Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 14
14 LÁ TINN STÓRMEISTARI Þá er Art Pepper,einn af stór- meisturum djasssaxafónsins, fallinn i valinn. Hann var meira að segja svo þekktur aö frétta- skeyti voru send um viöa veröld til aö segja frá láti hans og birt- ist fregn fyrir nokkru i Morgun- blaðinu þar sem hann var kall- aður einn af frumherjum djass- saxafónleiks. Sannarlega var Art Pepper einn af meisturum djasssaxafónsins en frumherji var hann ekki. beir voru af þeirri kynslóö er á undan honum fór. Lifshlaup Art Peppers var þyrnum stráö. Hann var eitt af fórnarlömbum hins hvita eiturs, heróinsins, en tókst þó að vinna sigur á þvi aö lokum einsog félagahans Hampton Hawes, en illa voru likamar þeirra leiknir áöur en sá sigur vannst og þeir eru nú báöir látnir fyrir aldur fram. Art Pepper fæddist árið 1925 i Kaliforniu. Niu ára gamall fór hann að læra á klarinett en á altósaxafón frá þvi hann var þrettán ára. 1943 geröist hann atvinnuhljóðfæraleikari og lék m.a. með Benny Carter og Lee Young (bróður Lesters) áðuren hann réðst til Stan Kentons i nóvember 43. Með honum lék hann írammi febrúar 44. Seinna lék hann aftur meö Kenton (47—52). Eftir 52 hefur hann fyrst og fremst leikiö með eigin kvartett, en sá ferill hefur verið heldur skrykkjóttur, þvi hann sat löngum i fangelsum vegna heróinneyslu. Fyrsta dóminn fékk hann 1953 og eftir að hafa verið dæmdur til langrar fang- elsisvistar 1960 heyröist hinn tæri altóhljómur hans ekki i fimmtán ár. Art Pepper eyddi ellefu árum ævi sinnar i fangelsum vegna heróínneyslu. Hann seldi aldrei gramm heldur var hann dæmdur fyrir að kaupa það til eigin nota. Slik voru örlög margra góðra djassleikara þessara ára. Fyrir þögnina miklu var Art Pepper i hópi betri altista. Still hans lá á milli Charlie Parker og Lee Konitz, kraftmikill en lipur, titringsiaus en heitur. Hann hljóöritaði mikið og munu margir hér eiga ýmsar Contemporary skifur hans, m.a. hljóðritaði hann með ryþma- sveit Miles Davis 1960 (Con- temporary M3573): Wynton Kelly, Paul Chambes og Jimmy Cobb. Hann var nýkominn úr fangelsi er hann heyröi King of Blue Miles Davis fyrst og tenor- istinn hafði mikil áhrif á hann, sá var John Coltrane. Einnig lærði Pepper ýmislegt af Orn- ette Coleman. Hann var alltaf opinn fyrir nýjum straumum og ummyndaði þá á persónulegan hátt. „Auðvitað gat ég ekki spilað mikiö i fangelsinu”, sagði hann i viðtali við db 1975. ,, En rétt áöuren mér var sleppt fór ég aö æfa fyrir alvöru. Ég vissi að þegar ég losnaði myndi ég spila betur en nokkru sinni fyrr. Ég veit ekki hvað hafði gerst innra með mér — hryggðin... þaö eru slikar tilfinningar sem setjast aö i þér. Þú þjáist svo, þú kemst i slikt návigi viö sjálfan þig aö þegar þú spilar geturðu kafað til botns. Það er einsog þú úthellir lifi þinu og sál þegar þú spil- ar...” Aö sjálfsögöu veröur enginn snillingur af að ánetjast heróini, lendai fangelsi og yfirvinna fiknina. En mikill listamaður er gengur i gegnum slika eldraun getur gefið okkur meira en ella sleppi hann heill. Slikt gerði Art Pepper og þær hljóöritanir er hann hefur gert á siöustu árum eru hver annarri betri. bær eru i hópi þess betra sem gert hefur verið i djassi. Þvi miöur hafa þær ekki borist i hillur inn- lendra hljómplötuverslana. Hvað þar er á boöstólum hefur alltaf verið tilviljun háö. Þótt Art Pepper hafi veriö i hópi efstu manna i kosningum djass- blaðanna og veriö kosinn djass- leikari ársins tvö sl. ár af Jazz Journal hefur þaö ekki nægt honum til aö komast i plötu- rekkana i Reykjavik. Kunningi Sigurjóns Sighvats- sonar sem nú nemur kvik- myndalist i Los Angeles, gerði heimildarmynd um Art Pepper og kvartett hans, þar sem Bob Magnússon lék á bassann. Vonir stóðu til að sú mynd yrði frum- sýnd hér um siðustu jól. Úr þvi varð ekki en við biðum bara ró- leg. Það hefur litið farið fyrir Art Pepper á Islandi sl. tuttugu ár svo ekkert liggur á. List hans fyrnist ekki en mikið væri,samt gott ef þeir er flytja inn hljóm- plötur pöntuöu nokkrar af snilldarskifum hans sem fyrst: merkin eru ma. Contemporary, Galaxy, Artists House og Blue Note. Um meira biöjum viö ekki. Fðstud.gur 2. júlí 1982 Art Pepper — enn einn stórmeistari jazzins fall- inn i valinn. C/ash og Blondie á réttri braut The Clash-Combat Rock Það hefur mikið gengið á hjá hljómsveitinni The Clash siö- ustu vikurnar. Rétt áður en haldiö skyldi i hljómleikaferö um Bretland hvarf Joe Strummer, aðalsöngvari hljóm- sveitarinnar, og i nokkrar vikur vissi enginn, nema mamma hans, hvað orðiö heföi af honum og komust þvi ýmsar furðu- sagnir á kreik um hvað oröiö hefði um hann. Aflýsa varð Bretlandsreisunni en hins vegar seldist nýja platan þeirra, Com- bat Rock, betur en nokkur átti von á og fór hún alla leið i annað sæti breska listans. Ekki var Strummer fyrr kominn i leitirnar en Topper Headon trommuleikari sagði sig úr sveitinni. Af hverju Headon hætti liggur ekki alveg ljóst fyrir en liklega hefur það hjálp- aö til að hann hefur verið að reyna að ná sér upp úr eymd og volæði eiturlyfjaneyslu, eftir að hafa kynnst all náið „töfra- mætti” heróinsins. Frést hefur að Tory Crimes fyrsti trommu- leikari The Clash sé farinn að lemja húðirnar hjá þeim að nýju en ekki er vist aö það verði til frambúðar þar eð þeir Strumm- er, Jones og Simonon hafa lýst þvi yfir að hljómsveitin muni framvegis vera trió og notast verði við gestatrommuleikara hverju sinni. Ólikt tveimur siðustu plötum The Clash, London Calling og Sandinista.sem voru tveggja og þriggja platna albúm, er Combat Rock bara einföld. Er bæði hægt að telja þaö kost og galla. Kosturinn felst i þvi aö heildarsvipur plötunnar verður sterkari, þar sem frekar eru valin þau lög sem fyrirfram er vitaö aö muni falla fólki i geð. Gallinn er þá sá aö við hlust- endur veröum af þvi aö verða vitni að ýmsum forvitnilegum tilraunum, sem frekar vikja fyrir pottþétta efninu. Þaö er þvi minna um að sénsar séu teknir á Combat Rock en t.d. Sandinista. Það þýðir þó ekki endilega að The Clash fari troðnar slóðir á Combat Rock og óneitanlega er þar viða komiö við. Þar er aö finna anga flestra þeirra stefna sem athyglis- verðar eru i rokkinu i dag. Sem fyrr eru textarnir ákaf- lega pólitiskir og á plötunni er t.d. ekki aö finna nema einn ástarsöng, Should I Stay Or Should I Go, sem einnig er eina lagið sem Mick Jones syngur. Simonon syngur einnig eitt lag, Red Angel Dragnet, sem er það lag plötunnar sem kemst næst þvi að vera reggae lag. Það hljórnar þó eins og Clash lag, ekki eins og Cíash að reyna að spila reggae (sem þeir gerðu þó vel), eins og raunin var á Sandinista. Lagiö Death Is A Star fjallar um þá ánægju fólks aö fara i kvikmyndahús til þess að sjá fólk drepið á hvita tjaldinu og Sean Flynn er um striðsljósmyndara sem týndist i Kambódiu árið 1970. Know Your Rights er um þau sjálfsögðu réttindi fólks að veröa ekki drepið, fá nóg aö boröa og mál- frelsi. Lag þetta er eitt hið besta á plötunni, ásamt Rock The Cashbah og eru þau einna lik- legust til vinsælda. Eins og á undanförnum Clash plötum njóta þeir aöstoðar vel valinna gesta. Ellen Foley syngur bakraddir i In a Car Jam, Joe Ely syngur bakraddir i Should I Stay, neðanjarðar- listamaöurinn Futura 2000 kemur boðskap sinum til skila i fönklaginu Overpowered By Funk og Alan gamli Ginsberg tautar með i laginu Ghetto De- fentant. Auk þess leika Tymon Dogg og Poly Mandell á hljóm- borð og Gary Barnacle á saxó- fón. Ég hef hlustað mikiö á Com- bat Rock siöustu vikurnar, þvi i fyrstu var ég ekkert yfir mig hrifinn en ég er þeirrar skoðunar nú að hér sé um mjög góða plötu að ræða. Combat Rock er nefnilega fyrst og fremst rokk plata og rokk er einmitt það sem The Clash spila best. Blondie-The Hunter Þaö er ekkert vafamál að þótt tvær siðustu stóru plötur MI‘ CUMOA'r »#€E* hljómsveitarinnar Blondie, Eat To The Beat og Autoamerican (ég tel ekki Best of Blondie með), hafa ekki verið nógu góðar, þá er hljómsveitin ein- hver besta popphljómsveit seinni ára og talar Best Of plata þeirra sinu máli þar um. Eftir hina hræðilegu Auto- american var ég satt að segja hræddur um aö Blondie væru algjörlegí búinaö veraogviðlitlu að búast frá þeim i framtiðinni. Að visu var sólóplata Debbie Harry, Koo Koo, heldur skárri, þó hún sé alls ekki nógu góö. Það kom þvi þægilega á óvart þegar ég heyrði nýjustu plötu þeirra, The Hunter, aö hún skyldi vera jafn góð og raun ber vitni. A The Hunter er að visu ekkert nýtt að gerast en tón- listin er mun kraftmeiri en á Autoamerican og góður gitar- leikur er áberandi i nokkrum laganna. Annars er tónlistin mjög poppuð og nær undan- tekningarlaust með góðum danstakti. Það eru i rauninni ekki nema tvö lög á plötunni sem ég kann alls ekki við en það eru lögin Island Of Lost Souls og Little Caesar, sem minna mjög óþyrmilega á Boney M. En for- múla þessi reyndist Blondie vel i laginu The Tide Is High, svo það er kannski ekki nema von að þau reyni aftur. Hin svo- kallaða „rap” tónlist reyndist þeim lika vel i laginu Rapture, svo þau „rappa” náttúrlega áfram og nú heiiir lagið The Beast. öll lögin á plötunni eru eftir meðlimi hljómsveitarinnar, utan eitt, The Hunter Gets Captured By The Game, sem er eftir Smokey Robinson og að minu mati er það eitt besta lag plötunnar, ásamt English Boys. Það má segja aö Blondie séu á réttri braut að nýju, þó óneitan- lega skorti nokkuð á að þau séu eins fersk og skemmtileg og á fyrstu þremur plötunum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.