaf ákveðinn frisk- leiki yfir sýningum Nemenda- leikhússins", segir Gunnlaugur m.a. I umsögn sinni. Ljósm. eik. staö, en i ferðinni kemur mann- leg örvænting og grimmd skýrt fram þegar hungur og þorsti sverfa að. Leikritið er byggt upp al mörgum smáum atriðum sem raðaö er þannig saman að farið er bæði fram og aftur i tim- anum. Um leið og sögð er sagan af bátsferðinni er aðdragandi hennar rakinn. Þannig skapast smám saman heildarmynd af fólkinu og aðstæðum þess. Það má lengi leika sér að þvi að túlka þetta verk ef maöur vill. Mér virðist i fljótu bragði einkum vera tvær áminningar sem sjá má i verkinu. Annars vegar er áminning til okkar um að muna eftir þvi hver við erum og hverjir eru forfeður okkar, hverskonar lif það var sem þeir lifðu, og hversu stutt er siöan allur almenningur bjó við hungurmörk og þar fyrir neðan. 1 framhaldi af þessu má einnig sjá i verkinu áminningu til okkar um að taka þau kjör sem viö búum við i dag ekki sem gefin um alla eilífð — og um leiö má leiða hugann að þvi fólki i þriöja heiminum sem lifir lifi sem alls ekkert er betra en það sem sýnt er I þessu leikverki. Það er alltaf ákveðinn frisk- leiki yfir sýningum Nemenda- leikhússins. Þaö er ánægjulegt að sjá að sá hópur sem nú út- skrifast hefur tekið töluvert miklum framförum i vetur. 1 leiknum um Þórdisi þjófa- móöur og fjölskyldu sýna leik- ararnir að þeir eru búnir að ná valdi á sterkri persónusköpun og hafa jafnframt öðlast þrek til þess að halda sig innan marka þeirrar persónu út alla sýning- una. Persónurnar eru mjög skýrar hver um sig og ólikar innbyrðis. Það skapar leiknum töluvert mikla vidd og fjöl- breytni sem vegur nokkuð upp ömurleika kringumstæðnanna sem verið er að lýsa. Búningar Messiönu Tómas- dóttur og leikmynd unnu mjög vel með textanum til þess að skapa andrúmsloft eymdar og örbirgðar. I heild er þessi sýning frisk- leg. Leikurinn er agaður, svo- litið stilfærður, en fjölbreyttur og sýna leikararnir vel hvað i þeim býr. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.